WOW air ekki borgað mótframlagsgreiðslur í þrjá mánuði

WOW air á í miklum lausafjárerfiðleikum og hefur ekki skilað mótframlagi starfsfólks í lífeyrissjóð og séreignalífeyrissparnað í þrjá mánuði.

Skúli Mogensen Mynd: WOW air
Auglýsing

WOW air hefur ekki greitt mót­fram­lag í líf­eyr­is- og sér­eigna­sparnað í þrjá mán­uði, en félagið von­ast til þess að koma því í skil í þessum mán­uði, af því er haft er eftir Svan­hvíti Frið­riks­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins, á Vísi.

Fyr­ir­tækið hefur átt í miklum lausa­fjár­erf­ið­leikum og hefur ekki getað staðið skil á fyrr­nefndum greiðslum vegna þessa. 

Um er að ræða greiðslur vegna nóv­em­ber og des­em­ber síð­asta árs auk jan­úar þessa árs en þær eru allar komnar fram yfir eindaga. 

Auglýsing

Eins og greint var frá fyrir helgi, þá ætla WOW air og banda­ríska félagið Indigo Partners að taka sér mánuð til við­­bót­­ar, til 29. mars, til að reyna að ná sam­komu­lagi um fjár­­­fest­ingu síð­­­ar­­nefnda félags­­ins í WOW air.

Stjórn­­­völd fylgj­­­ast nú náið með stöð­unni, eins og greint hefur verið frá í umfjöllun Kjarn­ans, og það við um rík­­­is­­­stjórn, yfir­­­­­menn Sam­­­göng­u­­­stofu, ISA­VIA og eft­ir­lits­­­stofn­anna í fjár­­­­­mála­­­kerf­inu, Seðla­­­bank­ans og FME. 

Rík­­­is­­­stjórnin átti fund seinni part­inn á fimmt­u­dag­inn síð­­ast­lið­inn, þar sem mál­efni er tengd­ust WOW air voru meðal ann­­­ars rædd, þó fund­­­ur­inn hafi verið boð­aður af öðru til­­­efn­i. 

Í ljósi þess að staða WOW air er metin fall­völt, sam­­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, ef ekki tekst að útvega félag­inu fjár­­­­­magn á næstu mis­­s­erum, þá hafa yfir­­­völd sett sig í þær stell­ingar að illa geti farið en vonir standa þó alltaf til þess að það tak­ist að tryggja fjár­­­­­mögnun félags­­­ins.

WOW a­ir tap­aði 33,6 millj­­­­­­ónum dala, sem jafn­­­­­­­­­­­gildir um 4,2 millj­­­­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í fyrra. Á sama tíma­bili árið á undan nam tap félags­­­­­­ins 13,5 millj­­­­­­ónum dala, jafn­­­­­­virði tæp­­­­­­lega 1,7 millj­­­­­­arða króna miðað við núver­andi gengi.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent