Ráðherra leggur til að innflutningsbann á fersku kjöti verði afnumið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, frá og með 1. september næstkomandi. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar niðurstöðu EFTA-­dóm­stólsins.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í gær frumvarp sem felur í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr ógerilsneyddri mjólk. Á sama tíma kynnti ráðherra aðgerðaáætlun með mótvægisaðgerðum til þess að verja íslenska búfjárstofna og bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar mat­væla­fram­leiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga munu hömlur á innflutningi falla niður þann 1. september næstkomandi. 

Staðfest að íslensk stjórnvöld brutu gegn EES-samningnum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda, frumvarpið nær til breytinga á lögum um matvæli, lögum um fóðri, áburði og sáðvöru og lögum um dýrasjúkdóma. Í frumvarpinu er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Umrætt leyfisveitingakerfi felur í sér að óheimilt er að flytja inn kjöt og egg hingað til lands nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar. Með beiðni um slíkt innflutningsleyfi, fyrir hverja vörusendingu, þarf að fylgja vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við a.m.k. 18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu.

Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutning á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skilyrði fyrir innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri markaði EES. Þá skuldbindingu staðfesti Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til samræmis við þá skuldbindingu. Á síðustu tveimur árum hafa bæði EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur Íslands staðfest að íslensk stjórnvöld hafi með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Þá hefur skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna þessa verið staðfest. 

Auglýsing
Í núverandi frumvarpinu er því kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Aðgerðaáætlun kynnt samhliða frumvarpinu

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið frumvarpsins sé að íslensk stjórnvöld standi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hafi undirgengist á sama tíma og öryggi matvæla og vernd  lýðheilsu og búfjárstofna sé tryggð. Ráðuneytið hefur undanfarið ár unnið að aðgerðaráætlun sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.  

Stjórnvöld kynntu því samhliða frumvarpinu aðgerðaáætlun í tólf liðum. Meðal aðgeranna er lagt til óheimilt verði að dreifa alifuglakjöti nema matvælafyrirtæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt kampýlóbakteríu. Með þessu verður sama krafa gerð til innflutts alifuglakjöts og gerð hefur verið til innlendrar framleiðslu undanfarna tvo áratugi. Ásamt því eru aðgerðir sem snúa að því að bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu, þar á meðal að setja á fót matvælasjóð með áherslu á eflingu nýsköpunar í innlendri matvælaframleiðslu.

Segja að hagsmunum landbúnaðarins sé fórnað fyrir heildsala 

Bændasamtök Íslands sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem frumvarpsdrög ráðherra voru gagnrýnd harðlega. Nái frumvarpið fram að ganga á vorþingi munu hömlur á innflutningi á hráu kjöti falla niður í byrjun sláturtíðar íslenskra lamba, þann 1. september næstkomandi. Í yfirlýsingu segir að mati Bændasamtakanna sé hagsmunum landbúnaðarins fórnað fyrir heildsala sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl. 

Jafnframt segir í yfirlýsingunni að hafið sé yfir allan vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógna bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. „Viðskiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök. Búfjárheilsa er látin lönd leið og bitlausar varnir í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðherra duga skammt. Það er þverstæða að kynna til sögunnar aðgerðaáætlun til að auka matvælaöryggi á sama tíma og innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu.“ 

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður samtakanna, segir ákvörðun ráðherra vonbrigði. „Þessi ákvörðun ráðherra segir raunverulega að stjórnvöld hafi ekki vilja til þess að efla innlenda matvælaframleiðslu. Það er það sorglegasta í málinu.“ 

Hann segir jafnframt að það sé óraunhæft að ætla að 1. september næstkomandi verði öll mál komin í höfn sem talin eru upp í aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Nú emur málið til kasta Alþingis og við getum ekki annað en treyst því að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standi með almannahagsmunum og komi í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn óbreytt.“

FA fagnar frumvarpi ráðherra

Félag atvinnurekenda fagnar aftur á móti frumvarpi Kristjáns. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að með samþykki frumvarpsins ljúki loks áratugalöngum brotum íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum. „Frumvarpið tryggir hag neytenda af auknu vöruúrvali og samkeppni, innflutningsfyrirtækja af því að tæknilegar viðskiptahindranir séu afnumdar og íslenskra matvælaútflutningsfyrirtækja, einkum á sviði sjávarafurða, af því að réttur þeirra til útflutnings til EES-ríkja án heilbrigðiseftirlits á landamærum sé áfram tryggður,“ segir í tilkynningunni.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki átt annarra kosta völ en að afnema bannið við innflutning. „Með því að fara ekki að dómum EFTA-dómstólsins og Hæstarétt væri gróflega brotið gegn réttaröryggi íslenskra fyrirtækja og gífurlegir hagsmunir íslenskra matvælaútflytjenda settir í uppnám,“ segir Ólafur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent