Ráðherra leggur til að innflutningsbann á fersku kjöti verði afnumið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, frá og með 1. september næstkomandi. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar niðurstöðu EFTA-­dóm­stólsins.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti í gær frum­varp sem felur í sér að frysti­skylda á inn­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­sneyddri mjólk. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­­stöðu inn­­­lendrar mat­væla­fram­­leiðslu. ­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Stað­fest að íslensk stjórn­völd brutu gegn EES-­samn­ingnum

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti hefur birt frum­varpið í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda, frum­varpið nær til breyt­inga á lögum um mat­væli, lögum um fóðri, áburði og sáð­vöru og lögum um dýra­sjúk­dóma. Í frum­varp­inu er kveðið á um afnám núver­andi leyf­is­veit­inga­kerfis vegna inn­flutn­ings á ákveðnum land­bún­að­ar­af­urðum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Um­rætt leyf­is­veit­inga­kerfi felur í sér að óheim­ilt er að flytja inn kjöt og egg hingað til lands nema með sér­stakri heim­ild Mat­væla­stofn­un­ar. Með beiðni um slíkt inn­flutn­ings­leyfi, fyrir hverja vöru­send­ingu, þarf að fylgja vott­orð um að vör­urnar hafi verið geymdar við a.m.k. 18°C í einn mánuð fyrir toll­af­greiðslu.

Árið 2007 tóku íslensk stjórn­völd ákvörðun um að heim­ila inn­flutn­ing á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skil­yrði fyrir inn­flutn­ingi á til­teknum land­bún­að­ar­af­urðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri mark­aði EES. Þá skuld­bind­ingu stað­festi Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til sam­ræmis við þá skuld­bind­ingu. Á síð­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­dóm­stóll­inn og Hæsti­réttur Íslands stað­fest að íslensk stjórn­völd hafi með þessu brotið gegn skuld­bind­ingum sínum sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um. Þá hefur skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins vegna þessa verið stað­fest. 

Auglýsing
Í núver­andi frum­varp­inu er því kveðið á um afnám núver­andi leyf­is­veit­inga­kerfis vegna inn­flutn­ings á ákveðnum land­bún­að­ar­af­urðum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

Aðgerða­á­ætl­un kynnt sam­hliða frum­varp­inu

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að mark­mið frum­varps­ins sé að íslensk stjórn­völd standi við þær alþjóð­legu skuld­bind­ingar sem Ísland hafi und­ir­geng­ist á sama tíma og öryggi mat­væla og vernd  lýð­heilsu og búfjár­stofna sé tryggð. Ráðu­neytið hefur und­an­farið ár unnið að aðgerð­ar­á­ætlun sem miðar að því að efla mat­væla­ör­yggi, tryggja vernd búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar mat­væla­fram­leiðslu.  

Stjórn­völd kynntu því sam­hliða frum­varp­inu aðgerða­á­ætlun í tólf lið­um. Meðal aðger­anna er lagt til óheim­ilt verði að dreifa ali­fugla­kjöti nema mat­væla­fyr­ir­tæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt ­kampýló­bakt­er­íu. Með þessu verður sama krafa gerð til inn­flutts ali­fugla­kjöts og gerð hefur verið til inn­lendrar fram­leiðslu und­an­farna tvo ára­tugi. Ásamt því eru aðgerðir sem snúa að því að bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar mat­væla­fram­leiðslu, þar á meðal að setja á fót mat­væla­sjóð ­með áherslu á efl­ing­u ný­sköp­unar í inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu.

Segja að hags­munum land­bún­að­ar­ins sé fórnað fyrir heildsala 

Bænda­sam­tök Íslands sendu frá sér­ ­yf­ir­lýs­ingu í gær­kvöldi þar sem frum­varps­drög ráð­herra voru gagn­rýnd harð­lega. Nái frum­varpið fram að ganga á vor­þingi munu hömlur á inn­flutn­ingi á hráu kjöti falla niður í byrjun slát­ur­tíðar íslenskra lamba, þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. Í yfir­lýs­ingu segir að mati Bænda­sam­tak­anna sé hags­munum land­bún­að­ar­ins fórnað fyrir heild­sala sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl. 

Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni að hafið sé yfir allan vafa að inn­flutn­ing­ur­inn mun valda íslenskum land­bún­aði miklu tjóni og ógna bæði lýð­heilsu og búfjár­heilsu. „Við­skipta­hags­munir eru teknir fram yfir heil­brigð­is­rök. Búfjár­heilsa er látin lönd leið og bit­lausar varnir í aðgerða­á­ætlun land­bún­að­ar­ráð­herra duga skammt. Það er þver­stæða að kynna til sög­unnar aðgerða­á­ætlun til að auka mat­væla­ör­yggi á sama tíma og inn­flutn­ingur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og óger­il­sneyddum mjólk­ur­af­urðum er heim­il­að­ur. Við eigum hreina og heil­brigða búfjár­stofna og erum heppin að því leyti að mat­væla­sýk­ingar eru fátíðar hér­lend­is. Það er bein­línis skylda okkar að við­halda þeirri góðu stöð­u.“ 

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sig­ur­geir Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður sam­tak­anna, segir ákvörðun ráð­herra von­brigði. „Þessi ákvörðun ráð­herra segir raun­veru­lega að stjórn­völd hafi ekki vilja til þess að efla inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu. Það er það sorg­leg­asta í mál­in­u.“ 

Hann segir jafn­framt að það sé óraun­hæft að ætla að 1. sept­em­ber næst­kom­andi verði öll mál komin í höfn sem talin eru upp í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda. „Nú emur málið til kasta Alþingis og við getum ekki annað en treyst því að kjörnir full­trúar þjóð­ar­innar standi með almanna­hags­munum og komi í veg fyrir að frum­varpið fari í gegn óbreytt.“

FA fagnar frum­varpi ráð­herra

Félag atvinnu­rek­enda fagnar aftur á mót­i frum­varpi Krist­jáns. Í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu segir að með sam­þykki frum­varps­ins ljúki loks ára­tuga­löng­um brotum íslenskra stjórn­valda á EES-­samn­ingn­um. „Frum­varpið tryggir hag ­neyt­enda af auknu vöru­úr­vali og sam­keppni, inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja af því að tækni­legar við­skipta­hindr­anir séu afnumdar og íslenskra mat­væla­út­flutn­ings­fyr­ir­tækja, einkum á sviði sjáv­ar­af­urða, af því að réttur þeirra til útflutn­ings til EES-­ríkja án heil­brigð­is­eft­ir­lits á landa­mærum sé áfram tryggð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda.Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, segir að íslensk stjórn­völd hafi ekki átt ann­arra kosta völ en að afnema bannið við inn­flutn­ing. „Með því að fara ekki að dóm­um EFTA-­dóm­stóls­ins og Hæsta­rétt væri gróf­lega brotið gegn réttar­ör­yggi íslenskra fyr­ir­tækja og gíf­ur­legir hags­munir íslenskra mat­væla­út­flytj­enda settir í upp­nám,“ segir Ólaf­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent