Ráðherra leggur til að innflutningsbann á fersku kjöti verði afnumið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, frá og með 1. september næstkomandi. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar niðurstöðu EFTA-­dóm­stólsins.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti í gær frum­varp sem felur í sér að frysti­skylda á inn­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­sneyddri mjólk. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­­stöðu inn­­­lendrar mat­væla­fram­­leiðslu. ­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Stað­fest að íslensk stjórn­völd brutu gegn EES-­samn­ingnum

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti hefur birt frum­varpið í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda, frum­varpið nær til breyt­inga á lögum um mat­væli, lögum um fóðri, áburði og sáð­vöru og lögum um dýra­sjúk­dóma. Í frum­varp­inu er kveðið á um afnám núver­andi leyf­is­veit­inga­kerfis vegna inn­flutn­ings á ákveðnum land­bún­að­ar­af­urðum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Um­rætt leyf­is­veit­inga­kerfi felur í sér að óheim­ilt er að flytja inn kjöt og egg hingað til lands nema með sér­stakri heim­ild Mat­væla­stofn­un­ar. Með beiðni um slíkt inn­flutn­ings­leyfi, fyrir hverja vöru­send­ingu, þarf að fylgja vott­orð um að vör­urnar hafi verið geymdar við a.m.k. 18°C í einn mánuð fyrir toll­af­greiðslu.

Árið 2007 tóku íslensk stjórn­völd ákvörðun um að heim­ila inn­flutn­ing á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skil­yrði fyrir inn­flutn­ingi á til­teknum land­bún­að­ar­af­urðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri mark­aði EES. Þá skuld­bind­ingu stað­festi Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til sam­ræmis við þá skuld­bind­ingu. Á síð­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­dóm­stóll­inn og Hæsti­réttur Íslands stað­fest að íslensk stjórn­völd hafi með þessu brotið gegn skuld­bind­ingum sínum sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um. Þá hefur skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins vegna þessa verið stað­fest. 

Auglýsing
Í núver­andi frum­varp­inu er því kveðið á um afnám núver­andi leyf­is­veit­inga­kerfis vegna inn­flutn­ings á ákveðnum land­bún­að­ar­af­urðum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

Aðgerða­á­ætl­un kynnt sam­hliða frum­varp­inu

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að mark­mið frum­varps­ins sé að íslensk stjórn­völd standi við þær alþjóð­legu skuld­bind­ingar sem Ísland hafi und­ir­geng­ist á sama tíma og öryggi mat­væla og vernd  lýð­heilsu og búfjár­stofna sé tryggð. Ráðu­neytið hefur und­an­farið ár unnið að aðgerð­ar­á­ætlun sem miðar að því að efla mat­væla­ör­yggi, tryggja vernd búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar mat­væla­fram­leiðslu.  

Stjórn­völd kynntu því sam­hliða frum­varp­inu aðgerða­á­ætlun í tólf lið­um. Meðal aðger­anna er lagt til óheim­ilt verði að dreifa ali­fugla­kjöti nema mat­væla­fyr­ir­tæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt ­kampýló­bakt­er­íu. Með þessu verður sama krafa gerð til inn­flutts ali­fugla­kjöts og gerð hefur verið til inn­lendrar fram­leiðslu und­an­farna tvo ára­tugi. Ásamt því eru aðgerðir sem snúa að því að bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar mat­væla­fram­leiðslu, þar á meðal að setja á fót mat­væla­sjóð ­með áherslu á efl­ing­u ný­sköp­unar í inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu.

Segja að hags­munum land­bún­að­ar­ins sé fórnað fyrir heildsala 

Bænda­sam­tök Íslands sendu frá sér­ ­yf­ir­lýs­ingu í gær­kvöldi þar sem frum­varps­drög ráð­herra voru gagn­rýnd harð­lega. Nái frum­varpið fram að ganga á vor­þingi munu hömlur á inn­flutn­ingi á hráu kjöti falla niður í byrjun slát­ur­tíðar íslenskra lamba, þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. Í yfir­lýs­ingu segir að mati Bænda­sam­tak­anna sé hags­munum land­bún­að­ar­ins fórnað fyrir heild­sala sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl. 

Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni að hafið sé yfir allan vafa að inn­flutn­ing­ur­inn mun valda íslenskum land­bún­aði miklu tjóni og ógna bæði lýð­heilsu og búfjár­heilsu. „Við­skipta­hags­munir eru teknir fram yfir heil­brigð­is­rök. Búfjár­heilsa er látin lönd leið og bit­lausar varnir í aðgerða­á­ætlun land­bún­að­ar­ráð­herra duga skammt. Það er þver­stæða að kynna til sög­unnar aðgerða­á­ætlun til að auka mat­væla­ör­yggi á sama tíma og inn­flutn­ingur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og óger­il­sneyddum mjólk­ur­af­urðum er heim­il­að­ur. Við eigum hreina og heil­brigða búfjár­stofna og erum heppin að því leyti að mat­væla­sýk­ingar eru fátíðar hér­lend­is. Það er bein­línis skylda okkar að við­halda þeirri góðu stöð­u.“ 

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sig­ur­geir Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður sam­tak­anna, segir ákvörðun ráð­herra von­brigði. „Þessi ákvörðun ráð­herra segir raun­veru­lega að stjórn­völd hafi ekki vilja til þess að efla inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu. Það er það sorg­leg­asta í mál­in­u.“ 

Hann segir jafn­framt að það sé óraun­hæft að ætla að 1. sept­em­ber næst­kom­andi verði öll mál komin í höfn sem talin eru upp í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda. „Nú emur málið til kasta Alþingis og við getum ekki annað en treyst því að kjörnir full­trúar þjóð­ar­innar standi með almanna­hags­munum og komi í veg fyrir að frum­varpið fari í gegn óbreytt.“

FA fagnar frum­varpi ráð­herra

Félag atvinnu­rek­enda fagnar aftur á mót­i frum­varpi Krist­jáns. Í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu segir að með sam­þykki frum­varps­ins ljúki loks ára­tuga­löng­um brotum íslenskra stjórn­valda á EES-­samn­ingn­um. „Frum­varpið tryggir hag ­neyt­enda af auknu vöru­úr­vali og sam­keppni, inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja af því að tækni­legar við­skipta­hindr­anir séu afnumdar og íslenskra mat­væla­út­flutn­ings­fyr­ir­tækja, einkum á sviði sjáv­ar­af­urða, af því að réttur þeirra til útflutn­ings til EES-­ríkja án heil­brigð­is­eft­ir­lits á landa­mærum sé áfram tryggð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda.Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, segir að íslensk stjórn­völd hafi ekki átt ann­arra kosta völ en að afnema bannið við inn­flutn­ing. „Með því að fara ekki að dóm­um EFTA-­dóm­stóls­ins og Hæsta­rétt væri gróf­lega brotið gegn réttar­ör­yggi íslenskra fyr­ir­tækja og gíf­ur­legir hags­munir íslenskra mat­væla­út­flytj­enda settir í upp­nám,“ segir Ólaf­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent