Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV

Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.

RÚV
Auglýsing

Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður á RÚV, var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári með rúmar 1,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar á eftir kemur fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, með rúmar 1,2 milljónir króna á mánuði í tekjur.


Tekju­­blað­ið, þar sem tekjur 3.725 Íslend­inga eru opin­ber­aðar á grund­velli upp­­lýs­inga á greiddu útsvari sam­­kvæmt álagn­ing­­ar­­skrám Rík­­is­skatt­­stjóra, kom út í dag.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, var með rúmar 5,3 milljónir króna á mánuði í laun árið 2018 og eru tekjur hans þær langhæstu á árinu meðal fjölmiðlafólks á Íslandi. Þess má geta að hluti launa Davíðs eru eftirlaun frá því hann var ráðherra og þingmaður. Eftirlaun Davíðs eru 80 prósent af launum forsætisráðherra en hann fær einnig eftirlaun vegna starfa sinna sem seðlabankastjóri eftir að hann hætti á þingi.

Á eftir Davíð kemur Haraldur Johannesen, hinn rit­stjóri Morgun­blaðsins og fram­kvæmda­stjóri Ár­vakurs, með tæpar 3,2 milljónir á mánuði. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, vermir þriðja sætið en hann var með rúmar 2,8 milljónir á mánuði í fyrra í mánaðartekjur.

Auglýsing

Alls eru tuttugu starfsmenn RÚV á lista yfir fjölmiðlamenn í Tekjublaðinu í ár. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, var með 1.072 þúsund krónur á mánuði í tekjur í fyrra og Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, með 1.055 þúsund krónur. Fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir var með 1 milljón króna að meðaltali í mánaðarlaun í fyrra og Bogi Ágústsson með 993 þúsund á mánuði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent