Átta konur á meðal 100 launahæstu forstjóra

Einungis ein kona nær inn á topp tíu yfir launahæstu forstjóra landsins og allir forstjórar sem voru með yfir átta milljónir króna á mánuði eru karlar.

tekjurkonur.jpg
Auglýsing

Átta konur komast á lista yfir 100 launahæstu forstjóra landsins sem birtur er í tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Tekjublaðið, þar sem tekjur 3.725 Íslendinga eru opinberaðar á grundvelli upplýsinga á greiddu útsvari samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra (RSK), kom út í dag.

Sú kona í forstjórastöðu sem situr efst á þeim lista er Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Ísland. Hún var með tæplega 6,3 milljónir króna á mánuði. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fjárfestingarsjóðs í eigu Landsbankans og lífeyrissjóða, var með 6,1 milljón króna í mánaðarlaun í fyrra, en hún tók einnig sæti í stjórn Arion banka á því ári. Hún situr í 13. sæti lista Frjálsrar verslunar. 

Erna Gísladóttir, hluthafi og forstjóri bílaumboðsins BL situr svo í 20. sæti listans en meðallaun hennar á mánuði í fyrra voru tæplega 5,1 milljónir króna. 

Auglýsing
Tveir forstjórar Nova, sá fyrrverandi og núverandi, komast báðar á listann yfir hæstlaunuðustu forstjóranna. Liv Bergþórsdóttir, var með 4,9 milljónir króna að meðaltali í mánaðarlaun í fyrra en eftirmaður hennar í starfi, Margrét B. Tryggvadóttir, var með rúmlega 3,7 milljónir króna á mánuði. Liv sat einnig í stjórn WOW air á síðasta ári. 

Þær sitja í 25. og 50. sæti á listanum yfir hæstlaunuðustu forstjóranna. Á milli þeirra á listanum er svo Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas Capital, með 4,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Hún situr í 29. sæti á listanum. 

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, situr í sæti 55 á lista Frjálsrar verslunar með tæplega 3,7 milljónir króna á mánuði. Síðasta konan til að ná inn á topp 100 er svo Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, sem var með tæplega 3,2 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra að meðaltali og nær að setjast í 74. sæti listans á grundvelli þeirra. 

Karlar ráða sér í efstu sætin

Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festis, var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra með um 28,4 milljónir króna á mánuði. Jón stýrði Festi, sem rekur N1, Krónuna, Elko og Bakkann, þangað til í byrjun september í fyrra.

Þar á eftir komu Kári Stefánsson, með 27,5 milljónir króna á mánuði, og Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, með 27,4 milljónir króna á mánuði. Íslensk erfðagreining sendi frá sér athugasemd í morgun þar sem fram kemur að mánaðarlaun Kára Stefánssonar hjá fyrirtækinu séu 7,5 milljónir króna, en ekki sú tala sem tilgreind er í tekjublaðinu. „Mismunurinn stafar að mestu af því að Kári Stefánsson ákvað leysa til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðs í fyrra. Sú eingreiðsla bætist við skattstofninn og þannig verður þessi misskilningur til.“

Auglýsing
Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Alcoa USA, var með 14,7 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra, Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hafi verið með 10,4 milljónir króna á mánuði og Grímur Sæmundsen, forstjóri og helsti hluthafi Bláa Lónsins, fékk 10,3 milljónir króna í laun á mánuði árið 2018. 

Samkvæmt þessu voru sex forstjórar með mánaðarlaun sem voru yfir tíu milljónum króna á mánuði. Níu forstjórar voru með laun yfir átta milljónum á mánuði þar sem þeir Árni Oddur Þórðarson (8,9 milljónir króna á mánuði), forstjóri Marel, Jón Þorgrímur Stefánsson (8,2 milljónir króna á mánuði), forstjóri NetApp, og Carlos Cruz (8,1 milljón króna á mánuði), forstjóri Coca Cola á Íslandi, náðu líka þeim áfanga. 

Allir níu forstjórarnir sem voru með yfir átta milljónir króna í mánaðarlaun eru karlar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent