Átta konur á meðal 100 launahæstu forstjóra

Einungis ein kona nær inn á topp tíu yfir launahæstu forstjóra landsins og allir forstjórar sem voru með yfir átta milljónir króna á mánuði eru karlar.

tekjurkonur.jpg
Auglýsing

Átta konur komast á lista yfir 100 launahæstu forstjóra landsins sem birtur er í tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Tekjublaðið, þar sem tekjur 3.725 Íslendinga eru opinberaðar á grundvelli upplýsinga á greiddu útsvari samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra (RSK), kom út í dag.

Sú kona í forstjórastöðu sem situr efst á þeim lista er Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Ísland. Hún var með tæplega 6,3 milljónir króna á mánuði. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fjárfestingarsjóðs í eigu Landsbankans og lífeyrissjóða, var með 6,1 milljón króna í mánaðarlaun í fyrra, en hún tók einnig sæti í stjórn Arion banka á því ári. Hún situr í 13. sæti lista Frjálsrar verslunar. 

Erna Gísladóttir, hluthafi og forstjóri bílaumboðsins BL situr svo í 20. sæti listans en meðallaun hennar á mánuði í fyrra voru tæplega 5,1 milljónir króna. 

Auglýsing
Tveir forstjórar Nova, sá fyrrverandi og núverandi, komast báðar á listann yfir hæstlaunuðustu forstjóranna. Liv Bergþórsdóttir, var með 4,9 milljónir króna að meðaltali í mánaðarlaun í fyrra en eftirmaður hennar í starfi, Margrét B. Tryggvadóttir, var með rúmlega 3,7 milljónir króna á mánuði. Liv sat einnig í stjórn WOW air á síðasta ári. 

Þær sitja í 25. og 50. sæti á listanum yfir hæstlaunuðustu forstjóranna. Á milli þeirra á listanum er svo Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas Capital, með 4,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Hún situr í 29. sæti á listanum. 

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, situr í sæti 55 á lista Frjálsrar verslunar með tæplega 3,7 milljónir króna á mánuði. Síðasta konan til að ná inn á topp 100 er svo Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, sem var með tæplega 3,2 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra að meðaltali og nær að setjast í 74. sæti listans á grundvelli þeirra. 

Karlar ráða sér í efstu sætin

Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festis, var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra með um 28,4 milljónir króna á mánuði. Jón stýrði Festi, sem rekur N1, Krónuna, Elko og Bakkann, þangað til í byrjun september í fyrra.

Þar á eftir komu Kári Stefánsson, með 27,5 milljónir króna á mánuði, og Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, með 27,4 milljónir króna á mánuði. Íslensk erfðagreining sendi frá sér athugasemd í morgun þar sem fram kemur að mánaðarlaun Kára Stefánssonar hjá fyrirtækinu séu 7,5 milljónir króna, en ekki sú tala sem tilgreind er í tekjublaðinu. „Mismunurinn stafar að mestu af því að Kári Stefánsson ákvað leysa til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðs í fyrra. Sú eingreiðsla bætist við skattstofninn og þannig verður þessi misskilningur til.“

Auglýsing
Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Alcoa USA, var með 14,7 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra, Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hafi verið með 10,4 milljónir króna á mánuði og Grímur Sæmundsen, forstjóri og helsti hluthafi Bláa Lónsins, fékk 10,3 milljónir króna í laun á mánuði árið 2018. 

Samkvæmt þessu voru sex forstjórar með mánaðarlaun sem voru yfir tíu milljónum króna á mánuði. Níu forstjórar voru með laun yfir átta milljónum á mánuði þar sem þeir Árni Oddur Þórðarson (8,9 milljónir króna á mánuði), forstjóri Marel, Jón Þorgrímur Stefánsson (8,2 milljónir króna á mánuði), forstjóri NetApp, og Carlos Cruz (8,1 milljón króna á mánuði), forstjóri Coca Cola á Íslandi, náðu líka þeim áfanga. 

Allir níu forstjórarnir sem voru með yfir átta milljónir króna í mánaðarlaun eru karlar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent