Átta konur á meðal 100 launahæstu forstjóra

Einungis ein kona nær inn á topp tíu yfir launahæstu forstjóra landsins og allir forstjórar sem voru með yfir átta milljónir króna á mánuði eru karlar.

tekjurkonur.jpg
Auglýsing

Átta konur komast á lista yfir 100 launahæstu forstjóra landsins sem birtur er í tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Tekjublaðið, þar sem tekjur 3.725 Íslendinga eru opinberaðar á grundvelli upplýsinga á greiddu útsvari samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra (RSK), kom út í dag.

Sú kona í forstjórastöðu sem situr efst á þeim lista er Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Ísland. Hún var með tæplega 6,3 milljónir króna á mánuði. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fjárfestingarsjóðs í eigu Landsbankans og lífeyrissjóða, var með 6,1 milljón króna í mánaðarlaun í fyrra, en hún tók einnig sæti í stjórn Arion banka á því ári. Hún situr í 13. sæti lista Frjálsrar verslunar. 

Erna Gísladóttir, hluthafi og forstjóri bílaumboðsins BL situr svo í 20. sæti listans en meðallaun hennar á mánuði í fyrra voru tæplega 5,1 milljónir króna. 

Auglýsing
Tveir forstjórar Nova, sá fyrrverandi og núverandi, komast báðar á listann yfir hæstlaunuðustu forstjóranna. Liv Bergþórsdóttir, var með 4,9 milljónir króna að meðaltali í mánaðarlaun í fyrra en eftirmaður hennar í starfi, Margrét B. Tryggvadóttir, var með rúmlega 3,7 milljónir króna á mánuði. Liv sat einnig í stjórn WOW air á síðasta ári. 

Þær sitja í 25. og 50. sæti á listanum yfir hæstlaunuðustu forstjóranna. Á milli þeirra á listanum er svo Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas Capital, með 4,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Hún situr í 29. sæti á listanum. 

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, situr í sæti 55 á lista Frjálsrar verslunar með tæplega 3,7 milljónir króna á mánuði. Síðasta konan til að ná inn á topp 100 er svo Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, sem var með tæplega 3,2 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra að meðaltali og nær að setjast í 74. sæti listans á grundvelli þeirra. 

Karlar ráða sér í efstu sætin

Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festis, var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra með um 28,4 milljónir króna á mánuði. Jón stýrði Festi, sem rekur N1, Krónuna, Elko og Bakkann, þangað til í byrjun september í fyrra.

Þar á eftir komu Kári Stefánsson, með 27,5 milljónir króna á mánuði, og Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, með 27,4 milljónir króna á mánuði. Íslensk erfðagreining sendi frá sér athugasemd í morgun þar sem fram kemur að mánaðarlaun Kára Stefánssonar hjá fyrirtækinu séu 7,5 milljónir króna, en ekki sú tala sem tilgreind er í tekjublaðinu. „Mismunurinn stafar að mestu af því að Kári Stefánsson ákvað leysa til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðs í fyrra. Sú eingreiðsla bætist við skattstofninn og þannig verður þessi misskilningur til.“

Auglýsing
Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Alcoa USA, var með 14,7 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra, Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hafi verið með 10,4 milljónir króna á mánuði og Grímur Sæmundsen, forstjóri og helsti hluthafi Bláa Lónsins, fékk 10,3 milljónir króna í laun á mánuði árið 2018. 

Samkvæmt þessu voru sex forstjórar með mánaðarlaun sem voru yfir tíu milljónum króna á mánuði. Níu forstjórar voru með laun yfir átta milljónum á mánuði þar sem þeir Árni Oddur Þórðarson (8,9 milljónir króna á mánuði), forstjóri Marel, Jón Þorgrímur Stefánsson (8,2 milljónir króna á mánuði), forstjóri NetApp, og Carlos Cruz (8,1 milljón króna á mánuði), forstjóri Coca Cola á Íslandi, náðu líka þeim áfanga. 

Allir níu forstjórarnir sem voru með yfir átta milljónir króna í mánaðarlaun eru karlar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent