Mynd: Bára Huld Beck

Karlar halda þéttingsfast um veskið í íslensku efnahagslífi

Sjötta árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Peningum fylgja enda mikil völd því með þeim er hægt að skapa tækifæri og láta hugmyndir verða að veruleika. Sjötta árið í röð er niðurstaðan nánast sú sama: Karlar stýra nær öllum peningum á Íslandi. Og halda þar með um valdaþræðina.

Í des­em­ber 2018 var greint frá því að Íslandi tróni á toppnum á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir ríki þar sem kynja­jafn­frétti er mest. Næst á eftir okkur á list­anum eru önnur Norð­ur­lönd: Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land, en alls nær úttektin yfir 149 lönd. Hún leggur mat á jafn­rétti kynj­anna í stjórn­mál­um, mennt­un, atvinnu og heil­brigði.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu úttekt­ar­innar mun það taka heim­inn 108 ár að ná fullu jafn­rétti karla og kvenna í heim­in­um. Ísland er, líkt og áður sagði, komið lengst á þeirri veg­ferð. 85,8 pró­sent af kynja­ó­jafn­rétt­is­bil­inu er þegar brúað sam­kvæmt mæli­kvörð­unum sem miðað er við. Þrátt fyrir for­ystu­hlut­verk Íslands þá hefur líka átt sér stað nei­kvæð þróun hér­lend­is.

Þannig hafi konum á þingi fækkað í kosn­ing­unum 2017. Fjöldi þeirra fór úr met­töl­unni 30 í 24 og hlut­fallið á meðal þing­manna allra úr 47,6 pró­sent í 38 pró­sent. Hlut­fall kvenna á Alþingi hefur ekki verið lægra eftir hrun. Sig­ur­veg­arar þeirra kosn­inga voru mið­aldra karl­ar, sem juku umfang sitt á meðal þjóð­kjör­inna full­trúa umtals­vert.

Í úttekt Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins segir enn fremur að konum í æðstu emb­ætt­is­manna­stöðum hafi einnig fækkað sem og hlut­fall kvenna á meðal stjórn­enda í fyr­ir­tækj­um.

Þá hafi þátt­taka og tæki­færi kvenna í efna­hags­líf­inu líka dreg­ist sam­an.

Stór skref stigin á ýmsum sviðum

Ísland hefur stigið stór skref í að búa til umgjörð sem á að ýta land­inu í átt að meira kynja­jafn­rétti. Lög hafa verið sett til að tryggja ákveðið jafn­fræði milli kynja í stjórnum stærri fyr­ir­tækja lands­ins og jafn­launa­vottun hefur annað hvort verið inn­leidd eða er í inn­leið­ing­ar­ferli mjög víða. Unnið hefur verið út frá kynj­aðri fjár­laga­gerð frá árinu 2009 og frá og með nýliðnum ára­mótum heyra jan­frétt­is­mál nú undir for­sæt­is­ráðu­neyti Katrínar Jak­obs­dótt­ur, ann­ars kvenn­for­sæt­is­ráð­herr­ans í sögu þjóð­ar­inn­ar, sem gefur ágætis vís­bend­ingu um það hversu mik­il­vægan for­sæt­is­ráð­herra telur mála­flokk­inn vera. Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Reykja­víkur og þunga­vigt­ar­mann­eskja í stjórn­málum um ára­bil, var skipuð yfir skrif­stofu jafn­rétt­is­mála fyrr í mán­uð­in­um.

Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, tekur við viðurkenningu vegna HeForShe-átaksins.
Mynd: Úr safni

Þá hafa íslenskir ráða­menn farið víða um heim­inn til að berja sér á brjóst fyrir bar­áttu sína fyrir kynja­jafn­rétti, ofbeldi gagn­vart konum og þess leið­ang­urs að karl­menn axli ábyrgð á því að vera hluti af lausn­inni frekar en kjarn­inn í vanda­mál­inu. Þetta var meðal gert í gegnum Bar­bers­hop- verk­færakist­una og HeForS­he-átak­ið, en Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, fékk verð­laun fyrir þátt­töku sína í því árið 2015 og hélt í kjöl­farið ræðu á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna, meðal ann­ars um mál­ið. Ljóst má vera að orð­ræða Gunn­ars Braga um sam­þing­konur sínar á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber 2018 hefur varpað skugga á þessa stöðu. Sú orð­ræða átti lítið sam­eig­in­legt með mark­miðum HeForS­he. Þvert á móti.

11,1 pró­sent eru konur

Alþjóða­efna­hags­ráðið bendir á að tæki­færi kvenna í efna­hagstengdum málum séu frekar að versna en hitt. Í til­kynn­ingu sem rík­is­stjórnin sendi frá sér vegna úttekt­ar­innar var haft eftir Katrínu Jak­obs­dóttur að það væri enn væri verk að vinna í mála­flokkn­um. „Lyk­il­at­riðið er að skilja að jafn­rétti kynj­anna er ekki náð og að það kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Einn flötur sam­fé­lags­ins þar sem þetta er sann­ar­lega rétt er stýr­ing pen­inga, og sér­stak­lega fjár­mála­geir­inn. Þar ráða karlar nær öllu sem þeir vilja ráða og hafa gert það alla tíð. Þar með halda þeir um taumanna á flestum buddum sem geta látið hug­myndir verða að tæki­færum og tæki­færi að stönd­ugum rekstri.

Kjarn­inn hefur fram­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir sem stýra fjár­magni á Íslandi eru árlega frá 2014. Úttektin nú er því sú sjötta sem fram­kvæmd hefur ver­ið.

Í ár nær hún, líkt og í fyrra, til 90 æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Nið­ur­staðan nú er sú að 80 þeirra eru karlar en tíu eru kon­ur. Konum fjölgar um eina á milli ára en hlut­fall þeirra á meðal helstu stjórn­enda fjár­magns á Íslandi fer með því úr tíu pró­sentum í 11,1 pró­sent milli áranna 2018 og 2019.

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­ar­skil­yrðin stýrir þús­undum millj­arða króna og velur í hvaða fjár­fest­ingar þeir pen­ingar rata hverju sinni.

Sjötta árið en nán­ast sama nið­ur­staðan

Þegar úttekt Kjarn­ans var fram­­kvæmd fyrst, í febr­­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­­ur. Árið 2015 voru störfin 87, karl­­arnir 80 og kon­­urnar sjö. 2016 voru störfin 92, karl­arnir 85 og kon­urnar sjö. Árið 2017 var nið­ur­staðan 80 karlar og átta kon­ur. Í fyrra var hún 81 karl og níu kon­ur. Og í ár fjölg­aði kon­unum um eina en körlunum fækk­aði um jafn­marga.

Nið­ur­staðan er sú að lítið sem ekk­ert hefur breyst á þessum árum sem þó eiga að telj­ast ein­hver þau fram­sækn­ustu í jafn­rétt­is­mál­um.

Fjöldi karla og kvenna sem stýra peningum á Íslandi:
2014: 82 karlar 6 konur
2015: 80 karlar 7 konur
2016: 85 karlar 7 konur
2017: 80 karlar 8 konur
2018: 81 karlar 9 konur
2019: 80 karlar 10 konur

Það vekur athygli að breyt­ing­arnar hafa ekki verið meiri þótt að lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja hafi verið í gildi allan þennan tíma. Þau tóku gildi hér á landi að fullu leyti í sept­em­ber 2013. Sam­kvæmt þeim ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­­­menn að tryggja að hlut­­­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­­­sent­­­um.

Árið eftir það náði hlut­­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja af þess­­­ari stærð hámarki, fór upp í 33,2 pró­­­sent. Það var mikil og þörf breyt­ing frá árum eins og 1999, þegar hlut­fallið var 9,5 pró­sent, og 2007, þegar það var 12,7 pró­sent. En síðan hefur hlut­fallið nán­ast staðið í stað, og heldur farið lækk­andi. Í árs­lok 2017 var það til að mynda 32,6 pró­sent.

Staðan einna skást innan við­skipta­bank­anna

Það er því ljóst að fjölgun kvenna í stjórnum hefur ekki orðið jafn mikil og vonir stóðu til um. Og það er kýr­skýrt að sú fjölgun sem hefur átt sér stað hefur ekki skilað mik­illi aukn­ingu á kvenn­stjórn­endum í fjár­mála- og við­skipta­heim­in­um.

Í úttekt Kjarn­ans eru talin til öll þau fyr­ir­tæki og fjár­festar sem eru eft­ir­lits­skyld hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Í bönkum lands­ins er staðan skap­leg­ust. Þar eru tvær kon­ur, Birna Ein­ars­dóttir og Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, við stýrið á rík­is­bönk­unum tveim­ur, Íslands­banka og Lands­banka. Hjá hinum tveimur bönk­unum sem eru í eigu einka­að­ila, Arion banka og Kviku banka, eru banka­stjór­arnir hins vegar karl­arnir Hösk­uldur Ólafs­son og Ármann Þor­valds­son. Þá er Íbúð­ar­lána­sjóði, sem er stór lán­veit­andi á Íslandi, stýrt af karl­inum Her­manni Jónassyni.

Á Íslandi eru fjórir spari­sjóðir enn starf­andi. Þremur þeirra er stýrt af körlum en einum af konu. Það er Spari­sjóður Suð­ur­-­Þing­ey­inga sem er stýrt af spari­sjóðs­stjór­anum Gerði Sig­tryggs­dótt­ur.

Þá lúta alls fimm lána­fyr­ir­tæki eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Einu þeirra, Lykli, er styrt af konu, Lilju Dóru Hall­dórs­dótt­ur, en að öðru leyti halda karl­menn um þræð­ina innan þeirra. Um að ræða stór fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Hin fjögur eru Borg­un, Valitor, Lána­sjóður sveit­ar­fé­laga og Byggða­stofn­un.

Fram­tíðin lána­sjóður er skráður eft­ir­lit­skyldur lán­veit­andi. Í byrjun mars 2018 var kona, Vala Hall­dórs­dótt­ir, ráð­inn sem fram­kvæmda­stjóri hans í stað karls. Þá eru tvö hagn­að­ar­drif­inn leigu­fé­lög í land­inu, Almenna leigu­fé­lagið og Heima­vell­ir. Öðru er stýrt af konu en hinu karli.

Verð­bréfa­fyr­ir­tækin öllum stýrt af körlum

Að venju er kynja­staðan verst hjá verð­bréfa­fyr­ir­tækjum og rekstr­ar­fé­lögum verð­bréfa­sjóða, þeirra sem hagn­ast af því að flytja pen­inga frá þeim sem eiga þá og í þau við­skipta­tæki­færi sem skapast, og þiggja þókn­ana­tekjur fyr­ir. Stærstu við­skipta­vinir flestra þeirra eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Sam­kvæmt yfir­lits­lista Fjár­mála­eft­ir­lits­ins eru níu verð­bréfa­fyr­ir­tæki starf­andi á Íslandi. Þau eru ALM Verð­bréf, Arct­ica Fin­ance, Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki, Centra Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf, Fossar mark­að­ir, Íslensk verð­bréf, Íslenskir fjár­fest­ar, Jöklar-Ver­bréf og T Plús. Öllum er stýrt af körl­um.

Rekstr­ar­fé­lög verð­bréfa­sjóða eru líka níu tals­ins. Þau heita Akta sjóð­ir, GAMMA, Íslands­sjóð­ir, ÍV sjóð­ir, Júpíter rekstr­ar­fé­lag, Lands­bréf, Rekstr­ar­fé­lag Virð­ing­ar, Stefnir og Summa rekstr­ar­fé­lag. Þeim er líka öllum stýrt af körl­um.

Þá er til ein inn­láns­deild sam­vinnu­fé­laga á Íslandi, hjá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga sem stýrt ef af karl­inum Þórólfi Gísla­syni. Þeirri deild verður reyndar lokað á þessu ári.

Hjá inn­heimtu­að­ilum (Aur app, Fjár­vak­ur, Inkasso, Moment­um, Motus og Prem­i­um) er staðan þannig að stjórn­end­urnir eru fimm karlar og ein kona, Ásta Rós Reyn­is­dótt­ir. Einn skipti­mark­aður með sýnd­arfé er eft­ir­lits­skyldur á Íslandi, fyr­ir­tækið Skipti­mynt ehf. Því er stýrt af karli. Þá er ein skráð greiðslu­stofn­un, Korta­þjón­ust­an. Í byrjun árs 2018 var Björg­vin Skúli Sig­urðs­son ráð­inn for­stjóri hennar en hann ent­ist ein­ungis tæpt ár í starfi. Í des­em­ber síð­ast­liðnum var Jakob Ásmunds­son ráð­inn í hans stað.

Öll skráðu félögin með karla í for­stjóra­stólnum

Ástandið á hluta­bréfa­mark­aði er síðan nán­ast kostu­legt. Mark­aðsvirði þeirra 18 félaga sem skráð eru á aðal­markað og þeirra fimm sem skráð eru á First North mark­að­inn, var 960 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Um er að ræða stærstu þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins á flestum svið­um, tvo banka, stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins, þrjú af fjórum stærstu trygg­inga­fé­lög­un­um, stærstu fast­eigna­fé­lögin og tvo banka af fjór­um. Öllum þessum 23 félögum er stýrt af körl­um.

Þær eru ekki margar konurnar sem hafa fengið að hringja kauphallarbjöllunni.
Mynd: Nasdaq Iceland

Frá því að íslenskur hluta­bréfa­mark­aður var end­ur­reistur eftir hrun, að mestu sem vett­vangur til að koma fyr­ir­tækjum sem bankar sátu með í fang­inu vegna þess í nýtt eign­ar­hald, þá hefur ein­ungis ein kona stýrt skráðu félagi á Íslandi. Það var Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, sem var for­stjóri VÍS frá 2011 til 2016, meðan ann­ars í gegnum skrán­ing­ar­ferli þess félags. Henni var sagt upp störfum síðla sum­ars 2016. Ekk­ert skráð félag hefur ráðið konu sem for­stjóra eftir skrán­ingu. Ekki eitt ein­asta.

Þá ber þess að geta að for­stjóri Kaup­hallar Íslands er áfram sem áður karl­inn Páll Harð­ar­son.

Vert er að taka fram að þau eft­ir­lits­skyldu fyr­ir­tæki sem eru líka skráð á markað eru ekki tví­talin í þess­ari úttekt.

Lif­eyr­is­sjóð­irnir hald­ast áfram karllægir

Stærstu fag­fjár­festar á Íslandi eru ann­ars vegar líf­eyr­is­sjóðir og hins vegar trygg­inga­fé­lög, sem þurfa að ávaxta þau iðgjöld sem skjól­stæð­ingar og við­skipta­vinir þeirra greiða til þeirra.

Til að setja umfang þeirra í sam­hengi þá áttu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eignir sem metnar voru á 4.239 millj­arða króna í lok des­em­ber síð­ast­lið­ins. Þeir eiga nú þegar um þriðj­ung af heild­ar­fjár­munum á Íslandi og það hlut­fall mun bara hækka á næstu árum og ára­tug­um. Spár gera ráð fyrir að árið 2060 muni þeir eiga um 40 pró­sent af þeirri köku. Þeir hafa stækkað mjög hrátt á árunum eftir hrun og fjár­magns­höftin sem sett voru á í nóv­em­ber 2008 gerðu það að verkum að þeir þurftu að uppi­stöðu að fjár­festa inn­an­lands. Umfang þeirra á Íslandi hefur því auk­ist mjög hrátt. Sem dæmi má nefna að árið 2006 áttu þeir um sex pró­sent allra skráðra hluta­bréfa í íslensku kaup­höll­inni. Tíu árum síðar áttu þeir 41 pró­sent þeirra. Árið 2006 áttu líf­eyr­is­sjóð­irnir 41 pró­sent allra mark­aðs­skulda­bréfa og víxla á Íslandi. Ára­tug síðar hafði hlut­fallið hækkað í tæp 70 pró­sent.

Alls eru 22 líf­eyr­is­sjóðir starf­andi á land­inu. Sumum er stýrt af sömu ein­stak­lingum og því eru stjórn­endur þeirra 16 tals­ins. Af þeim eru 14 karlar og tvær kon­ur. Þrír sjóð­ir: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, eru langstærstu sjóðir lands­ins og stýra um helm­ingi af fjár­magn­inu sem líf­eyr­is­sjóða­kerfið hefur yfir að ráða.

Trygg­inga­fé­lög lands­ins eru miklu mun minni en sam­an­lagðar eignir þeirra námu samt sem áður 195,6 millj­örðum króna í lok síð­asta árs. Öllum fjórum trygg­inga­fé­lög­un­um, VÍS, Sjó­vá, TM og Verði er stýrt af körl­um.

Fram­taks­sjóður Íslands, sem var umsvifa­mik­ill umbreyt­ing­ar­fjár­festir á Íslandi á und­an­förnum árum, og þá í eigu líf­eyr­is­sjóða og um tíma rík­is­banka, hætti störfum snemma á árinu 2018. Honum var stýrt af konu, Her­dísi Fjel­sted, og með nið­ur­lagn­ing­unni fækk­aði því kvenn­kyns stjórn­endum áhrifa­mik­illa fjár­festa í íslensku við­skipta­lífi um einn.

Þá eru átta orku­fyr­ir­tæki í land­inu. Lengi vel var þeim öllum stýrt af körlum en fyrr á þessu ári var Berglin Rán Ólafs­dóttir ráðin fram­kvæmda­stjóri Orku Nátt­úr­unnar í kjöl­far mik­illa átaka innan þess fyr­ir­tækis vegna meintrar kyn­ferð­is­legrar áreitni.

Sam­tals gera þetta 90 stöð­ur. Í þeim sitja, líkt og áður sagði, 80 karlar og tíu kon­ur.

Karlar með sterkari stöðu víða annars staðar í samfélaginu

Víða annarsstaðar í áhrifastöðum á Íslandi er enn aðeins í land með að ná jafnri stöðu kynjanna. Í ríkisstjórn er kynjahlutfallið til að myndalíka körlum í hag. Þar sitja sex karlar og fimm konur. Forsætisráðherra er hins vegar konan Katrín Jakobsdóttir. Það er í annað sinn í lýðveldissögunni sem kona situr í því embætti. Sú fyrsta var Jóhanna Sigurðardóttir sem var forsætisráðherra 2009-2013.

Þá er seðlabankastjóri karl en sú breyting varð á í fyrra að annar aðstoðarseðlabankastjórinn er nú kona, þegar Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur var skipuð í stöðuna. Auk þess er forstjóri Fjármálaeftirlitsins konan Unnur Gunnarsdóttir.

Á Alþingi eru 24 konur. Þær dreifast ójafnt á flokka. Miðflokkurinn, nú stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, samanstendur til að mynda af átta körlum og einni konu. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru tólf karlar og fjórar konur.Hjá Pírötum eru karlarnir fjórir en konurnar tvær og hjá Samfylkingu eru karlarnir fjórir en konurnar þrjár. Kynjahlutfallið í tveimur minnstu þingflokkunum, hjá Viðreisn og Flokki fólksins sem samanlagt eru með sex þingmenn, eru jafnt.

Einungis tveir þingflokkar eru með fleiri konur innanborðs en karla: annars vegar Vinstri græn, þar sem konurnar eru sex og karlarnir fimm, og hins vegar Framsóknarflokkurinn, þar sem konurnar eru fimm en karlarnir þrír. Allir karlarnir þrír hjá Framsóknarflokknum eru þó í mjög áhrifamiklu stöðum: tveir eru ráðherrar og sá þriðji formaður fjárlaganefndar, áhrifamestu þingnefndar Alþingis.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar