Mynd: Sýn

Kaupin á fjölmiðlunum sem fóru alls ekki eins og lagt var upp með

Sýn birti ársreikning sinn í gær. Félagið ætlaði að auka rekstrarhagnað sinn umtalsvert með kaupum á ljósvakamiðlum 365 miðla í lok árs 2017. Niðurstaðan er allt önnur og nú hafa þrír stjórnendur verið látnir fara á stuttum tíma, afkomuviðvaranir verið sendar út og rúmlega 40 prósent af markaðsvirðinu er horfið.

„Upp­gjör fjórða fjórð­ungs markar þau tíma­mót að sam­einað fyr­ir­tæki hefur lokið heilu rekstr­ar­ári. Rekstr­ar­á­ætl­anir sem lágu til grund­vallar hafa ekki gengið eftir af ýmsum orsökum eins og end­ur­spegl­ast í lækkun á útgefnum horf­um. Sam­spil margra þátta leiðir til veik­ari rekst­urs en búist var við: Í fyrsta lagi hafa krefj­andi ytri aðstæður með óvissu  í efna­hags­líf­inu haft áhrif á sjón­varps­á­skriftir og aug­lýs­inga­sölu. Í öðru lagi hefur kostn­aður við nýja starf­semi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostn­að­ar­hækk­anir voru umtals­verðar vegna veik­ingar íslensku krón­unnar á fjórða fjórð­ungi árs­ins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfir­færslu við­skipta­vina um mitt ár álagi á þjón­ustu­ver á sama tíma og sam­keppnin á mark­aðnum var mik­il. Þetta sam­spil skap­aði brott­fall, auk­inn sölu­kostnað og lækkun með­al­tekna á við­skipta­vini á fjórða fjórð­ung­i.“

Þetta eru var haft eftir Stef­áni Sig­urðs­syni, for­stjóra Sýn­ar, í til­kynn­ingu til kaup­hallar þegar árs­reikn­ingur félags­ins var birtur í gær. Til­kynn­ingin birt­ist í frétta­kerfi kaup­hall­ar­innar klukkan 20:51:26. Rúmum tveimur mín­útum síð­ar, klukkan 20:53.37, birt­ist önnur til­kynn­ing þar um að Stefán hefði náð sam­komu­lagi við stjórn Sýnar um að láta af störf­um. Stefán er þriðji stjórn­andi Sýnar sem hefur verið lát­inn fara á þessu ári. Í byrjun árs voru tveir aðrir rekn­ir, þar á meðal Björn Víglunds­son, sem var yfir miðlum félags­ins. Hans hlut­verk hafði sér­stak­lega verið að leiða sam­þætt­ingu fjöl­miðla­hluta Sýnar við aðrar ein­ingar Fjar­skipta og vinna að vöru­þró­un.

Stjórn Sýnar hefur falið Heið­ari Guð­jóns­syni, stjórn­ar­for­manni félags­ins sem á átta pró­sent hlut í því, að ann­ast í auknum mæli skipu­lag félags­ins og gæta þess að rekstur þess sé í réttu og góðu horfi fram að ráðn­ingu nýs for­stjóra. Stærstu eig­endur Sýnar eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Sex slíkir eiga sam­tals 45,5 pró­sent hlut.

Ljós­vaka­miðlar keyptir á millj­arða

Sýn varð til þegar Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, breytti nafni sínu á aðal­fundi sínum í mars í fyrra. Nokkrum mán­uðum áður, nánar til­tekið í des­em­ber 2017, höfðu Fjar­skipti sam­einað fjöl­miðla­starf­semi inn í rekstur félags­ins sem fól í sér meðal ann­ars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977. Miðl­ana höfðu Fjar­skipti keypt af 365 miðl­um. Nafna­breyt­ingin var fram­kvæmd svo að heitið væri meira lýsandi fyrir starf­semi hins sam­ein­aða félags.

365 miðlar fengu greitt fyrir með 10,92 pró­sent hlut í Sýn, tæp­lega 1,6 millj­arði króna í reiðufé auk þess sem Sýn tók yfir 4,6 millj­arða króna af vaxta­ber­andi skuld­um. Eig­endur 365 miðla, sem eru félög tengd Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, seldu eign­ar­hlut­inn sinn í Sýn í októ­ber í fyrra á tvo millj­arða króna. Því má segja að þeir hafi fengið um 3,6 millj­arða króna í reiðufé út úr söl­unni auk þess sem Sýn tók yfir 4,6 millj­arða króna af skuldum 365 miðla. Sam­an­lagt er kaup­verðið sam­kvæmt því um 8,2 millj­arðar króna.

Í til­kynn­ingu sem send var til kaup­hallar 30. nóv­em­ber 2017, dag­inn áður en Sýn fékk ljós­vaka­miðl­anna afhenta, sagði að „velta sam­ein­aðs félags mun nema um 22 millj­örðum króna og skila um 5 millj­örðum króna í EBITDA hagnað þegar sam­legð­ar­á­hrif eru að fullu komin fram eftir 12-18 mán­uð­i.“

Áætlun um tekjur stóðst í fyrra. Tekjur voru tæp­lega 22 millj­arðar króna. En EBIT­DA-hagn­aður (rekstr­­ar­hagn­aður fyrir fjár­­­magns­­kostn­að, skatta og afskrift­ir) var 3,2 millj­arðar króna, sem var tölu­vert frá því mark­miði sem átti að ná með sam­legð­ar­á­hrif­un­um. Og ein­ungis fjórum pró­sentum hærri en árið áður, þegar ekki var búið að sam­þætta ljós­vaka­miðl­anna inn í rekst­ur­inn. Það þýðir að rekstr­ar­hagn­að­ur­inn jókst nær ekk­ert við það að kaupa þá.

Hagn­aður árs­ins var 473 millj­ónir króna. Eng­inn arður verður greiddur út, enda afkoman langt undir vænt­ing­um.

Kostn­aður hærri og enski bolt­inn að fara

Það lá raunar fyrir og þannig myndi fara. Allur kostn­aður við það að taka yfir fjöl­miðl­anna reynd­ist hærri en lagt var upp með. Dag­skrár­kostn­aður reynd­ist hærri, aug­lýs­inga­sala og sala sjón­varps­á­skrifta lægri og annar kostn­aður vegna sam­þætt­ingu varð meiri. Sýn sendi tvær afkomu­við­var­anir frá sér á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2018 og hækk­aði verð á sjón­varps- og fjar­skipta­þjón­ustu félags­ins um allt að 30 pró­sent um mán­aða­mótin nóv­em­ber/des­em­ber.

Staðan var erfið allt árið. Alls lækk­aði mark­aðsvirði þess um 38,3 pró­sent á síð­asta ári, meira en í nokkru öðru skráðu félagi. Frá því að hinir keyptu ljós­vaka­miðlar voru afhentir Sýn hefur mark­aðsvirðið lækkað um tæp 41 pró­sent, úr 19,3 millj­örðum króna í 11,5 millj­arða króna. Kaupin hafa því kostað hlut­hafa 7,8 millj­arða króna í töp­uðu mark­aðsvirði.

Enn ein blóð­takan varð þegar Sím­inn tryggði sér rétt­inn af sýn­ingu á enska bolt­anum frá og með næsta keppn­is­tíma­bili. Í sam­runa­skrá vegna kaupa á miðlum 365, sem var óvart birt á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins með trún­að­ar­upp­lýs­ingum vorið 2017, kom fram að um þrjú þús­und áskrif­endur væru að Sport­pakka Stöðvar 2 og tæp­lega 1.400 manns með Risa­pakk­ann, sem inni­heldur einnig íþrótta­stöðv­arn­ar. Hluti þess­ara áskrif­enda gæti verið í hættu þegar enski bolt­inn er ekki lengur í boði innan henn­ar. Í nýlegri grein­ingu Arion banka á Sýn er áætlað að um fimm þús­und við­skipta­vinir gætu farið frá félag­inu sam­hliða því að það missir enska bolt­ann. Út frá þeim for­sendum spáði grein­ingin fyrir um tekju­sam­drátt hjá Sýn á árinu 2020.

Óvissa vegna efnis frá Frétta­blað­inu

Fleiri áhættu­þættir eru til stað­ar. Í tengslum við kaupin á ljós­vaka­miðl­unum var líka gerður sam­­­starfs­­­samn­ingur milli 365 miðlar og Sýn­ar. Í honum fólst að efni Frétta­­­­blaðs­ins, sem var einnig í eigu 365 miðla en var ekki hluti af kaup­un­um, ætti áfram birt­­­­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýddi að Vís­ir.is myndi geta birt allt efni Frétta­­­­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­mið­l­­­­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila.

Þegar sam­run­inn var sam­­þykktur af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu með skil­yrðum kom fram að eft­ir­litið hefði talið að gild­is­­tími þessa samn­ings væri of lang­­ur. Eftir við­ræður eft­ir­lits­ins við Sýn þá var ákveðið að stytta gild­is­­tím­ann. Ekki hafa feng­ist upp­­lýs­ingar um hversu mik­ið en ljóst er að hann mun renna út í nán­ustu fram­tíð. Ef Vís­ir, sem er í harðri sam­keppni við mbl.is um að vera mest lesni vefur lands­ins, ætlar að halda umfangi sínu í birtu efni þarf þá að auka umtals­vert við kostnað við rekstur vefs­ins til að bæta upp fyrir það efni sem mun ekki lengur birt­ast þar þegar samn­ingnum lýk­ur.

Í sátt sem Sýn gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna kaupana þá skuld­batt félagið sig til að halda áfram rekstri þeirra fjöl­miðla sem voru and­lag kaupanna næstu þrjú ár. Í því fólst meðal ann­ars áfram­hald­andi rekstur frétta­stofu Stöðvar 2 og Bylgj­unnar eða sam­bæri­legra frétta­stofa. Þessi skuld­bind­ing var þó ekki án fyr­ir­vara. Í sátt­inni segir að félagið geti „gert breyt­ingar á fram­boði frétta eða fram­leiðslu íslensks efnis vegna veru­legra utan­að­kom­andi nei­kvæðra breyt­inga á mark­aðs­að­stæð­u­m.“

Breyttar upp­gjörs­að­ferðir hækka EBITDA

Í frétta­til­kynn­ingu vegna árs­reikn­ings Sýnar sem send var út í gær kom fram að EBITDA horf­ur, miðað við óbreyttar aðstæð­ur, fyrir þetta ár séu á bil­inu 3,2 til 3,7 millj­arðar króna. Þær hafa væri end­ur­skoð­aðar til lækk­unar um 440 millj­ónir króna. 

En Sýn ætlar hins vegar að vera með EBITDA hagnað upp á 6 til 6,5 millj­arða króna á þessu ári. Þeim árangri ætlar félagið að ná með breyttri reikn­ings­skila­að­ferð við með­höndlun sýn­ing­ar­rétta, sem verður ný færður á óefn­is­legar eignir og bætir EBIT­DA-horfur um 2,2 millj­arða króna til hækk­un­ar, og inn­leið­ingu á reikn­ings­skila­staðl­inum IFRS 16, sem hækkar EBIT­DA-horfur um 550 millj­ónir króna. Hvorug aðgerðir er þó til komin vegna bæt­ingu í rekstri.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar