Þar sem peningar og völd eru til staðar er konum ekki hleypt að

Formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu segir að þar sem peningar og völd séu til staðar þar haldi glerþakið algjörlega. Einungis um 11 prósent þeirra sem stýra fjármagni á Íslandi eru konur.

Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Auglýsing

Rakel Sveinsdóttir, formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu, segir að lögin um kynjakvóta í stjórnum félaga, sem tóku gildi haustið 2013, hafi náð tilætluðum árangri í félögum sem eru í eigu hins opinbera. Þar séu hlutföll bæði stjórna og framkvæmdastjóra þannig að um 60 prósent séu karlar og um 40 prósent konur.

Þau lög hafi hins vegar ekki náð tilgangi sínum í einkageiranum, sérstaklega þegar horft er til skráðra félaga á markað, 100 stærstu fyrirtækja landsins og í fjármálageiranum.

Í morgun greindi Kjarninn frá niðurstöðum úttektar sinnar á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Sjötta árið í röð er niðurstaðan nánast sú sama: Karlar stýra nær öllum peningum á Íslandi. Og halda þar með um valdaþræðina, en einungis um 11 prósent af þeim sem halda um stóru veskin í íslensku atvinnulífi eru konur.

Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta leiði til þess að viðskiptahugmyndir kvenna eigi erfiðara um vik að verða að veruleika, í ljósi þess að langflestir sem sitji við ákvörðunartökuborðið þegar fjárfestingar eru ákveðnar eru karlar, segir Rakel það bersýnilegt að þannig sé hlutunum háttað. „Að sjálfsögðu er það þannig. Við erum með sögur af því að konur mæta öðru viðmót við ákvörðunartökuborðið. Þær fá að heyra orðfæri eins og „vina“ eða „elskan“ sem karlar fá síður að heyra. En það er líka mannlegt að samsvara sér betur við hluti, hugmyndir og verkefni sem við skiljum og tengjum við. Þegar raunin er sú að karlar og konur sitja ekki saman við það að stýra fjármagninu þá endspeglar sú einsleitni þær ákvarðanir sem teknar eru. Karlar velja frekar verkefni og fjárfestingar sem eru leiddar af öðrum karlmönnum.“

Auglýsing
Hún segir hluta af skýringunni sem sé fyrir því að kauphallarfélögin og 100 stærstu fyrirtæki landsins séu jafn lokuð fyrir konum og raun ber vitni séu peningar og völd. Rakel bendir á að samkvæmt úttekt Kjarnans á meðallaunum forstjóra í fyrra hafi þau verið tæplega fimm milljónir króna á mánuði á árinu 2017. „Við verðum að horfast í augu við það að þar sem peningar og völd eru til staðar þar er megineinkenni að hleypa ekki konum að. Þar heldur glerþakið algjörlega.“

Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu fagfjárfestar á Íslandi og eiga um helming allra skráðra hlutabréfa annað hvort beint eða óbeint. Rakel segir það sjálfsagða kröfu að þeir fari að beita sér fyrir breytingum á kynjasamsetningu í þeim félögum sem þeir eiga í. „Það er einkennandi að lífeyrissjóðirnir eru svolítið að fría sig af allra eigendaábyrgð. Til dæmis þegar það koma upp óánægjuraddir um laun ákveðins forstjóra þá fylgja þeir alltaf í kjölfarið með sínar óánægjuathugasemdir. Þeir eru ekki að beita sér sem virkir eigendur. Svo má benda á að í lögunum um kynjakvóta er fjallað um hlutfall kynja við ráðningu í framkvæmdastjórnir. Þetta er nú ekki erfiðara en svo að lífeyrissjóðirnir ættu að vera í farabroddi þeirra sem eiga í skráðum félögum við að fara betur eftir lögum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent