Þar sem peningar og völd eru til staðar er konum ekki hleypt að

Formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu segir að þar sem peningar og völd séu til staðar þar haldi glerþakið algjörlega. Einungis um 11 prósent þeirra sem stýra fjármagni á Íslandi eru konur.

Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Auglýsing

Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður stjórnar Félags kvenna í atvinnu­líf­inu, segir að lögin um kynja­kvóta í stjórnum félaga, sem tóku gildi haustið 2013, hafi náð til­ætl­uðum árangri í félögum sem eru í eigu hins opin­bera. Þar séu hlut­föll bæði stjórna og fram­kvæmda­stjóra þannig að um 60 pró­sent séu karlar og um 40 pró­sent kon­ur.

Þau lög hafi hins vegar ekki náð til­gangi sínum í einka­geir­an­um, sér­stak­lega þegar horft er til skráðra félaga á mark­að, 100 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins og í fjár­mála­geir­an­um.

Í morgun greindi Kjarn­inn frá nið­ur­stöðum úttektar sinnar á því hver kynja­hlut­föll séu á meðal þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi. Sjötta árið í röð er nið­ur­staðan nán­ast sú sama: Karlar stýra nær öllum pen­ingum á Íslandi. Og halda þar með um valda­þræð­ina, en ein­ungis um 11 pró­sent af þeim sem halda um stóru veskin í íslensku atvinnu­lífi eru kon­ur.

Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta leiði til þess að við­skipta­hug­myndir kvenna eigi erf­ið­ara um vik að verða að veru­leika, í ljósi þess að lang­flestir sem sitji við ákvörð­un­ar­töku­borðið þegar fjár­fest­ingar eru ákveðnar eru karl­ar, segir Rakel það ber­sýni­legt að þannig sé hlut­unum hátt­að. „Að sjálf­sögðu er það þannig. Við erum með sögur af því að konur mæta öðru við­mót við ákvörð­un­ar­töku­borð­ið. Þær fá að heyra orð­færi eins og „vina“ eða „elskan“ sem karlar fá síður að heyra. En það er líka mann­legt að sam­svara sér betur við hluti, hug­myndir og verk­efni sem við skiljum og tengjum við. Þegar raunin er sú að karlar og konur sitja ekki saman við það að stýra fjár­magn­inu þá end­speglar sú eins­leitni þær ákvarð­anir sem teknar eru. Karlar velja frekar verk­efni og fjár­fest­ingar sem eru leiddar af öðrum karl­mönn­um.“

Auglýsing
Hún segir hluta af skýr­ing­unni sem sé fyrir því að kaup­hall­ar­fé­lögin og 100 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins séu jafn lokuð fyrir konum og raun ber vitni séu pen­ingar og völd. Rakel bendir á að sam­kvæmt úttekt Kjarn­ans á með­al­launum for­stjóra í fyrra hafi þau verið tæp­lega fimm millj­ónir króna á mán­uði á árinu 2017. „Við verðum að horfast í augu við það að þar sem pen­ingar og völd eru til staðar þar er meg­in­ein­kenni að hleypa ekki konum að. Þar heldur gler­þakið algjör­lega.“

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stærstu fag­fjár­festar á Íslandi og eiga um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa annað hvort beint eða óbeint. Rakel segir það sjálf­sagða kröfu að þeir fari að beita sér fyrir breyt­ingum á kynja­sam­setn­ingu í þeim félögum sem þeir eiga í. „Það er ein­kenn­andi að líf­eyr­is­sjóð­irnir eru svo­lítið að fría sig af allra eig­enda­á­byrgð. Til dæmis þegar það koma upp óánægju­raddir um laun ákveð­ins for­stjóra þá fylgja þeir alltaf í kjöl­farið með sínar óánægju­at­huga­semd­ir. Þeir eru ekki að beita sér sem virkir eig­end­ur. Svo má benda á að í lög­unum um kynja­kvóta er fjallað um hlut­fall kynja við ráðn­ingu í fram­kvæmda­stjórn­ir. Þetta er nú ekki erf­ið­ara en svo að líf­eyr­is­sjóð­irnir ættu að vera í fara­broddi þeirra sem eiga í skráðum félögum við að fara betur eftir lög­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
Kjarninn 25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent