Þar sem peningar og völd eru til staðar er konum ekki hleypt að

Formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu segir að þar sem peningar og völd séu til staðar þar haldi glerþakið algjörlega. Einungis um 11 prósent þeirra sem stýra fjármagni á Íslandi eru konur.

Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Auglýsing

Rakel Sveinsdóttir, formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu, segir að lögin um kynjakvóta í stjórnum félaga, sem tóku gildi haustið 2013, hafi náð tilætluðum árangri í félögum sem eru í eigu hins opinbera. Þar séu hlutföll bæði stjórna og framkvæmdastjóra þannig að um 60 prósent séu karlar og um 40 prósent konur.

Þau lög hafi hins vegar ekki náð tilgangi sínum í einkageiranum, sérstaklega þegar horft er til skráðra félaga á markað, 100 stærstu fyrirtækja landsins og í fjármálageiranum.

Í morgun greindi Kjarninn frá niðurstöðum úttektar sinnar á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Sjötta árið í röð er niðurstaðan nánast sú sama: Karlar stýra nær öllum peningum á Íslandi. Og halda þar með um valdaþræðina, en einungis um 11 prósent af þeim sem halda um stóru veskin í íslensku atvinnulífi eru konur.

Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta leiði til þess að viðskiptahugmyndir kvenna eigi erfiðara um vik að verða að veruleika, í ljósi þess að langflestir sem sitji við ákvörðunartökuborðið þegar fjárfestingar eru ákveðnar eru karlar, segir Rakel það bersýnilegt að þannig sé hlutunum háttað. „Að sjálfsögðu er það þannig. Við erum með sögur af því að konur mæta öðru viðmót við ákvörðunartökuborðið. Þær fá að heyra orðfæri eins og „vina“ eða „elskan“ sem karlar fá síður að heyra. En það er líka mannlegt að samsvara sér betur við hluti, hugmyndir og verkefni sem við skiljum og tengjum við. Þegar raunin er sú að karlar og konur sitja ekki saman við það að stýra fjármagninu þá endspeglar sú einsleitni þær ákvarðanir sem teknar eru. Karlar velja frekar verkefni og fjárfestingar sem eru leiddar af öðrum karlmönnum.“

Auglýsing
Hún segir hluta af skýringunni sem sé fyrir því að kauphallarfélögin og 100 stærstu fyrirtæki landsins séu jafn lokuð fyrir konum og raun ber vitni séu peningar og völd. Rakel bendir á að samkvæmt úttekt Kjarnans á meðallaunum forstjóra í fyrra hafi þau verið tæplega fimm milljónir króna á mánuði á árinu 2017. „Við verðum að horfast í augu við það að þar sem peningar og völd eru til staðar þar er megineinkenni að hleypa ekki konum að. Þar heldur glerþakið algjörlega.“

Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu fagfjárfestar á Íslandi og eiga um helming allra skráðra hlutabréfa annað hvort beint eða óbeint. Rakel segir það sjálfsagða kröfu að þeir fari að beita sér fyrir breytingum á kynjasamsetningu í þeim félögum sem þeir eiga í. „Það er einkennandi að lífeyrissjóðirnir eru svolítið að fría sig af allra eigendaábyrgð. Til dæmis þegar það koma upp óánægjuraddir um laun ákveðins forstjóra þá fylgja þeir alltaf í kjölfarið með sínar óánægjuathugasemdir. Þeir eru ekki að beita sér sem virkir eigendur. Svo má benda á að í lögunum um kynjakvóta er fjallað um hlutfall kynja við ráðningu í framkvæmdastjórnir. Þetta er nú ekki erfiðara en svo að lífeyrissjóðirnir ættu að vera í farabroddi þeirra sem eiga í skráðum félögum við að fara betur eftir lögum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent