Þar sem peningar og völd eru til staðar er konum ekki hleypt að

Formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu segir að þar sem peningar og völd séu til staðar þar haldi glerþakið algjörlega. Einungis um 11 prósent þeirra sem stýra fjármagni á Íslandi eru konur.

Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Auglýsing

Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður stjórnar Félags kvenna í atvinnu­líf­inu, segir að lögin um kynja­kvóta í stjórnum félaga, sem tóku gildi haustið 2013, hafi náð til­ætl­uðum árangri í félögum sem eru í eigu hins opin­bera. Þar séu hlut­föll bæði stjórna og fram­kvæmda­stjóra þannig að um 60 pró­sent séu karlar og um 40 pró­sent kon­ur.

Þau lög hafi hins vegar ekki náð til­gangi sínum í einka­geir­an­um, sér­stak­lega þegar horft er til skráðra félaga á mark­að, 100 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins og í fjár­mála­geir­an­um.

Í morgun greindi Kjarn­inn frá nið­ur­stöðum úttektar sinnar á því hver kynja­hlut­föll séu á meðal þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi. Sjötta árið í röð er nið­ur­staðan nán­ast sú sama: Karlar stýra nær öllum pen­ingum á Íslandi. Og halda þar með um valda­þræð­ina, en ein­ungis um 11 pró­sent af þeim sem halda um stóru veskin í íslensku atvinnu­lífi eru kon­ur.

Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta leiði til þess að við­skipta­hug­myndir kvenna eigi erf­ið­ara um vik að verða að veru­leika, í ljósi þess að lang­flestir sem sitji við ákvörð­un­ar­töku­borðið þegar fjár­fest­ingar eru ákveðnar eru karl­ar, segir Rakel það ber­sýni­legt að þannig sé hlut­unum hátt­að. „Að sjálf­sögðu er það þannig. Við erum með sögur af því að konur mæta öðru við­mót við ákvörð­un­ar­töku­borð­ið. Þær fá að heyra orð­færi eins og „vina“ eða „elskan“ sem karlar fá síður að heyra. En það er líka mann­legt að sam­svara sér betur við hluti, hug­myndir og verk­efni sem við skiljum og tengjum við. Þegar raunin er sú að karlar og konur sitja ekki saman við það að stýra fjár­magn­inu þá end­speglar sú eins­leitni þær ákvarð­anir sem teknar eru. Karlar velja frekar verk­efni og fjár­fest­ingar sem eru leiddar af öðrum karl­mönn­um.“

Auglýsing
Hún segir hluta af skýr­ing­unni sem sé fyrir því að kaup­hall­ar­fé­lögin og 100 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins séu jafn lokuð fyrir konum og raun ber vitni séu pen­ingar og völd. Rakel bendir á að sam­kvæmt úttekt Kjarn­ans á með­al­launum for­stjóra í fyrra hafi þau verið tæp­lega fimm millj­ónir króna á mán­uði á árinu 2017. „Við verðum að horfast í augu við það að þar sem pen­ingar og völd eru til staðar þar er meg­in­ein­kenni að hleypa ekki konum að. Þar heldur gler­þakið algjör­lega.“

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stærstu fag­fjár­festar á Íslandi og eiga um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa annað hvort beint eða óbeint. Rakel segir það sjálf­sagða kröfu að þeir fari að beita sér fyrir breyt­ingum á kynja­sam­setn­ingu í þeim félögum sem þeir eiga í. „Það er ein­kenn­andi að líf­eyr­is­sjóð­irnir eru svo­lítið að fría sig af allra eig­enda­á­byrgð. Til dæmis þegar það koma upp óánægju­raddir um laun ákveð­ins for­stjóra þá fylgja þeir alltaf í kjöl­farið með sínar óánægju­at­huga­semd­ir. Þeir eru ekki að beita sér sem virkir eig­end­ur. Svo má benda á að í lög­unum um kynja­kvóta er fjallað um hlut­fall kynja við ráðn­ingu í fram­kvæmda­stjórn­ir. Þetta er nú ekki erf­ið­ara en svo að líf­eyr­is­sjóð­irnir ættu að vera í fara­broddi þeirra sem eiga í skráðum félögum við að fara betur eftir lög­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent