Þar sem peningar og völd eru til staðar er konum ekki hleypt að

Formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu segir að þar sem peningar og völd séu til staðar þar haldi glerþakið algjörlega. Einungis um 11 prósent þeirra sem stýra fjármagni á Íslandi eru konur.

Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Auglýsing

Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður stjórnar Félags kvenna í atvinnu­líf­inu, segir að lögin um kynja­kvóta í stjórnum félaga, sem tóku gildi haustið 2013, hafi náð til­ætl­uðum árangri í félögum sem eru í eigu hins opin­bera. Þar séu hlut­föll bæði stjórna og fram­kvæmda­stjóra þannig að um 60 pró­sent séu karlar og um 40 pró­sent kon­ur.

Þau lög hafi hins vegar ekki náð til­gangi sínum í einka­geir­an­um, sér­stak­lega þegar horft er til skráðra félaga á mark­að, 100 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins og í fjár­mála­geir­an­um.

Í morgun greindi Kjarn­inn frá nið­ur­stöðum úttektar sinnar á því hver kynja­hlut­föll séu á meðal þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi. Sjötta árið í röð er nið­ur­staðan nán­ast sú sama: Karlar stýra nær öllum pen­ingum á Íslandi. Og halda þar með um valda­þræð­ina, en ein­ungis um 11 pró­sent af þeim sem halda um stóru veskin í íslensku atvinnu­lífi eru kon­ur.

Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta leiði til þess að við­skipta­hug­myndir kvenna eigi erf­ið­ara um vik að verða að veru­leika, í ljósi þess að lang­flestir sem sitji við ákvörð­un­ar­töku­borðið þegar fjár­fest­ingar eru ákveðnar eru karl­ar, segir Rakel það ber­sýni­legt að þannig sé hlut­unum hátt­að. „Að sjálf­sögðu er það þannig. Við erum með sögur af því að konur mæta öðru við­mót við ákvörð­un­ar­töku­borð­ið. Þær fá að heyra orð­færi eins og „vina“ eða „elskan“ sem karlar fá síður að heyra. En það er líka mann­legt að sam­svara sér betur við hluti, hug­myndir og verk­efni sem við skiljum og tengjum við. Þegar raunin er sú að karlar og konur sitja ekki saman við það að stýra fjár­magn­inu þá end­speglar sú eins­leitni þær ákvarð­anir sem teknar eru. Karlar velja frekar verk­efni og fjár­fest­ingar sem eru leiddar af öðrum karl­mönn­um.“

Auglýsing
Hún segir hluta af skýr­ing­unni sem sé fyrir því að kaup­hall­ar­fé­lögin og 100 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins séu jafn lokuð fyrir konum og raun ber vitni séu pen­ingar og völd. Rakel bendir á að sam­kvæmt úttekt Kjarn­ans á með­al­launum for­stjóra í fyrra hafi þau verið tæp­lega fimm millj­ónir króna á mán­uði á árinu 2017. „Við verðum að horfast í augu við það að þar sem pen­ingar og völd eru til staðar þar er meg­in­ein­kenni að hleypa ekki konum að. Þar heldur gler­þakið algjör­lega.“

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stærstu fag­fjár­festar á Íslandi og eiga um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa annað hvort beint eða óbeint. Rakel segir það sjálf­sagða kröfu að þeir fari að beita sér fyrir breyt­ingum á kynja­sam­setn­ingu í þeim félögum sem þeir eiga í. „Það er ein­kenn­andi að líf­eyr­is­sjóð­irnir eru svo­lítið að fría sig af allra eig­enda­á­byrgð. Til dæmis þegar það koma upp óánægju­raddir um laun ákveð­ins for­stjóra þá fylgja þeir alltaf í kjöl­farið með sínar óánægju­at­huga­semd­ir. Þeir eru ekki að beita sér sem virkir eig­end­ur. Svo má benda á að í lög­unum um kynja­kvóta er fjallað um hlut­fall kynja við ráðn­ingu í fram­kvæmda­stjórn­ir. Þetta er nú ekki erf­ið­ara en svo að líf­eyr­is­sjóð­irnir ættu að vera í fara­broddi þeirra sem eiga í skráðum félögum við að fara betur eftir lög­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent