Félag Björgólfs Thor fjármagnaði taprekstur DV árum saman

Samkeppniseftirlitið hefur opinberað að Novator var helsti bakhjarl útgáfufélagsins Frjálsrar fjölmiðlunar, sem keypti DV og tengda miðla árið 2017 og rak í miklu tapi í rúm tvö ár. Alls lánaði Novator því að minnsta kosti 610 milljónir króna.

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Auglýsing

Novator ehf., félag sem er að stærstu leyti í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar, fjár­magn­aði mik­inn tap­rekstur Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, fyrr­ver­andi útgáfu­fé­lags DV og tengdra miðla, frá eig­enda­skiptum árið 2017 og var helsti bak­hjarl fjöl­mið­ils­ins.

Þetta kemur fram í samn­ingum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið fékk afhent þegar það fjall­aði um sam­runa Frjálsrar fjöl­miðl­unar og Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, sem til­kynnt var um í fyrra og hefur nú gengið form­lega í gegn. 

Þar segir orð­rétt: „Í sam­ræmi við upp­lýs­ingar í sam­runa­skrá og árs­reikn­ingum hefur rekstur Frjálsrar fjöl­miðl­unar verið erf­iður og móð­ur­fé­lag þess Dals­dalur ehf. þurft að fjár­magna ­rekst­ur­inn að mestu leyti með láns­fé. Af þeim sökum óskaði Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið ­upp­lýs­inga um lán­veit­endur félag­anna. Þann 14. jan­úar 2020 bár­ust Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu samn­ingar frá sam­runa­að­il­um. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hefur verið eini lán­veit­andi Dals­dals og Frjálsrar fjöl­miðl­unar og helsti bak­hjarl fjöl­mið­ils­ins frá eig­enda­skiptum árið 2017.“

Hvorki Novator né Björgólfur Thor voru nokkru sinni skráðir á meðal eig­enda Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Tap frá upp­hafi

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­­semi í sept­­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­­sam­­­­­­stæð­unn­­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­­varps­­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun var félagið Dals­dalur ehf. og eig­andi þess er skráður lög­­­­­mað­­­ur­inn Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son. 

Auglýsing
Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­­ónum króna. Á árinu 2018 jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­­sam­­­stæðan því 283,6 millj­­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. Ekki liggur fyrir hversu mikið tapið var 2019 em ljóst að það var umtals­vert. Sig­­­urður sagði við RÚV í des­em­ber  að „rekst­­­ur­inn er mjög erf­ið­­ur­[...]þetta er búið að vera rekið með tapi frá árinu 2017.“

Sam­­­kvæmt árs­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­­stæðan 610,2 millj­­­ónir króna í lok árs 2018. Þar af voru lang­­­tíma­skuldir 506,7 millj­­­ónir króna og voru að nán­­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið. Aldrei var greint frá því hver það væru sem fjár­­­­­magn­aði Dals­­­dal í árs­­­reikn­ingn­­um né í til­kynn­ingum til fjöl­miðla­nefnd­ar.

Sam­ein­ast Torgi og mynda risa

Á fimmt­u­­­dags­­­kvöldið 13. des­em­ber 2019 greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­­fé­lag Frétta­­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­­fé­lögin stað­­­festu svo kaupin dag­inn eft­­­ir. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun hefur verið rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017. 

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent