Ísland grænkar á Regnbogakortinu eftir samþykkt laga um kynrænt sjálfræði

Ísland færist upp um fjögur sæti á milli ára, upp í 14. sæti, í hinu svonefnda Regnbogakorti, árlegri úttekt Alþjóðasamtaka hinsegin fólks á réttindastöðu hinsegin fólks í Evrópu.

Því grænna, því betri er mannréttindastaðan. Ísland fikrar sig upp um fjögur sæti á milli ára hvað varðar lagalega stöðu hinsegin fólks.
Því grænna, því betri er mannréttindastaðan. Ísland fikrar sig upp um fjögur sæti á milli ára hvað varðar lagalega stöðu hinsegin fólks.
Auglýsing

Ísland fer upp um ­fjögur sæti á milli ára í Regn­boga­kort­inu, úttekt evr­ópsku deildar Alþjóða­sam­taka hinsegin fólks (IL­GA-E­urope) á stöðu og rétt­indum hinsegin fólks í ríkjum Evr­ópu. Ís­land er nú í 14. sæti en var í 18. sæti þegar kortið var gefið út á síð­asta ári.

Kort­ið, sem sjá má hér að ofan, sýnir á mynd­rænan hátt mat sam­tak­anna á laga­legri stöðu og rétt­ind­um hinsegin fólks í ríkjum Evr­ópu eins og þau voru á árinu 2019. Ís­land tel­st, sam­kvæmt mati sam­tak­anna, vera búið að tryggja hinsegin fólki 54 pró­sent mann­rétt­ind­i, ­sem er yfir bæði með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ríkja (48 pró­sent) og Evr­ópu í heild (38 pró­sent). 

Þó stendur Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum nokkuð að baki, en þau eru að mat­i ­sam­tak­anna búin að tryggja hinsegin fólki á bil­inu 63-68 pró­sent mann­rétt­ind­i og eru í 4.-10. sæti á list­an­um. Ísland hækkar þó mest allra Norð­ur­land­anna á milli ára. Mið­jarð­ar­hafs­eyjan Malta trónir á toppi list­ans.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu segir að sam­þykkt laga um kyn­rænt ­sjálf­ræði, sem stað­festi rétt ein­stak­linga til að breyta kyn­skrán­ingu sinni í sam­ræmi við eigin upp­lifun, hafi þýtt veru­legar rétt­ar­bætur til handa trans og inter­sex fólki og að Ísland stefni að því að tryggja enn bet­ur rétt­indi þess­ara hópa.

„Starfs­hópar á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vinna að til­lögum um breyt­ingar á lögum sem nauð­syn­legar eru til að tryggja rétt­indi trans og inter­sex fólks. Þá er einnig unnið að mál­efnum barna sem ­fæð­ast með ódæmi­gerð kynein­kenni, þar á meðal heil­brigð­is­þjón­ustu við þau,“ ­segir í til­kynn­ing­unni.

Síð­ara atriðið er einmitt eitt af þeim atriðum sem ILGA-E­urope ­leggja til að skoðuð verði nánar hér­lend­is, í því skyni að bæta rétt­inda­stöð­u hinsegin fólks.

Sam­tökin leggja þannig til, í skýrslu sinni, að Íslend­ing­ar ­banni allt óþarft inn­grip í lík­ama barna sem fæð­ast með ódæmi­gerð kynein­kenn­i, ­sem megi fresta þar til mann­eskjan geti veitt upp­lýst sam­þykki fyrir aðgerð­inn­i og segja miður að rétt­indi inter­sex fólks hafi ekki verið varin í sam­þykktum lögum um kyn­rænt sjálf­ræði að þessu leyti.

Í umfjöllun sam­tak­anna um stöðu mála á Ís­landi eru bæði til­tekin nei­kvæð og jákvæð dæmi um stöðu hinsegin fólks sem fram komu í fréttum á síð­asta ári.

Meðal ann­ars er rifjað upp þegar ung­um ­sam­kyn­hneigðum manni var meinuð inn­ganga á skemmti­stað­inn Austur í mið­borg Reykja­vík­ur­ ­síð­asta sumar og þegar regn­boga­fánum var flaggað af miklum móð við komu Mike Pence vara­for­seta ­Banda­ríkj­anna hingað til lands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent