Ísland grænkar á Regnbogakortinu eftir samþykkt laga um kynrænt sjálfræði

Ísland færist upp um fjögur sæti á milli ára, upp í 14. sæti, í hinu svonefnda Regnbogakorti, árlegri úttekt Alþjóðasamtaka hinsegin fólks á réttindastöðu hinsegin fólks í Evrópu.

Því grænna, því betri er mannréttindastaðan. Ísland fikrar sig upp um fjögur sæti á milli ára hvað varðar lagalega stöðu hinsegin fólks.
Því grænna, því betri er mannréttindastaðan. Ísland fikrar sig upp um fjögur sæti á milli ára hvað varðar lagalega stöðu hinsegin fólks.
Auglýsing

Ísland fer upp um ­fjögur sæti á milli ára í Regn­boga­kort­inu, úttekt evr­ópsku deildar Alþjóða­sam­taka hinsegin fólks (IL­GA-E­urope) á stöðu og rétt­indum hinsegin fólks í ríkjum Evr­ópu. Ís­land er nú í 14. sæti en var í 18. sæti þegar kortið var gefið út á síð­asta ári.

Kort­ið, sem sjá má hér að ofan, sýnir á mynd­rænan hátt mat sam­tak­anna á laga­legri stöðu og rétt­ind­um hinsegin fólks í ríkjum Evr­ópu eins og þau voru á árinu 2019. Ís­land tel­st, sam­kvæmt mati sam­tak­anna, vera búið að tryggja hinsegin fólki 54 pró­sent mann­rétt­ind­i, ­sem er yfir bæði með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ríkja (48 pró­sent) og Evr­ópu í heild (38 pró­sent). 

Þó stendur Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum nokkuð að baki, en þau eru að mat­i ­sam­tak­anna búin að tryggja hinsegin fólki á bil­inu 63-68 pró­sent mann­rétt­ind­i og eru í 4.-10. sæti á list­an­um. Ísland hækkar þó mest allra Norð­ur­land­anna á milli ára. Mið­jarð­ar­hafs­eyjan Malta trónir á toppi list­ans.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu segir að sam­þykkt laga um kyn­rænt ­sjálf­ræði, sem stað­festi rétt ein­stak­linga til að breyta kyn­skrán­ingu sinni í sam­ræmi við eigin upp­lifun, hafi þýtt veru­legar rétt­ar­bætur til handa trans og inter­sex fólki og að Ísland stefni að því að tryggja enn bet­ur rétt­indi þess­ara hópa.

„Starfs­hópar á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vinna að til­lögum um breyt­ingar á lögum sem nauð­syn­legar eru til að tryggja rétt­indi trans og inter­sex fólks. Þá er einnig unnið að mál­efnum barna sem ­fæð­ast með ódæmi­gerð kynein­kenni, þar á meðal heil­brigð­is­þjón­ustu við þau,“ ­segir í til­kynn­ing­unni.

Síð­ara atriðið er einmitt eitt af þeim atriðum sem ILGA-E­urope ­leggja til að skoðuð verði nánar hér­lend­is, í því skyni að bæta rétt­inda­stöð­u hinsegin fólks.

Sam­tökin leggja þannig til, í skýrslu sinni, að Íslend­ing­ar ­banni allt óþarft inn­grip í lík­ama barna sem fæð­ast með ódæmi­gerð kynein­kenn­i, ­sem megi fresta þar til mann­eskjan geti veitt upp­lýst sam­þykki fyrir aðgerð­inn­i og segja miður að rétt­indi inter­sex fólks hafi ekki verið varin í sam­þykktum lögum um kyn­rænt sjálf­ræði að þessu leyti.

Í umfjöllun sam­tak­anna um stöðu mála á Ís­landi eru bæði til­tekin nei­kvæð og jákvæð dæmi um stöðu hinsegin fólks sem fram komu í fréttum á síð­asta ári.

Meðal ann­ars er rifjað upp þegar ung­um ­sam­kyn­hneigðum manni var meinuð inn­ganga á skemmti­stað­inn Austur í mið­borg Reykja­vík­ur­ ­síð­asta sumar og þegar regn­boga­fánum var flaggað af miklum móð við komu Mike Pence vara­for­seta ­Banda­ríkj­anna hingað til lands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent