„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“

Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.

Intersex
Auglýsing

Ein­stak­lingar sem fæð­ast með líf­fræði­leg kynein­kenni sem ekki eru dæmi­gerð fyrir karl­menn eða konur sæta hindr­unum í aðgengi að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi, sam­kvæmt nýrri skýrslu Am­nesty Internationa­l. Laura Carter ­rann­sak­andi hjá sam­tök­unum segir að litið sé á inter­sex ­börn og full­orðna sem vanda­mál sem þurfi að laga og segir að það skorti heil­brigð­is­þjón­ustu sem tekur mið af mann­rétt­indum þeirra hér á landi. Hún segir að sá skortur stofni lík­am­legri og and­legri heilsu þeirra í hætt­u. 

For­sæt­is­ráð­herra kynnti drög að frum­varpi til laga um kyn­rænt sjálf­ræði á rík­is­stjórn­ar­fundi í byrjun febr­ú­ar. Með frum­varp­inu er rík­is­stjórnin að fram­fylgja stjórn­ar­sátt­mála ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar en þar er tekið fram að mark­mið frum­varps­ins sé að koma Íslandi í fremstu röð í mál­efnum hinsegin fólks og upp­fylla nýút­komin til­mæli Evr­ópu­ráðs­ins vegna mann­rétt­inda inter­sex ­fólks. ­Sam­tök­in Inter­sex Ís­land hafa hins veg­ar ­gagn­rýnt frum­varpið og segja að laga­breyt­ing­arnar sem lagðar séu til í frum­varp­inu muni ekki hafa nein áhrif á líf og rétt­ind­i inter­sex ­fólks.

68 börn fæð­ast á ári með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni

Sumir ein­stak­lingar með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni fæð­ast með kynein­kenni sem telj­ast ekki algjör­lega karl- eða kven­kyns, eru sam­bland af karl- og kven­kyns ein­kenn­um, eða eru hvorki karl- né kven­kyns. Margt fólk með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni kýs að kalla sig inter­sex, aðrir vilja hins vegar ekki nota það hug­tak.

Áætlað er að í kringum 68 börn fæð­ist með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi, þ.e. horm­óna­starf­semi, kyn­kirtla, kyn­litn­inga eða kyn- og æxl­un­ar­færi sem eru með ein­hverju móti öðru­vísi en hjá flestum konum og körlum sem þýðir að heild­ar­fjöldi ein­stak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni er um 6000 manns.

Auglýsing

Í nýrri skýrslu sam­tak­anna Am­nesty international um stöðu inter­sex fólks á Íslandi kemur fram að ein­stak­lingar með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni og fjöl­skyldur þeirra eigi erfitt með að nálg­ast heil­brigð­is­þjón­ustu sem tekur mið af mann­rétt­indum þeirra hér á land­i. Ein­stak­lingar sem Am­nesty Internationa­l ræddi við, við gerð skýrsl­unn­ar, segja að skortur sé á við­eig­andi með­ferð hafi haft skað­leg áhrif á lífs­gæði þeirra til margra ára. Í sumum til­vikum var um að ræða erf­ið­leika við að nálg­ast lækna­skýrslur og skort á upp­lýs­ingum um hvað hafi verið gert við lík­ama þeirra.

„Heil­brigð­is­þjón­usta fyr­ir­ inter­sex ­fólk er alls ekki nægi­lega góð því það er litið á okkur sem frá­vik sem þarf að laga […] ­stór hluti heilsu­far­s­vand­ans er vegna lækn­is­með­ferðar sem við hlutum sem börn. Það væru ekki öll þessi dæmi um bein­þynn­ingu eða bein­rýrð ef við hefðum ekki verið látin sæta kyn­kirtla­töku sem börn og ófull­nægj­andi horm­óna­með­ferð sem ung­ling­ar,” seg­ir Kitty, stofn­andi og for­maður sam­tak­anna Inter­sex Ís­land. 

Kitty

Kitt­y ­segir jafn­framt að hún vilji sjá að þessi breyti­leiki þyki jafn eðli­legur og hvað ann­að. „Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í felur eða skamm­ast sín. Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í felur eða skamm­ast sín. Ég vil sjá skiln­ing og við­ur­kenn­ingu á fjöl­breyti­leik­an­um, að hann sé af hinu góða.“

Kysu frekar að grípa til þess að lag­færa lík­ama inter­sex ein­stak­linga

Sam­tök­in Am­nesty Internationa­l standa því nú fyrir átaki þar sem þrýst er á íslensk stjórn­völd að koma á mann­rétt­inda­mið­uðu verk­lagi innan heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar og tryggja ein­stak­lingum með ódæmi­gerð kynein­kenni þeirrar þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda.  „Ís­land er þekkt fyrir jafn­rétti kynj­anna. Engu að síður veldur það miklum áhyggjum hvernig heil­brigð­is­kerfið á Íslandi sinn­ir inter­sex ­fólki. Litið er á inter­sex ­börn og full­orðna sem vanda­mál sem þurfi að laga og sú stað­reynd að þau skortir heil­brigð­is­þjón­ustu sem tekur mið af mann­rétt­indum þeirra, getur valdið lík­am­legri og and­legri þján­ingu, lífið á enda,“ seg­ir Laura Carter ­rann­sak­andi innan deildar sem sinnir mál­efnum er varða kyn­hneigð og kyn­vit­und hjá aðal­stöðv­um Am­nesty International.

Laura Carter. Mynd: Amnesty International.„Við­mæl­endur okkar greindu frá því að þeim fynd­ist sem læknar hlust­uðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lag­færa lík­ama inter­sex ein­stak­linga með skurð­að­gerð eða horm­óna­með­ferð.“

Í skýrsl­unni segir að á  síð­ustu árum hefur orðið mikil vit­und­ar­vakn­ing um þessi mál, sem fyrst og síð­ast sé að þakka þrot­lausri vinn­u inter­sex að­gerða­sinna en þar sem vill­andi upp­lýs­ingar og for­dómar eru enn við lýði verð­ur­ inter­sex ­fólk enn fyrir skaða.

Frum­varpið ekki í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar

Frum­varp til laga um kyn­rænt sjálf­ræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febr­ú­ar, ætti að skapa tæki­færi til að vernda rétt­ind­i inter­sex ­barna og full­orð­inna en í núver­andi drögum að frum­varp­inu er vöntun á mik­il­vægri vernd fyr­ir­ inter­sex ­börn. Þá sér­stak­lega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauð­syn­leg­ar, óaft­ur­kræfar og inn­grips­miklar aðgerðar á börnum sem fæð­ast með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenn­i, ­sam­kvæmt Amnesty International og Inter­sex á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

For­sæt­is­ráð­herra kynnti frum­varps­drög  á rík­is­stjórn­ar­fundi í byrjun febr­ú­ar. Í frum­varps­drög­unum er lagt til að stað­festur verði með lögum réttur ein­stak­lings til að breyta kyn­skrán­ingu sinni í sam­ræmi við eigin upp­lifun og án þess að þurfa að sæta þar um skil­yrðum líkt og núgild­andi lög gera. Í drög­un­um ­segir að frum­varpið miði þannig að því að virða og styrkja sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt hvers ein­stak­lings þar sem eigin skiln­ingur á kyn­vit­und er lagður til grund­vallar ákvarð­ana­töku varð­andi opin­bera skrán­ingu, enda séu aðrir ekki betur til þess bær­ir. Einnig er lög­unum ætlað að standa vörð um rétt ein­stak­linga til lík­am­legrar frið­helg­i. Drögin hafa verið birt í sam­ráðs­gátt­inni þar sem almenn­ingi og hags­muna­að­ilum gefst kostur á að senda inn umsögn við efni frum­varps­ins.

Yfir­ ­þrjá­tíu um­sagnir hafa verið sendar inn um frum­varpið en þar á meðal er umsögn frá sam­tök­un­um Inter­sex Ís­land. Í umsögn sam­tak­anna segir að laga­breyt­ingar sem lagðar eru til í frum­varp­inu muni engin áhrif hafa á líf og rétt­ind­i inter­sex ­fólks. Sam­tökin lýsa yfir áhyggjum um að ekki sé verið að upp­fylla ­stjórn­ar­sátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórnar þar sem fram kemur að rík­is­stjórnin vilji koma Íslandi í fremstu röð í mál­efnum hinsegin fólks með metn­að­ar­fullri lög­gjöf um kyn­rænt sjálf­ræði í sam­ræmi við nýút­komin til­mæli Evr­ópu­ráðs­ins vegna mann­rétt­inda inter­sex-­fólks. „Í þeim lög­­um skyldi kveðið á um að ein­stak­l­ing­ar megi sjálf­ir ákveða kyn sitt, kyn­vit­und þeirra njóti við­ur­­­kenn­ing­­ar, ein­stak­l­ing­ar njóti lík­­am­­legr­ar frið­helgi og jafn­­rétt­is fyr­ir lög­­um óháð kyn­hneigð, kyn­vit­und, kyn­ein­­kenn­um og kyntján­ing­u.“

Trans fáninn. Mynd:EPA

Sam­tökin taka það jafn­framt fram í umsögn sinni að sam­tökin fangi því að ráðu­neytið leggi fram þetta metn­að­ar­fulla frum­varp fram til Alþing­is. „Staða trans fólks mun stór bæt­ast við þessa laga­setn­ingu og hluti inter­sex fólks sem einnig skil­greinir sig sem trans mun einnig njóta góðs af breyttu lagaum­hverfi. Meiri­hluti inter­sex fólks er hins vegar ekki trans og munu því þessar laga­breyt­ingar engin áhrif hafa á líf of rétt­indi þeirra,“ segir í umsögn­inni.

Vöntun á mik­il­vægri vernd fyrir inter­sex börn í nýju frum­varpi

Sam­tökin telja það þó fagn­að­ar­efni að réttur ein­stak­linga eldri en 16 ára til lík­am­legrar frið­helgi verði lög­festur og að ekki megi lengur gera lækn­is­fræði­legar með­ferðir að skil­yrði fyrir breyt­ingu á kynskrán­ingu. Sam­tökin telja það þó mjög alvar­legt að réttur barna til líkam­legrar frið­helgi njóti ekki verndar undir þessu frum­varpi. „Mark­mið þessa frum­varps er að standa vörð um rétt sér­hvers ein­stak­lings til þess að taka eigin ákvarð­anir um hvað sé gert við kynein­kenni þeirra. Það orkar tví­mælis að ein­göngu sé tryggður réttur þeirra sem náð hafa 16 ára aldri en ekki barna. Flest brot á líkam­legri frið­helgi þegar kemur að kynein­kennum eiga sér stað þegar ein­stak­ling­arnir eru á barns­aldri og því er ljóst að nær öll brot á líkam­legri frið­helgi verða enn­þá leyfi­leg ef þessi drög verða að veru­leika.“

Í umsögn­in­inni segir að sam­tök­inni sjái ekki hvernig hægt sé að telja að núver­andi drög upp­fylli þingsá­lyktun Evr­óp­uráðs­ins þar sem börnum verður ekki tryggð vernd fyrir lækn­is­fræði­legum inn­gripum sem mæta ekki brýnni heilsu­fars­legri nauð­syn. „Að tryggja ein­göngu líkam­lega frið­helgi fyrir ein­stak­linga eldri en 16 ára, en ekki börn, er skýr mis­munun á grund­velli ald­urs. Inter­sex Ís­land gerir því ský­lausa kröfu að bætt verði við ákvæði sem tryggir börnum sömu vernd.“

Auk þess benda sam­tökin á í núver­andi drögum sé ekki ráð fyrir að inn­grip á kynein­kennum barna verði skráð. Inter­sex Ís­land sér engin hald­bær rök fyrir því að fresta lög­bundna skrán­ingu á inn­gripum í kynein­kennum barna. Engin töl­fræði er til á Ís­landi yfir umfang slíkra inn­gripa og teljum við algjöra lág­marks­kröfu að sá hluti til­mæla Evr­óp­uráðs­ins verði upp­fylltur með þess­ari löggjöf. Auk þess leggja sam­tökin til breyt­inga um ákvæði um sam­setn­ingu starfs­hóps og skrán­ing hefj­ist á breyt­ingu á kynein­kennum barna hér á landi.

Skora á íslensk stjórn­völd

Í til­kynn­ingu frá Íslands­deild Amnesty International segir að sam­tökin fagni þeim skrefum sem rík­is­stjórn Íslands er nú að taka í átt að því að koma Íslandi í fremstu röð í mál­efnum hinsegin fólks með lög­gjöf um kyn­rænt sjálf­ræði í sam­ræmi við nýút­komin til­mæli Evr­ópu­ráðs­ins vegna mann­rétt­inda inter­sex fólks. Sam­tökin skora hins vegar á  ­ís­lensk yfir­völd að tryggja og vernda jafna með­ferð ein­stak­linga með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni bæði í lögum og fram­kvæmd. 

„Fyr­ir­liggj­andi frum­varp um kyn­rænt sjálf­ræði veitir tæki­færi til þess að takast á við þessa áskorun en eins og drögin líta út í dag er tæki­færið ekki nýtt til þess að koma í veg fyrir ónauð­syn­leg lækn­is­fræði­leg inn­grip sem miða að því að laga lík­ama barna að stöðl­uðum kynja­hug­myndum með skurð­að­gerð­um, ófrjó­sem­is­að­gerðum og öðrum með­ferðum á inter­sex börnum án upp­lýsts sam­þykkis þeirra, án þess að fela í sér hegn­ing­ar­á­kvæð­i.“

Amnesty International skor­ar  því á íslensk stjórn­völd að koma á sér­hæfðri og þver­fag­legri nálgun á með­ferð ein­stak­linga með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni og móta og inn­leiða skýrt mann­rétt­inda­miðað verk­lag til að tryggja að börn og full­orðnir með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni njóti mann­rétt­inda­verndar sem tryggir frið­helgi lík­ama þeirra, sjálf­ræði og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt. Í áskor­un­inni segir að yfir­völd skulu tryggja að ekk­ert barn með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kynein­kenni sæti skað­leg­um, óaft­ur­kræfum og ónauð­syn­legum inn­gripum í lík­ama þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar