Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir fjallar um veikan grunn fyrir flokkun offitu sem áhættu­þátt fyrir COVID-19 og hversu mik­il­vægt það sé fyrir heil­brigð­is­yf­ir­völd að skipta um takt. Hér kemur seinni hlutinn.

Auglýsing

Í yfir­stand­andi heims­far­aldri erum við flest þakk­lát fyrir það sem við höf­um, sorg­mædd yfir því sem við höfum misst en einnig standa uppúr nokkrir hlutir sem við sem sam­fé­lag þurfum að færa til betra horfs. Til dæmis var jað­ar­setn­ing fatl­aðs fólks áber­andi sem birt­ist meðal ann­ars í ann­mörkum sótt­varn­ar­bún­aðs og að ekki voru til við­bragsð­á­ætl­anir fyrir NPA-not­end­ur. Og okkur barst hróp­andi og end­an­leg stað­fest­ing á því að bar­áttan gegn offitu hér á landi er hápóli­tísk og lituð eig­in­hags­munum þegar „Leið­bein­ingar fyrir ein­stak­linga með áhættu­þætti fyrir alvar­legri COVID-19 sýk­ingu“ voru gefnar út 4. maí sl. af hálfu Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. 

Þar var „offita“ til­tekin sem einn af áhættu­þátt­un­um. Engar heim­ildir voru til­teknar fyrir þess­ari flokkun og var því send fyr­ir­spurn á þann aðila sem kom að samn­ingu leið­bein­ing­anna og mælti með flokk­un­inni. Við­kom­andi aðili er einnig einn þriggja höf­unda klínísku leið­bein­ing­anna sem voru til umfjöll­unar í fyrri hluta þess­arar greinar

Svörin voru á þá vegu að eft­ir­far­andi fjórar heim­ildir hefðu verið not­aðar til að styðja við flokk­un­ina; rann­sókn sem tók til 4.103 New York-­búa sem mæld­ust jákvæðir fyrir Covid-19. Töl­fræðin sýnir að af þeim sem þurftu á sjúkra­húsinn­lögn að halda voru 39,8% með offitu á meðan tíðni offitu meðal New York-­búa almennt eru 30,9%. Þar næst er um franska rann­sókn að ræða sem skoð­aði afdrif 124 sjúk­linga sem sýndi mun hærri tíðni offitu miðað við með­al­tal í Frakk­landi og svo tveir skoð­anapistlar

Auglýsing

Til við­bótar við þessar fjórar heim­ildir hefur skýrsla CDC einnig verið notuð þar sem 48% þeirra í 1.482 ein­stak­linga úrtaki voru feitir miðað við 42% í hinu almenna þýði. Við fyrstu sýn er það bara almenn skyn­semi að feitt fólk ætti að vera í meiri áhættu fyrir alvar­legum veik­indum vegna Covid-19. Feitt fólk er jú lík­legra til að vera með syk­ur­sýki, hjarta- og kransæða­sjúk­dóma, krabba­mein og þessir þættir leiða síðan til meiri áhættu vegna Covid-19. Þegar far­ald­ur­inn byrj­aði voru því við­vör­un­ar­bjöllur látnar glymja og ekki síst vegna þess að reynslan af svínafar­aldr­inum (H1N1) sýndi okkur að offita hafði þessi áhrif og var talin vera sjálf­stæður áhættu­þáttur fyrir alvar­legum afleið­ingum far­ald­urs­ins

Feitt fólk lík­legra en grannt fólk til að til­heyra lægri stéttum

Það sem er þó áhuga­verð­ast við þessar heim­ildir er ekki hvað kemur fram í þeim heldur hvað kemur ekki fram í þeim. Ekki er stjórnað fyrir lyk­il­þáttum eins og kyn­þætti, félags­legri- og efna­hags­legri stöðu ein­stak­ling­anna og gæði heil­brigð­is­þjón­ust­unnar sem þeir fá. Þetta eru þeir þættir sem ráða hvað mest um heilsu­far okkar og afkomu. 



Mynd: Aðsend



Feitt fólk er lík­legra en grannt fólk til að til­heyra lægri stéttum og búa almennt við slak­ari félags- og efna­hags­legri stöðu, sér­stak­lega feitar kon­ur. Það er vegna kerf­is­bund­innar mis­mun­unar sem þýðir að mis­munin á sér stað í öllum lögum sam­fé­lags­ins og allt frá blautu barns­beini til dán­ar­beðs. Feitir nem­endur mæta t.a.m. aðgeng­is­hindr­unum á skóla­ferli sínum þegar kemur að við­eig­andi vinnu­að­stöðu s.s. stólum og skrif­borð­u­m. 

Feitir nem­endur er ólík­leg­ari til að fá með­mæli frá kenn­urum til að sækja sér æðri menntun og eru álitnir skorta leið­toga­hæfni og orku. Þegar um strangt innu­töku­ferli er að ræða eru feitir nem­endur ólík­leg­ari til að vera sam­þykktir í fram­halds­nám. Á vinnu­mark­aði á feitt fólk erf­ið­ara með að fá vinnu, það er ólík­leg­ara til að fá stöðu- og launa­hækkun og er lík­leg­ara til að missa starf sitt en jafn­hæfir ein­stak­lingar sem eru ekki feit­ir. 

Áreiti og stríðni á vinnu­stað vegna þyngdar er algeng og feitar konur eru 10% lík­leg­ari til að vera fátækar en grannar kon­ur. Hvað varðar aðgengi að hús­næði er feitt fólk ólík­leg­ara til að fá leigu­hús­næði eða þarf að greiða hærri leigu. Feitar konur eru lík­legri til að vera dæmdar sekar fyrir sama glæp og grannar kon­ur. Feitt fólk er frekar ein­mana og ólík­leg­ara til að eiga maka. Feitt fólk verður áreiti og upp­hróp­unum úti á götu, í rækt­inni, á veit­inga­stöðum og í mat­vöru­versl­un­um. Kommenta­kerfi og sam­fé­lags­miðlar hafa glætt fitu­smánun nýju líf­i. 

Þyngd feit­ari sjúk­linga talin hafa meira klínískt vægi

Þessi veika félags- og efna­hags­lega staða feitra leiðir til þess að hærra hlut­fall feitra er meðal lægri stétta en hærri stétta og lægri stéttir eru lík­legri til að vera settar fremst í víg­lín­una til að halda efna­hagnum gang­andi og er því lík­legra til að smit­ast af Covid-19. Af sömu ástæðum eru mun fleiri svartir Banda­ríkja­menn að deyja en hvít­ir, hlut­falls­lega séð og hafa verið færð rök fyrir því að það sé ekki húð­lit þeirra heldur kyn­þátta­for­dómum um að kenna

Verið getur að feitt fólk hafi jafn­framt minna aðgengi að grein­ingu og tím­an­legri heil­brigð­is­með­ferð vegna stöðu sinnar og/eða forð­ist að leita sér aðstoðar fyrr en ein­kennin eru orðin þeim mun alvar­legri í ljósi reynslu sinnar af fitu­for­dómum af hálfu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Sjúkra­hús gera almennt ekki ráð fyrir feitu fólki og erfitt getur verið að finna nægi­lega stór rúm og tæki sem henta stærri lík­ömum. Heil­brigð­is­starfs­fólk er almennt ekki þjálfað til að sinna feitum lík­ömum og fær ekki tæki­færi til að þjálfa sig til þess í námi þar sem ekki er tekið við feitum líkum í kennslu­skyni

Því hefur einnig verið velt upp að feit­ari Covid-­sjúk­lingar séu frekar vigtaðir við inn­lögn en grannir þar sem þyngd þeirra er talin hafa meira klínískt vægi og því séu fyr­ir­liggj­andi gögn skekkt. Þessir þættir hafa veru­leg áhrif og geta skekkt töl­urnar svo um mun­ar. Munið þið til dæmis eftir þeirri stað­reynd sem ég nefndi áðan, að offita hefði verið sjálf­stæður áhættu­þáttur í svínaflensu­far­aldr­in­um? Í meta-­grein­ingu sem var gerð 2016 kom í ljós að þessi áhætta útskýrð­ist af einum og ein­ungis einum áhrifa­þætti; grannir sjúk­lingar voru lík­legri til að fá veiru­lyf. Að lokum var nið­ur­staðan sú að aukin áhætta meðal feitra skýrð­ist ein­göngu af verri heil­brigð­is­þjón­ustu en ekki holda­fari þeirra. 

Hvar var allt feita fólk­ið?

Annað sem ekki kemur fram eru þær rann­sóknir sem sýna fram á enga aukna eða mögu­lega minni áhættu af alvar­legum fylgi­kvillum Covid-19 fyrir feitt fólk. Af 31.096 dauðs­föllum vegna Covid-19 á Ítalíu voru 11% lát­inna feitir. Nýj­ustu tölur um tíðni offitu á Ítalíu sýndu að tíðnin var 19,9%. Skýrsla frá Bret­landi sýndi að engin áhætta fannst meðal feitra sjúk­linga sem lögð­ust inn á gjör­gæslu og að tíðni offitu meðal sjúk­linga sam­svar­aði tíðni offitu í sam­fé­lag­inu. Dönsk rann­sókn sem fylgdi eftir 9.519 inniliggj­andi sjúk­lingum með Covid-19 sýndi fram á að ein­ungis 12% þeirra féllu undir skil­grein­ingu um yfir­þyngd og offitu, þrátt fyrir að 51,9% Dana séu í yfir­þyngd og offitu. Ekki fund­ust hærri dán­ar­líkur meðal þessa hóps í rann­sókn­inni. Þetta er furðu­legar tölur og maður veltir fyrir sér hvernig í ósköp­unum það standi á því að svo fáir feitir Danir hafi lent inni á spít­ala vegna Covid-19. Getur verið að fita hafi vernd­andi áhrif? Það er erfitt að segja til um það en þegar nánar er rýnt í töl­urnar sést að aðeins 9,9% allra þeirra sem voru testuð fyrir sjúk­dómnum voru feit sem er langt frá því að sam­svara tíðni feitra í Dan­mörku. 

Hvar var allt feita fólk­ið? Af hverju skil­aði það sér ekki í grein­ing­u? 

Ég tel það vera vegna þess að það forð­að­ist að leita sér lækn­ingar vegna ótta við for­dóma en einnig vegna þess að því hafi ein­fald­lega verið neitað um test á grund­velli skekkju heil­brigð­is­starfs­fólks. Lík­ams­virð­ing­arakti­vistar hafa verið að heyra af slíkum til­fellum víðs­vegar um Evr­ópu. Það gæti líka útskýrt af hverju feitt fólk virð­ist í sumum rann­sóknum veikj­ast meira en aðrir hóp­ar.  Fólk fær heil­brigð­is­þjón­ust­una alltof seint, þegar sjúk­dóm­ur­inn hefur fengið að þró­ast og grass­er­ast. 

Af feng­inni reynslu ættum við því að hafa var­ann á þegar við skil­greinum holda­far sem sér­stakan áhættu­þátt fyrir Covid-19 því að það er nær ómögu­legt að segja til um það ein­göngu út frá fylgni án þess að taka til­lit til fleiri sam­verk­andi þátta eins og þeirra sem hefur verið getið hér að ofan. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að þessi flokkun hefur verið gagn­rýnd af heil­brigð­is­starfs­fólki og varnaglar settir við þá flokkun að offita skuli telj­ast áhættu­þáttur fyrir Covid-19.

Varðar líf og dauða

En af hverju er ég nú einu sinni að spá í þessu? Er það ekki bara jákvætt að offita sé talin áhættu­hópur alveg sama af hverju sú flokkun er til­kom­in? Gerir það ekki að verkum að heil­brigð­is­starfs­fólk verði sér­stak­lega með­vitað um hætt­urnar og sinni feitu fólki bet­ur? Við fyrstu sýn mætti túlka flokk­un­ina þannig. En lík­ams­virð­ing­arakti­vistar víða um heim eru hins­vegar smeykir við að þessi flokkun verði notuð til að for­gangs­raða fólki í nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu ef að kerfið yfir­fyllist og velja þurfi hver fái að lifa. Áhættu­hópar færu þá aft­ar­lega í röð­ina og fengju síður þjón­ust­u. 

­Með öðrum orðum þá varða þessar vanga­veltur mínar líf og dauða. Og það er ástæðan fyrir því að ákveðið var að gera opið ákall til heil­brigð­is­yf­ir­valda í Evr­ópu um að forð­ast slíka for­gangs­röð­un, kafa dýpra ofan í töl­urnar og gögnin sem við höfum og nýta þver­fag­lega nálgun við túlkun þeirra ásamt því að gera sér­staka aðgerð­ar­á­ætlun til að forð­ast for­dóma og mis­munun á grund­velli holda­far við með­ferð Covid-19. Ákallið má finna hér.

Aðrir þættir sem þarf einnig að hafa í huga er kvíð­inn og skömmin sem mynd­ast meðal feitra við að vera skil­greindir innan áhættu­hóps, aukn­ingu fitu­for­dóma og smán­unar frá sam­fé­lag­inu og áhrif á lífs­gæði en áhættu­hópum er haldið frá vinnu og félags­lífi lengur en hópum sem telj­ast ekki í áhættu. Kali­forn­íu­ríki hlust­aði á ákallið og lagði blátt bann við hvers­konar mis­munun á grund­velli kyn­þátt­ar, ald­urs, fötl­unar og þyngdar.

Kannski mest afhjúp­andi atriðið um rör­sýn­ina við flokkun feitra í áhættu­hóp í íslenskum leið­bein­ingum er að þegar þær voru gefnar út 4. maí var sér­stakur dálkur sem inni­hélt „hugs­an­lega áhættu­hópa“, þ.e. hópar sem var grunur um að væru í meiri áhættu en ekki var hægt að slá því föstu fyrir á grund­velli fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga. Þrátt fyrir að það hafi verið tekið fram í leið­bein­ing­unum að orsaka­sam­band offitu og Covid-19 væri ekki þekkt var offita samt sett undir stað­festa áhættu­þætti. Í lista yfir til­gátur til að skýra tengslin voru ein­ungis lækn­is­fræði­legar skýr­ingar

Feitt fólk á betra skilið

Slík rör­sýni er hættu­leg. Slík rör­sýni leiðir til þess að loka­út­koman er alltaf skekkt, ekki byggð á fyr­ir­liggj­andi gögnum og það er eitt­hvað sem við köllum léleg vís­indi og þá sér­stak­lega léleg heil­brigð­is­vís­indi. Feitt fólk á betra skilið eftir fúskið sem við höfum þurft að þola af höndum heil­brigð­is­vís­inda sl. ára­tugi, eftir alla fylgi­kvill­ana, allan lík­am­lega, and­lega og félags­lega sárs­auk­ann og öll ótíma­bæru dauðs­föll­in. 

Á sama tíma og heil­brigð­is­yf­ir­völd og heil­brigð­is­starfs­fólk skamma okkur fyrir að treysta þeim ekki betur gera þau ekk­ert til að ávinna sér traust okk­ar. Þvert á móti standa þau föst við sinn keip og halda áfram að hunsa aðrar fræða­nálg­anir og skaða­minnk­andi heilsu­fars­að­ferðir sem hafa ávinn­ing fyrir okkur öll, ekki bara feitt fólk. 

Ef að við ætlum að berj­ast gegn þeim sam­fé­lags­kvillum sem hærri þyngd hefur í för með sér getum við ekki hunsað það að reynsla af fitu­for­dómum ber ábyrgð á nærri þriðj­ungi þeirra4 og eykur líkur feitra á snemm­bærum dauða um 60%. Það er ekki vinn­andi vegur að ætla að skapa heil­brigð­ar­ara sam­fé­lag án þess að vinna gegn mis­munun og skað­legum afleið­ingum þyngd­ar­tap­stil­rauna og megr­ana í leið­inni. Það er reyndar hætta á að við vinnum meiri skaða en ella. 

Nauð­syn­legt að taka til­lit til fleiri fræði­legra nálgana

Og það er einmitt nið­ur­staða hóps heil­brigð­is­starfs­fólks og fræða­fólks sem klauf sig frá vinnu­hópi danskra heil­brigð­is­yf­ir­valda um offitu í mót­mæla­skyni fyrir skömmu, þar á meðal ein stærstu dönsku lækna­sam­tökin (Dansk Selskab for Almen Med­icins). Til­gangur vinnu­hóps­ins var að útfæra verk­lag um hvernig sveit­ar­fé­lög gætu fundið feitt fólk í sam­fé­lag­inu og boðið þeim aðstoð við þyngd­ar­tap­stil­raun­ir. Þrátt fyrir að hópur lækna, sál­fræð­inga, sjúkra­þjálfa, sið­fræð­inga og nær­ing­ar­fræð­inga bentu ítrekað á að um væri að ræða aðferð sem hefði enga heilsu­bót í för með sér heldur þver­öf­ugt og hefði jafn­framt þá áhættu að auka við for­dóma og mis­munun stóð danska heil­brigð­is­ráðu­neytið fast við sinn keip og því fór sem fór. 

Sá hópur sem klauf sig frá stofn­uðu Lig­evægt, þver­fag­leg sam­tök hvers til­gangur er að end­ur­hugsa og skil­greina það hlut­verk sem lík­ams­þyngd gegnir í heil­brigð­is­kerf­inu og í sam­fé­lag­inu almennt. Sam­tökin við­ur­kenna að hin þyngd­ar­mið­aða nálgun hafi ráðið för þegar kemur að rann­sóknum og stefnu­mótun innan heil­brigð­is­kerf­is­ins og að nauð­syn­legt sé að taka til­lit til fleiri fræði­legra nálgana og að þær skuli allar vega jafn þungt. Sér­stök áhersla er lögð á skað­legar afleið­ingu fitu­for­dóma og mis­mun­unar við þessa vinnu. Við erum sem sagt að byrja að sjá þyngd­ar­hlut­lausu nálg­un­ina festa ræt­ur, fræða­fólk er loks­ins byrjað að hlusta og sjá skóg­inn fyrir trján­um. 

Skera þarf upp herör gegn lífs­hættu­legum þyngd­ar­taps­bransa og fitu­for­dómum

Næstu skref velta á íslenskum heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. Sam­kvæmt lögum um land­lækni og lýð­heilsu er mark­mið þeirra „að stuðla að heil­brigði lands­manna, m.a. með því að efla lýð­heilsu­starf og tryggja gæði heil­brigð­is­þjón­ustu og stuðla að því að lýð­heilsu­starf og heil­brigð­is­þjón­usta bygg­ist á bestu þekk­ingu og reynslu á hverjum tíma“. Sem stendur er ljóst að þetta ákvæði er ekki upp­fyllt þegar kemur að heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir feita Íslend­inga. 

Heil­brigð­is­yf­ir­völd þurfa að taka það skref að stíga út fyrir við­tekin gildi og hugs­ana­hátt, rétt eins og verið er að gera í stríð­inu gegn fíkni­efn­um. Þeim ber að taka alvar­lega athuga­semdir feitra not­enda heil­brigð­is­þjón­ust­unnar um þá slæmu með­ferð sem þeir þurfa að þola. Þau þurfa að skera upp herör gegn lífs­hættu­legum þyngd­ar­taps­bransa, fitu­for­dómum og mis­munun ef þau vilja í raun og veru vinna gegn heilsu­farskvillum holda­fars. Og þau þurfa að end­ur­vinna sér traust feits fólks á heil­brigð­is­kerf­inu í stað­inn fyrir að velta ábyrgð­inni yfir á þolendur sína. 

Þetta eru ekki auð­veld verk­efni en þau eru nauð­syn­leg ef ætl­unin er að upp­fylla laga­á­kvæði um lýð­heilsu og gæði heil­brigð­is­þjón­ustu og ekki síst ef ætl­unin er að standa undir fyrsta og fremsta boð­orði heil­brigð­is­starfs­fólks: „First do no harm.“ 

Höf­undur er félags­­ráð­gjafi og for­­maður Sam­­taka um lík­ams­virð­ingu.

Hægt er að lesa fyrri hlut­ann hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar