Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir fjallar um fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins í aðsendri grein. Hún segir það ekki vera þolend­a að taka ábyrgð á því ofbeldi sem vald­hafar beiti. Hér kemur fyrri hluti.

Auglýsing

Þakk­læti er fyrsta og fremsta til­finn­ingin sem við berum mörg í brjósti eftir síð­ast­liðna mán­uði heims­far­ald­urs. Við erum þakk­lát fyrir að ekki fór verr en syrgjum með fjöl­skyldum og ást­vinum þeirra sem misstu líf sitt. Við erum þakk­lát fyrir að sam­fé­lagið geti farið aftur af stað hægt og bít­andi og við erum þakk­lát yfir­völdum fyrir að stýra skút­unni jafn vel og þau gerðu. Þrí­eykið okkar stóð sig frá­bær­lega og ekki síst Alþingi og ráð­herrar sem treystu þrí­eyk­inu og létu póli­tík ekki standa í vegi fyrir sér­fræði­þekk­ingu og lýð­heilsu. 

Eins og við höfum séð frá löndum í kringum okkur er það ekki sjálf­sagt og það er til marks um það hvað við höfum sterkt vel­ferð­ar­kerfi, mótað út frá gagn­reyndum vís­ind­um, hversu vel hefur tek­ist upp í stríð­inu við Covid-19. Hversu mikið traust við berum inn­byrðis til hvors ann­ars, hvort sem um er að ræða ein­stak­linga, ráðu­neyti eða opin­berar stofn­an­ir. 

Krísur og eins og heims­far­aldur sýna okkur þó ekki ein­ungis hvað gengur vel heldur einnig hvað má betur fara. Það var til dæmis áber­andi að það virt­ist ekki vera búið að gera ráð fyrir að fatlað fólk byggi sjálf­stætt með aðstoð NPA og stóð þessi hópur því utan við allar sótt­varn­ar­að­gerðir þar sem engar aðgerð­ar­á­ætl­anir voru til fyrir hann. Ann­markar sótt­varn­ar­bún­aðs varð meira áber­andi þar sem hefð­bundnar and­lits­grímur gera ekki ráð fyrir heyrn­ar­skertu fólki sem reiðir sig á vara­lestur til að geta átt sam­skipti. Og okkur barst hróp­andi og end­an­leg stað­fest­ing á því að bar­áttan gegn offitu hér á landi er hápóli­tísk og lituð eig­in­hags­munum þegar „Leið­bein­ingar fyrir ein­stak­linga með áhættu­þætti fyrir alvar­legri COVID-19 sýk­ingu“ voru gefnar út 4. maí sl. Til að útskýra af hverju þarf ég að fara lengra aftur í tíma og veita les­endum sam­heng­i. 

Auglýsing

Þyngd­ar­miðuð nálgun snýst um að holda­farið eitt og sér sé meg­in­vand­inn

Sam­tökin Félag fag­fólks um offitu eða FFO voru stofnuð árið 2002 og sam­kvæmt lýs­ingu á Face­book-­síðu sam­tak­anna var „… hvat­inn að stofnun félags­ins hratt vax­andi offitu­vandi og þörf fyrir vett­vang til að fjalla um rann­sókn­ir og úrræði til þess að sporna við þeirri þró­un.“ FFO er íslenskur angi af Evr­ópu­sam­tök­unum European Associ­ation for the Study of Obesity (EA­SO). Um er að ræða valda­mikil sam­tök sem berj­ast fyrir sjúk­dóma­væð­ingu offitu með lækn­is­fræði­legt sjón­ar­horn að leið­ar­ljósi. 

Þessi sam­tök not­ast því við svo­kall­aða þyngd­ar­mið­aða nálgun í sínum störfum þar sem litið er svo á að holda­farið eitt og sér sé meg­in­vand­inn og að leysa megi þann vanda með því að draga úr lík­ams­þyngd. Mark­mið þess­arar nálg­unar er að sjúk­dómsvæða holda­far þar sem það leiðir til þess að gáttir opn­ast til að fjár­magna með­ferðir m.a. hjá heil­brigð­is­yf­ir­völdum og trygg­ing­ar­fé­lögum og þannig megi sporna við vand­an­um. Þyngd­ar­miðuð nálgun er sú nálgun sem við flest þekkjum og höfum alist upp við. Við tökum henni sem sjálf­sögðum og eðli­legum hlut og setjum fæst spurn­ing­ar­merki við hana. Það er þó að fær­ast í auk­ana að önnur nálg­un, þyngd­ar­hlut­laus nálg­un, sé til umræð­u. 

Þetta er sú nálgun sem lík­ams­virð­ing­ar­sinnar mæla með til að ná fram lýð­heilsu­m­ark­miðum og á bak við hana liggur ara­grúi rann­sókna sem styðja við notkun henn­ar. Þau fræði­legu sjón­ar­horn sem stuðst er við í þeirri nálgun er ekki bara hið lækn­is­fræði­lega heldur einnig hið félags­fræði­lega og sál­fræði­lega. Um er því að ræða þver­fag­lega nálgun sem tekur til þátta eins og for­dóma og mis­mun­unar og nei­kvæðra afleið­inga þyngd­ar­mið­uðu nálg­un­ar­innar s.s. megr­ana, átrask­ana og nei­kvæðrar lík­ams­mynd­ar. Þetta er nálgun sem ein­blínir á heild­ar­mynd­ina og túlkar rann­sóknir sem eiga að styðja við hina þyngd­ar­mið­uðu nálgun á annan og flókn­ari hátt. ­Dæmi er lýð­fræði­leg rann­sókn sem sýnir fylgni á milli hærri BMI-­stuð­uls og verra heilsu­far­s. 

Þyngd­ar­hlut­lausa nálg­unin kafar dýpra

Þau sem tala fyrir þyngd­ar­mið­aðri nálgun nota þessa rann­sókn til að sýna fram á að hærra BMI leiði til verra heilsu­fars og að mik­il­vægt sé að koma í veg fyrir þyngd­ar­aukn­ingu og draga úr þyngd þeirra sem eru með hátt BMI. Það muni síðan skila sér í betra heilsu­fari. Þyngd­ar­hlut­lausa nálg­unin túlkar rann­sókn­ina öðru­vísi og kafar dýpra ofan í for­sendur hennar og nið­ur­stöð­ur. Hún bendir á að um sé að ræða fylgni­sam­band en ekki orsaka­sam­band og því sé ekki tíma­bært að draga álykt­anir fyrr en fylgni­sam­bandið sé skoðað nán­ar. 

Hún rann­sakar og skoðar betur hvað liggur að baki fylgni­sam­band­inu með því að styðj­ast við fyr­ir­liggj­andi rann­sóknir en einnig með því að gera eigin rann­sóknir sem kenna sig við fitu­fræði (fat stu­dies). Þannig höfum við til að mynda kom­ist að því að end­ur­teknar þyngd­ar­tap­stil­raunir hafa veru­lega skað­leg áhrif á heilsu og eykur dán­ar­tíðni mark­tækt miðað við hjá feitum ein­stak­lingum sem voru stöðugir í þyngd. Ástæðan er m.a. vegna þess að end­ur­teknar þyngd­ar­tap­stil­raunir auka líkur á bólgu­myndun í lík­am­an­um, háum blóð­þrýst­ingi, insúl­ínó­næmi, blóð­fiturösk­un, hjarta- og kransæða­sjúk­dóm­um. Við vitum einnig að feitt fólk er lík­legra til að fara í fleiri megr­anir og reyna að létt­ast en fólk í kjör­þyngd. Það má því færa rök fyrir því að tengslin milli holda­fars og heilsu­fars­á­hættu skýrist frekar af ítrek­uðum megr­un­ar­til­raunum en af holda­far­inu sjálfu.

Holda­fars­mis­munun veldur verra heilsu­fari

Annar þáttur sem nauð­syn­legt er að huga að þegar skoðuð er fylgni milli holda­fars og heilsu eru afleið­ingar fitu­for­dóma og mis­mun­unar á heilsu. Rann­sóknir meðal sam­fé­lags­hópa sem hafa orðið fyrir mis­munun sýna auknar líkur á ýmsum heilsu­farskvill­um, svo sem háþrýst­ingi, lang­vinnum verkj­um, kvið­fitu, efna­skipta­villu, æða­kölkun og brjóstakrabba­meini, jafn­vel þegar tekið hefur verið til­lit til ann­arra áhrifa­þátta. 

Nýleg rann­sókn sem gerði til­raun til að ein­angra áhrif holda­fars­mis­mun­unar á heilsu­far feitra leiddi í ljós að holda­fars­mis­munun er talin útskýra 27% af verra heilsu­fari feitra. Rann­sóknir sýna enn­fremur að reynsla af fitu­for­dómum eykur líkur á þung­lyndi, nei­kvæðu sjálfs­mati, slæmri lík­ams­mynd, ofáts­vanda og minni þátt­töku í hreyf­ingu. Þessar nið­ur­stöður hald­ast þrátt fyrir að tekið sé til­lit til áhrifa­þátta á borð við kyn, aldur og lík­ams­þyngd­ar­stuðul. Ekki má þá láta ótalið að for­dómar og mis­munun innan heil­brigð­is­kerf­is­ins leiðir til slak­ari heil­brigð­is­þjón­ustu og reynsla af slíkri fram­komu leiðir til þess að feitt fólk sækir sér síður heil­brigð­is­þjón­ustu, sem einmitt getur haft veru­legt for­varn­ar­gildi við þróun sjúk­dóma.

Föst í víta­hring

Þær lýð­fræði­legu rann­sóknir sem þyngd­ar­mið­aða nálg­unin beitir fyrir sér í stríð­inu gegn offitu tekur ekki til­lit til þess­ara áhrifa­þátta heldur skellir nið­ur­stöð­unum fram á þann hátt að offita og þar með fitu­vef­ur­inn sjálfur útskýri verra heilsu­far feitra með öllu. Jú, það eru sann­ar­lega vís­bend­ingar um að fitu­vef­ur­inn sjálfur geti mögu­lega skýrt eitt­hvað af þeim krank­leika sem til hlýst af hærri þyngd. En hvað gerum við við þær upp­lýs­ing­ar? Ætlum við að mæla áfram með end­ur­teknum þyngd­ar­tap­stil­raunum meðal feitra sem leiða til verra heilsu­fars og og geta leitt til auk­inna fitu­for­dóma og mis­mun­unar sem aftur eykur líkur á verri heilsu feitra? Það virð­ist alla­vega vera nið­ur­stað­an. 

Við erum þannig föst í víta­hring, sama víta­hring og við höfum til dæmis séð verða til í bar­átt­unni gegn vímu­efn­um. Sem betur fer erum við farin að sjá heil­brigð­is­yf­ir­völd snúa baki við hefð­bundn­ari nálgun að fíkni­efna­stríð­inu og taka skaða­minnk­andi skref. Sama má ekki segja um stríðið gegn offitu, þar virð­ist hafa verið tekin póli­tísk ákvörðun að fest­ast í sömu spor­unum óháð fórn­ar­kostn­að­in­um. 



Mynd: Aðsend

Mynd: Aðsend

Land­lækn­is­emb­ættið fól áður­nefndum sam­tök­um, FFO, að búa til nýjar klínískar leið­bein­ingar um með­ferð full­orð­inna ein­stak­linga með offitu. Leið­bein­ing­arnar komu út í jan­úar sl. og er ætlað að vera leið­ar­ljós þegar kemur að allri lækn­is­fræði­legri með­ferð Íslend­inga með 30 í BMI og yfir. Leið­bein­ing­arnar er unnar út frá þyngd­ar­mið­aðri nálgun og ein­kenn­ast af þeirri rör­sýni sem fylgja nálg­un­inni. Unnið er út frá þeirri mjög svo umdeildu ályktun að offita sé sjúk­dómur og virð­ist það við­horf ná að festa sig end­an­lega í sessi meðal heil­brigð­is­yf­ir­valda með útgáfu leið­bein­ing­anna. Sam­tökum um lík­ams­virð­ingu bauðst að senda inn umsögn á loka­metrum vinn­unnar og var hún með öllu virt að vettugi í loka­út­gáfu leið­bein­ing­anna. 

Varað við hætt­unni sem fylgdi því að sjúk­dómsvæða holda­far

Alvar­legar athuga­semdir voru gerðar í umsögn­inni við fjöl­mörg atriði og í raun allar for­sendur leið­bein­ing­anna, þar á meðal útlistun á þyngd­ar­mið­uðu nálg­un­inni og skað­semi henn­ar. Varað var við hætt­unni sem fylgdi því að sjúk­dómsvæða holda­far þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að slík þróun geri neitt til að minnka þá for­dóma og kerf­is­bundnu mis­munun sem feitt fólk verður fyrir af höndum ein­stak­linga, fjöl­miðla og sam­fé­lags­ins á hverjum ein­asta degi. Frekar sé hætta á að þessir þættir versni og auki þannig á jaða­setn­ingu og heilsu­far­s­vanda þessa hóps. Sér­stakur kafli er í leið­bein­ing­unum um efna­skipta­að­gerðir og lyfja­með­ferð og fjallað um þessi úrræði sem mik­il­væga þætti sem beri að skoða við með­ferð. 

Fram kemur að efna­skipta­að­gerðir séu árang­urs­rík­asta með­ferðin við alvar­legri offitu ef litið sé til lang­tíma­þyngd­ar­taps, minnk­unar fylgi­kvilla, bættra lífs­gæða og lækk­unar dán­ar­tíðni. Þessi full­yrð­ing stendur á afar veikum grunni en lang­tíma árangur og afleið­ingar maga­hjá­veitu­að­gerða og maga­erma er almennt ekki vel þekktur né rann­sak­aður. Lítið púður er lagt í að til­greina þá fjöl­mörgu og alvar­legu auka­kvilla og hættur sem fylgja aðgerð­unum en þeim mun meira í að mæra aðgerð­irnar og meinta kosti þeirra. Þess má geta að  ein­stak­lingar sem hafa farið í offitu­að­gerð eru 2x lík­legri til að gera til­raun til sjálfs­vígs og stunda sjálfs­skaða­hegðun en jafn feitir ein­stak­lingar sem ekki hafa farið í aðgerð og er það vís­bend­ing um hversu mikil áhrif þessir auka­kvillar hafa á lífs­gæði þeirra sem hafa geng­ist undir þær

Kafl­inn sem fjallar um lyfja­með­ferð til­tekur tvö lyf, annað er lítið notað hér á landi vegna mik­illa auka­verk­ana en hitt, Sax­enda, hefur ekki náð að sýna fram á lang­tíma þyngd­ar­tap né heilsu­fars­lega bæt­ingu. Hvorki er minnst á það né að auka­verk­anir eru miklar og alvar­leg­ar; æxli í skjald­kirt­li; krabba­mein; sýk­ing í bris­kirt­li; gall­stein­ar; hraður hjart­sláttur við hvíld; nýrna­bilun og þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Á vef­síðu lyfs­ins er sér­stak­lega tekið fram að sýnt hafi verið fram á orsaka­tengsl milli lyfs­ins og þróun skjald­kirtil­skrabba­meins í músum og rott­um. Enn sé ekki vitað hvort að um sömu tengsl sé að ræða meðal fólks og er því sér­stök við­vörun vegna þess á vef­síð­unni

Það er í raun og veru ótrú­legt að þessi lyf og þessar aðgerðir séu yfir­höfuð leyfðar miðað við hvað rétt­mæti þeirra stendur á veikum grunni. Þegar horft er til þess sam­fé­lags­lega sam­hengis sem þessi úrræði voruð þróuð innan er þó auð­veld­ara að skilja það. Megr­un­ar- og þyngd­ar­taps­iðn­að­ur­inn veltir millj­örðum á hverju ári. Þyngd­ar­mið­aða nálg­unin kyndir það gróða­bál með yfir­lýs­ingum um skað­semi offitu og rann­sóknum sem eru unnar út frá og túlk­aðar út frá einni for­sendu þar sem þörf er á þver­fag­legri nálg­un. 

Sjá ekki skóg­inn fyrir trjánum

Þetta kann að hljóma sem svo að ég sé að saka heil­brigð­is­iðn­að­inn um eitt helj­ar­stórt og ljótt sam­særi en svo er ekki. Eins og áður hefur komið fram erum við öll alin upp innan þyngd­ar­mið­uðu heims­mynd­ar­inn­ar. Við erum öll alin upp við þær full­yrð­ingar að offita sé stærsta og mesta heil­brigð­is­vanda­mál 21. ald­ar­innar og að um sé að ræða sjálfs­skapað vanda­mál. 

Þetta eru full­yrð­ingar sem eru svo sannar í huga flestra að okkur dettur ekki einu sinni í hug að setja spurn­ing­ar­merki við þær. Sama gildir um heil­brigð­is­starfs­fólk og rann­sak­end­ur. Skökk og ein­föld sýn þeirra á offitu­far­ald­ur­inn gerir það að verkum að þau sjá ekki skóg­inn fyrir trján­um. 

Besta dæmið um það er að tals­fólk þyngd­ar­mið­uðu nálg­un­ar­innar nota oft sömu rann­sóknir og tals­fólk þyngd­ar­hlut­lausu nálg­un­ar­innar til að sýna fram á sitt mál. Mun­ur­inn liggur í túlkun rann­sókn­anna og rör­sýni og skökk hugsun leiðir til þess að meintar hættur offitu eru oftúlk­aðar og ýkt­ar, enda getur nið­ur­staðan ekki orðið önnur þegar jafn marga þætti skortir til að greina nið­ur­stöð­urnar fylli­lega. Og þegar sam­fé­lagið upp­lifir jafn mikla ógn gagn­vart heilsu og lífi er auð­veld­ara að rétt­læta fórn­ar­kostnað í formi fylgi­kvilla og sjálfs­víga. Það er litið svo á að líf hins feita ein­stak­lings sé hvort eðer dauða­dæmt, hann geti aldrei lifað góðu lífi svo að af hverju ekki að láta reyna á lífs­hættu­legar aðgerð­ir? Og þegar við bæt­ist að margt heil­brigð­is­starfs­fólk og rann­sak­endur eiga lifi­brauð sitt undir að við­halda stríð­inu gegn offitu að þá er óhjá­kvæmi­legt að eig­in­hags­munir spili inní túlkunina, alveg sama hversu mikið við­kom­andi ein­stak­lingar reyni að láta það ekki trufla sig og taka hlut­lausa afstöðu.

Feitt fólk orðið með­vit­aðra um fitu­for­dóma innan heil­brigð­is­kerf­is­ins

Öll þessi merki rör­sýni og eig­in­hags­muna má sjá í klínískum leið­bein­ingum um með­ferð full­orð­inna ein­stak­linga með offitu. Full­yrð­ingar eins og: „Offita er lang­vinnur efna­skipta­sjúk­dómur sem ein­kenn­ist af auk­inni fitu­söfnun í lík­am­an­um“, „í grunn­inn verður ofgnótt fitu­vefjar í lík­am­anum vegna lang­vinns orku­ó­jafn­væg­is“ og „efna­skipta­skurð­að­gerð er árang­urs­rík­asta með­ferðin við alvar­legri offitu ef litið er til lang­tíma­þyngd­ar­taps, minnk­unar fylgi­kvilla, bættra lífs­gæða og lækk­unar dán­ar­tíðni“ eru lagðar fram án þess að heim­ilda sé get­ið, svo sjálf­sagðar eru þær álitnar vera. Umsögn Sam­taka um lík­ams­virð­ingu er hunsuð með öllu. Og það þykir eðli­legt að beinir hags­muna­að­ilar og/eða eig­endur að þeim með­ferð­ar­úr­ræðum sem er mælt með í leið­bein­ingum séu jafn­framt höf­undar þeirra. Land­læknir sjálf hafði aldrei heyrt talað um þyngd­ar­hlut­lausa nálgun nokkrum mán­uðum áður en leið­bein­ing­arnar voru gefnar út og yfir­læknir á sviði Gæða og eft­ir­lits með heil­brigð­is­þjón­ustu innan emb­ætt­is­ins full­yrti við sama tæki­færi að fitu­for­dómar innan heil­brigð­is­kerf­is­ins hefðu kannski einu sinni verið vanda­mál hér á landi en væru ekki lengur til. Þau fleygu orð urðu til þess að Sam­tök um lík­ams­virð­ingu settu af stað þolenda­hóp vegna mis­mun­unar og for­dóma af hálfu heil­brigð­is­kerf­is­ins á grund­velli holda­fars til að sýna fram að á vand­inn væri víst til staðar og að hann væri alvar­leg­ur. Hóp­inn má finna hér.

Hluta af ástæð­unni fyrir þess­ari fram­göngu hags­muna­að­ila og heil­brigð­is­yf­ir­valda má einnig finna í þeirri stað­al­mynd sem feitum ein­stak­lingum hefur verið úthlutað í gegnum ára­tuga­langt ferli afmennsk­unar og for­dóma. Við erum álitin gráð­ug, löt og heimsk og við vitum því ekki hvað er okkur fyrir bestu. Við þurfum meinta sér­fræð­inga til að vísa okkur frá glötun og spiki. Með­limir FFO og land­læknir tóku undir þá stað­al­mynd þegar þau héldu erindi á fræðslu­fundi Íslenskrar Erfða­grein­ingar 1. febr­úar sl. þar sem við­kvæðið var að feitir ein­stak­lingar væru vit­laus­ari og óhlýðn­ari en aðrir og þar sem yfir­læknir Barna­spít­ala Hrings­ins líkti feitum börnum við beljur á mynd­rænan hátt. Þrátt fyrir mikla og opin­bera gagn­rýni hefur eng­inn þess­ara aðila stigið fram til að for­dæma þá orð­ræðu sem átti sér stað þarna, for­dæma fitu­for­dóma og mis­munun eða biðj­ast afsök­unar á þátt­töku sinni. Sem ætti kannski ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að tals­fólk fyrir stríð­inu gegn offitu vill sjá feitt fólk hlýðn­ara og auð­mýkra og hætta þessu enda­lausa tali um fitu­for­dóma sbr. yfir­lýs­ingu for­manns FFO um að læknar „veigri sér við að opna umræðu um offitu við sjúk­linga af hræðslu við við­brögð þeirra“. 

Með öðrum orðum er feitt fólk orðið með­vit­aðra um fitu­for­dóma innan heil­brigð­is­kerf­is­ins og gerir kröfur á starfs­fólk þess um gagn­reyndar lækn­is­með­ferðir og að mann­rétt­indi þeirra séu virt. Það er ekki okkar þolend­anna að taka ábyrgð á því ofbeldi sem vald­hafar beita okk­ur. Slík gas­ljóstrun og þolenda­smánun í stað þess að taka ábyrgð á eigin gjörðum er ekki leið sem er til þess fallin að fá okkur til að treysta, alveg sama hvað ger­end­urnir reyna að sann­færa okkur um að þau vilji okkur allt það besta.

Höf­undur er félags­ráð­gjafi og for­maður Sam­taka um lík­ams­virð­ingu.

---

Á morgun mun II. hluti grein­ar­innar birt­ast á Kjarn­an­um. Þar verður fjallað um veikan grunn fyrir flokkun offitu sem áhættu­þátt fyrir COVID-19 og hversu mik­il­vægt það sé fyrir heil­brigð­is­yf­ir­völd að skipta um takt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar