Þegar síga fer á seinni hlutann

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vonast til að þingmönnum takist að krafsa sig í gegnum komandi kosningavetur á málefnalegum nótum. Sjaldan sé lognmolla á Alþingi, hvað þá þegar síga fer á seinni hluta kjörtímabils.

Auglýsing

Það verður að segj­ast að þing­vet­ur­inn sem leið er sá sér­kenni­leg­asti sem ég hef upp­lif­að, þó mig hafi ekki órað fyrir því síð­ast­liðið haust. Leið­inda tíð með langvar­andi óveðri, snjó­flóð, jarð­skjálftar og heims­far­aldur er nefni­lega ekk­ert sem gerir boð á undan sér. En nú erum við komin undan vetri og inn í bjart og milt sum­ar. 

Á loka­dögum þings­ins var óvenju gott veður og á Aust­ur­velli mátti sjá fjölda fólks spóka sig í sól­baði, spjalli og leikj­um. Þörf áminn­ing um að lífið heldur áfram sinn vana­gang þrátt fyrir að veiran skæða tæki stjórn á lífi okkar allra. Á nán­ast einu augna­bliki í mars stöðv­að­ist sam­fé­lagið og við tókum öll saman hönd­um. Árang­ur­inn var slíkur að nú eru augu heims­ins á Íslandi og fjallað er um okkar öfunds­verðu stöðu. Við höfum stigið fyrstu skrefin til að taka á móti ferða­mönnum á ný og fylgist þrí­eykið okk­ar, Þórólf­ur, Alma og Víðir vel með stöðu mála eins og þau hafa gert hingað til. Það þarf þó að hafa var­ann á eins og fréttir síð­ustu daga hafa sýnt. Ekki er vitað hversu lengi tak­mark­anir munu vera í gildi hér á landi en ég er sann­færð um að við munum takast á við það af æðru­leysi hér eftir sem hingað til.

Í þeim hama­gangi sem fylgdi því að koma okkur í skjól fyrir Covid-19 efað­ist ég aldrei nokkurn tím­ann um að vel myndi til takast. Við búum nefni­lega að traustri for­ystu, bæði í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem og ráðu­neyti heil­brigð­is­mála sem mæddi mikið á þetta vor­ið. Það er á þeim stund­um, þar sem taka þarf stórar og erf­iðar ákvarð­anir sem efa­semdir þagna um hæfi fólks. Ég er afar stolt af því að vera þing­flokks­for­maður Vinstri grænna enda skiptir máli hverjir eru við stjórn­völ­inn.

Auglýsing

Um 30 mál voru afgreidd á Alþingi í vor til að bregð­ast við heims­far­aldri Covid-19. Þau voru í dag­legu tali kölluð Covid-­mál og tóku á tíma­bili alla athygli þings­ins. Þrátt fyrir það voru fjöl­mörg önnur og góð mál sam­þykkt þennan vet­ur­inn.

Þannig varð á dög­unum til glæ­nýtt náms­lána­kerfi á Íslandi. Mennta­sjóður náms­manna og segja má að bar­áttu­mál stúd­enta­hreyf­ing­ar­innar til margra ára sé í höfn með auknum stuðn­ingi og rétt­lát­ara kerfi.

Við höfum líka lengt fæð­ing­ar­or­lof, tryggt réttar­ör­yggi upp­ljóstr­ara, stofnað Kríu – nýjan og öfl­ugan nýsköp­un­ar­sjóð og sam­þykkt fyrstu for­varn­ar­á­ætl­un­ina meðal barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi. Við höfum tryggt heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir fólk með fíkni­vanda með til­komu neyslu­rýma, lög­fest að nor­rænni fyr­ir­mynd þriggja þrepa skatt­kerfi og gjör­bylt lögum um nátt­úru­vernd. 

Á síð­ustu dögum þings­ins voru mörg góð mál sam­þykkt. Eitt af þeim var afar mik­il­vægt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um eign­ar­ráð á landi sem tryggir gagn­sæi í jarða­við­skiptum og spornar gegn óhóf­legri sam­þjöppun lands á fárra manna hend­ur. 

Einnig voru frum­vörp umhverf­is­ráð­herra um lofts­lags­mál og bann við margs konar einnota plast­vörum sam­þykkt sem skiptir gríð­ar­lega miklu máli fyrir Íslend­inga enda erum við með því að stað­festa alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og sporna við mengun í höfum og örplasti í drykkj­ar­vatni.

Það eru svona mál sem minna mig á hvers vegna ég hóf þátt­töku í stjórn­málum – til að hafa áhrif á sam­fé­lagið til hins betra. Það munum við Vinstri græn halda áfram að ger­a. 

Framundan er kosn­inga­vetur og er það alkunna að með honum fær­ist oft harka í stjórn­mál­in. Það er mín ein­læga von að okkur þing­mönnum tak­ist þó að krafsa okkur í gegnum hann á mál­efna­legum nót­um. Það er margt gott fólk sem á sæti á Alþingi og stóran hluta kjör­tíma­bils­ins hefur sam­starf við minni­hlut­ann gengið vel. 

Það er sjaldan logn­molla á Alþingi, hvað þá þegar fer að síga á seinni hluta kjör­tíma­bils. Við Vinstri græn munum þó halda áfram að vinna af heilum hug að góðum mál­um, landi og þjóð til heilla.Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar