Þegar síga fer á seinni hlutann

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vonast til að þingmönnum takist að krafsa sig í gegnum komandi kosningavetur á málefnalegum nótum. Sjaldan sé lognmolla á Alþingi, hvað þá þegar síga fer á seinni hluta kjörtímabils.

Auglýsing

Það verður að segj­ast að þing­vet­ur­inn sem leið er sá sér­kenni­leg­asti sem ég hef upp­lif­að, þó mig hafi ekki órað fyrir því síð­ast­liðið haust. Leið­inda tíð með langvar­andi óveðri, snjó­flóð, jarð­skjálftar og heims­far­aldur er nefni­lega ekk­ert sem gerir boð á undan sér. En nú erum við komin undan vetri og inn í bjart og milt sum­ar. 

Á loka­dögum þings­ins var óvenju gott veður og á Aust­ur­velli mátti sjá fjölda fólks spóka sig í sól­baði, spjalli og leikj­um. Þörf áminn­ing um að lífið heldur áfram sinn vana­gang þrátt fyrir að veiran skæða tæki stjórn á lífi okkar allra. Á nán­ast einu augna­bliki í mars stöðv­að­ist sam­fé­lagið og við tókum öll saman hönd­um. Árang­ur­inn var slíkur að nú eru augu heims­ins á Íslandi og fjallað er um okkar öfunds­verðu stöðu. Við höfum stigið fyrstu skrefin til að taka á móti ferða­mönnum á ný og fylgist þrí­eykið okk­ar, Þórólf­ur, Alma og Víðir vel með stöðu mála eins og þau hafa gert hingað til. Það þarf þó að hafa var­ann á eins og fréttir síð­ustu daga hafa sýnt. Ekki er vitað hversu lengi tak­mark­anir munu vera í gildi hér á landi en ég er sann­færð um að við munum takast á við það af æðru­leysi hér eftir sem hingað til.

Í þeim hama­gangi sem fylgdi því að koma okkur í skjól fyrir Covid-19 efað­ist ég aldrei nokkurn tím­ann um að vel myndi til takast. Við búum nefni­lega að traustri for­ystu, bæði í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem og ráðu­neyti heil­brigð­is­mála sem mæddi mikið á þetta vor­ið. Það er á þeim stund­um, þar sem taka þarf stórar og erf­iðar ákvarð­anir sem efa­semdir þagna um hæfi fólks. Ég er afar stolt af því að vera þing­flokks­for­maður Vinstri grænna enda skiptir máli hverjir eru við stjórn­völ­inn.

Auglýsing

Um 30 mál voru afgreidd á Alþingi í vor til að bregð­ast við heims­far­aldri Covid-19. Þau voru í dag­legu tali kölluð Covid-­mál og tóku á tíma­bili alla athygli þings­ins. Þrátt fyrir það voru fjöl­mörg önnur og góð mál sam­þykkt þennan vet­ur­inn.

Þannig varð á dög­unum til glæ­nýtt náms­lána­kerfi á Íslandi. Mennta­sjóður náms­manna og segja má að bar­áttu­mál stúd­enta­hreyf­ing­ar­innar til margra ára sé í höfn með auknum stuðn­ingi og rétt­lát­ara kerfi.

Við höfum líka lengt fæð­ing­ar­or­lof, tryggt réttar­ör­yggi upp­ljóstr­ara, stofnað Kríu – nýjan og öfl­ugan nýsköp­un­ar­sjóð og sam­þykkt fyrstu for­varn­ar­á­ætl­un­ina meðal barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi. Við höfum tryggt heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir fólk með fíkni­vanda með til­komu neyslu­rýma, lög­fest að nor­rænni fyr­ir­mynd þriggja þrepa skatt­kerfi og gjör­bylt lögum um nátt­úru­vernd. 

Á síð­ustu dögum þings­ins voru mörg góð mál sam­þykkt. Eitt af þeim var afar mik­il­vægt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um eign­ar­ráð á landi sem tryggir gagn­sæi í jarða­við­skiptum og spornar gegn óhóf­legri sam­þjöppun lands á fárra manna hend­ur. 

Einnig voru frum­vörp umhverf­is­ráð­herra um lofts­lags­mál og bann við margs konar einnota plast­vörum sam­þykkt sem skiptir gríð­ar­lega miklu máli fyrir Íslend­inga enda erum við með því að stað­festa alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og sporna við mengun í höfum og örplasti í drykkj­ar­vatni.

Það eru svona mál sem minna mig á hvers vegna ég hóf þátt­töku í stjórn­málum – til að hafa áhrif á sam­fé­lagið til hins betra. Það munum við Vinstri græn halda áfram að ger­a. 

Framundan er kosn­inga­vetur og er það alkunna að með honum fær­ist oft harka í stjórn­mál­in. Það er mín ein­læga von að okkur þing­mönnum tak­ist þó að krafsa okkur í gegnum hann á mál­efna­legum nót­um. Það er margt gott fólk sem á sæti á Alþingi og stóran hluta kjör­tíma­bils­ins hefur sam­starf við minni­hlut­ann gengið vel. 

Það er sjaldan logn­molla á Alþingi, hvað þá þegar fer að síga á seinni hluta kjör­tíma­bils. Við Vinstri græn munum þó halda áfram að vinna af heilum hug að góðum mál­um, landi og þjóð til heilla.Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar