Viðra hugmynd um nýjan dómstól og telja ekki rétt að fella út íhlutunarheimild SKE

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins lagði til töluverðar breytingar á samkeppnislagafrumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra, sem bíður þess að vera tekið til 2. umræðu á Alþingi.

Samkeppniseftirlitið
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis telur ekki rétt að fella brott heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til íhlut­unar án brots og segir almanna­hags­muni standa til þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti brugð­ist við ef sam­keppn­is­hindr­anir séu á mark­aði án þess að brotið sé gegn lög­um. Þó telur meiri­hlut­inn að skýra þurfi fram­kvæmd íhlut­un­ar­innar frek­ar.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar leggur til tölu­verðar breyt­ingar á sam­keppn­islaga­frum­varpi Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur ráð­herra sam­keppn­is­mála, sem bíður þess nú að vera tekið til ann­arrar umræðu á Alþing­i. 

Í nefnd­ar­á­lit­inu er því einnig beint til ráð­herra að kanna hvort fýsi­legt sé að setja á fót sér­stakan dóm­stól, sem leyst gæti af hólmi ýmsar áfrýj­un­ar- og úrskurð­ar­nefndir á sviði við­skipta- og neyt­enda­mála.

„Meðal þeirra stjórn­sýslu­nefnda sem til greina kæmi að slíkur dóm­stóll leysti af hólmi eru áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála, áfrýj­un­ar­nefnd neyt­enda­mála, kæru­nefnd útboðs­mála, áfrýj­un­ar­nefnd hug­verka­rétt­inda, úrskurð­ar­nefnd raf­orku­mála og úrskurð­ar­nefnd fjar­skipta- og póst­mála,“ segir í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans, sem segir að könnun á því hvort þetta væri fýsi­legt þyrfti að vinna þvert á ráðu­neyti.

Frum­varp sem hefur verið kall­að „­próf­steinn á íslenska stjórn­mála­kerf­ið“

Áform ráð­herra um að fella á brott heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til íhlut­unar án brots höfðu verið tals­vert mikið gagn­rýnd, til dæmis af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu sjálfu, sem sagði að til­vist þess­arar heim­ildar hefði mikla þýð­ingu.

Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, sagði í ítar­legri aðsendri grein í Kjarn­an­um, sem hann lagði einnig fram sem umsögn við mál­ið, að um óheilla­skref væri að ræða. Hann hafði raunar miklar athuga­semdir við frum­varpið í heild sinni. Það höfðu Neyt­enda­sam­tökin og Alþýðu­sam­band Íslands einnig, auk ann­arra.

„Það verður áhuga­vert að fylgj­­ast með afdrifum frum­varps­ins á Alþingi. Í raun má líta á það sem próf­­stein á íslenska stjórn­­­mála­­kerf­ið. Verður látið undan háværum kröfum stór­­fyr­ir­tækja og sam­­taka þeirra um að veikja íslenskt sam­keppn­is­eft­ir­lit eða fær almenn­ingur að njóta þeirrar verndar sem hann hefur notið til þessa?“ skrif­aði Gylfi Magn­ús­son.

Við­skipta­ráð Íslands og Sam­tök atvinnu­lífs­ins voru á þeirri skoðun að það væri heilla­væn­legt skref að afnema heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til íhlut­unar án brots og skömmu áður en efna­hags- og við­skipta­nefnd kláraði yfir­ferð sína á mál­inu færðu þau rök fyrir því að það væri mik­il­vægt að heim­ildin félli á brott. 

Hags­muna­sam­tökin sendu sam­eig­in­legt minn­is­blað sitt inn sem svar við fyrra minn­is­blaði Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, þar sem eft­ir­lits­stofn­unin vakti athygli á því að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins væri með til skoð­unar að taka upp íhlut­un­ar­heim­ild af svip­uðu tagi og þá sem lagt væri til að fella brott með frum­varp­inu.

Ljóst er að nefnd­ar­mönnum í efna­hags- og við­skipta­nefnd hefur þótt það ganga of langt að afnema heim­ild­ina með öllu.

„Fram hjá því verður ekki litið að fákeppni og þegj­andi sam­ráð er lík­legri á litlum mörk­uðum eins og hér á landi en á stærri mörk­uðum þar sem leik­endur eru fjöl­marg­ir. Þá geta alvar­legar við­skipta­hindr­anir falist í tak­mörk­uðu aðgengi að nauð­syn­legum innviðum og þar með dregið úr sam­keppni á mark­aði. Meiri hlut­inn bendir einnig á að lítil fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði veita stórum og rót­grónum fyr­ir­tækjum mik­il­vægt aðhald. Meiri hlut­inn telur að hags­munir minni fyr­ir­tækja séu betur tryggðir með því að halda heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til íhlut­unar án brots inni í lög­um,“ segir í nefnd­ar­á­lit­inu.

Aukin skil­yrði fyrir því hvernig Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti beitt heim­ild­inni

Nefnd­ar­menn segja þó einnig að marka þurfi beit­ingu heim­ild­ar­innar skýr­ari ramma í lög­um, því ljóst sé að beit­ing hennar geti verið verið afar íþyngj­andi, einkum ef hún felist í breyt­ingum á skipu­lagi þess aðila sem í hlut á. Því tengt þurfi að skil­greina hug­takið mark­aðs­rann­sókn sér­stak­lega í lög­un­um, á þann hátt að átt sé við rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á sam­keppn­isum­hverfi á til­teknum mark­aði til að meta hvort aðstæður eða hátt­semi opin­berra aðila eða einka­að­ila komi í veg fyr­ir, tak­marki eða hafi skað­leg áhrif á sam­keppni, almenn­ingi til tjóns.

Ein­ungis að und­an­geng­inni slíkri mark­aðs­rann­sókn, sem sýni fram á skað­leg áhrif á sam­keppni, megi leiða líkur að því að íhlutun sam­keppn­is­yf­ir­valda sé rétt­læt­an­leg, segir meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, og í kjöl­farið þurfi Sam­keppn­is­eft­ir­litið að gæta með­al­hófs og nota væg­asta úrræðið til að ná því mark­miði sem að er stefn­t. 

Meiri­hluti nefnd­ar­innar leggur einnig til að ákvæði verði bætt við sam­keppn­is­lögin þess efnis að mark­aðs­rann­sóknir þurfi að grund­vall­ast á rann­sókn­ar­á­ætl­un, sem stað­fest hafi verið af stjórn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

„Stjórn ber þannig m.a. að meta hvort áætlun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um rann­sókn sé þannig úr garði gerð að með­al­hófs sé gætt og að rann­sóknin sé lík­leg til að skila þeim árangri sem að er stefnt. Jafn­framt skuli haft sam­ráð um rann­sókn­ar­á­ætl­un­ina sem að lág­marki skuli snúa að aðilum máls­ins sem þar fái sann­gjarnt tæki­færi til að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi. Gera má ráð fyrir að rann­sókn­ar­á­ætlun birt­ist jafnan opin­ber­lega í opnu sam­ráðs­ferli nema sér­stakar ástæður séu til ann­ar,“ segir í nefnd­ar­á­lit­inu.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar segir þessu ætlað að skapa meiri fyr­ir­sjá­an­leika um beit­ingu heim­ild­ar­inn­ar, leggja skýr­ari grund­völl að hlut­lægum og vönd­uðum und­ir­bún­ingi og marka þannig fram­kvæmd hennar skýr­ari far­veg en verið hafi í lögum hingað til.

Nýr dóm­stóll á sviði við­skipta- og neyt­enda­mála?

Eins og fram kom hér að ofan leggur meiri­hluti nefnd­ar­innar einnig til við ráð­herra að gerð verði fýsi­leika­könnun á því að setja á fót nýjan dóm­stól til þess að leysa af hólmi ýmsar áfrýj­un­ar- og úrskurð­ar­nefndir á sviði við­skipta- og neyt­enda­mála, þar á meðal áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála.

Frá árinu 2011 hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið lögum sam­kvæmt haft heim­ild til þess að höfða dóms­mál til ógild­ingar á úrskurðum áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála. Síðan þá hefur stofn­unin höfðað þrjú slík mál, en nefnd­ar­menn benda á að mál­skots­heim­ildin sé ekki í sam­ræmi við þá meg­in­reglu að úrlausn æðra setts stjórn­valds sé bind­andi fyrir lægra sett stjórn­vald og end­an­leg á stjórn­sýslu­stig­i. 

Nefnd­ar­menn benda á að síðan árið 2011 hafi bæst við heilt nýtt dóm­stig í land­inu og því sé staðan nú þannig að sam­keppn­is­mál gætu verið til umfjöll­unar á tveimur stjórn­sýslu­stig­um, hjá eft­ir­lit­inu sjálfu og áfrýj­un­ar­nefnd­inni og svo dóm­stig­unum þrem­ur, sem sé löng máls­með­ferð.

„Með stofnun sér­hæfðs dóm­stóls um fram­an­greind mál­efni yrði ann­ars vegar stuðlað að vand­aðri og skjótri máls­með­ferð og hins vegar að því að tryggja sem best að til staðar verði sú sér­hæf­ing og þekk­ing sem nauð­syn­leg er á sífellt flókn­ari rétt­ar­sviðum við­skipta­lífs­ins. Tak­ist vel til stuðlar hvort tveggja að auknu réttar­ör­ygg­i,“ segir meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar.

Sam­keppn­islaga­frum­varpið er eitt af þónokkrum málum sem rík­is­stjórnin ætlar sér að reyna að klára fyrir þing­lok, en sem kunn­ugt er hefur dag­skrá Alþingis verið hálf­part­inn strand frá því fyrir helgi, þar sem þing­menn Mið­flokks­ins hafa rætt án afláts við hvorn annan um sam­göngu­á­ætl­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent