Faraldurinn til kominn vegna okkar „hættulega sambands við náttúruna“

Okkar eigin skaðlega hegðun gagnvart náttúrunni hefur sett heilsu okkar í hættu. Þetta segja sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins.

Skógareyðing, með eldum eða höggi, er meðal þess sem er að raska jafnvægi mannsins í náttúrunni.
Skógareyðing, með eldum eða höggi, er meðal þess sem er að raska jafnvægi mannsins í náttúrunni.
Auglýsing

Eyði­legg­ing hins nátt­úru­lega heims er orsök þess að heims­far­aldr­arar á borð við þann sem heims­byggðin glímir nú við geisa. Jarð­ar­búar hafa hunsað þessa stað­reynd í ára­tugi.

Um þetta eru Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin og Alþjóð­legi nátt­úru­vernd­ar­sjóð­ur­inn, WWF, sam­mála. Sér­fræð­ingar þeirra birtu í síð­ustu viku sam­eig­in­lega grein þar sem farið er yfir áhyggjur þeirra.

Ólög­leg og ósjálf­bær við­skipti með villt dýr sem og skóg­areyð­ing og almenn hnignun vist­kerfa eru þau helstu öfl sem auka hætt­una á því að sjúk­dómar fari úr dýrum í menn að mati þess­ara þriggja stofn­ana og sam­taka. Þau segja kór­ónu­veiruna aðvörun sem beri að nýta til að bæta fyrir rof sem orðið hefur milli manns­ins og nátt­úr­unn­ar. Í kjöl­far COVID-19 þurfi að fara grænar og heil­brigðar leiðir að bata – sér­stak­lega með því að breyta skað­legum land­bún­aði og snúa frá ósjálf­bæru matar­æði.

Auglýsing

Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri grein sér­fræð­inga stofn­an­anna og sam­tak­anna sem birt var í breska dag­blað­inu The Guar­dian í síð­ustu viku. 

Í nýrri skýrslu Alþjóð­lega nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins kemur fram að hættan á nýjum smit­sjúk­dómi sem ber­ist frá dýrum í menn sé meiri nú en nokkru sinni. Slíkt ógnar heil­brigði fólks og öryggi sem og hag­kerfum eins og reynslan af COVID-19 hefur þegar sýnt. 

Sér­fræð­ingar sam­tak­anna segja í skýrsl­unni að auk eyði­legg­ingar hins nátt­úru­lega heims eigi stór­tækur land­bún­aður og fram­leiðsla dýra til mann­eldis stóran þátt. Þá hvetja sam­tökin stjórn­völd landa jarðar til að byggja upp sjálf­bærar keðjur í mat­væla­fram­leiðslu, allt frá frum­fram­leiðslu á disk neyt­enda. 

Nokkrir af fremstu sér­fræð­ingum heims í líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika hafa varað við hinu sama. Þeir segja að breyta verði út af braut eyði­legg­ingar þegar í stað – ann­ars sé voð­inn vís. Nú í júní sendi umhverf­is­mála­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem er hag­fræð­ing­ur, út neyð­ar­kall og benti á nútíma efna­hags­starf­semi tæki ekki til­lit til þess að auður mann­fólks byggir á heil­brigði nátt­úr­unn­ar. 

„Við höfum séð marga sjúk­dóma koma fram á sjón­ar­sviðið síð­ustu ár, svo sem zika, AIDS, SARS og ebólu og þeir hafa allir átt upp­tök sín í dýrum sem eru undir gríð­ar­legu, umhverf­is­legu álag­i,“ skrifa Eliza­beth Maruma Mrema, sem fer fyrir líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, Maria Neira, for­stöðu­maður umhverf­is- og heil­brigð­is­mála hjá WHO og Marco Lamb­ert­ini, fram­kvæmda­stjóri WWF International. Þau segja að kór­ónu­veiran sé til merkis um „okkar hættu­lega og óstöðuga sam­band sem við eigum við nátt­úr­una“ og að far­ald­ur­inn sýni hvernig okkar eigin skað­lega hegðun gagn­vart nátt­úr­unni setur heilsu okkar í hætt­u. 

Benda þau svo á að því miður sé það svo að þó að far­ald­ur­inn hafi gefið okkur enn eina ástæð­una til að vernda nátt­úr­una sé hið gagn­stæða þegar farið að eiga sér stað. „Frá Mekong-fljóti til Amazon og Madaga­skar hafa borist ógn­vekj­andi fréttir af auknum veiði­þjófn­aði, ólög­legu skóg­ar­höggi og skóg­ar­eldum á sama tíma og mörg lönd eru að slaka á umhverfis­kröfum og skera niður fjár­veit­ingar til nátt­úru­vernd­ar. Þetta er allt að ger­ast á tímum þegar við þurfum mest á [nátt­úru­vernd] að halda.“

Benda þau einnig á að þegar hafi verið sýnt fram á að skamm­tíma­hugsun í sparn­að­ar­skyni, með eft­ir­gjöf í umhverf­is-, heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál­um, sé blekk­ing­ar­leik­ur. „Reikn­ing­inn þarf að borga marg­falt til baka síð­ar.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent