Faraldurinn til kominn vegna okkar „hættulega sambands við náttúruna“

Okkar eigin skaðlega hegðun gagnvart náttúrunni hefur sett heilsu okkar í hættu. Þetta segja sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins.

Skógareyðing, með eldum eða höggi, er meðal þess sem er að raska jafnvægi mannsins í náttúrunni.
Skógareyðing, með eldum eða höggi, er meðal þess sem er að raska jafnvægi mannsins í náttúrunni.
Auglýsing

Eyði­legg­ing hins nátt­úru­lega heims er orsök þess að heims­far­aldr­arar á borð við þann sem heims­byggðin glímir nú við geisa. Jarð­ar­búar hafa hunsað þessa stað­reynd í ára­tugi.

Um þetta eru Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin og Alþjóð­legi nátt­úru­vernd­ar­sjóð­ur­inn, WWF, sam­mála. Sér­fræð­ingar þeirra birtu í síð­ustu viku sam­eig­in­lega grein þar sem farið er yfir áhyggjur þeirra.

Ólög­leg og ósjálf­bær við­skipti með villt dýr sem og skóg­areyð­ing og almenn hnignun vist­kerfa eru þau helstu öfl sem auka hætt­una á því að sjúk­dómar fari úr dýrum í menn að mati þess­ara þriggja stofn­ana og sam­taka. Þau segja kór­ónu­veiruna aðvörun sem beri að nýta til að bæta fyrir rof sem orðið hefur milli manns­ins og nátt­úr­unn­ar. Í kjöl­far COVID-19 þurfi að fara grænar og heil­brigðar leiðir að bata – sér­stak­lega með því að breyta skað­legum land­bún­aði og snúa frá ósjálf­bæru matar­æði.

Auglýsing

Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri grein sér­fræð­inga stofn­an­anna og sam­tak­anna sem birt var í breska dag­blað­inu The Guar­dian í síð­ustu viku. 

Í nýrri skýrslu Alþjóð­lega nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins kemur fram að hættan á nýjum smit­sjúk­dómi sem ber­ist frá dýrum í menn sé meiri nú en nokkru sinni. Slíkt ógnar heil­brigði fólks og öryggi sem og hag­kerfum eins og reynslan af COVID-19 hefur þegar sýnt. 

Sér­fræð­ingar sam­tak­anna segja í skýrsl­unni að auk eyði­legg­ingar hins nátt­úru­lega heims eigi stór­tækur land­bún­aður og fram­leiðsla dýra til mann­eldis stóran þátt. Þá hvetja sam­tökin stjórn­völd landa jarðar til að byggja upp sjálf­bærar keðjur í mat­væla­fram­leiðslu, allt frá frum­fram­leiðslu á disk neyt­enda. 

Nokkrir af fremstu sér­fræð­ingum heims í líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika hafa varað við hinu sama. Þeir segja að breyta verði út af braut eyði­legg­ingar þegar í stað – ann­ars sé voð­inn vís. Nú í júní sendi umhverf­is­mála­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem er hag­fræð­ing­ur, út neyð­ar­kall og benti á nútíma efna­hags­starf­semi tæki ekki til­lit til þess að auður mann­fólks byggir á heil­brigði nátt­úr­unn­ar. 

„Við höfum séð marga sjúk­dóma koma fram á sjón­ar­sviðið síð­ustu ár, svo sem zika, AIDS, SARS og ebólu og þeir hafa allir átt upp­tök sín í dýrum sem eru undir gríð­ar­legu, umhverf­is­legu álag­i,“ skrifa Eliza­beth Maruma Mrema, sem fer fyrir líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, Maria Neira, for­stöðu­maður umhverf­is- og heil­brigð­is­mála hjá WHO og Marco Lamb­ert­ini, fram­kvæmda­stjóri WWF International. Þau segja að kór­ónu­veiran sé til merkis um „okkar hættu­lega og óstöðuga sam­band sem við eigum við nátt­úr­una“ og að far­ald­ur­inn sýni hvernig okkar eigin skað­lega hegðun gagn­vart nátt­úr­unni setur heilsu okkar í hætt­u. 

Benda þau svo á að því miður sé það svo að þó að far­ald­ur­inn hafi gefið okkur enn eina ástæð­una til að vernda nátt­úr­una sé hið gagn­stæða þegar farið að eiga sér stað. „Frá Mekong-fljóti til Amazon og Madaga­skar hafa borist ógn­vekj­andi fréttir af auknum veiði­þjófn­aði, ólög­legu skóg­ar­höggi og skóg­ar­eldum á sama tíma og mörg lönd eru að slaka á umhverfis­kröfum og skera niður fjár­veit­ingar til nátt­úru­vernd­ar. Þetta er allt að ger­ast á tímum þegar við þurfum mest á [nátt­úru­vernd] að halda.“

Benda þau einnig á að þegar hafi verið sýnt fram á að skamm­tíma­hugsun í sparn­að­ar­skyni, með eft­ir­gjöf í umhverf­is-, heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál­um, sé blekk­ing­ar­leik­ur. „Reikn­ing­inn þarf að borga marg­falt til baka síð­ar.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent