Aðeins ein dýrategund ber ábyrgð á COVID-19: Maðurinn

„Það er ein dýrategund sem ber ábyrgð á faraldri COVID-19 – við,“ skrifa nokkrir af fremstu sérfræðingum heims í líffræðilegum fjölbreytileika. Heimsfaraldrar síðustu ára eru að þeirra sögn bein afleiðing mannanna verka.

Stórtækur landbúnaður og kjötframleiðsla ógnar vistkerfum jarðar.
Stórtækur landbúnaður og kjötframleiðsla ógnar vistkerfum jarðar.
Auglýsing

Far­aldur kór­ónu­veirunnar ógnar heil­brigði og efna­hag alls ­mann­kyns. En þetta verður að öllum lík­indum ekki í síð­asta sinn sem ban­væn veiru­sýk­ing mun herja á okkur – ekki nema að tekið verði á rót vand­ans: Hömlu­lausri eyði­legg­ingu nátt­úr­unn­ar.

Þetta er mat sér­fræð­inga í líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika sem allir eru í hópi þeirra fremstu á því sviði. „Það er ein dýra­teg­und sem ber ábyrgð á far­aldri COVID-19 – við,“ segja þeir. Heims­far­aldrar síð­ustu ára og ára­tuga eru að þeirra sögn bein afleið­ing mann­anna verka, aðal­lega þeirra fjár­mála- og efna­hags­kerfa sem byggð hafa verið upp. Kerfa sem byggja á hag­vexti, sama hvað hann kost­ar. Núna er tæki­færið til að „hætta að sá fræjum fyrir far­aldra fram­tíð­ar­inn­ar,“ segja vís­inda­menn­irn­ir.

Auglýsing

Í ítar­legri sam­an­tekt Guar­dian um kenn­ingar og ­rann­sókn­ar­nið­ur­stöður pró­fess­or­anna Josef Settele, Sandra Díaz og Edu­ar­do Brond­izio, er m.a. fjallað um nið­ur­stöður umfangs­mik­illar rann­sóknar þeirra á lýð­heilsu. Nið­ur­staðan var sú að sam­fé­lögum manna væri stefnt í hættu með­ hraðri eyði­legg­ingu vist­kerfa jarð­ar.

Annar þáttur rann­sókn­ar­innar er í þann mund að hefj­ast og verður hann leiddur af fjórða sér­fræð­ingn­um, Peter Daszak. Vís­inda­menn­irn­ir fjórir birtu sam­eig­in­lega grein í dag þar sem seg­ir: „Hömlu­laus skóg­areyð­ing, stjórn­laus vöxtur stór­tæks land­bún­að­ar, námu­vinnslu og inn­viða­upp­bygg­ingar ásam­t hag­nýt­ingu villtra dýra, hefur skapað kjörað­stæður fyrir fjölda sjúk­dóma.“

Benda þeir á að um 70 pró­sent sjúk­dóma sem leggj­ast á menn eig­i ­upp­runa sinn í dýr­um. Og sífellt fleira fólk er í mik­illi nálægð við dýr vegna ­fyrr­greindra ástæðna. Veld­is­vöxtur í þétt­býl­is­myndun og flug­ferða­lögum varð svo til þess að „mein­laus veira í asískum leð­ur­blökum kall­aði for­dæma­laus­ar ­þján­ingar yfir fólk, stöðvun hag­kerfa og sam­fé­laga um allan heim“. Þetta er þáttur manns­hand­ar­innar í far­aldri og COVID-19 gæti verið „að­eins byrj­un­in“.

Stúlka í Indónesíu horfir á kjötstykki á útimarkaði. Mynd: EPA

Vís­inda­menn­irnir telja að far­aldrar eigi eftir að verða ­tíð­ari í fram­tíð­inni, breið­ast hraðar út og hafa meiri efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar. Þeir gætu banað fleirum ef ekki verður farið gríð­ar­lega var­lega í á­kvarð­ana­tök­um. „Heilsa fólks er nátengd heilsu dýra­lífs, heilsu búfén­aðar og heilsu umhverf­is­ins. Þetta er í raun eitt og hið sama.“

Inger And­er­sen, yfir­maður umhverf­is­mála hjá Sam­ein­uð­u ­þjóð­un­um, sagði í mars að nátt­úran væri „að senda okkur skila­boð“ með far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Hún sagði að ef okkur auðn­ast ekki að hugsa betur um jörð­ina tæk­ist okkur ekki að hugsa betur um heilsu fólks.

António Guterres, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagð­i í síð­ustu viku að stjórn­völd yrðu að nota tæki­færið og „byggja upp betri heim“ eftir að far­aldr­inum lýk­ur. Ver­öld sem byggir á sjálf­bærni og sterk­um ­sam­fé­lög­um.

Mað­ur­inn sem fann upp hug­takið „líf­fræði­leg­ur ­fjöl­breyti­leiki“ árið 1980, Thomas Lovejoy, sagði um helg­ina: „Far­ald­ur­inn er ekki hefnd nátt­úr­unn­ar. Við gerðum þetta ein og hjálp­ar­laust.“

Í grein sér­fræð­ing­anna fjög­urra seg­ir: „Við getum komið út úr þessu ástandi sterk­ari en nokkru sinni fyrr með því að velja aðgerðir sem vernda nátt­úr­una svo að nátt­úran geti hjálpað til við að vernda okk­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent