Aðeins ein dýrategund ber ábyrgð á COVID-19: Maðurinn

„Það er ein dýrategund sem ber ábyrgð á faraldri COVID-19 – við,“ skrifa nokkrir af fremstu sérfræðingum heims í líffræðilegum fjölbreytileika. Heimsfaraldrar síðustu ára eru að þeirra sögn bein afleiðing mannanna verka.

Stórtækur landbúnaður og kjötframleiðsla ógnar vistkerfum jarðar.
Stórtækur landbúnaður og kjötframleiðsla ógnar vistkerfum jarðar.
Auglýsing

Far­aldur kór­ónu­veirunnar ógnar heil­brigði og efna­hag alls ­mann­kyns. En þetta verður að öllum lík­indum ekki í síð­asta sinn sem ban­væn veiru­sýk­ing mun herja á okkur – ekki nema að tekið verði á rót vand­ans: Hömlu­lausri eyði­legg­ingu nátt­úr­unn­ar.

Þetta er mat sér­fræð­inga í líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika sem allir eru í hópi þeirra fremstu á því sviði. „Það er ein dýra­teg­und sem ber ábyrgð á far­aldri COVID-19 – við,“ segja þeir. Heims­far­aldrar síð­ustu ára og ára­tuga eru að þeirra sögn bein afleið­ing mann­anna verka, aðal­lega þeirra fjár­mála- og efna­hags­kerfa sem byggð hafa verið upp. Kerfa sem byggja á hag­vexti, sama hvað hann kost­ar. Núna er tæki­færið til að „hætta að sá fræjum fyrir far­aldra fram­tíð­ar­inn­ar,“ segja vís­inda­menn­irn­ir.

Auglýsing

Í ítar­legri sam­an­tekt Guar­dian um kenn­ingar og ­rann­sókn­ar­nið­ur­stöður pró­fess­or­anna Josef Settele, Sandra Díaz og Edu­ar­do Brond­izio, er m.a. fjallað um nið­ur­stöður umfangs­mik­illar rann­sóknar þeirra á lýð­heilsu. Nið­ur­staðan var sú að sam­fé­lögum manna væri stefnt í hættu með­ hraðri eyði­legg­ingu vist­kerfa jarð­ar.

Annar þáttur rann­sókn­ar­innar er í þann mund að hefj­ast og verður hann leiddur af fjórða sér­fræð­ingn­um, Peter Daszak. Vís­inda­menn­irn­ir fjórir birtu sam­eig­in­lega grein í dag þar sem seg­ir: „Hömlu­laus skóg­areyð­ing, stjórn­laus vöxtur stór­tæks land­bún­að­ar, námu­vinnslu og inn­viða­upp­bygg­ingar ásam­t hag­nýt­ingu villtra dýra, hefur skapað kjörað­stæður fyrir fjölda sjúk­dóma.“

Benda þeir á að um 70 pró­sent sjúk­dóma sem leggj­ast á menn eig­i ­upp­runa sinn í dýr­um. Og sífellt fleira fólk er í mik­illi nálægð við dýr vegna ­fyrr­greindra ástæðna. Veld­is­vöxtur í þétt­býl­is­myndun og flug­ferða­lögum varð svo til þess að „mein­laus veira í asískum leð­ur­blökum kall­aði for­dæma­laus­ar ­þján­ingar yfir fólk, stöðvun hag­kerfa og sam­fé­laga um allan heim“. Þetta er þáttur manns­hand­ar­innar í far­aldri og COVID-19 gæti verið „að­eins byrj­un­in“.

Stúlka í Indónesíu horfir á kjötstykki á útimarkaði. Mynd: EPA

Vís­inda­menn­irnir telja að far­aldrar eigi eftir að verða ­tíð­ari í fram­tíð­inni, breið­ast hraðar út og hafa meiri efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar. Þeir gætu banað fleirum ef ekki verður farið gríð­ar­lega var­lega í á­kvarð­ana­tök­um. „Heilsa fólks er nátengd heilsu dýra­lífs, heilsu búfén­aðar og heilsu umhverf­is­ins. Þetta er í raun eitt og hið sama.“

Inger And­er­sen, yfir­maður umhverf­is­mála hjá Sam­ein­uð­u ­þjóð­un­um, sagði í mars að nátt­úran væri „að senda okkur skila­boð“ með far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Hún sagði að ef okkur auðn­ast ekki að hugsa betur um jörð­ina tæk­ist okkur ekki að hugsa betur um heilsu fólks.

António Guterres, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagð­i í síð­ustu viku að stjórn­völd yrðu að nota tæki­færið og „byggja upp betri heim“ eftir að far­aldr­inum lýk­ur. Ver­öld sem byggir á sjálf­bærni og sterk­um ­sam­fé­lög­um.

Mað­ur­inn sem fann upp hug­takið „líf­fræði­leg­ur ­fjöl­breyti­leiki“ árið 1980, Thomas Lovejoy, sagði um helg­ina: „Far­ald­ur­inn er ekki hefnd nátt­úr­unn­ar. Við gerðum þetta ein og hjálp­ar­laust.“

Í grein sér­fræð­ing­anna fjög­urra seg­ir: „Við getum komið út úr þessu ástandi sterk­ari en nokkru sinni fyrr með því að velja aðgerðir sem vernda nátt­úr­una svo að nátt­úran geti hjálpað til við að vernda okk­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent