Gæti Zoom-væðingin skilað betra hagkerfi en var í byrjun árs?

Ein jákvæð möguleg breyting sem gæti orðið vegna COVID-19 faraldursins er sú að viðhorf gagnvart fjarvinnuforritum gæti breyst, en notkun á slíkum búnaði hefur stóraukist síðustu vikur. Skilvirkni gæti aukist og ferðalögum fækkað mikið.

Zoom
Auglýsing

„Við fyrstu sýn kann að virð­ast ein­kenni­legt að búast við því að heims­hag­kerfið muni taka var­an­legum breyt­ingum vegna þess tíma­bundna neyð­ar­á­stands sem nú ríkir um allan heim. Ekki er búist við meiri­háttar tækni­þróun eða gjör­breyt­ingu á mennt­un­ar­stigi á næstu mán­uð­um, við munum flest örugg­lega búa við svip­aða tækni og þekk­ingu og við gerðum í byrjun þessa árs. 

Hins vegar er mögu­legt að þær breyt­ingar sem hafa orðið á dag­legu lífi á und­an­förnum vikum hafi var­an­lega breytt hegðun og smekk manna, og getur það haft marg­vís­leg áhrif á hag­kerf­ið.“

Þetta skrifar Jónas Atli Gunn­ars­son, rit­stjóri Vís­bend­ing­ar, í nýj­ustu útgáfu rits­ins. 

Hann segir að ein mögu­leg breyt­ing sé breytt við­horf gagn­vart fjar­vinnu­for­ritum líkt og Zoom, Skype og Google han­gouts, en notkun á slíkum bún­aði hefur stór­auk­ist á síð­ustu vikum um allan heim og gert fólki kleift að vinna úr heima­hús­um. Ef þessi þróun sé ekki ein­ungis tíma­bundin og hag­kerfið fer í gegnum svo­kall­aða Zoom-væð­ingu gæti það orðið skil­virkara, grænna og jafn­ara fyrir vik­ið.

Auglýsing
„Jákvæðar breyt­ingar spretta oft upp úr leið­in­legum aðstæð­um. Ef Zoom-væð­ingin er komin til að vera gætum við endað með betra hag­kerfi en við höfðum í byrjun þessa árs. 

Ekki er enn víst hvort fólk muni vinna meira að heiman eftir að far­aldr­inum lýk­ur, en út frá kenn­ingum um veg­ar­tryggð og yfir­lýs­ingum frá stór­fyr­ir­tækjum má leiða líkum að því að sú verði raun­in. Skil­virknin gæti þannig aukist, bæði vegna styttri vinnu­tengdra ferða­laga og vegna minni umferð­ar. Fækkun ferða­laga vegna vinnu gæti líka dregið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, auk þess sem hún er lík­leg til að auka eft­ir­spurn eftir búsetu utan stór­borga og þannig dregið úr þeim tekju­ó­jöfn­uði sem ríkir milli þétt­býl­is- og dreif­býl­is­svæða. Þótt ferða­þjón­ustan gæti liðið fyrir minni vinnu­tengd ferða­lög í ýmsum löndum er ekki lík­legt að slíkt ger­ist hér á landi, þar sem fáir ferða­menn koma hingað vegna vinn­u.“

Þetta er brot úr umfjöllun Jónasar Atla um mögu­lega Zoom-væð­ingu hag­kerf­is­ins. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu og lesa grein­ina í heild sinni og fá viku­lega sent hágæðaum­fjall­an­ir um við­skipti, efna­hags­mál og nýsköpun með því að smella á hlekk­inn hér að neð­an.

Ég vil ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent