Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum

Mest lesna dagblað landsins hefur ákveðið að fækka útgáfudögum sínum úr sex í fimm. Blaðið mun héðan í frá ekki koma lengur út á mánudögum.

Fréttablaðið
Auglýsing

Frétta­blaðið mun frá og með næstu viku ekki lengur koma út á mánu­dög­um. Útgáfu­dagar blaðs­ins verða því fimm í stað sex eins og nú er. 

Frétta­­­blaðið er frí­­­blað sem er dreift í 80 þús­und ein­tök­­um á hverjum útgáfu­degi. Lestur þess hefur dreg­ist veru­lega saman á und­an­förnum ára­tug. Heilt yfir hefur hann minnkað um 40 pró­sent frá því í apríl 2010 og í síð­ustu birtu könnun Gallup sögð­ust 37,7 pró­sent lands­manna lesa blað­ið. Lestur þess hefur minnk­að um 55 pró­sent hjá les­endum í ald­urs­hópnum 18 til 49 ára á ára­tug, og í þeim ald­urs­hópi er lestur blaðs­ins nú 28,9 pró­sent.

Í frétt á vef blaðs­ins segir að þetta sé liður í nauð­syn­legri hag­ræð­ingu í rekstri fjöl­miðla Torgs, sem gefur út Frétta­blað­ið, Mark­að­inn, DV og tengda vef­miðla. Þar er haft eftir Jóhönnu Helgu Við­ars­dótt­ur, for­stjóra Torgs, að boð­aðar styrkt­ar­greiðslur til fjöl­miðla, sem kynntar voru á þriðju­dag, séu til bóta en breyti stöðu sam­stæð­unnar ekki veru­lega. „Nú eigum við eftir að sjá hvernig fyr­ir­hug­aður rekstr­ar­styrkur stjórn­valda til einka­rek­inna fjöl­miðla mun verður nánar útfærður og sömu­leiðis er þing­legri með­ferð máls­ins er ekki lok­ið. Það er því óvíst hvernig nið­ur­staðan end­an­lega verð­ur. Við teljum hins vegar ekki hjá því kom­ist að fækka útgáfu­dögum um einn í viku. Ég vil taka fram að engar upp­sagnir fylgja þess­ari aðgerð nú um mán­að­ar­mót­in.“

Auglýsing
Miklar svipt­ingar hafa verið hjá Torgi und­an­farin miss­eri. Helgi Magn­ús­son fjár­festir keypti helm­ing­inn í útgáfu­fé­lag­inu í fyrra­sum­ar. Í októ­ber 2019 var svo greint frá því að hann, og með­fjár­festar hans hefðu keypt hinn helm­ing­inn og sam­hliða yrði sjón­varps­stöð­inni Hring­braut rennt inn í sam­stæð­una. Í des­em­ber var svo greint frá því að Torg hefði keypt DV og tengda miðla. 

Helgi á í dag 82 pró­sent hlut í Torg­i. Aðrir eig­endur eig­anda útgáfu­­fé­lags­ins, félags­­ins HFB-77 ehf., eru Sig­­urður Arn­gríms­­son, fyrr­ver­andi aðal­­eig­andi Hring­brautar og við­­skipta­­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­­sent hlut, Jón G. Þór­is­­son, annar rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins, með fimm pró­­sent hlut, og Guð­­mundur Örn Jóhanns­­son, fyrr­ver­andi sjón­­varps­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­kvæmda­­stjóri sölu, mark­aðs­­­mála og dag­­­skrár­­­gerðar hjá Torg­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent