Eldsneytissala hefur dregist saman um tugi prósenta – Verðið lækkar lítið

Í tölum sem birtar voru í dag kemur fram að dagleg sala á eldsneyti í apríl hafi verið 68 prósent minni en í fyrra.

N1 rekur flestar elsdneytisstöðvar á Íslandi.
N1 rekur flestar elsdneytisstöðvar á Íslandi.
Auglýsing

Reiknuð sama á elds­neyti á elds­neyt­is­stöðvum lands­ins var 34 pró­sent lægri í mars 2020 miðað við sama mánuð í fyrra. Salan dróst saman saman eftir að sam­komu­bann var sett á 15. mars og í lok mán­að­ar­ins var dag­leg sala orðin 42 pró­sent lægri en á sama degi í fyrra. Það sem af er apríl er staðan enn verri. Meðal sala það sem af er apríl er 68 pró­sent lægri en meðal dag­leg sala í apríl í fyrra.

Heildar salan í mars 2020 mæld­ist 14.345 rúmmetrar sem er 12.6 pró­sent minna en lægsta mán­að­ar­sala frá jan­úar 2016 til jan­úar 2020.

Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Íslands birti í dag.

Upp­lýs­ing­arnar byggja á gögnum frá íslenskum færslu­hirðum og inni­halda alla kredit- og debit­korta­notk­un, en ná ekki yfir kaup með reiðu­fé, inn­eign­ar­kortum eða við­skipta­kort­u­m. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu Hag­stof­unnar segir að dag­ana fyrir sam­komu­bann hafi rúm­lega níu pró­sent af sölu verið á erlend greiðslu­kort, en um miðjan mán­uð­inn var hlutur þeirra undir einu pró­senti af heildar sölu. „Hlutur elds­neytis sem keyptur hefur verið á erlend greiðslu­kort hefur verið á bil­inu 8-10 pró­sent af heildar sölu í des­em­ber-jan­ú­ar, en náð allt að 30 pró­sent af sölu í júlí og ágúst. Í mars á síð­asta ári var hlutur elds­neytis sem keyptur var á erlend greiðslu­kort yfir 15 pró­sent af heildar sölu. Sala á erlend greiðslu­kort var um 8 pró­sent í upp­hafi mán­að­ar. Í upp­hafi apríl var hlutur erlendra greiðslu­korta 0,7 pró­sent.“

Hrun á heims­mark­aði skilar sér ekki til neyt­enda

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að frá miðjum mars­mán­uði og fram til miðs apr­íl­mán­aðar hefði lík­legt inn­kaupa­verð olíu­fé­laga á bens­ín­lítra lækkað um meira en 60 pró­sent. Sú lækk­un, sem er til­komin vegna hruns á olíu­verði á heims­mark­aði, hefur ekki skilað sér til íslenskra neyt­enda, enda bens­ín­verð nán­ast það sama nú og það var um miðjan mars. Hlutur íslensku olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra um miðjan apríl var hins vegar 78 pró­sent hærri en hún var í mars.

Inn­kaupa­verð á olíu er nú lægra en það hefur nokkru sinni verið og hlutur íslensku olíu­fé­laga í hverjum seldum lítra hér­lendis hefur aldrei verið hærri en hann er nú um stund­ir. Um miðjan síð­asta mánuð kost­aði einn lítri af bens­íni á Íslandi 209,8 krónur og af honum fóru 18,52 pró­sent til olíu­fé­lag­anna. Um miðjan apr­íl, eftir að heims­mark­aðs­verð á olíu hafði hrunið um tugi pró­senta á nokkrum vik­um, hafði við­mið­un­ar­verð á bens­íni hér­lendis nán­ast staðið í stað. Það var 208,9 krónur 15. apríl sem er ein­ungis 0,4 pró­sent lægra verð en var um miðjan mars. Hlutur olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra fór hins vegar í 32,96 pró­sent um miðjan apr­íl, sem 78 pró­sent hærra en hann var um miðjan mar­s. 

Verðið hefur lítið lækkað síðan að ofan­greind sam­an­tekt var birt í síð­ustu viku. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent