Seðlabankinn í sérflokki þegar kemur að brotum á jafnréttislögum

Alls hafa opinberar stofnanir eða stjórnsýslueiningar brotið 25 sinnum gegn jafnréttislögum frá því að þau tóku gildi árið 2008. Seðlabanki Íslands er sú stofnun sem hefur langoftast brotið gegn lögunum.

Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Seðla­banki Íslands er sú stofnun sem oft­ast hefur oft­ast brotið gegn jafn­rétt­islögum frá árinu 2009, eða fjórum sinn­um. Fyrsta brotið var árið 2012, bank­inn gerð­ist tví­vegis brot­legur við lögin á árinu 2015 og loks gerð­ist hann brot­legur við þau í fyrra, þegar hann réð minna hæfan karl í nýja stöðu upp­lýs­inga­full­trúa fram yfir hæf­ari kon­u. Það brot vakti mikla athygli og Seðla­bank­inn ákvaða að una nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Í kjöl­farið sagði hann, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, að verk­ferl­ar í þessum efnum hafa verið styrkt­ir.

Engin önnur stofnun eða stjórn­sýslu­ein­ing hefur brotið nærri því jafn oft gegn lög­unum og hann.

Í svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Hönnu Katrínar Frið­riks­son, þing­manns Við­reisn­ar, um hvaða stofn­anir hafi gerst brot­legar við jafn­rétt­islög frá því að þau tóku gildi árið 2008 kemur fram að alls hafi stofn­anir eða fyr­ir­tæki á vegum hins opin­bera sem hafa ekki einka­rétt­ar­lega stöðu brotið gegn lög­unum 25 sinn­um.

Fyrsta brotið átti sér stað innan Nýja Kaup­þings banka á árinu 2009, þegar hann heyrði enn undir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og var að öllu leyti í rík­i­s­eigu. Þá kærði kona sem starfað hafði hjá fyr­ir­renn­ara bank­ans þann nýja fyrir að hafa boðið þremur körlum áfram­hald­andi starf í nýja bank­anum en ekki henni, þrátt fyrir að hún teldi sig hæf­ari en þeir all­ir. Konan vann mál­ið.

Auglýsing
Auk Seðla­bank­ans hafa nokkrar stjórn­sýslu­ein­ingar gerst brot­legar oftar en einu sinni. Akur­eyr­ar­bær hefur tví­vegis brotið gegn lög­un­um, á árunum 2011 og 2014, og Inn­an­rík­is­ráðu­neytið líka, árin 2012 og 2015. Þá hefur Land­spít­al­inn einnig brotið gegn lög­unum tvisvar, á árunmu 2012 og 2015.

Síð­asta brot gegn lög­unum sem leiddi til end­an­legrar nið­ur­stöðu var þegar að ríkið komst að sam­komu­lagi um 20 millj­­óna króna bóta­greiðslu til Ólínu Þor­varð­ar­dótt­­ur, fyrr­ver­andi þing­­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í byrjun árs 2020. Kær­u­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála hafði kom­ist að þeirri nið­ur­­­stöðu að jafn­­rétt­is­lög hefðu verið brot­in þegar gengið var fram­hjá henni við skip­an þjóða­garðsvarðar árið 2018. 

Fyrir viku var greint frá því að kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála væri með tvær kærur til með­ferðar vegna ráðn­ingar í starf útvarps­stjóra. Stefán Eiríks­son var ráð­inn í starfið og tók við því 1. mars síð­ast­lið­inn. Ekki hefur verið greint opin­ber­lega frá því hvaða konur það eru sem kærðu ráðn­ing­ar­ferl­ið.

Hægt er að sjá lista yfir þær 19 stofn­anir eða stjórn­sýslu­ein­ingar sem hafa gerst brot­leg við jafn­rétt­islög á gild­is­tíma þeirra hér að neð­an.

     1.      Nýi Kaup­þing banki hf. – fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra (2009).

     2.      For­sæt­is­ráðu­neytið – for­sæt­is­ráð­herra (2010).

     3.      Skjól­skógar á Vest­fjörðum – umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra (2011).

     4.      Akur­eyr­ar­bær – sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra (2011, 2014).

     5.      Inn­an­rík­is­ráðu­neytið – dóms­mála­ráð­herra (2012, 2015).

     6.      Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins – heil­brigð­is­ráð­herra (2012).

     7.      Seðla­banki Íslands – for­sæt­is­ráð­herra (2012, 2015, 2015, 2019).

     8.      Rík­is­út­varpið – mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra (2013).

     9.      Land­spít­al­inn – heil­brigð­is­ráð­herra (2013, 2018).

     10.      Kópa­vogs­bær – sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra (2014).

     11.      Rík­is­lög­reglu­stjóri – dóms­mála­ráð­herra (2014).

     12.      Sýslu­mað­ur­inn í Borg­ar­nesi – dóms­mála­ráð­herra (2014).

     13.      Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­nesja – heil­brigð­is­ráð­herra (2015).

     14.      Biskup Íslands – dóms­mála­ráð­herra (2015).

     15.      Þjóð­skjala­safn Íslands – mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra (2016).

     16.      Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – dóms­mála­ráð­herra (2016).

     17.      Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið – fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra (2017).

     18.      Reykja­vík­ur­borg – sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið (2018).

     19.      Þing­valla­nefnd – umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra (2018).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent