Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co

Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.

Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Auglýsing

Olíu­fé­lagið Skelj­ungur festi á liðnum árs­fjórð­ungi kaup á fjórð­ungs­hlut í bæði Brauð&Co ehf. og Gló ehf., sem reka sam­nefnd bak­arí og veit­inga­stað­i.  Þetta kemur fram í árs­hluta­upp­gjöri Skelj­ungs, sem birt var í dag.

Mark­miðið með kaup­unum er að nýta stað­setn­ingar Skelj­ungs betur ásamt því að bjóða upp á fjöl­breytt­ara vöru­úr­val í versl­unum félags­ins, segir Árni Pétur Jóns­son for­stjóri Skelj­ungs, í til­kynn­ingu um árs­hluta­upp­gjör­ið.

Þar segir ekk­ert um kaup­verð­ið, en hjónin Birgir Þór Bielt­vedt og Eygló Björk Kjart­ans­dóttir hafa verið meiri­hluta­eig­endur í bæði Brauð & Co og Gló und­an­farin ár í gegnum Eyju fjár­fest­ing­ar­fé­lag.

Auglýsing

Bak­aríið Brauð & Co hefur verið í örum vexti und­an­farin ár, en það opn­aði fyrstu verslun sína á Frakka­stíg í mars árið 2016. Núna eru bak­aríin orðin sex tals­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Ágúst Fannar Ein­þórs­son bak­ari seldi hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu til með­stofn­enda sinna, Birgis og Þóris Snæs Sig­ur­jóns­sonar í fyrra, en árið 2018 velti félagið tæpum 700 millj­ónum króna og hagn­að­ist um 6,9 millj­ón­ir.

Birgir og Eygló Björk eign­uð­ust Gló að fullu í fyrra, en þá seldu hjónin Sól­veig Eiríks­dóttir og Elías Guð­munds­son 30 pró­senta hlut sinn til þeirra. Veit­inga­stað­ur­inn hefur verið í útrás og opn­aði sinn fyrsta stað í Dan­mörku árið 2017.

Nokkur sam­legð hefur verið í rekstri fyr­ir­tækj­anna tveggja und­an­farin ár, en til dæmis eru bak­arí Brauð og Co. og veit­inga­staður Gló til húsa í sama hús­næði í Skeif­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent