Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld

„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þó að almennt megi full­yrða að skimun á landa­mærum hafi reynst árang­urs­rík til að koma í veg fyrir að smit ber­ist hingað hafa tvö afbrigði veirunnar náð að kom­ast fram hjá skimun­inni og valda hér far­aldri með alvar­legum heilsu­fars­legum afleið­ing­um, skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, í minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra um fram­hald aðgerða á landa­mærum vegna far­ald­urs COVID-19. Í því fer Þórólfur yfir níu aðgerðir sem mest hafa verið til umræðu og leggur sitt mat á hverja og eina þeirra.1. Aðgangur ferða­manna til lands­ins verði óheft­ur. 

Mat Þór­ólfs: „Ég mæli því alls ekki með þessum kosti á þess­ari stundu sér­stak­lega í ljósi þess að far­ald­ur­inn er í miklum vexti víða í heim­in­um. Miklar líkur eru á að þessi ráð­stöfun leiði til útbreidds far­ald­urs sem erfitt yrði að ráða við og myndi lík­lega valda miklu álagi á heil­brigð­is­kerfið með alvar­legum afleið­ing­um.“2. Beitt verði ítr­ustu hömlum á komur ein­stak­linga hingað til lands. 

Mat Þór­ólfs: „Ég tel því að slíkar aðgerðir muni ekki koma að fullu í veg fyrir dreif­ingu veirunnar hingað og muni ekki koma í veg fyrir dreif­ingu hennar inn­an­lands.“

Auglýsing


3. Öllum ein­stak­lingum sem koma hingað til lands verði gert að fara í 14 daga sótt­kví án skimun­ar. 

Mat Þór­ólfs: „Þessar aðgerðir myndu því minnka veru­lega líkur á dreif­ingu veirunnar hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt.“4. Skimun allra á landa­mærum við kom­una hingað til lands. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðgerð mun því minnka líkur á að smit ber­ist hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt.“5. Skimun allra á landa­mærum, sótt­kví í 4-6 daga og í fram­haldi af því sýna­taka 2. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðgerð er að lík­indum mjög áhrifa­rík í því skyni að lág­marka áhætt­una á því að veiran ber­ist hingað til lands. Fjöldi ferða­manna hingað til lands myndi tak­markast við skimun­ar­get­u.“6. Skimun allra á landa­mærum sem koma frá áhættu­svæðum en ein­stak­lingum frá lág áhættu­svæðum yrði sleppt. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðferð er vel fram­kvæm­an­leg í dag m.t.t. afkasta­getu skimun­ar­innar og minnkar líkur á að veiran kom­ist hingað til lands en kemur ekki í veg fyrir slíkt. Hins vegar tak­markast fjöldi ferða­manna við afkasta­getu skimun­ar­inn­ar.“7. Skimun allra ein­stak­linga á landa­mærum, sótt­kví í 5-7 daga fyrir ein­stak­linga frá áhættu­svæðum og síðan sýna­taka 2 hjá ein­stak­lingum í sótt­kví. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi kostur er því álit­legur en fjöldi ferða­manna tak­markast við skimun­ar­get­u.“8. Sótt­kví allra í 7 daga sem lýkur með sýna­töku. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi kostur er ekki eins álit­legur og ýmsir aðrir kostir og fjöldi ferða­manna tak­markast við skimun­ar­get­u.“9. Skimun ein­stak­linga frá lág áhættu­svæðum en 14 daga sótt­kví hjá ein­stak­lingum frá áhættu­svæð­u­m. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðgerð dregur úr líkum á að veiran ber­ist hingað til lands en er ekki eins áhrifa­rík eins og sumar aðrar aðgerðir sem nefndar hafa ver­ið. Far­þegum frá áhættu­svæðum myndi lík­lega fækka en erfitt yrði að flokka far­þega eftir svæð­u­m.“Þórólfur bendir að lokum á að allar tak­mark­andi aðgerðir á landa­mærum minnki áhætt­una á því að SAR­S-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, ber­ist hingað til lands en að engin aðgerð komi alger­lega í veg fyrir að það geti gerst. Skimun á landa­mærum getur tak­markað fjölda ferða­manna og getur jafn­fram dregið úr líkum á að veiran ber­ist hing­að. „Áhrifa­rík­asta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran ber­ist hingað til lands að mínu mati er að skima alla far­þega á landa­mærum, krefja þá um sótt­kví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðn­um.“Segir Þórólfur að aðrar aðferðir hafi mis­mun­andi kosti og galla en séu ekki jafn áhrifa­rík­ar.Tak­mark­anir sem nú eru á land­mærum Íslands gilda fram í miðjan sept­em­ber. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent