Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld

„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þó að almennt megi full­yrða að skimun á landa­mærum hafi reynst árang­urs­rík til að koma í veg fyrir að smit ber­ist hingað hafa tvö afbrigði veirunnar náð að kom­ast fram hjá skimun­inni og valda hér far­aldri með alvar­legum heilsu­fars­legum afleið­ing­um, skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, í minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra um fram­hald aðgerða á landa­mærum vegna far­ald­urs COVID-19. Í því fer Þórólfur yfir níu aðgerðir sem mest hafa verið til umræðu og leggur sitt mat á hverja og eina þeirra.1. Aðgangur ferða­manna til lands­ins verði óheft­ur. 

Mat Þór­ólfs: „Ég mæli því alls ekki með þessum kosti á þess­ari stundu sér­stak­lega í ljósi þess að far­ald­ur­inn er í miklum vexti víða í heim­in­um. Miklar líkur eru á að þessi ráð­stöfun leiði til útbreidds far­ald­urs sem erfitt yrði að ráða við og myndi lík­lega valda miklu álagi á heil­brigð­is­kerfið með alvar­legum afleið­ing­um.“2. Beitt verði ítr­ustu hömlum á komur ein­stak­linga hingað til lands. 

Mat Þór­ólfs: „Ég tel því að slíkar aðgerðir muni ekki koma að fullu í veg fyrir dreif­ingu veirunnar hingað og muni ekki koma í veg fyrir dreif­ingu hennar inn­an­lands.“

Auglýsing


3. Öllum ein­stak­lingum sem koma hingað til lands verði gert að fara í 14 daga sótt­kví án skimun­ar. 

Mat Þór­ólfs: „Þessar aðgerðir myndu því minnka veru­lega líkur á dreif­ingu veirunnar hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt.“4. Skimun allra á landa­mærum við kom­una hingað til lands. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðgerð mun því minnka líkur á að smit ber­ist hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt.“5. Skimun allra á landa­mærum, sótt­kví í 4-6 daga og í fram­haldi af því sýna­taka 2. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðgerð er að lík­indum mjög áhrifa­rík í því skyni að lág­marka áhætt­una á því að veiran ber­ist hingað til lands. Fjöldi ferða­manna hingað til lands myndi tak­markast við skimun­ar­get­u.“6. Skimun allra á landa­mærum sem koma frá áhættu­svæðum en ein­stak­lingum frá lág áhættu­svæðum yrði sleppt. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðferð er vel fram­kvæm­an­leg í dag m.t.t. afkasta­getu skimun­ar­innar og minnkar líkur á að veiran kom­ist hingað til lands en kemur ekki í veg fyrir slíkt. Hins vegar tak­markast fjöldi ferða­manna við afkasta­getu skimun­ar­inn­ar.“7. Skimun allra ein­stak­linga á landa­mærum, sótt­kví í 5-7 daga fyrir ein­stak­linga frá áhættu­svæðum og síðan sýna­taka 2 hjá ein­stak­lingum í sótt­kví. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi kostur er því álit­legur en fjöldi ferða­manna tak­markast við skimun­ar­get­u.“8. Sótt­kví allra í 7 daga sem lýkur með sýna­töku. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi kostur er ekki eins álit­legur og ýmsir aðrir kostir og fjöldi ferða­manna tak­markast við skimun­ar­get­u.“9. Skimun ein­stak­linga frá lág áhættu­svæðum en 14 daga sótt­kví hjá ein­stak­lingum frá áhættu­svæð­u­m. 

Mat Þór­ólfs: „Þessi aðgerð dregur úr líkum á að veiran ber­ist hingað til lands en er ekki eins áhrifa­rík eins og sumar aðrar aðgerðir sem nefndar hafa ver­ið. Far­þegum frá áhættu­svæðum myndi lík­lega fækka en erfitt yrði að flokka far­þega eftir svæð­u­m.“Þórólfur bendir að lokum á að allar tak­mark­andi aðgerðir á landa­mærum minnki áhætt­una á því að SAR­S-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, ber­ist hingað til lands en að engin aðgerð komi alger­lega í veg fyrir að það geti gerst. Skimun á landa­mærum getur tak­markað fjölda ferða­manna og getur jafn­fram dregið úr líkum á að veiran ber­ist hing­að. „Áhrifa­rík­asta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran ber­ist hingað til lands að mínu mati er að skima alla far­þega á landa­mærum, krefja þá um sótt­kví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðn­um.“Segir Þórólfur að aðrar aðferðir hafi mis­mun­andi kosti og galla en séu ekki jafn áhrifa­rík­ar.Tak­mark­anir sem nú eru á land­mærum Íslands gilda fram í miðjan sept­em­ber. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent