Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður

Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.

Húsnæði Kauphallarinnar
Húsnæði Kauphallarinnar
Auglýsing

Verð­miði íslenskra fyr­ir­tækja í Kaup­höll­inni er að með­al­tali 69 pró­sentum hærri en bók­færða virðið þeirra. Hlut­fall mark­aðsvirðis þess­ara  19 fyr­ir­tækja á móti bókværðu virði hefur auk­ist hér á landi á síð­ustu árum, en er þó ekki jafn­hátt og í kaup­höllum í Osló, Stokk­hólmi, Kaup­manna­höfn og Helsinki. 

Algengur mæli­kvarði á verð­lagn­ingu fyr­ir­tækis er að meta mark­aðsvirði þess út frá eig­in­fjár­­­stöðu, með svoköll­uðu P/B-hlut­falli. Lágt hlut­fall milli þess­ara tveggja breytna gæti gefið til kynna litla trú fjár­festa á fyr­ir­tæk­inu, á meðan hátt hlut­fall er mögu­legur mæli­kvarði á bjart­sýni um vaxta­mögu­leika þess til fram­tíð­ar. 

Hlut­fallið á Íslandi mælist nú í 1,69, sem þýðir að fjár­festar telja fyr­ir­tækin vera 69 pró­sent verð­mæt­ari en árs­reikn­ingar þeirra segja til. Á síð­ustu tíu árum hefur þetta hlut­fall verið á bil­inu 1,3 til 1,6 hjá fyr­ir­tækjum í Kaup­höll­inn­i.  

Auglýsing

 

Sex fyr­ir­tæki undir einum

Þó er nokkur munur á milli fyr­ir­tækja, en hjá sex þeirra er hlut­fallið undir ein­um, sem gefur til kynna að fjár­festar telja skráð virði þeirra ekki jafn­hátt og raun­veru­legt virði þeirra. Lægst er hlut­fallið hjá Arion banka, en Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri sagði bank­ann vera með of mikið eigið fé í til­kynn­ingu sem fylgdi síð­asta upp­gjöri þess. Mark­aðsvirðið á móti skráðu eigin fé bank­ans er 0,75. 

Hlut­fallið er einnig undir einum hjá fast­eigna­fé­lög­unum þremur í Kaup­höll­inni, Reit­um, Regin og Eik. Kjarn­inn fjall­aði í gær um gengi þeirra á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, en sam­kvæmt árs­reikn­ingum fyr­ir­tækj­anna er búist við að útbreiðsla kór­ónu­veirunnar muni hafa nei­kvæð áhrif á rekstur þeirra út árið 2021.  

Til við­bótar við þessi fjögur fyr­ir­tæki mælist verð­mið­inn á Icelandair einnig í 0,93 og svo 0,96 í Eim­skip. 

Fer eftir geirum

Í flestum til­vikum er hlut­fallið svipað innan hvers geira sem fyr­ir­tækið starfar í. Til að mynda eru fjar­skipta­fyr­ir­tækin Sýn og Sím­inn bæði með hlut­fall á milli 1 og 2, þótt hlut­fallið hjá Sím­anum sé aðeins hærra. Sömu sögu má segja um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin Iceland Seafood og Brim, sem bæði eru með hlut­fallið á þessu bili. Trygg­inga­fyr­ir­tækin þrjú, tm,­Sjóvá og Vís, eru einnig með mjög svipað hlut­fall, en það er á milli 1,6 og 1,8. 

Í smá­sölu og elds­neyt­is­sölu gætir þó nokk­urs mis­ræm­is. Á meðan Skelj­ungur og Festi eru með svipuð hlut­föll á bil­inu 1,6 til 1,7 er það mun hærra hjá Hög­um, þar sem það er tæp­lega 2,5.  

Hlut­fallið er einnig hátt hjá tækni­fyr­ir­tæk­inu Origo, eða í 2,11. Lang­hæst er þó hlut­fallið hjá Mar­el, þar sem það nær 3,87. 

P/B hlutfallið er lægst í íslensku kauphöllinni og hæst í þeirri dönsku.

Lægst á Norð­ur­lönd­unum

Þrátt fyrir að hlut­fall mark­aðsvirðis á móti bók­færðs virðis sé hærra hér­lendis en það hefur verið á síð­ustu árum er það nokkuð lágt ef litið er til hluta­bréfa­mark­að­ar­ins ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Sam­an­burð­inn má sjá á mynd hér að ofan, en sam­kvæmt henni er hlut­fallið hæst í kaup­höll Kaup­manna­hafn­ar, þar sem það er rúm­lega tvö­falt hærra en hér á landi. Í Stokk­hólmi, Osló og Helsinki er svo hlut­fallið nokkuð hærra en á Íslandi, eða rétt yfir tveim­ur. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar