Viðreisn sækir helst fylgi til vel menntaðra og tekjuhárra karla á höfuðborgarsvæðinu

Enginn flokkur sem mældur er í könnunum MMR nýtur jafn lítilla vinsælda hjá tekjulægstu landsmönnum og Viðreisn. Flokkurinn virðist höfða mun betur til karla en kvenna.

Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Auglýsing

Viðreisn var formlega stofnuð á fundi í Hörpu 24. maí 2016. Stofnun flokksins hafði átt sér nokkurn aðdraganda, og má rekja til þess að hópur frjálslyndra og alþjóða sinnaðra áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins fannst þeir blekktir eftir kosningarnar 2013. 

Hópurinn taldi sig hafa fengið skýr loforð frá flokki sínum um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu yrði ekki dregin til baka nema með þjóðaratkvæðagreiðslu í aðdraganda kosninga 2013. Þegar það var svo gert í febrúar án slíkrar atkvæðagreiðslu töldu þessir einstaklingar sig hafa verið illa svikna og hann fór fljótlega að vinna að mótun nýs framboðs. Benedikt Jóhannesson var fyrsti formaður Viðreisnar en á meðal annarra áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum sem fylgdu með yfir í hið nýja stjórnmálaafl voru fyrrverandi formaðurinn Þorsteinn Pálsson og fyrrverandi varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Í fyrstu kosningunum sínum, haustið 2016, náði Viðreisn í 10,5 prósenta atkvæða og eftir langar og strangar stjórnarmyndunarviðræðum endaði flokkurinn ásamt Bjartri framtíð í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Sú ríkisstjórn náði að verða óvinsælasta ríkisstjórn lýðveldistímans og sat í einungis átta mánuði. Viðreisn fór ekki vel út úr þeirri stjórnarsetu. Þegar allt stefndi í að flokkurinn myndi þurrkast út í aðdraganda kosninga 2017 hætti Benedikt sem formaður og Þorgerður Katrín tók við. Á endanum náði flokkurinn í 6,7 prósent atkvæða og hélt sér á lífi.

Flokkurinn bauð í fyrsta sinn fram í sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Þar fékk hann til að mynda 8,2 prósent atkvæða í Reykjavík og myndaði meirihluta þar með þremur öðrum flokkum á miðjunni og til vinstri.

Flokkur fólks á miðjum aldri

Staða Viðreisnar nú er þannig að í síðustu tveimur könnunum MMR hefur fylgi flokksins mælst að meðaltali 9,1 prósent. Það er meira fylgi en Viðreisn fékk 2017 en minna en flokkurinn fékk 2016. 

Auglýsing
Viðreisn virðist vera flokkur fólks á miðjum aldri. Fylgi flokksins hjá kjósendum undir þrítugu mælist 6,3 prósent og hjá kjósendum sem eru yfir 68 ára er það einungis 1,2 prósent. Hjá 30 til 67 ára mælist fylgið hins vegar um 11,5 prósent. 

Flokkurinn á erfitt uppdráttar úti á landi. Fylgið er að mestu bundið við höfuðborgarsvæðið, þar sem Viðreisn mælist með 11,5 prósent stuðning, en stuðningurinn er einnig yfir heildarfylgi á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á Norður- og Austurlandi mælist fylgi flokksins hins vegar undir tveimur prósentum og á Suðurlandi og Suðurnesjum er að 5,4 prósent. 

Karlar og tekjuhærri hrifnir af Viðreisn

Karlar eru mun hrifnari af Viðreisn en konur. Um 70 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa flokkinn eru karlkyns. Það hlutfall var 56 prósent í könnunum MMR sem gerðar voru í kringum síðustu kosningar. 

Þeir sem hafa mest lokið skyldunámi í grunnskóla hugnast ekki sérstaklega að kjósa Viðreisn. Hjá þeim hópi er fylgi flokksins 4,0 prósent. Hjá þeim sem lokið hafa háskólaprófi mælist Viðreisn hins vegar þriðji stærsti flokkur landsins með 14,3 prósent fylgi.

Flokkurinn höfðar líka mun betur til tekjuhærri landsmanna. Mestra vinsælda nýtur hann hjá tekjuhópnum sem er með 800 til 1.199 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur, en þar segjast 15,2 prósent að þeir myndu kjósa Viðreisn. Hjá þeim sem eru með meira en 1,2 milljónir króna á mánuði er fylgið 12,5 prósent.

Gamanið kárnar hins vegar þegar lægri tekjuhópar eru skoðaðir og hjá þeim landsmönnum sem eru með undir 400 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur mælist fylgi Viðreisnar 2,4 prósent. Enginn annar flokkur sem mældur er í könnunum MMR kemst nálægt því að vera jafn lítið vinsæll hjá tekjulægstu landsmönnunum. Sósíalistaflokkurinn er í næst neðsta sæti þar með 8,6 prósent fylgi. 

Vilja eyða 123 milljörðum

Viðreisn kynnti aðgerðaráætlun sína til að bregðast við COVID-19 faraldrinum í byrjum september síðastliðinn. Pakkinn snerist um að hrinda alls sjö aðgerðum í framkvæmd. Áætlaður kostnaður við aðgerðirnar, sem áttu að skila sér til baka í auknum hagvexti, var 123 milljarðar króna.

Tillögurnar sjö fólu í sér að opinberum framkvæmdum yrði flýtt og þær auknar, að auknir hvatar yrðu innleiddir í loftlagsmálum, að brugðist yrði við auknu atvinnuleysi með tímabundnum úrræðum fyrir fólk í atvinnuleit, að fjárfest yrði í lýðheilsu þjóðarinnar, að álögum yrði létt á fyrirtæki, að störf yrðu varin og nýsköpun efld. 

Stærsti, og dýrasti, hluti tillögupakkans sneri að því að flýta framkvæmdum hins opinbera, en Viðreisn vildi verja 80 milljörðum króna í það á næsta ári. Borg­ar­lína og aðrar sam­göngu­fram­kvæmdir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru sér­stak­lega nefndar í því sam­hengi.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar