Viðreisn sækir helst fylgi til vel menntaðra og tekjuhárra karla á höfuðborgarsvæðinu

Enginn flokkur sem mældur er í könnunum MMR nýtur jafn lítilla vinsælda hjá tekjulægstu landsmönnum og Viðreisn. Flokkurinn virðist höfða mun betur til karla en kvenna.

Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Auglýsing

Við­reisn var form­lega stofnuð á fundi í Hörpu 24. maí 2016. Stofnun flokks­ins hafði átt sér nokkurn aðdrag­anda, og má rekja til þess að hópur frjáls­lyndra og alþjóða sinn­aðra áhrifa­manna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins fannst þeir blekktir eftir kosn­ing­arnar 2013. 

Hópurinn taldi sig hafa fengið skýr lof­orð frá flokki sínum um að umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu yrði ekki dregin til baka nema með þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í aðdrag­anda kosn­inga 2013. Þegar það var svo gert í febr­úar án slíkrar atkvæða­greiðslu töldu þessir ein­stak­lingar sig hafa verið illa svikna og hann fór fljót­lega að vinna að mótun nýs fram­boðs. Bene­dikt Jóhann­es­son var fyrsti for­maður Við­reisnar en á meðal ann­arra áhrifa­manna úr Sjálf­stæð­is­flokknum sem fylgdu með yfir í hið nýja stjórn­mála­afl voru fyrr­ver­andi for­mað­ur­inn Þor­steinn Páls­son og fyrr­ver­andi vara­for­mað­ur­inn Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir. 

Í fyrstu kosn­ing­unum sín­um, haustið 2016, náði Við­reisn í 10,5 pró­senta atkvæða og eftir langar og strangar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum end­aði flokk­ur­inn ásamt Bjartri fram­tíð í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Sú rík­is­stjórn náði að verða óvin­sælasta rík­is­stjórn lýð­veld­is­tím­ans og sat í ein­ungis átta mán­uði. Við­reisn fór ekki vel út úr þeirri stjórn­ar­setu. Þegar allt stefndi í að flokk­ur­inn myndi þurrkast út í aðdrag­anda kosn­inga 2017 hætti Bene­dikt sem for­maður og Þor­gerður Katrín tók við. Á end­anum náði flokk­ur­inn í 6,7 pró­sent atkvæða og hélt sér á lífi.

Flokk­ur­inn bauð í fyrsta sinn fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2018. Þar fékk hann til að mynda 8,2 pró­sent atkvæða í Reykja­vík og mynd­aði meiri­hluta þar með þremur öðrum flokkum á miðj­unni og til vinstri.

Flokkur fólks á miðjum aldri

Staða Við­reisnar nú er þannig að í síð­ustu tveimur könn­unum MMR hefur fylgi flokks­ins mælst að með­al­tali 9,1 pró­sent. Það er meira fylgi en Við­reisn fékk 2017 en minna en flokk­ur­inn fékk 2016. 

Auglýsing
Viðreisn virð­ist vera flokkur fólks á miðjum aldri. Fylgi flokks­ins hjá kjós­endum undir þrí­tugu mælist 6,3 pró­sent og hjá kjós­endum sem eru yfir 68 ára er það ein­ungis 1,2 pró­sent. Hjá 30 til 67 ára mælist fylgið hins vegar um 11,5 pró­sent. 

Flokk­ur­inn á erfitt upp­dráttar úti á landi. Fylgið er að mestu bundið við höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þar sem Við­reisn mælist með 11,5 pró­sent stuðn­ing, en stuðn­ing­ur­inn er einnig yfir heild­ar­fylgi á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um. Á Norð­ur- og Aust­ur­landi mælist fylgi flokks­ins hins vegar undir tveimur pró­sentum og á Suð­ur­landi og Suð­ur­nesjum er að 5,4 pró­sent. 

Karlar og tekju­hærri hrifnir af Við­reisn

Karlar eru mun hrifn­ari af Við­reisn en kon­ur. Um 70 pró­sent þeirra sem segj­ast ætla að kjósa flokk­inn eru karl­kyns. Það hlut­fall var 56 pró­sent í könn­unum MMR sem gerðar voru í kringum síð­ustu kosn­ing­ar. 

Þeir sem hafa mest lokið skyldu­námi í grunn­skóla hugn­ast ekki sér­stak­lega að kjósa Við­reisn. Hjá þeim hópi er fylgi flokks­ins 4,0 pró­sent. Hjá þeim sem lokið hafa háskóla­prófi mælist Við­reisn hins vegar þriðji stærsti flokkur lands­ins með 14,3 pró­sent fylgi.

Flokk­ur­inn höfðar líka mun betur til tekju­hærri lands­manna. Mestra vin­sælda nýtur hann hjá tekju­hópnum sem er með 800 til 1.199 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekj­ur, en þar segj­ast 15,2 pró­sent að þeir myndu kjósa Við­reisn. Hjá þeim sem eru með meira en 1,2 millj­ónir króna á mán­uði er fylgið 12,5 pró­sent.

Gam­anið kárnar hins vegar þegar lægri tekju­hópar eru skoð­aðir og hjá þeim lands­mönnum sem eru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur mælist fylgi Við­reisnar 2,4 pró­sent. Eng­inn annar flokkur sem mældur er í könn­unum MMR kemst nálægt því að vera jafn lítið vin­sæll hjá tekju­lægstu lands­mönn­un­um. Sós­í­alista­flokk­ur­inn er í næst neðsta sæti þar með 8,6 pró­sent fylg­i. 

Vilja eyða 123 millj­örðum

Við­reisn kynnti aðgerð­ar­á­ætlun sína til að bregð­ast við COVID-19 far­aldr­inum í byrjum sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Pakk­inn sner­ist um að hrinda alls sjö aðgerðum í fram­kvæmd. Áætl­aður kostn­aður við aðgerð­irn­ar, sem áttu að skila sér til baka í auknum hag­vexti, var 123 millj­arðar króna.

Til­lög­urnar sjö fólu í sér að opin­berum fram­kvæmdum yrði flýtt og þær aukn­ar, að auknir hvatar yrðu inn­leiddir í loft­lags­mál­um, að brugð­ist yrði við auknu atvinnu­leysi með tíma­bundnum úrræðum fyrir fólk í atvinnu­leit, að fjár­fest yrði í lýð­heilsu þjóð­ar­inn­ar, að álögum yrði létt á fyr­ir­tæki, að störf yrðu varin og nýsköpun efld. 

Stærsti, og dýrasti, hluti til­lögu­pakk­ans sneri að því að flýta fram­kvæmdum hins opin­bera, en Við­reisn vildi verja 80 millj­örðum króna í það á næsta ári. Borg­­ar­lína og aðrar sam­­göng­u­fram­­kvæmdir á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu voru sér­­stak­­lega nefndar í því sam­hengi.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar