Stoltenberg: Ísland hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan NATO

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Ísland hafa mikilvægu hlutverki að gegna innan bandalagsins. Nýjar ógnir kalli á samvinnu allra bandalagsríkja.

Stoltenberg
Auglýsing

Hlut­verk Íslands er afar mik­il­vægt innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO), netárásir geta virkjað við­brögð banda­lags­ins og Banda­ríkin styðja banda­lagið þrátt fyrir tal um ann­að. Þetta kom fram í máli Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóra NATO í gær í Nor­ræna hús­inu í gær.

Mik­ill örygg­is­við­bún­aður var í Nor­ræna hús­inu í gær og var fullt út úr dyr­um. Til­efnið var koma Stol­ten­berg á við­burð á vegum Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands, Varð­bergs og utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Yfir­skrift við­burð­ar­ins var NATO og Ísland í 70 ár: Öflug sam­vinna á óvissu­tím­um.

„Ör­ugg­ari og sterk­ari þegar við vinnum sam­an“

Stol­ten­berg ávarp­aði gesti og sagði meðal ann­ars að NATO kunni vel að meta hlut­verk Íslands innan banda­lags­ins. Ísland tengi saman Norð­ur­-Am­er­íku og Evr­ópu vegna land­fræði­legrar legu sinn­ar.

Auglýsing
Stoltenberg sagði til­gang NATO vera að ganga úr skugga um að banda­lags­þjóð­irnar vinni sam­an. „Við erum örugg­ari og sterk­ari þegar við vinnum sam­an,” sagði hann.

Fram­kvæmda­stjór­inn sagði að þrátt fyrir að Ísland sé her­laust land þá sé fram­lag lands­ins ann­ars kon­ar. Ísland aðstoði NATO til að mynda með eft­ir­lit með sjó­um­ferð og loft­um­ferð. Auk þess sé borg­ara­legt fram­lag Íslands innan banda­lags­ins vel met­ið, til að mynda í Afganistan, Írak og Kósovó.

Stol­ten­berg lagði áherslu á að þjóðir innan banda­lags­ins standi saman vegna þess að „þegar nágrannar okkar eru stöðugir erum við örugg­ari.“

Fram­kvæmda­stjór­inn sagði að Ísland væri leið­andi í kven­rétt­inda­málum innan banda­lags­ins. Ekki ein­ungis vegna þess að það sé rétti hlut­ur­inn til að gera heldur einnig því það væri afar gáfu­legt. Það sé mik­il­vægt að virkja kon­ur, t.d. í Afganistan, til þess að koma á stöð­ug­leika.

Þrjár ógnir steðja að banda­lag­inu

Stol­ten­berg sagði að ógnir sem steðji að banda­lags­ríkj­unum séu ófyr­ir­sjá­an­legri og óstöðugri en áður. Í því sam­hengi steðji sér­stak­lega þrjár ógnir að banda­lag­inu, þ.e. styrkur banda­lags­ins, að við­halda lágu spennustigi í Norð­ur­-Atl­ants­hafi og tak­mörkun vopna.

Hvað varðar styrk banda­lags­ins þá sagði Stol­ten­berg mis­mun­andi skoð­anir og auknar deilur á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­ríkja, ásamt óein­ingu á milli ein­stakra Evr­ópu­ríkja, valdi áhyggj­um. Ríkin séu ósam­mála um ýmis mál­efni, til að mynda tolla, við­skipti og lofts­lags­breyt­ing­ar.

Stol­ten­berg sagði ein­ungis eina leið vera hægt að fara til þess að við­halda banda­lag­inu, það er að hafa stuðn­ing almenn­ings innan banda­lags­ríkja við banda­lag­ið. Það sé gert með því að sýna fram á hversu mik­il­vægt banda­lagið sé og að banda­lagið lagi sig að nýrri þróun í örygg­is­mál­um.

Fjár­magn Banda­ríkj­anna hefur auk­ist um 40 pró­sent

Hann benti á að þrátt fyrir deilur á milli ríkja þá séu bæði Banda­ríkin og Evr­ópu­ríki að auka þátt­töku sína innan vébanda banda­lags­ins. Banda­ríkin hafi til að mynda aukið veru sína í Evr­ópu með fleiri hern­að­ar­æf­ing­um, fleiri her­mönnum og svo mætti áfram telja. Undir stjórn Trumps hafi fjár­magn til örygg­is­mála í Evr­ópu auk­ist um 40 pró­sent. Þrátt fyrir tal um annað þá séu Banda­ríkin að auka við­veru sína innan Evr­ópu og Evr­ópu­ríki hafa einnig aukið fram­lag sitt til örygg­is­mála., að því er kom fram í máli fram­kvæmda­stjór­ans.

Auglýsing
Stoltenberg sagði að aukin hern­að­ar­upp­bygg­ing Rússa á norð­ur­slóð­um, með auknum her­stöðv­um, kaf­bátum og auk­inni hern­að­ar­legri loft­um­ferð, valdi sér­stak­lega áhyggj­u­m. 

Til þess að við­halda lágu spennustigi á Norð­ur­-Atl­ants­hafi verði að halda áfram að eiga í sam­skiptum við Rúss­land og sagði Stol­ten­berg að „svo lengi sem við stöndum sterk og sam­einuð getum við átt sam­tal við Rúss­land.“ Í því sam­hengi væri mik­il­vægt að forð­ast atvik eða slys sem geti aukið spennu milli Rúss­lands og NATO.

Hlut­verk Íslands mik­il­vægt

Stol­ten­berg sagði að for­mennska Íslands innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins væri mik­il­væg til að halda sam­ræðum við Rúss­land áfram. Af átta ríkjum innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins séu fimm þeirra með­limir NATO. Ísland geti hjálpað með því að beita sér fyrir tak­mörkun vopna. Þó ber að geta að Norð­ur­skauts­ráðið fjallar ekki um hern­að­ar­mál.

Stol­ten­berg sagði Ísland hafa sögu­lega spilað stórt hlut­verk í frið­ar­við­ræð­um, til að mynda 1986 þegar for­setar Rúss­lands og Banda­ríkj­anna, Gor­bachev og Reagan, hitt­ust í Reykja­vík.

Ísland hafi nú það hlut­verk að hjálpa Banda­ríkj­unum og Evr­ópu að standa sam­an. Nú séu sjó­leiðir norð­ur­slóða smám saman að opn­ast sem muni auka skipa­um­ferð í kringum Ísland.

Það sem ógni tak­mörkun vopna nú til dags er að Rúss­land fari ekki lengur eftir sátt­mál­anum sem banni með­al­drægar flaug­ar, að mati Stol­ten­bergs. Rúss­land hafi ekki sýnt fram á vilja um að fara eftir sátt­mál­an­um, því þurfi allir að búa sig undir heim án þess sátt­mála. Hann lagði ríka áherslu á að við­halda banda­lag­inu sé sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir smá­þjóðir líkt og Ísland.

Netárásir geta virkjað fimmtu grein NATO

Þegar Stol­ten­berg var spurður út í hina ófyr­ir­sjá­an­legu þróun í banda­rískum stjórn­málum svar­aði hann því að Trump hafi annan stíl en flestir aðrir stjórn­mála­menn og upp­skar mik­inn hlátur fyrir vik­ið.

Fram­kvæmda­stjór­inn lagði áherslu á að rík­is­stjórn Trump standi með NATO og muni gera það áfram. Á sama tíma sé mik­il­vægt að önnur banda­lags­ríki innan NATO fjár­festi meira í vörnum sín­um. Þetta sé ekki ein­ungis skila­boð Trump haldi uppi, heldur hafi það einnig verið skila­boð rík­is­stjórnar Obama á sínum tíma. Að mati Stol­ten­berg sýni Trump stuðn­ing sinn ekki með orðum heldur gjörðum og sagði að Banda­ríkin væru í raun að standa sig.

Stol­ten­berg sagði að netárás geti virkjað fimmtu grein NATO sem virkji við­brögð banda­lags­ins. Hins vegar sé erfitt að til­einka netárásir ákveðnum ein­stak­lingum vegna eðlis netárása.

Aukin við­vera NATO á Íslandi

Stol­ten­berg sagði NATO nú þegar hafa aukið við­veru sína á Íslandi og í kringum Ísland. NATO ríki hafi til að mynda aukið fjölda her­æf­inga í Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Við sumar æfing­arnar sé not­ast við íslenska inn­viði og sam­skipta­tækni.

Að lokum gaf Pia Hans­son, for­stöðu­maður Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands, Stol­ten­berg skýrsl­una „Re­assess­ing the Stol­ten­berg Report” sem þýða mætti sem „End­ur­mat Stol­ten­berg skýrsl­unn­ar.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent