Mynd: Wikipedia

25 ára Reykjanesbær stendur betur en nokkru sinni fyrr

Reykjanesbær var fyrir nokkrum árum skuldsettasta sveitarfélag landsins og skuldir þess námu um 250 prósent af reglulegum tekjum þess. Á örfáum árum hefur orðið mikil viðsnúningur og í dag, þegar sveitarfélagið fagnar 25 ára afmæli, er skuldastaðan komin undir lögboðið viðmið.

Reykja­nes­bær varð til fyrir nákvæm­lega ald­ar­fjórð­ungi síð­an, 11. júní 1994, þegar bæj­ar­fé­lögin Kefla­vík, Njarð­vík og Hafnir sam­ein­uð­ust undir því nafni. Sveit­ar­fé­lagið er í dag fjórða stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins með 19.020 íbúa, eftir að hafa nýverið tekið fram úr Akur­eyri sem lengi hefur vermt það sæti. Íbúar höf­uð­staðar Norð­ur­lands voru, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands, 18.950 í lok mars síð­ast­lið­ins.

Ferða­lag þessa sveit­ar­fé­lags síð­ustu 25 árin hefur verið mikil rús­sí­ban­areið. Stórir vinnu­staðir hafa lokað með til­heyr­andi búsifj­um, til­raunir til við­bragðs mis­tek­ist hrapa­lega, end­ur­reisn átt sér stað og henni hafa fylgt ýmis konar ný vanda­mál.

Þá vakti nafna­breyt­ingin sjálf upp hörð við­brögð hjá hluta íbúa, sem skil­greina sig margir hverjir enn sem Kefl­vík­inga, Njarð­vík­inga eða Hafn­ar­búa. Tón­list­ar­mað­ur­inn Rúnar Júl­í­us­son heit­inn, einn ást­sæl­asti sonur Kefla­vík­ur, hót­aði því meðal ann­ars að flytja úr sveit­ar­fé­lag­inu ef breyt­ingin gengi í gegn. Af því varð þó ekki og hann bjó þar til ævi­loka.

Her­inn fór og til­raunir mistók­ust

Það hafa skipst á skin og skúrir í Reykja­nesbæ frá því að sveit­ar­fé­lagið varð til, sér­stak­lega á síð­ustu árum. Árið 2006 hvarf Banda­ríkja­her frá land­inu og þar með lok­aði stærsti vinnu­staður þess sem tryggði Reykja­nesbæ auk þess marg­hátt­aðar tekj­ur.

Til að bregð­­ast við þeirri stöðu hófu stjórn­­­mála­­menn, meðal ann­­ars í bæj­­­ar­­stjórn Reykja­­nes­bæj­­­ar, að beita sér fyrir upp­­­bygg­ingu iðn­­að­­ar­­svæðis í Helg­u­vík. Sam­hliða gekkst Reykja­­­nes­­­bær í ábyrgð fyrir millj­­­arða króna ­upp­­­­­bygg­ingu hafnar á svæð­inu. Hug­­myndin var sú að höfnin myndi síðar skila sveit­­ar­­fé­lag­inu miklum tekjum þegar stór­iðju­­fyr­ir­tæki hæfu starf­­semi sína þar. Þá var lagt í átak við að fjölda íbúum sveit­ar­fé­lags­ins með ódýrum lóða­út­deil­ing­um.

Íbúum í Reykja­­nesbæ fjölg­aði um 30 pró­­sent á árunum 2005 til 2009. Það var líka ákveðið að selja allar verð­­mæt­­ustu eignir sveit­­ar­­fé­lags­ins, þar á meðal eign­­ar­hlut­inn í HS Orku. Á þessu tíma­bili, 2003 til 2014, skil­aði var A-hluti Reykja­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Gripið til neyð­ar­að­gerða

Sam­an­dregið þá fór áætl­unin um við­bragð við brott­hvarfi hers­ins ekki eins og lagt var upp með. Þess í stað end­aði Reykja­­nes­­bær sem eitt skuld­­­settasta sveit­­­ar­­­fé­lag lands­ins og rekstur þess árum saman var afleit­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þessa þurfti sveit­­ar­­fé­lagið meðal ann­­ars að leggja auknar skatt­­byrðar á íbúa sína.

Þessi staða varð meðal ann­­ars til þess að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn missti hreinan meiri­hluta sinn í kosn­­ing­unum 2014. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Beinnar leiðar og Frjáls afls tók við og réð Kjartan Már Kjart­ans­son sem bæj­ar­stjóra.

Kjartan Már Kjartansson tók við sem bæjarstjóri 2014.
Mynd: Hringbraut

Verk­efnið sem sveit­ar­fé­lagið stóð frammi fyrir á þessum tíma var gríð­ar­lega umfangs­mik­ið. Reykja­­nes­­bær var skuld­­settasta sveit­­ar­­fé­lag lands­ins. Skuldir þess voru tæp­­lega 41 millj­­arður króna í lok árs 2014, eða rúm­­lega 250 pró­­sent af reglu­­legum tekjum sveit­­ar­­fé­lags­ins en sam­­kvæmt sveit­­ar­­stjórn­­­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 var leyf­i­­legt skulda­hlut­­fall að hámarki 150 pró­­sent. Skulda­­staða Reykja­­nes­bæjar var því bein­­leiðis í and­­stöðu við lög.

Fjár­­­fest­ing­­arnar sem ráð­ist hafði verið í skil­uðu mun minna til baka er vonir stóðu til um. Skuldir vegna hafn­­ar­­upp­­­bygg­ing­­ar­innar voru orðar 7,5 millj­­arðar króna árið 2015. Margir þeirra sem fengu lóðir í sveit­­ar­­fé­lag­inu stóðu ekki undir þeirri skuld­bind­ingu og Íbúða­lána­­sjóður tók yfir húsin þeirra. Alls voru rúm­­lega 40 pró­­sent allra eigna sem Íbúða­lána­­sjóður hélt á árið 2015 á Suð­­ur­­nesj­­um. Á því ári voru 17 pró­sent íbúa á svæð­inu í alvar­legum van­skilum sem var hæsta hlut­fall van­skila á land­inu. Lang­tíma­at­vinnu­leysi var líka mikið vanda­mál í sveit­ar­fé­lag­inu.

Ráð­ist í „Sókn­ina“

Til að bregð­ast við þessu var ráð­ist í aðgerð­ar­á­ætlun til átta ára, sem kall­að­ist „Sókn­in“. Helst mark­mið hennar var að ná skulda­hlut­fall­inu niður fyrir 150 pró­sent fyrir árið 2021. Í þessu átaki fólst að íbúar þurftu að bera auknar burð­ar. Lagt var auka­á­lag ofan á hámarks­út­svar, fast­eigna­skattar hækk­að­ir, föst yfir­vinna bæj­ar­starfs­manna lögð af, öku­tækja­styrkir aflagð­ir, fagsviðum fækkað og ýmsum milli­stjórn­endum sagt upp störf­um.

Í hálkunni milli jóla og nýárs 2014 var  íbúum boðið að koma og sækja sand til að dreifa á stétt­ina hjá sér. Það voru ekki til bæj­­­ar­­starfs­­menn til að sinna því við­viki.

Í febr­úar 2015 skrif­aði nýr bæj­ar­stjóri, Kjartan Már, grein þar sem hann lýsti veru­leik­anum sem blasti við. Þar sagði meðal ann­­ars: „Fjár­­hags­­staða Reykja­­nes­bæjar er graf alvar­­leg. Sú  stað­­reynd hefur legið fyrir um nokk­­urt skeið. Samt eru ótrú­­lega margir sem halda ennþá að þetta sé bara póli­­tískur skolla­­leikur með það að mark­miði að láta stöð­una líta verr út en hún raun­veru­­lega er. Það er fjarri lag­i.[...]­Samt hitti ég fólk af og til sem heldur hinu gagn­­stæða fram og trúir því að þetta sé allt í plati. „Var nú nauð­­syn­­legt að hækka útsvar­ið? Var nauð­­syn­­legt að hækka fast­­eigna­skatt­inn?

Var nauð­­syn­­legt að draga saman og hag­ræða í rekstri? Var nú nauð­­syn­­legt að segja upp fastri yfir­­vinnu? Var nú nauð­­syn­­legt að segja upp föstum akst­­ur­­styrkj­um? Var nauð­­syn­­legt að fækka fags­við­um? Var nú nauð­­syn­­legt að segja upp öllum fram­­kvæmda­­stjór­un­um? Var nú nauð­­syn­­legt að gera samn­ing við inn­­an­­rík­­is­ráðu­­neyt­ið? Var nú nauð­­syn­­legt að …….“ Öllum spurn­ingum í þessum dúr er bara hægt að svara á einn veg; „Já, það var bráð­nauð­­syn­­legt að taka þessar ákvarð­­anir þótt erf­iðar væru.“

Kjartan sagði enn­fremur að komið sé að ögur­­stundu og það hafi ein­fald­­lega ekki verið hægt að bíða lengur og sjá hvort ástandið myndi lag­­ast. Það þurfi að grípa til aðgerða og það hafi veirð gert. Skuldir Reykja­­nes­bæjar séu allt of háar og að það þurfi að greiða þær nið­ur­.„Það gerum við ekki nema með því að eiga rekstr­­ar­af­­gang á hverju ári sem nota má til þess að greiða niður skuldir og því þurfum við að halda gríð­­ar­­lega vel á spil­unum á næstu 8 árum að minnsta kosti. Allir sem halda öðru fram eru í afneitun og á villi­­göt­u­m.“

Ný upp­bygg­ing

Á þessum tíma var þó lífs­mark í atvinnu­upp­bygg­ingu á svæð­inu. Til­raunir til að byggja álver í Helgu­vík reynd­ust með öllu óraun­hæfur og hafa verið sleggnar af. Þá fór upp­bygg­ing kís­il­vera í Helgu­vík illa og mik­ill þrýst­ingur er á það meðal íbúa að slík fái ein­fald­lega ekki a starfa á svæð­inu. En gagn­ver voru ris­in, líf­tækni­fyr­ir­tæki voru með starf­semi í píp­unum og svo var auð­vitað að eiga sér stað for­dæma­laus vöxtur í ferða­þjón­ustu þar sem Kefla­vík­ur­flug­völlur lék lyk­il­hlut­verk.

Næstu ár voru sveit­ar­fé­lag­inu góð. Atvinnu­leysið nán­ast hvarf, íbúum sveit­ar­fé­lags­ins fjölg­aði mest allra á land­inu, fast­eigna­verð hækk­aði gríð­ar­lega og tekjur sveit­ar­fé­lags­ins juk­ust skarpt. Störfin sem urðu til voru flest tengd ferða­þjón­ustu, enda fjölg­aði ferða­mönnum úr hálfri milljón í 2,3 millj­ónir á sjö árum.

Á sama tíma­bili fjölg­aði íbúum sveit­ar­fé­lags­ins mjög hratt. Um mitt ár 2011, þegar ástandið var nokkuð hart í Reykja­nes­bæ, bjuggu þar 13.990 manns. Þar af voru 1.230 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í lok mars síð­ast­lið­ins voru íbúar sveit­ar­fé­lags­ins orðnir 19.020 og hafði þar með fjölgað um 5.030 á nokkrum árum. Alls var 93 pró­sent aukn­ing­ar­innar til­komin vegna fjölg­unar á erlendum rík­is­borg­urum sveit­ar­fé­lags­ins. Þeir voru 8,8 pró­sent íbúa þess 2011 en 24,5 pró­sent þeirra í lok mars síð­ast­lið­ins.

Þegar síð­asti árs­reikn­ingur Reykja­nes­bæjar var afgreiddur í bæj­ar­stjórn í maí 20198 var nið­ur­staða hans sú besta sem sést hefur í sögu sveit­ar­fé­lags­ins. Skulda­við­mið sam­stæðu sveit­ar­fé­lags­ins var komin niður í 137,29 pró­sent, og þar með undir lög­boðið 150 pró­sent við­mið.

Fá millj­arða vegna sölu á HS Orku

Reykja­nes­bær fékk síðan enn einar gleði­frétt­irnar stuttu síð­ar, þegar gengið var frá sölu á hlut Fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins ORK í HS Orku til félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða.

Í ágúst 2012 seldi Reykja­nes­bær nefni­lega skulda­bréf sem sveit­ar­fé­lagið eign­að­ist við sölu á hlut þess í HS Orku til Geysis Green Energy. Kaup­and­inn var áður­nefndur sjóð­ur, ORK, sem rek­inn var af Virð­ingu, sem síðar gekk í gegnum nokkrar sam­ein­ingar og er nú hluti af Kviku banka. Sjóð­ur­inn var fjár­magn­aður af líf­eyr­is­sjóðum og fag­fjár­fest­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að kaup­verðið hafi verið 8,8 millj­arðar króna. Reykja­nes­bær á rétt á því að fá rúm­lega fjóra millj­arða króna til við­bótar við það sem sveit­ar­fé­lagið fékk þegar það seldi skulda­bréfið upp­haf­lega. Þeim verður öllum ráð­stafað til nið­ur­greiðslu skulda.

Fall WOW air hefur mikil áhrif

Það hafa þó einnig teikn­ast upp nýjar áskor­an­ir. Við fall WOW air í lok mars sagði bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar ljóst að áfallið muni hafa mikil sam­fé­lags­leg áhrif til skamms tíma. Það sé einkum vegna þess hversu mik­ill fjöldi íbúa hafi starfað hjá WOW air eða í fyr­ir­tækjum sem veitti WOW air bæði beina og óbeina þjón­ustu.

Í mars 2019 voru 709 manns atvinnu­lausir í Reykja­nes­bæ, eða 6,7 pró­sent, miðað við 330 manns í mars 2018, eða 3,1 pró­sent, miðað við tölur Vinnu­mála­stofn­un­ar. Fjöld­inn nær þó ekki fjölda atvinnu­lausra árið 2011 þegar 1190 manns voru atvinnu­lausir í Reykja­nes­bæ.

Mun fleiri karlar eru atvinnu­lausir en kon­ur, eða 421 karl á móti 288 konum og flestir þeirra eru á aldr­inum 25-29 ára. Flestir atvinnu­lausra í Reykja­nesbæ hafa grunn­skóla sem hæstu mennt­un, eða 371 manns, þar á eftir koma háskóla­mennt­aðir eða 127 manns. Flestir atvinnu­lausra eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar, það er 319 manns, en Pól­verjar koma fast á eftir með 287 manns.

En við blasir að staða hins 25 ára gamla sveit­ar­fé­lags er betri nú en nokkru sinni í sögu þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar