Mynd: Wikipedia

25 ára Reykjanesbær stendur betur en nokkru sinni fyrr

Reykjanesbær var fyrir nokkrum árum skuldsettasta sveitarfélag landsins og skuldir þess námu um 250 prósent af reglulegum tekjum þess. Á örfáum árum hefur orðið mikil viðsnúningur og í dag, þegar sveitarfélagið fagnar 25 ára afmæli, er skuldastaðan komin undir lögboðið viðmið.

Reykjanesbær varð til fyrir nákvæmlega aldarfjórðungi síðan, 11. júní 1994, þegar bæjarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust undir því nafni. Sveitarfélagið er í dag fjórða stærsta sveitarfélag landsins með 19.020 íbúa, eftir að hafa nýverið tekið fram úr Akureyri sem lengi hefur vermt það sæti. Íbúar höfuðstaðar Norðurlands voru, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, 18.950 í lok mars síðastliðins.

Ferðalag þessa sveitarfélags síðustu 25 árin hefur verið mikil rússíbanareið. Stórir vinnustaðir hafa lokað með tilheyrandi búsifjum, tilraunir til viðbragðs mistekist hrapalega, endurreisn átt sér stað og henni hafa fylgt ýmis konar ný vandamál.

Þá vakti nafnabreytingin sjálf upp hörð viðbrögð hjá hluta íbúa, sem skilgreina sig margir hverjir enn sem Keflvíkinga, Njarðvíkinga eða Hafnarbúa. Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn, einn ástsælasti sonur Keflavíkur, hótaði því meðal annars að flytja úr sveitarfélaginu ef breytingin gengi í gegn. Af því varð þó ekki og hann bjó þar til æviloka.

Herinn fór og tilraunir mistókust

Það hafa skipst á skin og skúrir í Reykjanesbæ frá því að sveitarfélagið varð til, sérstaklega á síðustu árum. Árið 2006 hvarf Bandaríkjaher frá landinu og þar með lokaði stærsti vinnustaður þess sem tryggði Reykjanesbæ auk þess margháttaðar tekjur.

Til að bregð­ast við þeirri stöðu hófu stjórn­mála­menn, meðal ann­ars í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar, að beita sér fyrir upp­bygg­ingu iðn­að­ar­svæðis í Helgu­vík. Sam­hliða gekkst Reykja­­nes­­bær í ábyrgð fyrir millj­­arða króna ­upp­­­bygg­ingu hafnar á svæð­inu. Hug­myndin var sú að höfnin myndi síðar skila sveit­ar­fé­lag­inu miklum tekjum þegar stór­iðju­fyr­ir­tæki hæfu starf­semi sína þar. Þá var lagt í átak við að fjölda íbúum sveitarfélagsins með ódýrum lóðaútdeilingum.

Íbúum í Reykja­nesbæ fjölg­aði um 30 pró­sent á árunum 2005 til 2009. Það var líka ákveðið að selja allar verð­mæt­ustu eignir sveit­ar­fé­lags­ins, þar á meðal eign­ar­hlut­inn í HS Orku. Á þessu tíma­bili, 2003 til 2014, skil­aði var A-hluti Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Gripið til neyðaraðgerða

Samandregið þá fór áætlunin um viðbragð við brotthvarfi hersins ekki eins og lagt var upp með. Þess í stað end­aði Reykja­nes­bær sem eitt skuld­­settasta sveit­­ar­­fé­lag lands­ins og rekstur þess árum saman var afleitur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þessa þurfti sveit­ar­fé­lagið meðal ann­ars að leggja auknar skatt­byrðar á íbúa sína.

Þessi staða varð meðal ann­ars til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti hreinan meiri­hluta sinn í kosn­ing­unum 2014. Nýr meirihluti Samfylkingar, Beinnar leiðar og Frjáls afls tók við og réð Kjartan Már Kjartansson sem bæjarstjóra.

Kjartan Már Kjartansson tók við sem bæjarstjóri 2014.
Mynd: Hringbraut

Verkefnið sem sveitarfélagið stóð frammi fyrir á þessum tíma var gríðarlega umfangsmikið. Reykja­nes­bær var skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Skuldir þess voru tæp­lega 41 millj­arður króna í lok árs 2014, eða rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 var leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar var því bein­leiðis í and­stöðu við lög.

Fjár­fest­ing­arnar sem ráðist hafði verið í skiluðu mun minna til baka er vonir stóðu til um. Skuldir vegna hafn­ar­upp­bygg­ing­ar­innar voru orðar 7,5 millj­arðar króna árið 2015. Margir þeirra sem fengu lóðir í sveit­ar­fé­lag­inu stóðu ekki undir þeirri skuld­bind­ingu og Íbúða­lána­sjóður tók yfir húsin þeirra. Alls voru rúm­lega 40 pró­sent allra eigna sem Íbúða­lána­sjóður hélt á árið 2015 á Suð­ur­nesj­um. Á því ári voru 17 prósent íbúa á svæðinu í alvarlegum vanskilum sem var hæsta hlutfall vanskila á landinu. Langtímaatvinnuleysi var líka mikið vandamál í sveitarfélaginu.

Ráðist í „Sóknina“

Til að bregðast við þessu var ráðist í aðgerðaráætlun til átta ára, sem kallaðist „Sóknin“. Helst markmið hennar var að ná skuldahlutfallinu niður fyrir 150 prósent fyrir árið 2021. Í þessu átaki fólst að íbúar þurftu að bera auknar burðar. Lagt var aukaálag ofan á hámarksútsvar, fasteignaskattar hækkaðir, föst yfirvinna bæjarstarfsmanna lögð af, ökutækjastyrkir aflagðir, fagsviðum fækkað og ýmsum millistjórnendum sagt upp störfum.

Í hálkunni milli jóla og nýárs 2014 var  íbúum boðið að koma og sækja sand til að dreifa á stétt­ina hjá sér. Það voru ekki til bæj­ar­starfs­menn til að sinna því við­viki.

Í febrúar 2015 skrifaði nýr bæjarstjóri, Kjartan Már, grein þar sem hann lýsti veruleikanum sem blasti við. Þar sagði meðal ann­ars: „Fjár­hags­staða Reykja­nes­bæjar er graf alvar­leg. Sú  stað­reynd hefur legið fyrir um nokk­urt skeið. Samt eru ótrú­lega margir sem halda ennþá að þetta sé bara póli­tískur skolla­leikur með það að mark­miði að láta stöð­una líta verr út en hún raun­veru­lega er. Það er fjarri lagi.[...]Samt hitti ég fólk af og til sem heldur hinu gagn­stæða fram og trúir því að þetta sé allt í plati. „Var nú nauð­syn­legt að hækka útsvar­ið? Var nauð­syn­legt að hækka fast­eigna­skatt­inn?

Var nauð­syn­legt að draga saman og hag­ræða í rekstri? Var nú nauð­syn­legt að segja upp fastri yfir­vinnu? Var nú nauð­syn­legt að segja upp föstum akst­ur­styrkj­um? Var nauð­syn­legt að fækka fagsvið­um? Var nú nauð­syn­legt að segja upp öllum fram­kvæmda­stjór­un­um? Var nú nauð­syn­legt að gera samn­ing við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið? Var nú nauð­syn­legt að …….“ Öllum spurn­ingum í þessum dúr er bara hægt að svara á einn veg; „Já, það var bráð­nauð­syn­legt að taka þessar ákvarð­anir þótt erf­iðar væru.“

Kjartan sagði ennfremur að komið sé að ögur­stundu og það hafi ein­fald­lega ekki verið hægt að bíða lengur og sjá hvort ástandið myndi lag­ast. Það þurfi að grípa til aðgerða og það hafi veirð gert. Skuldir Reykja­nes­bæjar séu allt of háar og að það þurfi að greiða þær niður.„Það gerum við ekki nema með því að eiga rekstr­ar­af­gang á hverju ári sem nota má til þess að greiða niður skuldir og því þurfum við að halda gríð­ar­lega vel á spil­unum á næstu 8 árum að minnsta kosti. Allir sem halda öðru fram eru í afneitun og á villi­göt­u­m.“

Ný uppbygging

Á þessum tíma var þó lífsmark í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Tilraunir til að byggja álver í Helguvík reyndust með öllu óraunhæfur og hafa verið sleggnar af. Þá fór uppbygging kísilvera í Helguvík illa og mikill þrýstingur er á það meðal íbúa að slík fái einfaldlega ekki a starfa á svæðinu. En gagnver voru risin, líftæknifyrirtæki voru með starfsemi í pípunum og svo var auðvitað að eiga sér stað fordæmalaus vöxtur í ferðaþjónustu þar sem Keflavíkurflugvöllur lék lykilhlutverk.

Næstu ár voru sveitarfélaginu góð. Atvinnuleysið nánast hvarf, íbúum sveitarfélagsins fjölgaði mest allra á landinu, fasteignaverð hækkaði gríðarlega og tekjur sveitarfélagsins jukust skarpt. Störfin sem urðu til voru flest tengd ferðaþjónustu, enda fjölgaði ferðamönnum úr hálfri milljón í 2,3 milljónir á sjö árum.

Á sama tímabili fjölgaði íbúum sveitarfélagsins mjög hratt. Um mitt ár 2011, þegar ástandið var nokkuð hart í Reykjanesbæ, bjuggu þar 13.990 manns. Þar af voru 1.230 erlendir ríkisborgarar. Í lok mars síðastliðins voru íbúar sveitarfélagsins orðnir 19.020 og hafði þar með fjölgað um 5.030 á nokkrum árum. Alls var 93 prósent aukningarinnar tilkomin vegna fjölgunar á erlendum ríkisborgurum sveitarfélagsins. Þeir voru 8,8 prósent íbúa þess 2011 en 24,5 prósent þeirra í lok mars síðastliðins.

Þegar síðasti ársreikningur Reykjanesbæjar var afgreiddur í bæjarstjórn í maí 20198 var niðurstaða hans sú besta sem sést hefur í sögu sveitarfélagsins. Skuldaviðmið samstæðu sveitarfélagsins var komin niður í 137,29 prósent, og þar með undir lögboðið 150 prósent viðmið.

Fá milljarða vegna sölu á HS Orku

Reykjanesbær fékk síðan enn einar gleðifréttirnar stuttu síðar, þegar gengið var frá sölu á hlut Fjárfestingarsjóðsins ORK í HS Orku til félags í eigu íslenskra lífeyrissjóða.

Í ágúst 2012 seldi Reykjanesbær nefnilega skuldabréf sem sveitarfélagið eignaðist við sölu á hlut þess í HS Orku til Geysis Green Energy. Kaupandinn var áðurnefndur sjóður, ORK, sem rekinn var af Virðingu, sem síðar gekk í gegnum nokkrar sameiningar og er nú hluti af Kviku banka. Sjóðurinn var fjármagnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum.

Heimildir Kjarnans herma að kaupverðið hafi verið 8,8 milljarðar króna. Reykjanesbær á rétt á því að fá rúmlega fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem sveitarfélagið fékk þegar það seldi skuldabréfið upphaflega. Þeim verður öllum ráðstafað til niðurgreiðslu skulda.

Fall WOW air hefur mikil áhrif

Það hafa þó einnig teiknast upp nýjar áskoranir. Við fall WOW air í lok mars sagði bæjarráð Reykjanesbæjar ljóst að áfallið muni hafa mikil samfélagsleg áhrif til skamms tíma. Það sé einkum vegna þess hversu mikill fjöldi íbúa hafi starfað hjá WOW air eða í fyrirtækjum sem veitti WOW air bæði beina og óbeina þjónustu.

Í mars 2019 voru 709 manns atvinnulausir í Reykjanesbæ, eða 6,7 prósent, miðað við 330 manns í mars 2018, eða 3,1 prósent, miðað við tölur Vinnumálastofnunar. Fjöldinn nær þó ekki fjölda atvinnulausra árið 2011 þegar 1190 manns voru atvinnulausir í Reykjanesbæ.

Mun fleiri karlar eru atvinnulausir en konur, eða 421 karl á móti 288 konum og flestir þeirra eru á aldrinum 25-29 ára. Flestir atvinnulausra í Reykjanesbæ hafa grunnskóla sem hæstu menntun, eða 371 manns, þar á eftir koma háskólamenntaðir eða 127 manns. Flestir atvinnulausra eru íslenskir ríkisborgarar, það er 319 manns, en Pólverjar koma fast á eftir með 287 manns.

En við blasir að staða hins 25 ára gamla sveitarfélags er betri nú en nokkru sinni í sögu þess.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar