Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum

Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.

gallery-1494878319-m-60a3-near-giessen-in-germany-1985.jpeg
Auglýsing

Nýlega var aflétt leynd af leyniskjölum sem hafa leitt í ljós að árið 1983 gerð­ust alvar­legir atburðir sem margir telja að hefðu hæg­lega getað leitt til kjarn­orku­styrj­ald­ar. Skjölin fjalla um umfangs­mikla her­æf­ingu, eins­konar stríðs­leik, þar sem Banda­ríkin og NATO líktu eftir umskiptum frá hefð­bundnum hern­aði til kjarn­orku­á­taka í stríði í Evr­ópu. Í skjöl­unum kemur fram að helstu leið­togar Sov­ét­ríkj­anna töldu stríðs­leik­inn raun­veru­legan – að Banda­ríkin og NATO væru í raun að fara að hefja kjarn­orku­árás á Sov­ét­ríkin – og brugð­ust við með við­eig­andi hætti.

Able Archer-her­æf­ingin

Upp­lýs­ingar um Able Archer-her­æf­ing­una hafa verið kunnar um nokk­urra ára skeið. Sú stað­reynd að Sov­ét­menn vopn­uðu flug­vélar sínar með kjarn­orku­sprengjum hefur hins vegar ekki verið gerð opin­ber fyrr en nú. Þessar nýju upp­lýs­ingar sýna að hættan á kjarn­orku­stríði var raun­veru­leg en ólíkt öðrum atburð­um, svo sem eins og Kúbu­deil­unni, var næstum engum kunn­ugt um það á þeim tíma.

Flestir yfir­menn í Banda­ríkja­her litu á Able Archer sem dæmi­gerða her­æf­ingu sem ekki myndi raska ró sov­éskra yfir­manna umfram það sem búast mætti við. Æfingin var mun stærri en venju­lega. Floti flutn­inga­véla flaug með 19.000 her­menn í 170 ferðum frá Banda­ríkj­unum til her­stöðva í Evr­ópu. Hún var einnig óvenju raun­veru­leg. Flutn­inga­vél­arnar héldu þögn í sam­skiptum og B-52-­sprengju­flug­vélum var ekið út á flug­brautir og hlaðnar gervi­sprengjum sem litu mjög raun­veru­lega út. 

Mark­mið æfing­ar­innar var bein­línis að gera hlut­ina sem raun­veru­leg­asta. Her­stjórn Banda­ríkj­anna setti t.d. við­búnað við kjarn­orku­stríði á hæsta stig. Sov­ét­menn fylgd­ust auð­vitað með þessu öllu eins og þeir gerðu almennt og banda­rísk yfir­völd gerðu ráð fyrir að þeir myndu gera. En við­brögð Sov­ét­manna voru ólík því sem áður hafði þekkst. 

Allir vissu að banda­menn fylgd­ust með Sov­ét­mönnum og öfugt, og við­brögð mót­að­il­ans voru gjarnan hluti af æfing­unni. Form­legar og óform­legar sam­skipta­leiðir voru not­aðar til að tryggja að mót­að­il­inn vissi að um æfingu væri að ræða. Það kerfi reynd­ist þó fjarri því óbrigðult eins og þetta dæmi sýn­ir.

Auglýsing
Lykilmaðurinn í því að ekki fór illa var Leon­ard Per­roots  yf­ir­maður leyni­þjón­ustu Banda­ríkja­hers í Evr­ópu. Hann varð þess var að ekki var allt með felldu Sov­ét­megin járn­tjalds og raun­veru­leg stig­mögnun gæti verið að eiga sér stað. Þegar Per­roots til­kynnti yfir­manni sín­um, hers­höfð­ingj­anum Billy Minter, um „óvenju­legar aðgerð­ir“ Sov­ét­ríkj­anna í byrjun Able Archer, ætl­aði Minter að bregð­ast við á hefð­bund­inn hátt. Per­roots ráð­lagði honum hins vegar að bíða og sjá. Sov­ét­menn væru hugs­an­lega að mis­lesa til­gang æfing­ar­innar og frek­ari stig­mögnun af hálfu Banda­ríkja­manna, sem var hefð­bundin í æfinga­skyni, myndi lík­lega ýta undir frekara hættu­á­stand – og gæti jafn­vel hrundið af stað stríði.

Hér verður að hafa í huga að í hinni sér­kenni­legu lógík kjarn­orku­fæl­ing­ar­kerfis kalda stríðs­ins var getan til fyrstu árásar ákveðið lyk­il­at­riði (e. First Strike Capa­bility). Það var í raun ákveð­inn hvati til þess að verða fyrri til að beita kjarna­vopn­um, til að ná í reynd að dæma and­stæð­ing­inn úr leik strax í upp­hafi stríðs. 

Þá varð getan til við­bragðs lyk­il­at­riði, sem leiddi af sér stefnu „gagn­kvæmrar ger­eyð­ingar“ (e. Mutu­ally Assured Destruct­ion – MAD). Þannig var dregið úr hvat­anum til að verða fyrri til, því sama hvað gerð­ist þá gæti and­stæð­ing­ur­inn alltaf náð að svara með gjör­eyð­ing­ar­afli kjarna­vopna. Til þess að MAD gengi upp varð sá sem var seinni til að vera snöggur til svar­s. 

Við þessar aðstæður gefst lít­ill tími til að gaum­gæfa val­kost­ina, og í augum Sov­ét­manna var æfingin í raun áætlun Banda­ríkja­manna og banda­manna þeirra um að gera inn­rás í Aust­ur-­Evr­ópu – og þar með verða fyrri til að gera kjarn­orku­árás á Sov­ét­rík­in.    

1983 – stöðug ógn af yfir­vof­andi kjarn­orku­stríði – fólk var búið að fá nóg 

Þessir atburðir gerð­ust ein­ungis um viku áður en kvik­myndin The Day After var sýnd á ABC-­sjón­varps­stöð­inni í Banda­ríkj­un­um, en meira en 100 millj­ónir manna, á næstum 39 millj­ónum heim­ila, horfðu á upp­haf­legu útsend­ing­una. Myndin var mjög raun­sönn og áhrifa­rík og fjallar um hvernig nún­ingur á milli Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna stig­magn­ast hratt og endar með kjarn­orku­stríð­i. 

The Day After var frum­sýnd í kvik­mynda­húsum skömmu síðar hér á landi. Sama dag og myndin var aug­lýst á áber­andi hátt í Morg­un­blað­inu var á for­síðu vitnað í Geir Hall­gríms­son þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra sem þá sat örygg­is­mála­ráð­stefnu í Stokk­hólmi: „Heims­byggðin þarfn­ast alhliða afvopn­un­ar“. Það end­ur­speglar vel ríkj­andi tíð­ar­anda og það gerðu við­tökur við mynd­inni einnig, ógnin af kjarn­orku­stríði var stöðugt yfir­vof­andi og fólk búið að fá nóg hinu þrúg­andi ástandi sem hafið varað í ára­tugi. Það varð kannski tím­anna tákn að myndin var sýnd í rík­is­sjón­varpi Sov­ét­ríkj­anna árið 1987 í kjöl­far samn­inga Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna um tak­mörkun kjarna­vopna. 

Fátt er svo með öllu illt – Frið­ar­sinn­inn Reagan

Able Archer-her­æf­ingin hafði þó jákvæðar afleið­ingar því Ron­ald Reagan þáver­andi Banda­ríkja­for­seti tók málið mjög alvar­lega. Hann hafði verið her­skár frá því hann tók við völdum árið 1981 og aukið þrýst­ing á Sov­ét­menn. M.a. með því að senda skipa­flota, kaf­báta og flug­sveitir inn fyrir mörk sov­éskra yfir­ráða­svæða þar sem líkt var eftir árás­um. Þessar aðgerðir áttu að ýta undir væn­i­sýki Sov­ét­manna og kalla fram við­brögð, sem þær og gerð­u. 

En þegar Reagan las skýrslu um Able Archer og hversu tæpt hafði þar verið teflt varð honum ljós sú stað­reynd að Sov­ét­menn virt­ust allt eins gera ráð fyrir því að Banda­ríkin væru viljug til að hefja stríð með kjarn­orku­vopn­um. Þann 18. nóv­em­ber 1983, viku eftir að Able Archer lauk, skrif­aði Reagan í dag­bók sína: „Mér finnst Sov­ét­menn vera svo varn­ar­sinn­að­ir, svo væni­sjúkir, að án þess að vera með nokkra lin­kind ættum við að gera þeim ljóst að eng­inn hér hefur neitt slíkt í hyggju.“Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Mynd: Wikicommons.

Sama dag hitti Reagan utan­rík­is­ráð­herra sinn, George Shultz, til að ræða það að koma á beinni sam­skipta­leið við Moskvu, á fundi sem mikil leynd hvíldi yfir. Tveimur mán­uðum síð­ar, 16. jan­úar 1984, flutti Reagan sjón­varps­ávarp þar sem vikið var frá fyrri yfir­lýs­ingum um Sov­ét­ríkin sem „heims­veldi hins illa“. Lyk­illína ávarps­ins var: „Ef sov­éska rík­is­stjórnin vill frið, þá verður friður [...] við skulum byrja nún­a.“

Lík­lega var það ekki bara á Vest­ur­löndum sem fólk var komið með nóg af víg­bún­að­ar­kapp­hlaup­inu og ógn­inni sem því fylgdi. Ári seinna tók við völdum í Sov­ét­ríkj­unum maður sem var sama sinnis, Mik­haíl Gor­batsjev. Eft­ir­leik­inn þekkja flestir og stór­veldin tóku í kjöl­farið stór skref í átt til afvopn­unar og eitt það fyrsta var leið­toga­fund­ur­inn í Reykja­vík 1986 – fyrir að verða 35 árum síð­an. Samn­ingar um alls­herj­ar­fækkun kjarna­vopna voru und­ir­rit­aðir og senn lauk því ástandi ógn­ar­jafn­vægis sem hafði þjakað heims­byggð­ina um ára­tuga­skeið. 

Var þá kyrrt um sinn – en ekki lengi

Eftir lok kalda stríðs­ins nálg­uð­ust Rússar Vest­ur­lönd jafn og þétt með nán­ara sam­starfi m.a. um örygg­is- og varn­ar­mál, t.d. hvað varð­aði að tryggja öryggi kjarn­orku­her­afla Sov­ét­ríkj­anna sál­ugu. And­rúms­loftið súrn­aði þó smám sam­an, sér­stak­lega eftir að Vla­dimír nokkur Pútín varð yfir­maður Rúss­nesku leyni­þjón­ust­unnar (FSB) í júlí 1998. Dró nú fljótt úr sam­starfsvilj­anum og ljóst varð að Rússar ætl­uðu ekki að láta kippa sér inn í vest­rænt sam­starf með einu hand­taki. Eftir að þeir gáfust upp á því sem þeir túlk­uðu sem yfir­gang af hálfu vest­rænna ríkja varð mik­ill við­snún­ingur í sam­skipt­un­um. 

Þrátt fyrir hörku Rússa í Téténíu og Georgíu og óvenju­legan fram­gang í öðrum fyrrum Sov­étlýð­veldum og Var­sjár­banda­lags­ríkj­um, héldu margir á Vest­ur­löndum í von­ina um var­an­legan eft­ir-­kalda­stríðs­frið. Þegar Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga árið 2014 hrukku því sumir í kút, and­rúms­loftið breytt­ist og ljóst var að haf­inn var nýr kafli í sög­unni – að ein­hverju leyti aft­ur­hvarf til gam­alla tíma. 

Þrátt fyrir þá spennu sem ríkti í sam­skiptum við Rússa reyndi Obama að halda áfram á braut kjarn­orku­af­vopn­un­ar. Í þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unni sem Hvíta húsið birti í des­em­ber 2017 var áfram dregið úr hlut­verki kjarn­orku­vopna eins og kostur var. Það urðu hins vegar tals­verð umskipti í kjarn­orku­málum Banda­ríkj­anna með valda­töku Don­alds Trumps. Kjarn­orku­vopna­búr Banda­ríkj­anna var grund­völlur að stefnu hans, að sögn til að við­halda friði og stöð­ug­leika og koma í veg fyrir yfir­gang gagn­vart Banda­ríkj­un­um.

Ný tækni – nýtt vopna­kapp­hlaup og ógn­ar­jafn­vægi?

Þó ekki sé hægt að tala um nýtt víg­bún­að­ar­kapp­hlaup eins og á tímum kalda stríðs­ins hefur verið mikil þróun í kjarn­orku­vopna­tækni. Nú tala sumir um mögu­leika á beit­ingu kraft­minni kjarn­orku­vopna sem bjóða upp á meiri nákvæmni og þar með afmark­aðri afleið­ing­ar. Þetta er rök­stutt með því að fæl­ing­ar­mátt­ur­inn sé meiri sem geri heim­inn í raun örugg­ari en ella. Aðrir hafa bent á að þessu sé þver­öf­ugt far­ið, að vegna þess hversu nákvæm­lega megi beita slíkum vopnum verði freist­ingin meiri til þess að beita þeim í hern­aði.

Tals­menn fyrir notkun slíkra áhrifa­minni kjarn­orku­vopna full­yrða að slík aðferða­fræði sé hluti af stríðs­á­ætl­unum Rússa og að þeir búi yfir fjölda minni kjarn­orku­vopna. Stjórn Trumps hélt því fram að þróun kjarn­orku­vopna með tak­mark­aða virkni væri sér­stak­lega mik­il­væg vörn gegn Rússum – sem hefðu þann skiln­ing að Banda­ríkin myndu hika við að nota sitt öfl­uga vopna­búr til að bregð­ast við tak­mörk­uðum kjarn­orku­árás­um. 

Banda­ríkja­menn byrj­uðu því árið 2019 að smíða kjarna­vopn með minni virkni sem ætlað var að styrkja stöð­una gagn­vart Rúss­um. Þarna er um að ræða litlar flaug­ar, með sprengi­afl upp á 5 til 7 kílótonn, sem skjóta mætti frá kaf­bát­um. Til sam­burðar getur ein Trident flaug sem skotið er úr kaf­báti borið átta 100 kílótonna kjarna­odda. Hefð­bundnar lang­drægar flaugar enn meira og sprengjan sem varpað var á Hiros­hima var um 15 kílótonn.

Hins vegar hafa gagn­rýnendur áhyggjur af því að hinn nýi kjarna­oddur gæti raun­veru­lega aukið lík­urnar á kjarn­orku­stríði. Í fyrsta lagi verði honum lík­lega skotið með sömu Trident-eld­flaug og notuð er til að skjóta meira en 100 sinnum öfl­ugri sprengj­um. Ekki sé hægt að búast við því að Rússar muni sitja rólegir og segja: við skulum bíða með að sjá hvað þetta er stór sprengja áður en við bregð­umst við – nú já, þetta er víst bara lítið svepp­ský. 

Af hverju er þetta sér­stakt áhyggju­efni nú? – Óút­reikn­an­legir Rússar

Grund­vall­ar­at­riði þegar rætt er um mögu­leika á kjarn­orku­stríði er óvissan um fyr­ir­ætl­anir óvin­ar­ins, hvað hyggst hann fyr­ir, hvað heldur hann að ég hygg­ist gera, hvað heldur hann að ég viti um hvað hann ætlar sér?

Þessi óvissa var það sem olli því að heim­ur­inn rambaði á barmi kjarn­orku­stríðs í tvígang, fyrst í Kúbu­deil­unni árið 1962 og svo aftur með Able Archer árið 1983. Þess vegna gerðu menn sér ljósa hætt­una af slíkri óvissu og reyndu að koma á greið­ari sam­skipta­leið­um. Nú þegar ríki eins og Rúss­land bein­línis gerir út á upp­lýs­inga­óreiðu, mis­vísandi upp­lýs­ingar og van­traust er voð­inn vís. 

Að sögn NATO hafa Rússar haldið áfram að þróa og koma upp með­al­drægum eld­flaugum sem eru hreyf­an­legar og ill­grein­an­leg­ar. Þær geta náð til evr­ópskra borga með litlum fyr­ir­vara, með hefð­bundnum sprengju­hleðslum eða kjarna­odd­um. Rússar hafa því ekki sýnt vilja til að upp­fylla INF-sátt­mál­ann um slíkar flaugar sem var und­ir­rit­aður af Reagan og Gor­bat­sjov árið 1987. Hann útrýmdi bæði kjarn­orku- og hefð­bundnum skot- og stýriflaugum á jörðu niðri, með drægni á bil­inu 500 til 5.500 kíló­metra. Þessar nýju deilur við Rússa leiddu til þess að sátt­mál­inn féll úr gildi árið 2019.

Rússar hafa einnig sýnt að þeir eru reiðu­búnir að beita her­valdi gegn nágrönnum sínum en her­sveitir þeirra eru í Úkra­ínu, Georgíu og Mold­óvu, gegn vilja við­kom­andi rík­is­stjórna. Þeir hafa einnig sýnt af sér ógn­andi hegð­un, þar með talið netárás­ir, upp­lýs­inga­óreið­u-her­ferðir og til­raunir til að hafa afskipti af lýð­ræð­is­ferlum, og við­hafa einnig ógagn­sæi þegar kemur að her­æf­ing­um.

Banda­ríkja­menn snúa við blað­inu

Óút­reikn­an­leik­inn er ekki endi­lega alltaf bara hjá Rúss­um. Á meðan Don­ald Trump gegndi for­seta­emb­ætti gerði hann út á að vera óút­reikn­an­legur og spurði bein­lín­is: „Af hverju getum við ekki notað kjarn­orku­vopnin okk­ar?“ 

Hins vegar hefur Joe Biden end­ur­vakið stefnu sem var við lýði á meðan hann gegndi emb­ætti vara­for­seta í valda­tíð Barracks Obama. Það er stefna sem rímar við við­brögð Ron­alds Reag­ans þegar hann átt­aði sig á hætt­unni af Able Archer, og reyndi að rjúfa störu­keppni stór­veld­anna sem hafði næstum leitt af sér kjarn­orku­stríð.

Banda­ríkin og Rúss­land náðu nýlega sam­komu­lagi um fram­leng­ingu START-sátt­mál­ans sem rann út í febr­ú­ar. Sátt­mál­inn var upp­haf­lega sam­þykktur eftir lok kalda stríðs­ins árið 1991 en hefur verið end­ur­bættur í áranna rás. Joe Biden sagð­ist ætla að nota hið end­ur­nýj­aða sam­komu­lag sem ramma fyrir fram­tíð­ar­samn­inga um kjarn­orku­vopn. 

Kálið er ekki sopið þó í aus­una sé komið því þrátt fyrir góðan samn­ings­vilja Bidens eru sjón­ar­miðin á heima­velli mörg sem þarf að sætta. Lin­kind í utan­rík­is­málum er jafnan illa séð í banda­rískum stjórn­málum og Rússar eru ekki þeir einu sem við er að eiga þegar kjarn­orku­vopn eru ann­ars veg­ar. Orð eru þó til alls fyrst og lík­lega hefur heim­ur­inn eitt­hvað fjar­lægst nýtt kalt stríð og ógn­ar­jafn­vægi með nýjum stjórn­völdum í Was­hington.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar