6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna

Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.

Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
Auglýsing

Sam­an­lagður rekstr­ar­hagn­aður Reita, Reg­ins og Eikar nam 22 millj­örðum króna í fyrra, sem er 6 millj­örðum krónum minni en á árinu 2019. Félögin segja að far­ald­ur­inn hafi leitt til 4,3 millj­arða króna sam­dráttar í fyrra og búast við að veiran muni einnig draga úr tekjum í ár. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingum fast­eigna­fé­lag­anna sem birtst hafa á vef Kaup­hall­ar­innar á síð­ustu vik­um. 

400 millj­arða eigna­safn

Félögin þrjú eru einu fast­eigna­fé­lögin í Kaup­höll­inni, en þau sér­hæfa sig í fjár­fest­ing­um, þróun og útleigu á hús­næði. Sam­an­lagt eigna­safn þeirra nemur 400 millj­örðum króna, en meiri­hluti þess er bund­inn í hús­næði sem félögin leigja út. Þessi upp­hæð jafn­gildir 14 pró­sentum af lands­fram­leiðslu Íslands í fyrra. 

Minni tekjur og lægra virði eigna

Ein helsta tekju­lind félag­anna eru leigu­tekjur frá fyr­ir­tækj­um, en sam­kvæmt árs­reikn­ing­unum leiddi far­ald­ur­inn til töl­verðs sam­dráttar í þeim. Í árs­reikn­ingi Reg­ins kemur fram að 360 millj­ónir króna af leigu­tekjum félags­ins frá við­skipta­vinum sínum hafi verið felldar nið­ur. Reitir áætla svo að leigu­tekjur félags­ins hafi dreg­ist saman um 935 millj­ónir króna vegna efna­hags­legra áhrifa COVID-19. Hins vegar var áætl­aður sam­dráttur leigu­tekna hjá Eik vegna veirunnar mun minni, eða um 50 millj­ónir króna.

Auglýsing

Til við­bótar við sam­drátt í leigu­tekjum telja félögin að heims­far­ald­ur­inn hafi haft nei­kvæð áhrif á aðra rekstr­ar­þætti mats­breyt­ingu fjár­fest­ing­ar­eigna, við­skipta­kröfur og afskriftir þeirra. 

Áætl­aður heild­ar­sam­dráttur vegna veirunnar virð­ist vera mestur hjá Reg­in, en þar býst félagið við að hafa tapað 2,5 millj­örðum vegna virð­is­rýrn­unar eigna félags­ins og minni leigu­tekna. Reg­inn telur aftur á móti að far­ald­ur­inn hafi leitt til 1,1 millj­arða króna sam­dráttar hjá félag­in­u. 

Eik telur far­ald­ur­inn hafa minnkað tekjur félags­ins um rúm­lega 655 millj­ónir króna, en ólíkt hinum tveimur félög­unum vegur virð­is­rýrnun við­skiptakrafna þess þyngst í stað minnkun leigu­tekna. Einnig bætir félagið við að rekstur Hót­els 1919, sem er í eigu félags­ins, hafi verið 230 millj­ónum lak­ari en fyrri áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

Sam­an­lagt telja því félögin að veiran hafi leitt til sam­dráttar að and­virði 4,3 millj­arða króna

Hagn­aður og arð­greiðslur hjá Reitum og Eik

Þrátt fyrir þetta mikla tekju­tap skil­uðu félögin öll hagn­aði af rekstri sín­um. Rekstr­ar­hagn­aður Eikar nam 5,5 millj­örðum króna, en hann náði 8 millj­örðum hjá Regin og 9 millj­örðum hjá Reit­um. Sam­an­lagt eru þetta um 22 millj­arðar króna, sem er fimmt­ungi minna en rekstr­ar­hagn­aður félag­anna árið 2019. 

Stjórnir Reita og Eikar hafa báðar sam­þykkt arð­greiðslur vegna rekstr­ar­nið­ur­stöðu síð­asta árs. Hjá Reitum stendur til að greiða 778 millj­ónir króna í arð, en væntar arð­greiðslur Reita nema 650 millj­ónum króna. Stjórn Reg­ins ákvað hins vegar að sleppa því að greiða arð í ár, í ljósi óviss­unar í þróun efna­hags­mála í land­inu vegna COVID-19. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar