Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess

Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.

ásmundarsalstía.jpg
Auglýsing

1. Sam­kvæmi í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu

Klukkan 6:08 að morgni aðfanga­dags 2020 sendi lög­reglan frá sér upp­lýs­inga­póst úr dag­bók lög­reglu þar sem farið var yfir helstu verk­efni hennar á Þor­láks­messu­kvöld og aðfara­nótt aðfanga­dags.

Þriðja atriðið í póst­inum vakti strax athygli, og átti eftir að draga dilk á eftir sér. Þar var greint frá því að klukkan 22:25 á Þor­láks­messu hefði lög­reglan verið „kölluð til vegna sam­kvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykja­vík­ur. Veit­inga­rekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lok­aður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru sam­an­komin í saln­um, þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Tölu­verð ölvun var í sam­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nán­ast hvergi voru fjar­lægð­ar­tak­mörk virt. Lög­reglu­menn sáu aðeins 3 spritt­brúsa í saln­um. Lög­reglu­menn ræddu við ábyrgð­ar­menn skemmt­un­ar­innar og þeim kynnt að skýrsla yrði rit­uð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp and­lits­grímu. Gestirnir kvödd­ust margir með faðm­lögum og ein­hverjir með koss­um. Einn gest­anna var ósáttur með afskipti lög­reglu og líkti okkur við nas­ista.“

2. „Hátt­virti ráð­herrann“ var Bjarni Bene­dikts­son

Um tíu­leytið á aðfanga­dags­morgun fóru að birt­ast frétt­ir, á Vísi og vef Frétta­­blaðsins, um að ráð­herr­ann í sam­kvæm­inu hefði verið Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Auglýsing
Skömmu síðar birti Bjarni stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann gekkst við því að hafa verið á meðal gesta í sam­kvæm­inu. Þar sagði: „Á heim­­leið úr mið­­borg­inni í gær­­kvöldi fengum við Þóra sím­­tal frá vina­hjón­um, sem voru stödd á lista­safn­inu í Ásmund­­ar­­sal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köst­uðum á þau jóla­­kveðju. Þegar við komum inn og upp í sal­inn í gær­­kvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyr­­ir.

Eins og lesa má í fréttum kom lög­­reglan og leysti sam­kom­una upp. Og rétt­i­­lega. Þarna hafði of margt fólk safn­­ast sam­­an.

Ég hafði verið í hús­inu í um fimmtán mín­útur og á þeim tíma fjölg­aði gest­un­­um. Rétt við­brögð hefðu verið að yfir­­­gefa lista­safnið strax þegar ég átt­aði mig á að fjöld­inn rúm­að­ist ekki innan tak­­mark­ana. Það gerði ég ekki og ég biðst inn­i­­lega afsök­unar á þeim mis­­tök­­um.“3. Ásmund­ar­salur biðst afsök­unar

Í stöðu­upp­færslu á Face­book sem birt var skömmu fyrir hádegi á aðfanga­dag, á síðu Ásmund­ar­sals, sagði: „Eig­endur og rekstr­ar­að­ilar Ásmund­ar­salar vilja taka fram vegna frétta að sal­ur­inn er lista­safn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þor­láks­messu. Einnig er sal­ur­inn með veit­inga­leyfi. Ekki var um einka­sam­kvæmi að ræða í gær heldur var sölu­sýn­ing­in  „Gleði­leg jól” opin fyrir gesti og gang­andi.

Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr mið­bænum og við gerðum mis­tök með að hafa ekki stjórn á fjöld­anum sem kom inn. Flestir gest­anna voru okkur kunn­ugir, fastakúnn­ar, list­unn­endur og vinir sem hafa und­an­farin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þor­láks­messu.

Við misstum yfir­sýn og biðj­umst afsök­unar á því.“

4. Krafa um afsögn

Mikil reiði greip um sig víða, enda höfðu verið við lýði stífar tak­mark­anir vegna þriðju bylgju kór­ónu­veirunn­ar. Þegar einn þeirra ráð­herra sem setti reglur um þær tak­mark­anir fór ekki eftir þeim sjálfum fannst mörgum hljóð og mynd ekki fara sam­an­. Að regl­urnar giltu ekki um þá sem settu þær.

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir sagði strax á aðfanga­dag að það væri „bara mjög slæmt þegar for­yst­u­­menn þjóð­­ar­innar fara ekki eftir þessum regl­u­m[...]Ef það er rétt sem þar kemur fram þá er þetta klár­­lega brot á sótt­­varn­­ar­­reglum og mér finnst það miður að þetta hafi gerst.“ Logi Ein­ar­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það sína skoðun að Bjarni hlyti „að íhuga það alvar­­lega að segja af sér. Ef hann er ekki að gera það þá hljóta sam­­starfs­­flokk­­arnir tveir að pressa á hann vegna þess að ég trúi varla að hann hafi stuðn­­ing allra ann­­arra ráð­herra eða meiri­hluta Alþing­­is.“ Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði hegðun Bjarna ófor­svar­an­lega og að upp­á­koman væri „af­sagn­ar­sök“.

Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Lands­spít­al­anum sem hefur meðal ann­ars skrifa um COVID-19 inn á vís­inda­vef Háskóla Íslands, skrif­aði stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem sagði:

„Ég vil vera afdrátt­­ar­­laus, skýr og ótví­­ræður hérna.

1. Þessi sam­koma var fárán­­legt, skammar­­legt brot á sótt­varna­regl­um.

2. Þessi sam­koma gæti fræð­i­­lega hleypt af stað ofur­dreifi­við­­burði COVID-19 hér­­­lend­­is. Það gæti hrein­­lega leitt til dauðs­­falla. Ég er ekki að ýkja hérna.

3. Skort­­ur­inn á sótt­­vörnum í þess­­ari sam­komu, sem var nú þegar að brjóta sam­komu­tak­­mark­an­ir, lýsir fárán­­legum dóm­­greind­­ar­bresti og virð­ing­­ar­­leysi gagn­vart alþjóð.

4. Þeir sem skipu­lögðu þessa sam­komu ættu ein­fald­­lega að skamm­­ast sín.

5. Téður ráð­herra ætti að segja af sér - taf­­ar­­laust. Fyrir þátt­tak­endur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráð­herra í rík­­is­­stjórn Íslands er þetta algjör for­sendu­brest­ur. Það er erfitt að lýsa því nákvæm­­lega hversu mikið dóm­­greind­­ar- og virð­ing­­ar­­leysi er hér á ferð­inni.

6. Ég vil biðla til allra sem hafa skoðun á þessu máli að deila henn­i.“

Á jóla­dag steig Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fram og tjáði sig um mál­ið. Hún sagði við Vísi að hún hefði rætt við Bjarna dag­inn áður og tjáð honum óánægju sína með mál­ið. „Svona atvik skaðar traustið á milli flokk­anna og gerir sam­­starfið erf­ið­­ara. Sér­­stak­­lega vegna þessa að við stöndum í stór­ræðum þessa dag­ana, hins vegar er sam­­staðan innan stjórn­­­ar­innar verið góð og ég tel okkur hafa náð miklum árangri í því sem við erum að vinna að. Við munum halda því ótrauð áfram.“ Hún gerði þó ekki kröfu um að Bjarni myndi segja af sér vegna máls­ins. 

5. Lög­reglan segir að orða­lag hafi verið á skjön við vinnu­reglur

Á annan í jól­um, 26. des­em­ber, barst til­kynn­ing fá lög­regl­unni á höfðu­borg­ar­svæð­inu þar sem sagði að það hefði verið á skjön við vinn­u­­reglur hennar að láta upp­­lýs­ingar um að „hátt­virtur ráð­herra“ hafi verið í sam­kvæm­inu á Þor­láks­messu. Á þeim tíma sem til­kynn­ingin barst hafði ekki birst nein frétt í fjöl­miðlum lands­ins þar sem umrætt verk­lag hafði verið til umfjöll­un­ar. 

Per­sónu­vernd taldi ekki ástæðu til að aðhaf­­ast vegna dag­­bók­­ar­­færsl­unnar þar sem almennt njóti opin­berar per­­sónur minni frið­­helgi en aðr­­ar. 

6. Ný lína frá eig­endum sal­ar­ins

Þann 28. des­em­ber 2020 sendu eig­endur Ásmund­ar­sals, þau Aðal­heiður Magn­ús­dóttir og Sig­ur­björn Þor­kels­son, yfir­lýs­ingu þar sem þau sögðu að fjölda­tak­mark­anir hefðu ekki verið brotnar í sam­kvæm­inu á Þor­láks­messu. Þar sagði að sýn­ing­ar­sal­ur­inn, sem sé á efri hæð Ásmunda­sal­ar, væri versl­un­ar­rými og falli því undir þær sótt­varn­ar­reglur sem um þau giltu á þessum tíma. Ekki hafi verið um einka­sam­kvæmi að ræða heldur opna sýn­ingu. „Á neðri hæð Ásmund­ar­salar er kaffi­hús með vín­veit­inga­leyfi þar sem 15 manns mega koma saman og við­bót­ar­rýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðal­sýn­ing­ar­rými verka þar sem allt að 35 manns mega koma sam­an. Heild­ar­fjöldi í bygg­ing­unni getur því verið allt að 60 manns að upp­fylltum sótt­varn­ar­regl­um. Á Þor­láks­messu­kvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í hús­inu. Eig­endur telja ótví­rætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmið­i.“

Þennan sama dag fór Bjarni í við­tal í Kast­ljósi, sagð­ist hafa þegið létt­vín í Ásmund­ar­sal en hafi „aldrei [ver­ið] stadd­ur í neinu par­­tí­i.“ Hann hefði upp­lifað að hann hefði verið í salnum í korter og stæði við það mat. Bjarni taldi sig ekki hafa brotið sótt­varna­lög. 

7. Form­leg rann­sókn fór fram en nið­ur­staða liggur ekki fyrir

Þrátt fyrir þessa afstöðu ákvað lög­reglan að hefja form­lega rann­sókn á mögu­legu sótt­varn­ar­broti í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu og gerði grein fyrir því í til­kynn­ingu 30. des­em­ber. Þar kom fram að rann­sóknin myndi meðal ann­ars fela í sér að yfir­­fara upp­­­tökur úr búk­­mynda­­vélum lög­­­reglu­­manna með til­­liti til brota á sótt­­vörn­­um.

Þeirri rann­sókn lauk í jan­úar og var málið í kjöl­far sent ákæru­sviði lög­regl­unnar 22. jan­úar sem átti að taka ákvörðun um hvort sektir yrðu gefnar út eða ekki. Enn þann dag í dag, tæpum einum og hálfum mán­uði síð­ar, liggur ekki fyrir nið­ur­staða ákæru­sviðs. 

Þann 26. febr­úar greindi mbl.is frá því að nefnd sem hefur eft­ir­lit með störfum lög­­­reglu sé að kanna sam­­skipti hennar við fjöl­miðla eftir að sam­­kvæmið í Ásmund­­ar­­sal á Þor­láks­­messu var leyst upp. Einnig verður kannað hvort sam­ræmi sé milli þess sem komi fram á upp­­­töku og þess sem skrifað var í skýrslu lög­­­reglu. 

8. Dóms­mála­ráð­herra hringdi tví­vegis í lög­reglu­stjór­ann

Þann 23. febr­úar opin­ber­aði RÚV að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefði hringt tví­­­­­­­vegis í Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á aðfanga­dag 2020 í kjöl­far þess að lög­­­­reglan hafði greint fjöl­miðlum frá því að „hátt­­­­virkur ráð­herra“ hefði verið staddur í sam­­­­kvæmi í Ásmund­­­­ar­­­­sal kvöldið áður. 

Áslaug Arna sagði í við RÚV að sam­­­­töl hennar við lög­­­­­­­reglu­­­­stjór­ann hafi verið vegna spurn­inga sem hún hafði um verk­lag og upp­­­­lýs­inga­­­­gjöf við gerð dag­­bók­­ar­­færslna lög­­­reglu. „Fjöl­miðlar spurðu mig hvort hún væri eðli­­leg. Ég þekkti ekki verk­lag dag­­bók­­ar­­færslna lög­­regl­unnar og spurði aðeins um það.“

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því á mið­viku­dag að í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn mið­ils­ins hafi ekki komið skýrt fram hvort allir helstu fjöl­miðlar lands­ins, sem hún segir að hafi sett sig í sam­band við hana á aðfanga­dag, hafi spurt sér­­stak­­lega út í verk­lags­­reglur lög­­­reglu í tengslum við dag­­bók­­ar­­færslu lög­regl­unnar á aðfanga­dag. Í skrif­legu svari sagði Áslaug Arna: „„Þegar ljóst var hvers eðlis málið var og hvernig það var að þró­­ast þennan sama dag, taldi ég ekki við hæfi að tjá mig um það – hvorki um dag­­bók­­ar­­færsl­una sjálfa né aðra anga máls­ins.“

9. Átti ekki sam­skipti við Bjarna áður en hún hringdi í lög­reglu­stjór­ann

Vegna þessa var Áslaug Arna boðuð fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Hún kom fyrir nefnd­ina á mánu­dag. Hún sagði í áður­nefndu skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið að hún hefði ekki átt sam­­skipti við Bjarna áður en hún átti sam­­skipti við lög­­­reglu­­stjóra, en að hún hafi átt sam­­skipti við Bjarna síðar á aðfanga­dag.

Í við­tali við RÚV eftir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar var hins vegar haft eftir dóms­­mála­ráð­herra að hún hafi vitað að það var Bjarni sem hafði verið í Ásmund­­ar­­sal á Þor­láks­­messu áður en hún hringd­i. 

Halla Berg­þóra mætti svo sjálf fyrir nefnd­ina á þriðju­dag. Hún hefur ekki viljað tjá sig um sím­tölin opin­ber­lega. Þegar hún var til við­tals í Silfr­inu um síð­ustu helgi bar hún það fyrir sig að málið væri til með­ferðar hjá þing­nefnd og vegna þess gæti lög­reglu­stjór­inn ekki tjáð sig um það.

10. Vilja skýra hvort sam­skiptin hafi verið í sam­ræmi við lög og reglur

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, spurði Áslaugu Örnu um málið á Alþingi á þriðju­dag. Í fyr­ir­spurn hans kom meðal ann­ars fram að annað sím­talið sem hún hafi átt við Höllu Berg­þóru hafi verið klukkan hálf fimm á aðfanga­dag jóla. 

Eftir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á þriðju­dag sagði Andrés Ingi Jóns­son, nefnd­ar­maður og þing­maður Pírata, að það væri hans til­finn­ing að ráð­herra hafi verið röngu megin lín­unnar með því að hlut­ast til um ein­stök mál. „Það er svona mín til­finn­ing eftir það að ráð­herr­ann hafi verið röngu megin lín­unnar þegar kemur að því að vera að hlut­ast um ein­stök mál í rann­sókn. Það er eitt­hvað sem við þurfum að skoða frekar tel ég.“

Jón Þór Ólafs­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar, sagði á mið­viku­dag að nýjar upp­lýs­ingar hefðu komið fram þegar dóms­mála­ráð­herra og lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins komu fyrir nefnd­ina. Hann sagði við RÚV að mögu­legt væri að nefndin gerði hlé á sínum störfum til þess að gefa umboðs­manni Alþingis færi á að hefja frum­kvæð­is­at­hugun á mál­in­u. 

RÚV greindi svo frá því á fimmtu­dag að Halla Berg­þóra telji að dóms­mála­ráð­herra hafi ekki „haft afskipti af rann­sókn saka­máls“ með sím­tölum sínum á aðfanga­dag. Hún svar­aði ekki spurn­ingum RÚV um hvort sam­skiptin við dóms­mála­ráð­herra hefðu verið óeðli­leg.

Óli Björn Kára­son, sam­flokks­maður Áslaugar Örnu og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, sagði við Morg­un­blaðið í gær að Jón Þór og Andr­és, þing­menn Pírata í nefnd­inni, hafi ekki sést fyrir í mál­inu í „„ó­stjórn­­­legri löng­un til að koma höggi á póli­­tísk­an and­­stæð­ing“ og ásakar þá báða um trún­að­ar­brest. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar