Fjögur atriði af erlendum vettvangi helgarinnar

Donald Trump er aftur kominn í kosningaham, hvað gerðist í Svíþjóð?, vopnahlé í Úkraínu og óvissan með NATO.

Netverjar hafa varpað upp hinum ýmsu myndum af því hvernig landamæraveggur Donalds Trump muni líta út. IKEA-útgáfan verður að teljast vera ólíklegur kostur en kómísk er hún. Og praktísk.
Netverjar hafa varpað upp hinum ýmsu myndum af því hvernig landamæraveggur Donalds Trump muni líta út. IKEA-útgáfan verður að teljast vera ólíklegur kostur en kómísk er hún. Og praktísk.
Auglýsing

Fjögur atriði standa upp úr í erlendum fréttum þessa helg­ina. Það ætti engan að undra að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er upp­spretta flestra þeirra frétta sem bár­ust um helg­ina. Heim­ur­inn snýst hins vegar ekki aðeins um hann, þó virð­ist vera hans eigin skiln­ingur á ver­öld­inni.

Í Rúss­landi hafa stjórn­völd lýst yfir vopna­hléi í Úkra­ínu, í Írak hefur her­inn haf­ist handa við að end­ur­heimta stjórn á Mosúl í norð­an­verðu land­inu frá Íslamska rík­inu og í sinni fyrstu opin­beru heim­sókn til Evr­ópu ákvað Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, að draga stuðn­ing Banda­ríkj­anna við NATO enn frekar í efa.

Kosn­inga­fundur Don­alds Trump í Flór­ída

Síðan Don­ald Trump varð for­seti hefur hann ekki eytt einni helgi í Hvíta hús­inu, mörgum í Was­hington til mik­illar furðu. Hann hefur kosið að dvelja á hinum stöðum í eigin eigu og slaka á eða sinna starf­inu það­an. Þessa vik­una er hann í Flór­ída-­ríki.

Til þess að reyna að rétta af hrak­farir sínar und­an­far­inna daga hélt hann stóran fund í Mel­bo­urne í Flór­ída sem hafði öll ein­kenni kosn­inga­bar­áttufund­ar. Fund­ur­inn er eins furðu­legur og þessir fundir ger­ast, og í stað þess að færa rök fyrir gerðum sínum bætti Trump í og fór með allskyns fleip­ur.

Sjón er sögu rík­ari.



Auglýsing


Hvað gerð­ist eig­in­lega í Sví­þjóð?

Eitt þeirra atriða sem mikið hefur verið gert úr á sam­fé­lags­miðlum um helg­ina eru orð Banda­ríkja­for­seta um Sví­þjóð en svo virð­ist vera að hann haldi að þar hafi orðið hryðju­verka­árás á föstu­dags­kvöld, í það minnsta talar hann um ótil­greinda atburði í Sví­þjóð í sömu andrá og hann nefnir staði þar sem hryðju­verk hafa verið framin síð­ustu miss­eri.



Net­verjar hafa klórað sér í hausnum vegna þessa. Margar kenn­ingar hafa komið fram, hver annarri fárán­legri. Ein­hverjir hafa velt því upp hvort Trump hafi átt við Melodi­festivalen, und­ankeppni Eurovision þar í landi sem var sjón­varpað á föstu­dag­inn. Enn aðrir hafa gert að því skóna að IKEA hafi verið fengið til þess að byggja vegg­inn á landa­mærum Banda­ríkj­anna við Mexíkó.







Vopna­hlé í Úkra­ínu

Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, kynnti áform um að vopna­hléi verði komið á í Úkra­ínu og að það muni hefj­ast á mánu­dag. Lavrov var við­staddur fund utan­rík­is­ráð­herra Úkra­ínu, Þýska­lands og Frakk­lands í München um helg­ina þar sem vopna­hléið var ákveð­ið.

Rússar hafa stutt við bakið á upp­reisn­ar­mönnum í borg­ara­stríð­inu í Úkra­ínu sem staðið hefur síðan 2013. Upp­reisn­ar­menn hafa haldið stórum svæðum í aust­ur­hluta lands­ins með hjálp Rússa, sem nýttu sér ringul­reið­ina og upp­lausn­ina í Úkra­ínu og inn­lim­uðu Krím­skaga árið 2014. Vest­ur­lönd, meðal ann­ars Ísland, hafa beitt Rússa við­skipta­þving­unum vegna þessa.

Þetta skref Rússa nú talið vera til þess að sýna Vest­ur­löndum að Rússar vilji vinna með en ekki á móti nágrönnum sínum og um leið fá við­skipta­bann­inu hnekkt.

Pence dýpkar gjána

Evr­ópu­ríkin í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) hafa ekki fengið skýr svör um stefnu banda­rískra stjórn­valda eftir að Don­ald Trump tók við emb­ætti fyrir mán­uði síð­an. Trump tal­aði mikið um NATO-­sam­starfið í kosn­inga­bar­áttu sinni en hefur dregið úr gíf­ur­yrðum und­an­farna mán­uði. Eftir standa hin banda­lags­rík­in, engu nær um hver stefna Banda­ríkj­anna er.

Á fundi utan­rík­is­ráð­herra Evr­ópu­ríkja í München í gær var Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, staddur og ávarp­aði hann sam­kom­una. Án þess að fara ítar­lega í málið þá dýpkaði hann frekar gjána sem mynd­ast hefur milli ríkj­anna beggja vegna Atl­ants­hafs­ins.

Pence fór með sömu rullu og yfir­maður hans hefur áður farið með og ítrek­aði að Banda­ríkin myndu ganga harðar eftir því að aðild­ar­ríkin að NATO myndu borga sinn skerf í banda­lag­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None