Vinstri græn styðja stækkun NATO í fyrsta sinn

Utanríkismálanefnd, undir forystu Vinstri grænna, leggur til að tillaga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verði samþykkt. Þetta er í fyrsta sinn sem Vinstri græn styðja við stækkun NATO.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Utan­rík­is­mála­nefnd, þar sem Bjarni Jóns­son, þing­maður Vinstri grænna, gegnir for­mennsku, sam­þykkti á fundi sínum í gær nefnd­ar­á­lit um til­lögu til þings­á­lykt­unar um stað­fest­ingu við­bót­ar­samn­inga við Norð­ur­-Atl­ants­hafsa­samn­ing­inn um aðild Finn­lands og Sví­þjóðar að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO).

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, sagði í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í byrjun maí að ekki væri um að ræða stefnu­breyt­ingu hjá flokknum með stuðn­ingi íslenskra stjórn­valda við aðild­ar­um­sókn Svía og Finna í NATO. Hún sagð­ist sjálf ætla að styðja við þær ákvarð­anir sem Finn­land og Sví­þjóð myndu taka varð­andi aðild­ar­um­sókn að NATO.

Þetta er samt sem áður í fyrsta sinn sem for­maður Vinstri grænna styður við stækkun NATO.

Í stefnu Vinstri grænna að Ísland segi sig úr NATO

Fyrrum for­maður flokks­ins, Stein­grímur J. Sig­fús­son, og þing­menn flokks­ins hafa ítrekað greint frá þeirri afstöðu sinni að Ísland eigi ekki að vera í NATO og þau styddu ekki stækkun banda­lags­ins. Afstaða flokks­ins hefur hingað til verið skýr hvað NATO varðar en í stefnu hans segir að flokk­ur­inn leggi áherslu á að Ísland segi sig úr banda­lag­inu.

Auglýsing
Fyrir stækkun NATO í des­em­ber 2003 sagði Stein­grím­ur að það væri nið­­ur­­staða þing­­­manna flokks­ins að styðja ekki stækk­­­un banda­lags­ins. „Við erum ein­­­dregið þeirr­ar skoð­unar að það sé ekki heilla­­­spor að fram­­­lengja líf­daga þessa hern­að­­ar­­banda­lags,“ sagði hann.

Steingrímur J. Sigfússon var formaður Vinstri grænna frá stofnun flokksins árið 1999 til 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir tók við. Mynd:: Bára Huld Beck.

Stein­grím­ur taldi að þvert á móti bæri að vinna að því að leggja hern­að­­ar­­banda­lög niður og gæta frið­­­ar, stöðug­­­leika og ör­ygg­is í heim­in­um með lýð­ræð­is­­­lega upp­­­­­byggðum svæð­is- og al­heims­­­stofn­un­um, eins og stofn­un­inni um ör­yggi og sam­vinnu í Evr­­­ópu (ÖSE) og end­­­ur­­­skipu­lögðu ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna.

„Metn­að­ar­mál nor­rænu NATO-­ríkj­anna“ að vera í hópi fyrstu ríkj­anna sem stað­festa aðild Finn­lands og Sví­þjóðar

Finnar og Svíar sóttu form­lega um aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu 18. maí. Inn­rás Rússa í Úkra­ínu hefur haft í för með sér gríð­ar­lega við­horfs­breyt­ingu gagn­vart banda­lag­inu þar sem áhug­inn á aðild hefur auk­ist til muna.

Bjarni Jónsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar.

Á fundi sínum í gær lagði utan­rík­is­mála­nefnd til að til­laga um stað­fest­ingu við­bót­ar­samn­inga við Norð­ur­-Atl­ants­hafs­samn­ing­inn um aðild Finn­lands og Sví­þjóðar að NATO yrði sam­þykkt. Í nefnd­ar­á­lit­inu er vísað í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar þar sem fram kemur að mik­il­vægt er að mögu­legt verði að full­gilda við­bót­ar­samn­inga um aðild Finn­lands og Sví­þjóðar eins fljótt og kostur er að lok­inni form­legri und­ir­ritun þeirra. Utan­rík­is­mála­nefnd leggur fer því fram á að Alþingi álykti um heim­ild rík­is­stjórnar til full­gild­ingar áður en und­ir­ritun við­bót­ar­samn­inga fer fram.

Svo var ekki gert við stað­fest­ingu við­bót­ar­samn­inga við fyrri stækk­anir NATO, síð­ast vegna aðildar Norð­ur­-Ma­kedóníu árið 2020 og Svart­fjalla­lands árið 2017 en þá var þings­á­lykt­un­ar­til­laga til stað­fest­ingar samn­inga lögð fram eftir að þeir höfðu verið und­ir­rit­að­ir.

„Það er metn­að­ar­mál nor­rænu NATO-­ríkj­anna þriggja að vera í hópi fyrstu ríkja til að stað­festa vænt­an­lega við­bót­ar­samn­inga Finn­lands og Sví­þjóðar um aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. MEð því er nánum vina­þjóðum og frændum sýnd sam­staða og um leið þrýst á önnur banda­lags­ríki að stað­festa samn­ing­ana hratt og vel,“ segir í nefnd­ar­á­liti utan­rík­is­mála­nefnd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent