Er sameiginleg varnarstefna Evrópu án forystu Bandaríkjanna tímabær?

Bjarni Bragi Kjartansson fjallar um evrópsk varnarmál og þá valkosti sem Evrópuríki hafa aðra en að reiða sig á NATO.

Evrópa hefur engan eiginlegan her en hugmyndir um slíkt hafa lengi verið til. Sameiginlegur Evrópuher gæti þjónað margvíslegum tilgangi þegar kemur að lausn vandamála í alþjóðasamfélaginu.
Evrópa hefur engan eiginlegan her en hugmyndir um slíkt hafa lengi verið til. Sameiginlegur Evrópuher gæti þjónað margvíslegum tilgangi þegar kemur að lausn vandamála í alþjóðasamfélaginu.
Auglýsing

Nýlega kynnti Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins stefnu um nán­ari sam­vinnu í örygg­is- og varn­ar­mál­um. Þar eru stigin ákveðin skref í átt að auk­inni sam­hæf­ingu á fram­lagi ríkj­anna til her­mála, rann­sókna, her­gagna­fram­leiðslu og þjálf­unar mann­afla. Þetta kann að hljóma ógn­væn­lega í hugum ein­hverra; er nú verið að stofna Evr­ópu­her­inn sem ungt fólk verður skyldað í? Er Evr­ópu­sam­bandið búið að missa sjónar á mark­miðum sínum um frið í Evr­ópu og að breyt­ast í hern­að­ar­banda­lag?

Stutta svarið við þessum spurn­ingum er nei þótt vissu­lega sé verið að auka það sem mætti kalla hern­að­ar­leg umsvif ESB. Málið snýst ann­ars vegar um hinar svoköll­uðu hraðliðs­sveitir sem komið var á fót fyrir nokkrum árum, en sjaldan eða aldrei hefur verið gripið til m.a. vegna ósættis um fjár­mögnun þeirra. Nú verður breyt­ing á, þar sem sú fjár­mögnun er komin inn á fjár­hags­á­ætlun sam­bands­ins og því ekki lengur háð fram­lagi ríkj­anna í hvert og eitt sinn. Hins vegar snýst þetta um almenna upp­bygg­ingu eigin varn­ar­getu Evr­ópu­ríkja, bæði ríkj­anna sem slíkra sem og sam­eig­in­lega. Þessi aukna sam­vinna mun nýt­ast í þeim örygg­is- og varn­ar­tengdu verk­efnum sem unnin eru undir merkjum ESB, en einnig NATO.

Auglýsing

Evr­ópa hefur dregið lapp­irnar – Banda­ríkja­menn við stjórn

Gjarnan er nefnt að Evr­ópu­ríki séu van­máttug þegar kemur að hern­að­ar­að­gerð­um, sem endi á því að Banda­ríkja­menn þurfi koma til bjarg­ar. Það má til sanns vegar færa og kom ágæt­lega fram í aðgerð­unum í Líbýu þegar Gaddafi var komið frá völd­um. Hvað sem segja má um gildi þeirra aðgerða sýndi það sig að Evr­ópu­ríki voru og eru van­búin til hern­að­ar­að­gerða svo Banda­ríkja­menn, sem höfðu ætlað að fylgj­ast með og styðja við, neydd­ust til að taka yfir stjórn aðgerða. Þó er rétt að hafa í huga að ESB rekur nokkrar frið­ar­gæslu­að­gerðir undir eigin merkjum – fyrst og fremst í Afr­íku – en einnig á Balkanskaga. Þar eru her­menn oft í hlut­verki eft­ir­lits­manna eða hluti þjálf­un­arteyma.

Á það ber að líta að nokkur Evr­ópu­ríki leggja tals­vert fjár­magn til NATO þar sem Banda­ríkja­menn hafa tögl og hagld­ir. Þó er óhætt að full­yrða að eftir lok Kalda stríðs­ins og í ljósi breyttar heims­mynd­ar, hefur mik­il­vægi þess auk­ist að Evr­ópa láti til sín taka á sviði örygg­is- og varn­ar­mála á eigin for­send­um.

Federica Mogherini yfirmaður utanríkis- og öryggismálastefnu ESBSam­eig­in­leg örygg­is- og varn­ar­stefna hefur ekki verið í for­grunni Evr­ópu­sam­run­ans lengst af, sem hefur haft ákveðna kosti – en einnig nokkra galla. Sam­starfs í örygg­is- og varn­ar­málum hefur þó verið að taka á sig ákveðn­ari mynd með árun­um. Það var til­greint í Maastrict- og Amster­dam-sátt­mál­unum 1992 og 1999 en skriður komst fyrst sam­starfið á leið­toga­fundi Breta og Frakka árið 1999, þegar leið­togar ríkj­anna hvöttu ESB til þess að komið yrði á sam­eig­in­legri örygg­is- og varn­ar­mála­stefnu.

Ráða­menn í Was­hington hafa um langt skeið þrýst á Evr­ópu­ríki um varn­ar­fram­lög upp á tvö pró­sent af lands­fram­leiðslu og að taka þannig meiri ábyrgð á eigin vörn­um. Var það m.a. sam­þykkt sem almennt mark­mið á leið­toga­fundi NATO í Wales í sept­em­ber 2014. Yfir­lýs­ingar Trumps og félaga um að bein­línis sé verið að féfletta banda­ríska skatt­greið­end­ur, og að þau ríki sem ekki muni leggja til sinn skerf til varn­ar­mála muni síður njóta verndar Banda­ríkja­manna, eru þó nýjar af nál­inni. Þær hafa aug­sýni­lega valdið ákveðnu upp­námi í sam­starfi innan banda­lags­ins, en hins vegar hefur verið bent á að þetta tveggja pró­senta við­mið sé afvega­leið­andi. Má auð­veld­lega túlka þennan mál­flutn­ing banda­rískra ráða­manna sem dæmi­gerða póli­tíska sýnd­ar­mennsku á heima­velli.

Don­ald Trump hefur talað niður Evr­ópu­sam­vinnu, fagnað Brexit og tekið undir með fólki eins og Mar­ine Le Pen sem vill sundra Evr­ópu fremur en sam­eina. En sé ein­hver raun­veru­leg mein­ing að baki orða Trumps, um að Banda­ríkin þurfi að losna undan þeirri ábyrgð sem þau hafa borið á vörnum Evr­ópu­ríkja, þá ætti sam­einuð sterk Evr­ópa að vera for­gangs­mál fyrir Banda­rík­in.

Donald Trump ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Washington.

Áður en hlaupið er til við aukna her­væð­ingu í Evr­ópu er mik­il­vægt að átta sig á því hvaðan ógn­irnar koma. Helsta sýni­lega hern­að­ar­lega ógn Evr­ópu kemur úr austri, frá Rúss­um. Hafa ber í huga að Evr­ópu­búar eru fjórum sinnum fleiri en Rússar og sam­an­lögð lands­fram­leiðsla Evr­ópu­ríkja er tólf­föld sú rúss­neska. Jafn­framt er mik­il­væg sú stað­reynd að fram­lög Evr­ópu­ríkja innan NATO til varn­ar­mála eru fimm sinnum meiri en fram­lög Rússa.

Hernaður færist nú, eins og svo margt annað, yfir í netheima. Netárásir og aðrar huldar árásir á innviði eru orðin að mikilvægri hernaðaraðgerð.Vanda­málið er því ekki að Evr­ópu­ríki leggi ekki nóg til varn­ar­mála heldur hvernig fjár­mun­unum er varið – og jú, vilj­inn til þess að beita þeirri varn­ar- og hern­að­ar­getu sem ríkin búa yfir. Þar hefur aug­ljós vilji Rússa til slíks auk þess sem beit­ing þeirra á svoköll­uðum „hy­brid“, eða duldum aðgerðum, sín áhrif. Það gefur auga­leið að bætt sam­eig­in­leg og sam­hæfð varn­ar­stefna, með samnýt­ingu fjár­magns, mann­afla og bún­aðar er hag­kvæmur og rök­réttur kost­ur. Slíkt gæti gert Evr­ópu kleyft að verða býsna öfl­ugt her­veldi, það annað stærsta í heimi. En er það endi­lega eft­ir­sókn­ar­vert?

Kostir veikrar örygg­is- og varn­ar­stefnu

Óhætt er að full­yrða að það fylgi því margir kostir að búa ekki yfir og þurfa að beita öfl­ugum her­afla í lík­ingu við þann sem Banda­ríkja­menn búa yfir. Hlut­verk ESB hefur fyrst og fremst varðað hið svo­kall­aða borg­ar­lega öryggi – eða hina mjúku hlið örygg­is­mála – og sam­bandið að mestu látið NATO um hina hefð­bundnu og hern­að­ar­legu – eða hörðu – hlið mála. Þó getur ESB beitt sér á víg­stöðvum þar sem NATO á óhægt um vik af póli­tískum ástæð­um. ESB getur til dæmis blandað sér í átök í Líbanon og Palest­ínu eða sýnt gott for­dæmi um hnatt­ræna ábyrgð með íhlut­un.

Á sama hátt er ESB ekki eins ógn­andi og NATO og Banda­ríkin gagn­vart Rússum láti sam­bandið til sín taka í fyrrum Sov­étlýð­veld­um, þó vissu­lega hafi ESB verið þeim þar þyrnir í aug­um. Sam­eig­in­leg varn­ar­stefna og auk­inn hern­að­ar­máttur gæti því hugs­an­lega gert sam­bandið meira ógn­andi út á við og erf­ið­ara um vik að beita sér þar sem „mýkri“ aðferðir eru áhrifa­rík­ari. Þannig má rök­styðja að veik sam­eig­in­leg varn­ar­stefna ESB sé um leið ákveð­inn styrk­ur.

Evr­ópu­ríkin hafa þannig getað ein­beitt sér að því að stuðla að lýð­ræð­isum­bót­um, blóm­legum við­skiptum og bættu mann­lífi almennt meðal Evr­ópu­búa. Sam­keppni um jafn við­kvæm mál og víg­búnað og her­varnir innan ESB gæti mögu­leg valdið áður óþekktri inn­byrðis spennu, m.a. vegna misvægis í fram­lagi ríkj­anna, að ógleymdri þeirri stað­reynd að innan ESB eru ríki sem eru stolt af hlut­leys­is­arf­leifð sinni (þó ekk­ert þeirra sé her­laust). Evr­ópu­sam­bandið sem öfl­ugt her­veldi kann jafn­framt að raska ákveðnu valda­jafn­vægi sem byggir á yfir­burðum Banda­ríkja­manna. Í því sam­hengi er var­huga­vert að fara í sam­keppni og þaðan af síður víg­bún­að­ar­kapp­hlaup við Banda­rík­in, enda ekk­ert sem gefur til­efni til slíks.

Ókostir veikrar og ómark­vissrar örygg­is- og varn­ar­stefnu

Ókostir ómark­vissrar og ósam­hæfðar örygg­is- og varn­ar­stefnu eru þó nokkr­ir. Þótt vel hafi farið um Evr­ópu undir hand­leiðslu Banda­ríkj­anna (og NATO) í kjöl­far tveggja blóð­ugra styrj­alda er ýmis­legt sem rennir stoðum undir að það fyr­ir­komu­lag geti ekki gengið til lengd­ar. Evr­ópu­menn hljóta að ókyrr­ast og hugsa sinn gang þegar leið­togi helsta banda­manns þeirra er alger­lega van­hæfur til að fást við utan­rík­is­mál, auk þess sem hann virð­ist lifa í ein­hverjum hlið­ar­veru­leika sem m.a. virð­ist búinn til af Fox-fréttum og Breit­bart-miðl­in­um.

En burt­séð frá því hver gegnir emb­ætti Banda­ríkja­for­seta er það bein­línis óeðli­legt að heil heims­álfa, með fimm hund­ruð milljón íbúa og fimmt­ung allrar fram­leiðslu í heim­in­um, skuli stóla á Banda­ríkin þegar kemur að her­vörn­um. Geti Evr­ópu­menn byggt á eigin verð­leikum hvað varðar her­varn­ir, án Banda­ríkja­manna í bíl­stjóra­sæt­inu, má t.d. rök­styðja að auð­veld­ara yrði að þróa heil­brigð­ara sam­band við Rússa.

Örygg­is- og varn­ar­mál eru af marg­vís­legum toga

Ekki má gleyma þeirri stað­reynd að örygg­is- og varn­ar­mál snú­ast langt í frá ein­göngu um byssur og skrið­dreka. Sam­eig­in­leg stefna Evr­ópu­sam­bands­ins snýst um örygg­is­mál í stóru sam­hengi, m.a. hryðju­verkaógn og net­ör­ygg­is­mál. Þó skref séu tekin sem varði hin hörðu svið örygg­is­mála, vopn og hern­að­ar­upp­bygg­ingu, þá er einnig nauð­syn­legt að skoða málið í því stóra sam­hengi.

Heild­rænni nálgun á örygg­is- og varn­ar­mál í sem víðustum skiln­ingi er kannski það sem Evr­ópa – með Evr­ópu­sam­bandið í broddi fylk­ingar – hefur fram að færa umfram NATO, og þá afstöðu og aðferða­fræði sem Banda­ríkin standa fyr­ir, sér­stak­lega undir núver­andi for­seta.

Hér er t.d. vert að hafa í huga að Evr­ópa – og Evr­ópu­sam­bands­ríkin sér­stak­lega – veitir mun meira fé til þró­un­ar­mála og efna­hags­að­stoðar í þriðja heim­inum en Banda­rík­in. Trump stefnir bein­línis að veru­legum sam­drætti í þeim efn­um. Banda­rísk fram­lög til þró­un­ar­mála nema um 0,25% af þjóð­ar­fram­leiðslu á meðan að ESB-­ríki leggja til tæp­lega 0,5% af sam­eig­in­legri þjóð­ar­fram­leiðslu. Öll ESB-­ríkin eru hins vegar búin að skuld­binda sig til þess að greiða 0,7% þjóð­ar­fram­leiðslu til þró­un­ar­mála, og þriðj­ungur aðild­ar­ríkj­anna hefur þegar náð því mark­miði eða er kom­inn fram úr því.

Lausn þeirra stóru vanda­mála – ann­arra en ógn­andi og óút­reikn­an­legrar hegð­unar Rússa – sem Evr­ópa stendur frammi fyr­ir, eins og hryðju­verkaógn, flótta­manna­vandi og félags­legur og efna­hags­legur óstöð­ug­leiki suður og austur af álf­unni, felst ekki í vopna­skaki og fæl­ing­ar­mætti einum sam­an. Þau vanda­mál kalla á umtals­vert betri sam­þætt­ingu hefð­bund­inna varn­ar­mála, þró­un­ar­að­stoðar og efna­hags­upp­bygg­ing­ar. Í þeim efnum ætti Evr­ópu­sam­bandið að geta lagt enn frekar til mál­anna með sam­hæfðum hætti. Efl­ingu varn­ar- og örygg­is­getu sam­bands­ins ætti því einnig að skoða í því ljósi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Agnes Joy
Einungis ein íslensk kvikmynd kemst á lista yfir 20 tekjuhæstu myndir síðasta árs
Alls voru 16 íslensk verk sýnd í kvikmyndahúsum á árinu 2019, sem er sami fjöldi og árið áður, en þrátt fyrir það fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum niður um 68 prósent frá árinu á undan.
Kjarninn 17. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Þetta átti ekki að geta gerst – aftur
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar