Stofnandi „eiturlyfja-Ebay“ dæmdur

Aðstandandi netsíðu þar sem fíkniefnaviðskipti fóru fram fékk þungan dóm að lokum. Mál hans vekur upp spurningar.

Kristinn Haukur Guðnason
silk
Auglýsing

Þegar við ímyndum okkur eit­ur­lyfja­barón fáum við mynd í hug­ann af mið­aldra karli, örlítið bútt­uð­um, smjör­greidd­um, sól­bekkja­brún­um, í lit­ríkri skyrtu með efstu töl­unum hneppt frá. Sitj­andi við sund­laug­ar­bakka, umkringdan fáklæddu kven­fólki og skugga­legum mönnum með hríð­skotariffla. Ross Ulbricht passar illa við þessa staðalí­mynd. Hann er ungur og við­kunn­an­legur tölvunörd, bóka­ormur og skáti sem þó stjórn­aði einum stærsta eit­ur­lyfja­mark­aði heims­ins á frírri wi-fi teng­ingu almenn­ings­bóka­safns. Mál hans vekur upp margar spurn­ingar um net­frelsi, frið­helgi einka­lífs­ins, ofbeldi og stríðið gegn eit­ur­lyfj­um. 

Frjáls­hyggja í verki

Ross Ulbricht er 33 ára gam­all, fæddur og alinn upp í Austin borg í Texas. Sonur hjón­anna Kirk og Lyn sem stunda fast­eigna­við­skipti í Mið-Am­er­íku­rík­inu Kosta Ríka. Hann stefndi á feril í vís­indum og sótti háskóla­gráður í bæði eðl­is­fræði og verk­fræði. En þegar hann útskrif­að­ist árið 2009 hafði hann misst áhug­ann og var far­inn að hugsa meira um stjórn­mál og við­skipti. Hann aðhyllt­ist nýfrjáls­hyggju og stjórn­leys­is­hug­myndir og leit upp til Ron Paul, guð­föð­urs Teboðs­hreyf­ing­ar­innar innan Repúblíkana­flokks­ins. Ulbricht hugð­ist þó ekki taka beinan þátt í stjórn­málum heldur vildi hann finna hug­sjónum sínum far­veg í frum­kvöðla­starf­semi. Þetta kom mörgum á óvart því á háskóla­ár­unum var hann nokkuð hlé­drægur og ófram­fær­inn. Ulbricht var opinn fyrir flestu en horfði fyrst og fremst til mark­aðs­starf­semi á net­inu. Það fyrsta sem hann kýldi á var mark­aður fyrir not­aðar bæk­ur, Good Wagon Books

Sú starf­semi var að miklu leyti drifin áfram af hug­sjón og hluti ágóð­ans rann til góð­gerð­ar­mála. En sá hluti var ekki stór því að bók­salan gekk mjög illa og Ulbricht missti brátt áhug­ann. Um mitt ár 2010 til­kynnti hann á sam­fé­lags­miðlum að nýtt  og háfleygt verk­efni væri í bígerð. Opinn markað án afskipta rík­is­valds­ins og því ofbeldi sem fylgir skatt­lagn­ingu og reglu­verki. Fæstir vissu hvað Ulbricht átti í raun og veru við, þ.e. hvernig slíkur mark­aður ætti að geta starf­að. Ólík­legt er að margir hafi pælt mikið í þessum orðum hins nýút­skrif­aða bók­sala frá Texas. Sér­stak­lega ekki í ljósi þess að þegar verk­efnið leit loks dags­ins ljós var hann hvergi skráður fyrir því.

Auglýsing



Eit­ur­lyfja-Ebay

Í febr­úar árið 2011 opn­aði vef­mark­að­ur­inn Silk Road, nefndur eftir fornri versl­un­ar­leið milli Evr­ópu, Afr­íku og Asíu. Á mark­að­inum var notað svo­kallað Tor-­kerfi (handa­hófs­kennt dulkóð­un­ar­kerfi) sem gerir það erf­ið­ara að finna not­end­ur, bæði kaup­endur og selj­end­ur. Síðan var því hluti af hinu alræmda myrkra­neti (dark web) sem birt­ist ekki í hefð­bundnum leit­ar­vélum á borð við Google eða Yahoo heldur þarf sér­stakan hug­búnað til að nálg­ast það. Að auki var bitcoin not­aður sem gjald­mið­ill á Silk Road, sem gerir það ennþá erf­ið­ara fyrir yfir­völd að fylgj­ast með not­endum og greiðslum þeirra á milli. 

Silk Road var ekki að fara í sam­keppni við Ebay eða Amazon því að vör­urnar sem þar voru á boðstólnum voru flestar ólög­legar víð­ast hvar í heim­in­um. Þar mátti finna stera, fæðu­bót­ar­efni, sjúkra­hús­varn­ing, sterka orku­drykki og fleira en lang­mest umferðin var með fíkni­efni. Í upp­hafi var lítil umferð á Silk Road en hálfu ári eftir opn­un­ina birt­ist grein um vef­inn á hinni geysi­vin­sælu blogg­síðu Gawker og við það marg­fald­að­ist umferð­in. Hægt var að kaupa flest þau fíkni­efni sem fyr­ir­finn­ast í ver­öld­inni, bæði í miklu magni og í smá­skömmt­um, og send­ingin var sam­komu­lags­at­riði milli kaup­anda og selj­anda. Má þar nefna mor­fín­skyld-efni, amfetamín-­skyld efni, ofskynj­un­ar­lyf, deyf­andi lyf, kókaín og kanna­bis-efni (sem voru þau vin­sælust­u). Vef­ur­inn óx hratt og brátt voru not­end­urnir um ein milljón tals­ins. Hluti sölu­and­virð­is­ins rann til stjórn­enda síð­unnar sem gerði vef­inn gríð­ar­lega ábata­sam­ann.

Heiður meðal dóp­sala

Í upp­hafi virt­ist eng­inn stýra vefnum en svo allt í einu birt­ist not­andi með stjórn­un­ar­vald sem bar heitið Dread Pirate Roberts, eftir aðal­sögu­hetju skáld­sög­unnar (og kvik­mynd­ar­inn­ar) The Princess Bride. Fleiri stjórn­endur voru að vefnum en Roberts var aug­ljós­lega sá sem hafði mest völd. Ólíkt not­endum vef­mark­aða á borð við Ebay og Amazon þá mynd­uðu not­endur Silk Road nokk­urs konar sam­fé­lag. Spjall­þræðir voru virkir og not­end­urnir mynd­uðu raun­veru­leg tengsl. Þó að margir hafi notað vef­inn ein­vörð­ungu til að kaupa eða selja fíkni­efni þá voru aðrir virkir í hug­mynda­fræði­legum umræðum um frjáls­hyggju, stjórn­leysi og hið opna og frjálsa inter­net. Það var meira að segja starf­ræktur bóka­klúbbur á síð­unni þar sem þessu hug­myndum var hamp­að. Í við­tali við vefritið Wired segir Roberts: 

„Eitt sem ég hef lært af því að leika Dread Pirate Roberts er að aðgerðir manns gera sumum til geðs en gera aðra ákaf­lega reiða. En við getum ekki þagað að eilífu. Við höfum mik­il­væg skila­boð og nú er rétti tím­inn fyrir heim­inn að heyra þau. Þetta snýst ekki um að redda okkur skammti eða að sýna yfir­völdum hvar Davíð keypti ölið. Þetta snýst um rétt okkar sem mann­eskjur og að neita að lúta þegar við höfum ekk­ert gert af okk­ur. Silk Road er far­vegur fyrir þau skila­boð. Allt annað skiptir minna máli.“

Fíkni­efna­mark­aður kann að virð­ast und­ar­legur staður til að veita hug­sjónum sínum braut­ar­gengi því að erfitt er að sjá sam­fé­lags­lega ávinn­ing­inn af slíkri starf­semi. Grunn­hug­mynd frjáls­hyggju­manna og stjórn­leys­ingja er hins vegar sú að ein­stak­ling­ur­inn beri ávallt ábyrgð á sjálfum sér og vald­boð sé aldrei gott. Með því að taka við­skiptin af göt­unni og inn á nafn­laust myrkra­netið sé hættan á ofbeldi, hvort sem er frá lög­reglu eða selj­end­um, tekin úr umferð. Að stríðið gegn eit­ur­lyfj­um, sem staðið hefur yfir í hart­nær hálfa öld, þjóni ein­göngu rík­is­vald­inu og stór­fyr­ir­tækjum á meðan almenn­ingur líður fyrir það. Stjórn­endur Silk Road héldu því ekki fram að fíkni­efni væru holl eða mann­bæt­andi en á síð­unni voru leið­bein­ingar um notkun þeirra til að minnka skað­ann og auka öryggi. Síðan var heldur ekki að öllu leyti frjáls því að ýmis varn­ingur var bann­aður af stjórn­end­um. Má þar nefna barnaklám, fals­aða pen­inga­seðla, þýfi, leigu­morð og vopn (sem voru þó seld á tengdri síð­u).

Grip­inn á bóka­safni

Lög­reglu­yf­ir­völd vissu strax af síð­unni við opnun hennar en létu hana að mestu í friði til að byrja með. Hand­tökur í tenglsum við eit­ur­lyfja­smygl víða um heim fóru þó í auknum mæli að vísa á síð­una og lög­reglan fór að sýna henni meiri áhuga. Það var hins vegar öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn Chuck Schumer sem beindi kast­ljósi almenn­ings að síð­unni og krafð­ist aðgerða gegn stjórn­endum henn­ar. Við það færð­ist mik­ill þungi í rann­sókn­ina og margir lög­reglu­menn skráðu sig á vef­inn til þess eins að reyna að fá upp­lýs­ingar um stjórn­end­urn­ar. Vatna­skil urðu þegar þeir náðu að hand­sama einn af þeim í jan­úar árið 2013. 

Mað­ur­inn sem gekk undir dul­nefn­inu Chron­icpain var í raun Curtis Clark Green, mið­aldra fjöl­skyldu­maður frá Utah. Eftir hand­tök­una bauðst Dread Pirate Roberts til þess að borga fyrir morð á Green og lög­reglan svið­setti það til að narra hann. Green hjálp­aði til við rann­sókn­ina og um sum­arið vissi lög­reglan að Ross Ulbricht væri hinn alræmdi Dread Pirate Roberts. Ulbricht hafði búið í San Francisco síðan Silk Road hóf göngu sína og enga af vinum hans grun­aði að hann stýrði víð­femum fíkni­efna­mark­aði. Hann bjó í lít­illi leigu­í­búð ásamt nokkrum her­berg­is­fé­lög­um. Hann  kall­aði sig Jos­hua Ter­rey og sagð­ist vinna við gjald­eyr­is­við­skipti. Í októ­ber­mán­uði árið 2013 var hann grip­inn á almenn­ings­bóka­safni með far­tölv­una sína þar sem hann var að vinna á síð­unn­i. 

Á sama tíma var Silk Road lokað af alrík­is­lög­regl­unni, FBI. Lög­reglan lagði hald á bitcoin mynt af tölvu­bún­aði Ulbricht, bæði frá honum sjálfum og öðrum not­end­um, sam­an­lagt yfir 3 millj­arða íslenskra króna. En talið er að hann lúri á enn stærri fjár­hæð­um, jafn­vel allt að 5% af heild­ar­mynt­inni í heim­in­um. Það sem lög­reglan náði var selt á upp­boðum haustið 2015.



Vef­þjónar á Íslandi

Í jan­úar árið 2015 hófust rétt­ar­höldin yfir Ross Ulbricht á Man­hattan í New York borg. Ákær­urnar gegn honum voru sjö tals­ins, þar á meðal sam­særi um fíkni­efna­sölu, pen­inga­þvætti og stjórn umsvifa­miklilla glæpa­sam­taka. Ein ákæran var tekin út áður en rétt­ar­höldin hófust, þ.e. sam­særi um morð á sex ein­stak­ling­um. Ekk­ert þess­ara morða átti sér stað og ákæru­valdið treysti sér ekki til að sanna það að hann hefði fyr­ir­skipað til­ræð­in. Engu að síður var oft minnst á þetta í rétt­ar­höld­unum sjálf­um. Ulbricht við­ur­kenndi strax að hafa stofnað vef­inn en sagð­ist hafa eft­ir­látið öðrum aðilum stjórn­ina snemma. 

Hann sagði að margir aðilar hefðu gengið undir nafn­inu Dread Pirate Roberts, líkt og í skáld­sög­unni. Þetta þótti ekki trú­verð­ugt í ljósi þess að Ulbricht var á vefnum á þeirri stundu þegar hann var hand­tek­inn. 

Ulbricht sagði hins vegar að öllum gögnum sem bendla hann við vef­inn á þeim tíma, svo sem ummælum á spjall­þráðum, hafi verið plantað þar af öðr­um. Vörn Ulbricht var þó aðal­lega byggð á 4. grein banda­rísku stjórn­ar­skrár­innar sem segir að ekki megi leita á fólki, heim­ilum þeirra eða öðrum munum án heim­ild­ar. Ljóst var að yfir­völd höfðu kom­ist yfir vef­þjóna Silk Road sem stað­settir voru á Íslandi og í Þýska­landi. Einnig hafði verið brot­ist inn á reikn­inga hans á sam­fé­lags­miðl­um, tölvu­póst og fleira. Af hverju ættu að gilda aðrar reglur um hinn raf­ræna heim en hinn ver­ald­lega? Verj­endur vildu sýna Ulbricht sem hug­sjóna­mann og písl­ar­vætti líkt og Edward Snowden eða Julian Assange. Ulbricht naut ein­hvers stuðn­ings og sumir mættu fyrir utan rétt­ar­sal­inn til að mót­mæla. 

Það reynd­ist þó erfitt að fá fólk til að hafa sam­kennd með manni sem hafði grætt tug­millj­ónir doll­ara á fíkni­efna­við­skipt­um. Meira að segja flestir félagar hans af Silk Road létu sig hverfa. Helsta von Ulbricht kom í miðjum rétt­ar­höld­unum þegar tveir fyrrum alrík­is­lög­reglu­menn voru hand­teknir í Kali­forn­íu. 

Þeir höfðu unnið að rann­sókn­inni á Silk Road og voru sak­aðir um að eiga við sönn­un­ar­gögn, fjár­kúgun og pen­inga­þvætti. Kvið­dómur leit hins vegar fram hjá öllu þessu og dæmdi Ulbricht sekan í öllum 7 ákæru­lið­un­um. Þann 29. maí árið 2015 var hann dæmdur til lífs­tíð­ar­fang­elsis án mögu­leika á reynslu­lausn. Enn­fremur var honum gert skylt að afhenda 183 millj­ónir doll­ara (um 17,5 millj­arða króna) sem talið var að hann hafi grætt á starf­sem­inni. Dóm­ur­inn var stað­festur af áfrýj­un­ar­dóm­stól þann 31. maí síð­ast­lið­inn með sömu refs­ingu jafn­vel þó að þá hafi alrík­is­lög­reglu­menn­irnir tveir verið sak­felldir fyrir sína glæpi tengda Silk Roa­d. 

Gorkúlur

Hinn harði dómur Ross Ulbricht er aug­ljós­lega skila­boð til ann­arra sem gætu hugsað sér að opna sam­bæri­legan markað á myrkra­vefnum og mjög í takti við þá stefnu stjórn­valda að taka hart á eit­ur­lyfja­söl­um. Eng­inn grein­ar­munur er gerður á þess­ari starf­semi og hefð­bundnum eit­ur­lyfja­hringjum sem hafa vopn­aðar her­sveitir á sínum snær­um. En dóm­ur­inn virð­ist ekki hafa fælandi áhrif frekar en aðrir harðir dómar í fíkni­efna­heim­in­um. 

Silk Road mark­að­inum var komið aftur á lagg­irnar í tvígang eftir að honum var upp­runa­lega lok­að. Fjöldi ann­arra mark­aða þar sem kaupa má eit­ur­lyf og annan ólög­legan varn­ing hafa sprottið upp á myrkra­vefnum síðan þá. Má þar nefna Hansa Market, Alp­haBay, Val­halla, RAMP, Deep­bay, Outlaw Market og marga tugi í við­bót. Líkt og þegar Pablo Esc­obar var felldur árið 1993 fylltu aðrir í skarðið á svip­stundu. Ross Ulbricht mun að öllum lík­indum sitja í fang­elsi út lífið í New York og senni­lega munu fáir gráta það nema nokkrir sér­stakir áhuga­menn um net­frelsi. Dómur hans mun hins vegar ekki hafa nein áhrif á fram­boð og eft­ir­spurn fíkni­efna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar