Tíu staðreyndir um skipan dómara í Landsrétt

Skipan dómara við nýjan Landsrétt er gríðarlega umdeild. Fjallað var ítarlega um málið í nýjasta sjónvarpsþætti Kjarnans. Og hér er yfirlit yfir aðalatriði þess.

Jón Steindór Valdimarsson
Jón Steindór Valdimarsson
Auglýsing

  1. Lengi hafði verið rætt um að stofna þyrfti nýtt milli­dóm­stig á Íslandi. Á árunum eftir hrunið voru margir sér­fræð­ingar á því að nauð­syn­legt væri að setja það á fót til að létta álagi af Hæsta­rétti en tryggja að sönn­un­ar­færsla færi fram á tveimur dóm­stig­um. Und­ir­bún­ings­nefnd var skipuð og hún skil­aði af sér skýrslu árið 2014. Í maí 2016 sam­þykkti Alþingi svo frum­varp þess efnis að hið nýja milli­dóms­stig, Lands­rétt­ur, yrði stofn­að.

  2. Ákveðið var að dóm­arar í Lands­rétti yrðu 15 tals­ins og sam­hliða yrði dóm­urum við hér­aðs­dóm­stóla fjölgað úr 38 í 42. Dóm­urum við Hæsta­rétt Íslands yrði hins vegar fækkað úr níu í sjö. 
  3. Þann 10. febr­úar 2017 voru emb­ætti 15 dóm­ara við Lands­rétt aug­lýst til umsókn­ar, en rétt­ur­inn mun hefja starf­semi sína í byrjun árs 2018. Alls sóttu 37 um stöð­urn­ar, fjórtán konur og 23 karl­ar. Fjórir drógu síðar umsóknir sínar til baka.
  4. Árið 2010 var lögum um skipan dóm­ara breytt þannig að fimm manna dóm­nefnd var sett á lagg­irnar til að velja dóm­ara og vægi ákvörð­unar nefnd­ar­innar aukið þannig að ráð­herra yrði bund­inn við nið­ur­stöðu henn­ar. Þessar breyt­ingar voru m.a. gerðar til að auka til­trú á dóm­stóla og þrí­skipt­ingu valds á Íslandi í kjöl­far afar umdeildra skip­ana dóm­ara þar sem rök­studdur grunur var um að annað ef hæfni hefði ráðið för við skip­un. Er hægt að nefna skipun Þor­­steins Dav­­íðs­­son­­ar, sonar Dav­­íðs Odds­­son­­ar, í emb­ætti hér­­aðs­­dóm­­ara án þess að hann hafi verið tal­inn nálægt því hæf­astur umsækj­enda. Það má líka rifja upp skipan Ólafs Barkar Þor­­valds­­son­­ar, náfrænda Dav­­íðs, í emb­ætti Hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ara þrátt fyrir að þrír umsækj­endur hafi verið taldir hæf­­ari. Laga­breyt­ingin gerði þó ráð fyrir að dóms­mála­ráð­herra geti vikið frá nið­ur­stöðu dóm­nefndar og lagt nýja til­lögu fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar, sam­kvæmt lög­un­um. Í ljósi þess að skipan í Lands­rétt var umfangs­mesta nýskipun dóm­ara í Íslands­sög­unni var ákveðið að list­inn yfir þá sem til­nefndir yrðu til verks­ins yrði lagður fyrir Alþingi óháð því hvort dóms­mála­ráð­herra legði til breyt­ingar eða ekki. Um yrði að ræða fyrsta skipti sem Alþingi kæmi að skipun dóm­ara.
  5. 12. maí birti Kjarn­inn lista yfir þá 15 sem dóm­nefndin hafði metið hæf­asta til að sitja í Lands­rétti. Um er að ræða þann lista sem sendur hafði verið út til umsækj­enda um emb­ætt­in. Það vakti athygli að dóm­nefndin hefði talið nákvæm­lega 15 umsækj­endur hæfa til að gegn nákvæm­lega 15 emb­ætt­um. Um var að ræða tíu karla og fimm kon­ur. Þeir sem voru á list­anum voru: Aðal­­­steinn E. Jón­a­s­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­ur, Ást­ráður Har­alds­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­ur, Davíð Þór Björg­vins­­son pró­­­fessor við laga­­­deild Háskóla Íslands, Eiríkur Jóns­­son pró­­­fessor við laga­­­deild Háskóla Íslands, Her­vör Þor­­valds­dóttir hér­­aðs­­dóm­­ari, Ing­veldur Ein­­ar­s­dóttir settur hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, Jóhannes Rúnar Jóhanns­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­­mað­ur, Jóhannes Sig­­urðs­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­­mað­ur, Jón Hösk­­ulds­­son hér­­­aðs­­­dóm­­­ari, Krist­­björg Steph­en­sen borg­­ar­lög­­mað­ur, Oddný Mjöll Arn­­ar­dótt­ir pró­­­fessor við laga­­­deild Háskóla Íslands, Ragn­heiður Harð­­ar­dótt­ir hér­­­aðs­­­dóm­­­ari, Sig­­urður Tómas Magn­ús­­son atvinn­u­lífs­­­pró­­­fessor við laga­­­deild Háskól­ans í Reykja­vík, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og Þor­­geir Ingi Njáls­­son, dóm­­stjóri við Hér­­aðs­­dóm Reykja­­ness. Eftir að Kjarn­inn birti list­ann kom dóms­mála­ráðu­neytið því á fram­færi að dóm­nefndin hefði ekki enn lokið störf­um.

  6. 29. maí afhenti Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra for­seta Alþingis til­lögu sín að skipun í emb­ætti 15 dóm­ara við Lands­rétt. Til­laga Sig­ríðar var önnur en sú sem dóm­nefnd hafði lagt til. Fjórir umsækj­endur sem dóm­nefnd hafði talið á meðal þeirra 15 sem hæf­astir voru í emb­ættin hlutu ekki náð fyrir augum ráð­herra og í þeirra stað voru fjórir aðrir settir inn á list­ann. Kynja­hlut­föll voru nú þannig að átta karlar og sjö konur yrðu dóm­arar við rétt­inn. Í ljós kom að Sig­ríður taldi 23 umsækj­endur hæf­asta, en ekki 15, og hún valdi þá sem hún gerði til­lögu um úr þeim hópi. Dóms­mála­ráð­herra rök­studdi þó ekki breytta röðun sína með kynja­sjón­ar­miðum heldur sagð­ist hún hafa aukið vægi dóm­ara­reynslu. Hún lagði ekki fram nein gögn sem sýndu fram á hvernig það hafi verið gert. Ást­ráður Har­alds­son, einn þeirra sem dóm­nefnd hafði mælt með en Sig­ríður fjar­lægði af list­an­um, sendi sam­dæg­urs bréf til for­seta Alþingis þar sem hann sagði að þau frá­vik sem ráð­herra geri á til­­lögu dóm­­nefnd­­ar­inn­ar upp­­­fylli á eng­an hátt kröf­ur sem gera verði varð­andi skip­an dóm­­ara og sem umboðs­maður Alþing­is og dóm­stól­ar hafi lagt til grund­vall­­ar. Um sé að ræða ólög­mæta emb­ætt­is­færslu. Sig­ríður hafn­aði því algjör­lega.

  7. Dag­inn eft­ir, 30. maí, birti Kjarn­inn lista dóm­nefnd­ar­innar yfir hæfi umsækj­enda. Þar kom í ljós að einn þeirra sem Sig­ríður fjar­lægði af list­an­um, Eiríkur Jóns­son, hafði verið með sjö­undu hæstu ein­kunn­ina sam­kvæmt nefnd­inni. Þar kom enn fremur fram að einn þeirra sem Sig­ríður ákvað að skipa, Jón Finn­björns­son, hafði verið met­inn á meðal þeirra minnst hæfu af nefnd­inni. Hann sat í 30. sæti á list­anum af 33 umsækj­end­um. Auk þess var ljóst að rök­stuðn­ingur dóms­mála­ráð­herra, um að auka vægi dóm­ara­reynslu, rím­aði ekki við einu fyr­ir­liggj­andi úttekt­ina á dóm­ara­reynslu.  Í 117 blað­­síðna ítar­­legri umsögn dóm­­nefndar um umsækj­endur er reynsla umsækj­enda af dóms­­störfum meðal ann­­ars borin sam­­an. Þar kemur í ljós að þrír umsækj­endur sem lentu neðar en Eiríkur í heild­­ar­hæfn­is­mati dóm­­nefndar voru með minni dóm­­ara­­reynslu en hann, en röt­uðu samt sem áður inn á lista Sig­ríðar yfir þá sem hún vill skipa í dóm­­ara­­sætin 15. Jón Hösk­­ulds­­son, sem dóm­­nefndin setti í 11. sæti, hlaut heldur ekki náð fyrir augum ráð­herra. Jón er þaul­­­reyndur dóm­­ari og hefði átt að fær­­ast upp list­ann frekar en niður hann ef slík reynsla væri metin umfram aðra. Í hans stað ákvað Sig­ríður m.a. að skipa Ásmund Helga­­son, sem hafði verið settur í 17. sæti af dóm­­nefnd. Í umsögn Jóns til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar kemur fram að hann og Ásmundur hafi verið skip­aðir hér­­aðs­­dóm­­arar sama dag, 15. maí 2010. Ásmundur þótti þó hafa eilítið meiri reynslu vegna þess að hann hefur auk þess setið í félags­­­dómi og verið ad hoc-­­dóm­­ari í Hæsta­rétti í einu máli. Þá er ótalið að Ólafur Ólafs­­son, sem dóm­­nefnd mat einn þeirra fjög­­urra sem hafi næst mesta dóm­­ara­­reynslu, hlaut ekki náð fyrir augum Sig­ríðar þrátt fyrir að hafa lent í 27. sæti á upp­­haf­­legum lista dóm­­nefnd­­ar, eða þremur sætum ofar en Jón Finn­­björns­­son, sem Sig­ríður ákvað að til­­­nefna.

  8. Við­brögðin létu ekki á sér standa. Lög­manna­fé­lag Íslands gagn­rýndi ákvörðun dóms­mála­ráð­herra um að breyta röðun á list­ann og í umsögnum sem hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Jóhannes Karl Sveins­son sendi inn til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar sagð­ist hann hafa verið í áfalli þegar hann  las rök­­stuðn­­ing dóms­­mála­ráð­herra. Þau upp­­­fylli engar lág­­marks­­kröfur stjórn­­­sýslu um rök­­stuðn­­ing og stand­ist auk þess „enga efn­is­­lega skoð­un“. Jóhannes Karl segir í umsögn­inni að það sé „al­þekkt að sumir ráða ekki við freist­ing­una að skipa vini sína, skoð­ana­bræður og systur eða jafn­­vel ætt­­ingja í emb­ætti. Þeir ganga fram hjá þeim sem þeir telja með óheil­brigðar skoð­­anir á þjóð­­málum eða þeir telja sig eiga eftir að jafna ein­hverjar sakir við. Síð­­­ustu 10 árin hefur rétt­­ar­­kerfið glímt við afleið­ingar af skip­unum af þessum toga í emb­ætti dóm­­ara. Van­­traust og tor­­tryggni gripu um sig eftir skip­­anir í lok árs 2007 með dap­­ur­­legum afleið­ingum fyrir alla sem í hlut átt­u[...]Þegar svona for­kast­an­­leg vinn­u­brögð sjást þá leita menn ann­­arra skýr­inga. Lét dóm­­ari stjórn­­­mála­­skoð­­anir (for­­tíð­­ar) ráða þegar til­­­teknir umsækj­endur voru látnir gossa út af dóm­­nefnd­­ar­list­an­um? Urðu vina- og póli­­tísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugs­­anir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjá­­kvæmi­­legt. Alþingi er skylt að taka málið til gaum­­gæfi­­legrar skoð­unar og má ekki taka að sér hlut­verk stimp­ilpúða fyrir fram­­kvæmda­­valdið í þetta sinn. Það er allt of mikið í húfi!“
  9. Tek­ist var harka­lega á um málið á Alþingi í kjöl­far­ið. Stjórn­ar­and­staðan sagði til­lögu dóms­mála­ráð­herra vera alveg órök­studda og kall­aði eftir lengri tíma til að fara yfir mál­ið. Til stóð að afgreiða málið mið­viku­dag­inn 31. maí, og ljúka þing­störfum þann sama dag. Það náð­ist ekki og þetta eina mál varð til þess að þing þurfti að koma saman 1. júní. Þar var hnakkrif­ist um málið og stjórn­ar­liðar kynntu ýmis sjón­ar­mið sín fyrir því að styðja til­lögur ráð­herra. Þau voru t.d. að Alþingi ætti ekki að hafa vald til að taka ákvörðun í svona máli þar sem það bæri ekki ábyrgð, heldur ráð­herr­ann. Aðrir sögðu kynja­sjón­ar­mið hafa ráðið úrslitum og enn aðrir sögð­ust telja að ráð­herr­ann hefði rök­stutt mál sitt nægj­an­lega vel, en hún bar við auknu vægi dóm­ara­reynslu í rök­stuðn­ingi sín­um. Stjórn­ar­and­staðan lagði fram frá­vís­un­ar­til­lögu sem var felld 31-30. Hún gerði ráð fyrir meiri málsmeð­ferð­ar­tíma fyrir til­lögu ráð­herra. Í kjöl­farið var til­laga ráð­herra sam­þykkt með 31 atkvæða þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar gegn atkvæðum Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri grænna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sat hjá. Svan­­dís Svav­­­ar­s­dótt­ir, VG, og Brynjar Níels­­son, Sjálf­­stæð­is­­flokki, voru ekki við­­stödd atkvæða­greiðsl­una, vegna tengsla við umsækj­endur um starf dóm­­ara við Lands­rétt. Svan­dís var gift Ást­ráði Har­alds­syni og á með honum Börn og eig­in­kona Brynjars er ein þeirra sem ráð­herra skip­aði í Lands­rétt.

  10. Mál­inu er þó ekki lok­ið. Ást­ráður Har­alds­son hefur stefnt íslenska rík­inu vegna skip­un­ar­inn­ar. Þegar hefur verið óskað eftir því að málið fái flýti­með­ferð og í stefn­unni er gerð krafa um miska­bóta­kröfu upp á eina og hálfa milljón króna, að bóta­skylda verði við­ur­kennd og að ákvörðun Alþingis um skipun dóm­ara verði gerð ógild. Tveir aðrir sem fjar­lægðir voru af skip­ana­list­an­um, Jón Hösk­ulds­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, hafa sagt að þeir séu að íhuga stöðu sína. Auk þess hafa full­trúar Pírata í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd farið fram á að þáttur dóms­mála­ráð­herra í mál­inu verði rann­sak­að­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar