Sigríður Á. Andersen

Þrír á lista Sigríðar með minni dómarareynslu en Eiríkur

Sá sem dómnefnd taldi sjöunda hæfastan til að sitja í Landsrétt náði ekki á tilnefningarlista dómsmálaráðherra yfir þá 15 sem hún vill skipa í embættin. Þrír umsækjendur sem hlutu náð fyrir augum ráðherra eru með minni dómarareynslu en hann. Hæstaréttarlögmaður segist vera „í áfalli“ yfir rökstuðningi ráðherra í umsögn.

Eiríkur Jóns­son, sem Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra ákvað að til­nefna ekki í Lands­rétt, var tal­inn sjö­undi hæf­asti umsækj­and­inn af dóm­nefnd. Þess í stað ákvað Sig­ríður að leggja til að meðal ann­ars Jón Finn­björns­son, sem lenti í 30. sæti á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar­inn­ar, verði einn af þeim 15 sem skip­aðir verða í dóm­ara­emb­ætt­in. Í rök­stuðn­ingi sínum fyrir þess­ari, og fleiri, breyt­ingum á röðun umsækj­enda til­tók Sig­ríður að nið­ur­staða hennar væru sú að fleiri en þeir 15 sem dóm­nefndin hefði mælt með væru hæfir til að verða dóm­arar við Lands­rétt, og að hún telji að dóm­ara­reynsla ætti að hafa meira vægi en nefndin hafi ákveð­ið.

Vanda­málið við þennan rök­stuðn­ing er sá að í 117 blað­síðna ítar­legri umsögn dóm­nefndar um umsækj­endur um emb­ætti 15 dóm­ara við Lands­rétt, sem er aðgengi­leg á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, er reynsla umsækj­enda af dóms­störfum meðal ann­ars borin sam­an. Þar kemur í ljós að þrír umsækj­endur sem lentu neðar en Eiríkur í heild­ar­hæfn­is­mati dóm­nefndar voru með minni dóm­ara­reynslu en hann, en röt­uðu samt sem áður inn á lista Sig­ríðar yfir þá sem hún vill skipa í dóm­ara­sætin 15.

Í umsögn sem hæsta­rétt­ar­lög­maður sendi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í gær vegna máls­ins, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að hann hafi fengið áfall við að lesa rök­stuðn­ing ráð­herr­ans fyrir breyttri röðun umsækj­enda. Þar segir enn frem­ur: „Þau upp­fylla engar lág­marks­kröfur stjórn­sýslu um rök­stuðn­ing og stand­ast auk þess enga efn­is­lega skoð­un. [...]Engin rök eru færð fram fyrir því að velja þá 15 sem hún leggur nú til við Alþing­i[...]Þegar svona for­kast­an­leg vinnu­brögð sjást þá leita menn ann­arra skýr­inga. Lét dóm­ari stjórn­mála­skoð­anir (for­tíð­ar) ráða þegar til­teknir umsækj­endur voru látnir gossa út af dóm­nefnd­ar­list­an­um? Urðu vina- og póli­tísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugs­anir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjá­kvæmi­legt. Alþingi er skylt að taka málið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og má ekki taka að sér hlut­verk stimp­ilpúða fyrir fram­kvæmda­valdið í þetta sinn. Það er allt of mikið í húfi!“

Þrír með lægri ein­kunn og minni dóm­ara­reynslu

Í skýrslu dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda koma fram upp­lýs­ingar þar sem reynsla af dóms­störfum umsækj­enda er borin sam­an. Þar er Eiríkur Jóns­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands, settur í 18. sæti. Fyrir neðan hann, og þar af leið­andi með minni dóm­ara­reynslu, eru nokkrir umsækj­endur sem dóms­mála­ráð­herra vill skipa í Lands­rétt. Þeirra á meðal eru Oddný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, Jóhannes Sig­urðs­son og Krist­björg Steph­en­sen, sem hefur enga dóm­ara­reynslu. Öll þrjú lentu einnig neðar í heild­ar­mati dóm­nefndar á umsækj­end­um. Þar var Eiríkur í sjö­unda sæti, Krist­björg í því átt­unda, Jóhannes í því níunda og Oddný Mjöll í þrett­ánda sæti. Samt ákvað ráð­herra að skipa þau öll þrjú eftir að dóms­mála­ráð­herra ákvað að gefa dóm­ara­reynslu aukið vægi við skipan dóm­ara, og víkja þar með frá nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar.

Með ákvörðun sinni ákvað Sig­ríður að skipa ekki fjóra af þeim 15 sem dóm­nefnd hafði talið hæf­asta til að sitja í Lands­rétti. Einn þeirra var Eirík­ur, sem lenti líkt og áður sagði í sjö­unda sæti á lista dóm­nefndar yfir þá sem hún taldi hæf­asta til að sitja í rétt­in­um. Jón Hösk­ulds­son, sem hefur ára­langa reynslu sem dóm­ari, lenti í 11. sæti á lista dóm­nefnd­ar, en hlaut heldur ekki náð fyrir augum Sig­ríð­ar. Það gerðu heldur ekki Jóhannes Rúnar Jóhanns­son (12. sæti) eða Ást­ráður Har­alds­son (14. sæt­i).

Þess í stað bætti Sig­ríður fjórum inn á list­ann. Þar ber fyrst að nefna Ásmund Helga­son, sem var númer 17 á lista dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda og í 13. sæti þegar sam­an­burður var gerður á umsækj­endum á grund­velli reynslu af dóms­störf­um. Arn­fríður Ein­ars­dóttir var í 18. sæti á lista dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda en Sig­ríður gerði samt sem áður til­lögu um hana í eitt af emb­ætt­unum 15. Arn­fríður er eig­in­kona Brynjars Níels­son­ar, sam­flokks­manns Sig­ríðar og for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Ragn­heiður Braga­dóttir var líka valin af Sig­ríði þrátt fyrir að hafa lent í 23. sæti á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar. Bæði Ragn­heiður og Arn­fríður eru reynslu­miklir dóm­ar­ar.

Sá síð­asti sem hlaut ekki náð fyrir augum dóm­nefndar en Sig­ríður ákvað að gera til­lögu um í Lands­rétt er Jón Finn­björns­son. Hann lenti í 30. sæti af 33 á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar. Hann hefur enga reynslu af lög­manns­störfum né stjórn­sýslu­störfum en hefur gegnt dóm­ara­störfum um ára­bil. Jón er eig­in­maður Erlu S. Árna­dótt­ur, eins eig­anda lög­manns­stof­unnar LEX. Sig­ríður Á. And­er­sen starf­aði sem hér­aðs­dóms­lög­maður hjá LEX frá 2007 til 2015, þegar hún tók sæti Pét­urs H. Blön­dal á Alþingi við and­lát hans.

Fékk áfall þegar hann las rök­stuðn­ing ráð­herra

Það er gríð­ar­legur titr­ingur í lög­manna­stétt­inni, í háskóla­sam­fé­lag­inu og hjá dóm­urum lands­ins vegna ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra um að víkja frá til­lögu dóm­nefndar um skipun dóm­ara í Lands­rétt. Sá titr­ingur birt­ist meðal ann­ars í umsögnum sem sendar hafa verið til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um mál­ið.

Ein þeirra umsagna er frá Jóhann­esi Karli Sveins­syni, hæsta­rétt­ar­lög­manni með 24 ára starfs­reynslu innan rétt­ar­kerf­is­ins, sem unnið hefur mörg trún­að­ar­störf fyrir íslenska ríkið á und­an­förnum árum. Jóhannes Karl sat meðal ann­ars í samn­inga­nefnd íslenska rík­is­ins um Ices­a­ve-­samn­ing­anna sem Lee C. Buchheit stýrði. Hann kom einnig að samn­ingum við erlenda kröfu­hafa föllnu bank­anna um end­ur­reisn íslenska banka­kerf­is­ins á árinu 2009 fyrir hönd íslenska rík­is­ins.

Umsögn Jóhann­esar Karls, sem er dag­sett 30. maí og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er afar harð­orð. Þar segir hann að til­laga dóms­mála­ráð­herra ­stefni í að verða dýr fyrir ríkið vegna mögu­legs bóta­réttar nokk­urra umsækj­enda en „ennþá fremur vegna þess að í upp­sigl­ingu er hneyksli sem á eftir að valda langvar­andi vanda­málum í rétt­ar­kerf­inu sjálfu“.

Jóhannes Karl segir í umsögn­inni að það sé „al­þekkt að sumir ráða ekki við freist­ing­una að skipa vini sína, skoð­ana­bræður og systur eða jafn­vel ætt­ingja í emb­ætti. Þeir ganga fram­hjá þeim sem þeir telja með óheil­brigðar skoð­anir á þjóð­málum eða þeir telja sig eiga eftir að jafna ein­hverjar sakir við. Síð­ustu 10 árin hefur rétt­ar­kerfið glímt við afleið­ingar af skip­unum af þessum toga í emb­ætti dóm­ara. Van­traust og tor­tryggni gripu um sig eftir skip­anir í lok árs 2007 með dap­ur­legum afleið­ingum fyrir alla sem í hlut átt­u“.

Alþingi á enn eftir að taka ákvörðun um hvort að farið verið eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það hafi því verið mikið fagn­að­ar­efni þegar ráð­ist var í end­ur­bætur á dóm­stóla­skip­an, meðal ann­ars með stofnun Lands­rétt­ar. Jóhannes Karl segir það líka hafa verið gleði­legt hversu margir hæfir umsækj­endur sóttu um þau 15 störf sem aug­lýst voru. „Það er því ein­stak­lega sorg­legt að við skipun fyrstu dóm­ara þess réttar hafi verið farið niður á það plan sem end­ur­vekur tor­tryggni og van­traust“.

Hann segir það ekki algjör­lega bannað að víkja í veru­legum mæli frá nið­ur­stöðum dóm­nefnd­ar, líkt og Sig­ríður Á. And­er­sen ákvað að gera. Það sé þó lág­marks­krafa að fyrir því séu færð fram­bæri­leg rök sem dugi til að sann­færa Alþingi og aðra um að nefndin hafi kom­ist að rangri nið­ur­stöðu. „Með þetta í huga las ég rök­stuðn­ing ráð­herra fyrir breyttri röð­un. Eins og fleiri fékk ég áfall við að lesa þau skrif. Þau upp­fylla engar lág­marks­kröfur stjórn­sýslu um rök­stuðn­ing og stand­ast auk þess enga efn­is­lega skoð­un. Ráð­herra virð­ist bara segja að hún telji að dóm­ara­reynsla eigi að hafa meira vægi en nefndin ákvað og að því sögðu eru ein­hverjir 24 ónefndir umsækj­endur á sama báti. Engin rök eru færð fram fyrir því að velja þá 15 sem hún leggur nú til við Alþing­i.“

Jóhannes Karl segir að vanda­málið við rök­semdir Sig­ríðar séu að hróker­ingar ráð­herr­ans geti alls ekki byggt á þessum for­send­um. Þannig hafi umsækj­anda sem met­inn var númer sjö í mati hæfinefnd­ar, Eiríki Jóns­syni, til dæmis verið hent út úr hópi kandídata en aðrir með minni dóm­ara­reynslu látnir í friði. Dóm­nefndin sé því virt að vettugi og allar almennar stjórn­sýslu­reglur látnar lönd og leið. Þá hafi svör Sig­ríðar í fjöl­miðlum ekki vakið traust.

Vina- og póli­tísk tengsl?

Dóm­nefndin hafði lagt til að skip­aðir yrðu tíu karlar og fimm konur í Lands­rétt. Í breyttri röðun dóms­mála­ráð­herra eru karl­arnir átta en kon­urnar sjö. Jóhannes Karl bendir í umsögn sinni á að ráð­herra hafi ekki minnst einu orði í rök­stuðn­ingi sínum á að jafna hafi þurft kynja­hlut­föll á meðal dóm­ara. Því þurfi ekki að velta því frekar fyrir sér í mál­inu, enda aug­ljós­lega ekki rök­stuðn­ingur fyrir breyttri röð­un.

Síðan segir í umsögn­inni: „Þegar svona for­kast­an­leg vinnu­brögð sjást þá leita menn ann­arra skýr­inga. Lét dóm­ari stjórn­mála­skoð­anir (for­tíð­ar) ráða þegar til­teknir umsækj­endur voru látnir gossa út af dóm­nefnd­ar­list­an­um? Urðu vina- og póli­tísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugs­anir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjá­kvæmi­legt. Alþingi er skylt að taka málið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og má ekki taka að sér hlut­verk stimp­ilpúða fyrir fram­kvæmda­valdið í þetta sinn. Það er allt of mikið í húfi!“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar