Sigríður Á. Andersen

Þrír á lista Sigríðar með minni dómarareynslu en Eiríkur

Sá sem dómnefnd taldi sjöunda hæfastan til að sitja í Landsrétt náði ekki á tilnefningarlista dómsmálaráðherra yfir þá 15 sem hún vill skipa í embættin. Þrír umsækjendur sem hlutu náð fyrir augum ráðherra eru með minni dómarareynslu en hann. Hæstaréttarlögmaður segist vera „í áfalli“ yfir rökstuðningi ráðherra í umsögn.

Eiríkur Jóns­son, sem Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra ákvað að til­nefna ekki í Lands­rétt, var tal­inn sjö­undi hæf­asti umsækj­and­inn af dóm­nefnd. Þess í stað ákvað Sig­ríður að leggja til að meðal ann­ars Jón Finn­björns­son, sem lenti í 30. sæti á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar­inn­ar, verði einn af þeim 15 sem skip­aðir verða í dóm­ara­emb­ætt­in. Í rök­stuðn­ingi sínum fyrir þess­ari, og fleiri, breyt­ingum á röðun umsækj­enda til­tók Sig­ríður að nið­ur­staða hennar væru sú að fleiri en þeir 15 sem dóm­nefndin hefði mælt með væru hæfir til að verða dóm­arar við Lands­rétt, og að hún telji að dóm­ara­reynsla ætti að hafa meira vægi en nefndin hafi ákveð­ið.

Vanda­málið við þennan rök­stuðn­ing er sá að í 117 blað­síðna ítar­legri umsögn dóm­nefndar um umsækj­endur um emb­ætti 15 dóm­ara við Lands­rétt, sem er aðgengi­leg á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, er reynsla umsækj­enda af dóms­störfum meðal ann­ars borin sam­an. Þar kemur í ljós að þrír umsækj­endur sem lentu neðar en Eiríkur í heild­ar­hæfn­is­mati dóm­nefndar voru með minni dóm­ara­reynslu en hann, en röt­uðu samt sem áður inn á lista Sig­ríðar yfir þá sem hún vill skipa í dóm­ara­sætin 15.

Í umsögn sem hæsta­rétt­ar­lög­maður sendi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í gær vegna máls­ins, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að hann hafi fengið áfall við að lesa rök­stuðn­ing ráð­herr­ans fyrir breyttri röðun umsækj­enda. Þar segir enn frem­ur: „Þau upp­fylla engar lág­marks­kröfur stjórn­sýslu um rök­stuðn­ing og stand­ast auk þess enga efn­is­lega skoð­un. [...]Engin rök eru færð fram fyrir því að velja þá 15 sem hún leggur nú til við Alþing­i[...]Þegar svona for­kast­an­leg vinnu­brögð sjást þá leita menn ann­arra skýr­inga. Lét dóm­ari stjórn­mála­skoð­anir (for­tíð­ar) ráða þegar til­teknir umsækj­endur voru látnir gossa út af dóm­nefnd­ar­list­an­um? Urðu vina- og póli­tísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugs­anir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjá­kvæmi­legt. Alþingi er skylt að taka málið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og má ekki taka að sér hlut­verk stimp­ilpúða fyrir fram­kvæmda­valdið í þetta sinn. Það er allt of mikið í húfi!“

Þrír með lægri ein­kunn og minni dóm­ara­reynslu

Í skýrslu dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda koma fram upp­lýs­ingar þar sem reynsla af dóms­störfum umsækj­enda er borin sam­an. Þar er Eiríkur Jóns­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands, settur í 18. sæti. Fyrir neðan hann, og þar af leið­andi með minni dóm­ara­reynslu, eru nokkrir umsækj­endur sem dóms­mála­ráð­herra vill skipa í Lands­rétt. Þeirra á meðal eru Oddný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, Jóhannes Sig­urðs­son og Krist­björg Steph­en­sen, sem hefur enga dóm­ara­reynslu. Öll þrjú lentu einnig neðar í heild­ar­mati dóm­nefndar á umsækj­end­um. Þar var Eiríkur í sjö­unda sæti, Krist­björg í því átt­unda, Jóhannes í því níunda og Oddný Mjöll í þrett­ánda sæti. Samt ákvað ráð­herra að skipa þau öll þrjú eftir að dóms­mála­ráð­herra ákvað að gefa dóm­ara­reynslu aukið vægi við skipan dóm­ara, og víkja þar með frá nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar.

Með ákvörðun sinni ákvað Sig­ríður að skipa ekki fjóra af þeim 15 sem dóm­nefnd hafði talið hæf­asta til að sitja í Lands­rétti. Einn þeirra var Eirík­ur, sem lenti líkt og áður sagði í sjö­unda sæti á lista dóm­nefndar yfir þá sem hún taldi hæf­asta til að sitja í rétt­in­um. Jón Hösk­ulds­son, sem hefur ára­langa reynslu sem dóm­ari, lenti í 11. sæti á lista dóm­nefnd­ar, en hlaut heldur ekki náð fyrir augum Sig­ríð­ar. Það gerðu heldur ekki Jóhannes Rúnar Jóhanns­son (12. sæti) eða Ást­ráður Har­alds­son (14. sæt­i).

Þess í stað bætti Sig­ríður fjórum inn á list­ann. Þar ber fyrst að nefna Ásmund Helga­son, sem var númer 17 á lista dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda og í 13. sæti þegar sam­an­burður var gerður á umsækj­endum á grund­velli reynslu af dóms­störf­um. Arn­fríður Ein­ars­dóttir var í 18. sæti á lista dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda en Sig­ríður gerði samt sem áður til­lögu um hana í eitt af emb­ætt­unum 15. Arn­fríður er eig­in­kona Brynjars Níels­son­ar, sam­flokks­manns Sig­ríðar og for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Ragn­heiður Braga­dóttir var líka valin af Sig­ríði þrátt fyrir að hafa lent í 23. sæti á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar. Bæði Ragn­heiður og Arn­fríður eru reynslu­miklir dóm­ar­ar.

Sá síð­asti sem hlaut ekki náð fyrir augum dóm­nefndar en Sig­ríður ákvað að gera til­lögu um í Lands­rétt er Jón Finn­björns­son. Hann lenti í 30. sæti af 33 á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar. Hann hefur enga reynslu af lög­manns­störfum né stjórn­sýslu­störfum en hefur gegnt dóm­ara­störfum um ára­bil. Jón er eig­in­maður Erlu S. Árna­dótt­ur, eins eig­anda lög­manns­stof­unnar LEX. Sig­ríður Á. And­er­sen starf­aði sem hér­aðs­dóms­lög­maður hjá LEX frá 2007 til 2015, þegar hún tók sæti Pét­urs H. Blön­dal á Alþingi við and­lát hans.

Fékk áfall þegar hann las rök­stuðn­ing ráð­herra

Það er gríð­ar­legur titr­ingur í lög­manna­stétt­inni, í háskóla­sam­fé­lag­inu og hjá dóm­urum lands­ins vegna ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra um að víkja frá til­lögu dóm­nefndar um skipun dóm­ara í Lands­rétt. Sá titr­ingur birt­ist meðal ann­ars í umsögnum sem sendar hafa verið til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um mál­ið.

Ein þeirra umsagna er frá Jóhann­esi Karli Sveins­syni, hæsta­rétt­ar­lög­manni með 24 ára starfs­reynslu innan rétt­ar­kerf­is­ins, sem unnið hefur mörg trún­að­ar­störf fyrir íslenska ríkið á und­an­förnum árum. Jóhannes Karl sat meðal ann­ars í samn­inga­nefnd íslenska rík­is­ins um Ices­a­ve-­samn­ing­anna sem Lee C. Buchheit stýrði. Hann kom einnig að samn­ingum við erlenda kröfu­hafa föllnu bank­anna um end­ur­reisn íslenska banka­kerf­is­ins á árinu 2009 fyrir hönd íslenska rík­is­ins.

Umsögn Jóhann­esar Karls, sem er dag­sett 30. maí og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er afar harð­orð. Þar segir hann að til­laga dóms­mála­ráð­herra ­stefni í að verða dýr fyrir ríkið vegna mögu­legs bóta­réttar nokk­urra umsækj­enda en „ennþá fremur vegna þess að í upp­sigl­ingu er hneyksli sem á eftir að valda langvar­andi vanda­málum í rétt­ar­kerf­inu sjálfu“.

Jóhannes Karl segir í umsögn­inni að það sé „al­þekkt að sumir ráða ekki við freist­ing­una að skipa vini sína, skoð­ana­bræður og systur eða jafn­vel ætt­ingja í emb­ætti. Þeir ganga fram­hjá þeim sem þeir telja með óheil­brigðar skoð­anir á þjóð­málum eða þeir telja sig eiga eftir að jafna ein­hverjar sakir við. Síð­ustu 10 árin hefur rétt­ar­kerfið glímt við afleið­ingar af skip­unum af þessum toga í emb­ætti dóm­ara. Van­traust og tor­tryggni gripu um sig eftir skip­anir í lok árs 2007 með dap­ur­legum afleið­ingum fyrir alla sem í hlut átt­u“.

Alþingi á enn eftir að taka ákvörðun um hvort að farið verið eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það hafi því verið mikið fagn­að­ar­efni þegar ráð­ist var í end­ur­bætur á dóm­stóla­skip­an, meðal ann­ars með stofnun Lands­rétt­ar. Jóhannes Karl segir það líka hafa verið gleði­legt hversu margir hæfir umsækj­endur sóttu um þau 15 störf sem aug­lýst voru. „Það er því ein­stak­lega sorg­legt að við skipun fyrstu dóm­ara þess réttar hafi verið farið niður á það plan sem end­ur­vekur tor­tryggni og van­traust“.

Hann segir það ekki algjör­lega bannað að víkja í veru­legum mæli frá nið­ur­stöðum dóm­nefnd­ar, líkt og Sig­ríður Á. And­er­sen ákvað að gera. Það sé þó lág­marks­krafa að fyrir því séu færð fram­bæri­leg rök sem dugi til að sann­færa Alþingi og aðra um að nefndin hafi kom­ist að rangri nið­ur­stöðu. „Með þetta í huga las ég rök­stuðn­ing ráð­herra fyrir breyttri röð­un. Eins og fleiri fékk ég áfall við að lesa þau skrif. Þau upp­fylla engar lág­marks­kröfur stjórn­sýslu um rök­stuðn­ing og stand­ast auk þess enga efn­is­lega skoð­un. Ráð­herra virð­ist bara segja að hún telji að dóm­ara­reynsla eigi að hafa meira vægi en nefndin ákvað og að því sögðu eru ein­hverjir 24 ónefndir umsækj­endur á sama báti. Engin rök eru færð fram fyrir því að velja þá 15 sem hún leggur nú til við Alþing­i.“

Jóhannes Karl segir að vanda­málið við rök­semdir Sig­ríðar séu að hróker­ingar ráð­herr­ans geti alls ekki byggt á þessum for­send­um. Þannig hafi umsækj­anda sem met­inn var númer sjö í mati hæfinefnd­ar, Eiríki Jóns­syni, til dæmis verið hent út úr hópi kandídata en aðrir með minni dóm­ara­reynslu látnir í friði. Dóm­nefndin sé því virt að vettugi og allar almennar stjórn­sýslu­reglur látnar lönd og leið. Þá hafi svör Sig­ríðar í fjöl­miðlum ekki vakið traust.

Vina- og póli­tísk tengsl?

Dóm­nefndin hafði lagt til að skip­aðir yrðu tíu karlar og fimm konur í Lands­rétt. Í breyttri röðun dóms­mála­ráð­herra eru karl­arnir átta en kon­urnar sjö. Jóhannes Karl bendir í umsögn sinni á að ráð­herra hafi ekki minnst einu orði í rök­stuðn­ingi sínum á að jafna hafi þurft kynja­hlut­föll á meðal dóm­ara. Því þurfi ekki að velta því frekar fyrir sér í mál­inu, enda aug­ljós­lega ekki rök­stuðn­ingur fyrir breyttri röð­un.

Síðan segir í umsögn­inni: „Þegar svona for­kast­an­leg vinnu­brögð sjást þá leita menn ann­arra skýr­inga. Lét dóm­ari stjórn­mála­skoð­anir (for­tíð­ar) ráða þegar til­teknir umsækj­endur voru látnir gossa út af dóm­nefnd­ar­list­an­um? Urðu vina- og póli­tísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugs­anir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjá­kvæmi­legt. Alþingi er skylt að taka málið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og má ekki taka að sér hlut­verk stimp­ilpúða fyrir fram­kvæmda­valdið í þetta sinn. Það er allt of mikið í húfi!“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar