Fimm konur og tíu karlar verði dómarar við Landsrétt

Búið er að velja fimmtán einstaklinga sem þykja hæfastir í embætti dómara við Landsrétt, sem tekur til starfa í upphafi næsta árs, en Alþingi þarf að samþykkja skipun þeirra. Fjórir dómarar, prófessorar og borgarlögmaður eru meðal þeirra.

Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Héraðsdómarar, einn settur hæstaréttardómari, borgarlögmaður og fjórir prófessorar í lögfræði eru meðal þeirra sem verða skipuð dómarar við nýjan Landsrétt, millidómsstig sem tekur til starfa í upphafi næsta árs, ef Alþingi samþykkir skipun þeirra.

Listi yfir þá fimmtán einstaklinga sem þóttu hæfastir af nefndinni sem metur hæfi dómara hefur verið birtu, en 37 sóttu um þegar auglýst var í febrúar. Fimm konur og tíu karlar munu skipa dómaraembættin í Landsrétti, en fjórtán konur og 23 karlar sóttust eftir embættum. Mikil umræða skapaðist um það í vetur hvort setja ætti ákvæði um jafna stöðu kvenna og karla í lagatexta um Landsrétt, en meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis taldi það óþarft þar sem þegar væri skýrt að ráðherra þurfi að fara að jafnréttislögum. 

Alþingi mun fá listann til sín og skipa dómarana.

Auglýsing

Eftirtöld eru á listanum: 

 1. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður
 2. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður
 3. Davíð Þór Björgvinsson pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands
 4. Eiríkur Jónsson pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands
 5. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari
 6. Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari
 7. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæsta­rétt­ar­lög­maður
 8. Jóhannes Sigurðsson hæsta­rétt­ar­lög­maður
 9. Jón Höskuldsson hér­aðs­dóm­ari
 10. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður
 11. Oddný Mjöll Arnardóttir pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands
 12. Ragnheiður Harðardóttir hér­aðs­dóm­ari
 13. Sigurður Tómas Magnússon atvinnu­lífs­pró­fessor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík
 14. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta­rétt­ar­lög­maður
 15. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness
Uppfært: Dómsmálaráðuneytið vill koma því á framfæri að nefnd um hæfni umsækjenda hafi ekki lokið störfum. Þá hafi nefndin ekki skilað dómsmálaráðherra skýrslu sinni um málið og ekki sé hægt að segja til um hvenær hún lýkur verkefninu. Listinn sem Kjarninn birtir er engu að síður sá listi sem nefndin komst að niðurstöðu um og sendi á umsækjendur. Þeir hafa nú tíma til að koma athugasemdum sínum á framfæri. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent