Samgönguráðherra gagnrýnir lífeyrissjóði

Jón Gunnarsson samgönguráðherra ýjar að því að lífeyrissjóðir vilji helst ná völdum en ekki ávaxta fé landsmanna, vegna frétta af sölu þriggja lífeyrissjóða á hlutum í VÍS í kjölfar deilna.

Jón Gunnarsson er samgönguráðherra.
Jón Gunnarsson er samgönguráðherra.
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra lætur að því liggja á Face­book-­síðu sinni að fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða í trygg­inga­fé­lag­inu VÍS snú­ist um að ná völdum en ekki að ávaxta fé lands­manna með sem bestum hætt­i. 

„Við­brögð líf­eyr­is­sjóða vegna stjórn­ar­kjörs í VÍS hljóta að vekja upp spurn­ing­ar. Eftir að full­trúi sem þeir styðja náði ekki kjöri til stjórn­ar­for­manns hafa þeir ákveðið að draga veru­lega hluta­fjár­eign sinni í VÍS. Má skilja þetta svo að fjár­fest­ingar þess­ara líf­eyr­is­sjóða snú­ist um að ná völdum en ekki að ávaxta, með sem bestum hætti, fé okkar lands­manna sem þeim er treyst fyr­ir,“ segir Jón á Face­book-­síðu sinn­i. 

Mikið umrót hefur verið hjá trygg­inga­fé­lag­inu und­an­farið og miklar deilur í hlut­hafa­hópnum og stjórn. Ný stjórn er tekin við, með Svan­hildi Nönnu Vig­fús­dóttur fjár­festi í far­ar­broddi. Her­dís D. Fjeld­sted sagði sig úr stjórn­inni en hún hafði talið sig hafa stuðn­ing sem stjórn­ar­for­mann. Henni var teflt fram í stjórn­ina af Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem var þá einn stærsti eig­and­inn. 

Auglýsing

Her­dís sagði í við­tali við Morg­un­blaðið í apríl að hún og Svan­hildur Nanna hefðu ólíka sýn á stjórn­ar­hætti skráðra og eft­ir­lits­skyldra félaga, og vís­aði sér­stak­lega til þeirra vald­marka sem hún teldi að væru til staðar á vett­vangi stjórna skráðra og eft­ir­lits­skyldra fyr­ir­tækja. 

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hefðu ákveðið að minnka veru­lega stöðu sína í VÍS í kjöl­far þess að Her­dís sagði sig úr stjórn­inni. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Gildi líf­eyr­is­sjóður hafa allir minnkað hluti sína að und­an­förn­u. 

Í morgun sendi stjórnin frá sér yfir­lýs­ingu til þess að svara fyrir orðróm sem hafi skap­ast um félag­ið. Það leggi hún ekki í vana sinn, en telji sig knúna til að koma þessu á fram­­færi vegna ummæla um stjórn­­­ar­hætti og frétta af sölu stórra hlut­hafa á hlutum í félag­in­u. Þar kom fram að gagn­rýni Her­dísar væri byggð á ágisk­un­um, og að farið væri eftir öllum lögum og reglum og leið­bein­ingum um góða stjórn­ar­hætt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent