Nokkur orð um heimsvaldastefnu NATO og hvítan femínisma

Sólveig Anna Jónsdóttir setur fram þá kröfu að Íslendingar segi skilið við „þann hrokafulla, heimsvaldasinnaða og rasíska hvíta femínisma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórnarráðinu og við stefnumótun Íslands í utanríkismálum“.

Auglýsing

Á Íslandi heyrum við ekki oft talað um „hvítan femín­is­ma“. Það er í raun und­ar­legt því að hvítur femín­ismi er algjör­lega mið­lægur í hug­mynda­heimi íslensku valda­stétt­ar­inn­ar. Hvítur femín­ismi er afkvæmi þeirrar hvítu yfir­burð­ar­hyggju sem mótað hefur hug­mynda­heim vest­rænnar valda­stéttar með hörmu­legum afleið­ingum fyrir sak­laust fólk. Hann, líkt og for­eldrið, er hel­tek­inn af „gild­um“ Vest­ur­landa og sér ekk­ert athuga­vert við að þessum „gild­um“ sé þröngvað upp á fólk, iðu­lega með ein­stak­lega ofbeld­is­fullum hætti.

NATO hvílir á hvítri yfir­burð­ar­hyggju

NATO (Atlands­hafs­banda­lag­ið) eru sam­tök sem hvíla á hvítri yfir­burða­hyggju og grimmi­legri heims­valda­stefnu. Þau byggja á gömlu og sjúku stig­veldi sem við­haldið er með inn­rásum, árásum, morðum og pynt­ing­um. Þau eru sek um algjört skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart hags­munum fólks í löndum sem hafa verið dæmd til að þola árás­ar­girni vest­urs­ins. Þau eru sek um yfir­gengi­leg­ustu hræsni sem hægt er að hugsa sér, eru í raun hræsni-heims­meist­arar sam­tím­ans; láta sem að morðin og lim­lest­ing­arnar sem sam­tökin og „sam­starfs­að­il­ar“ þeirra fram­kvæma séu í raun ekki morð, heldur göf­ugt svar við frels­is­þrá alls mann­kyns.NATO er stór­kost­lega mik­il­vægur hluti af og þátt­tak­andi í útbreiðslu heims­valda­hyggju Banda­ríkj­anna en, eins og við öll hljótum að vera búin að átta okkur á, eru Banda­ríkin einn helsti smit­beri menn­ing­ar­sjúk­dóms­ins sem hvít yfir­burð­ar­hyggju sann­ar­lega er. Hún hefur verið og er ein helsta útflutn­ings­vara Banda­ríkj­anna. 

Banda­ríkin hafa frá árinu 1979 farið fram með sið­villtum hroka inn­blásnum af ras­isma gagn­vart fólk­inu í Mið-Aust­ur­lönd­um. Banda­ríkin hafa notað hvaða aðferðir sem er til að breiða út ófrið í þessum heims­hluta. Með því hafa þau grafið undan öllum mögu­leikum á því að vel­sæld fólks á þessu svæði geti raun­gerst. 

Auglýsing

For­rétt­inda­femínistar studdu inn­rás í Afganistan

Einn af stóru glæpum Banda­ríkj­anna er inn­rásin í Afganistan, en hana fyr­ir­skip­aði ras­ist­inn, auð­mað­ur­inn og kristni trú­ar­of­stæk­is­mað­ur­inn George W. Bush. Ein af árang­urs­rík­ustu áróð­ur­s-lygum hans og sið­vill­ing­anna sem störf­uðu með honum var að vestrið yrði að axla sið­ferði­lega ábyrgð á því að frelsa kon­ur. Undir þetta tóku hvítir for­rétt­inda­femínistar á Vest­ur­lönd­um. 

Þessar konur höfðu ekki áhuga á að skoða og við­ur­kenna sögu Banda­ríkj­anna; tryllt ofbeldið gagn­vart alþýðu fólks í Aust­ur- og Suð­austur Asíu, tryllt ofbeldið gagn­vart alþýðu fólks í Suð- og Mið-Am­er­íku né tryllt ofbeldið gagn­vart svörtum og brúnum íbúum Banda­ríkj­unum sjálfra. Þær spurðu ekki að því hvort lík­legt væri að land með við­líka sögu væri raun­veru­lega fært um að færa fólk­inu í Afganistan frelsi, ef svo ólík­lega vildi til að raun­veru­legur vilji væri til þess. Þess í stað veittu þær ofbeld­is-verk­efni Banda­ríkj­anna og NATO lög­mæti. Sam­sekt þeirra er raun­veru­leg og óum­deil­an­leg. En á því hefur engin við­ur­kenn­ing feng­ist, aðeins for­herð­ing hinnar óbæri­legu sjálfs­upp­hafn­ingar „góðu og göf­ugu“ vest­rænu bjarg­vætt­anna.   

Vegna þess að NATO hvílir á hvítri yfir­burð­ar­hyggju er ekki skrítið að þar eigi hvítur femín­ismi upp á pall­borð­ið. Með honum hefur auð­virði­leg til­raun verið gerð til að bleik-þvo heims­valda­stefnu og ras­isma NATO og Banda­ríkj­anna. Þetta er gert með því að útbúa verk­efni fyrir vest­rænar konur á vett­vangi NATO. Þar ljá þessar konur sam­tök­unum lið og taka þátt í útbreiðslu heims­valda­stefn­unnar í her­setnum lönd­um. Þær vinna á vett­vangi og undir stjórn inn­rás­arafl­anna, í for­rétt­inda­stöðu. Þær geta komið og farið eins og þeim sýnist, nokk­urs­konar ferða­menn úr yfir­stétt. 

Það sama á ekki við um alþýðu­fólkið sem þjá­ist vegna enda­lauss ófriðar og hern­að­ar­hyggju. Það býr í allt annarri ver­öld, ver­öld lok­aðra landamæra þar sem ras­ismi og andúð á múslimum ráða ríkj­um, andúð sem stendur í beinu sam­bandi við Stríðið gegn hryðju­verkum og múslima­hat­rið sem það hefur nært. 

Bjarg­vættir með kven­frelsiskyndil og hríð­skota­byssu

Ég hef fylgst með stríð­inu gegn hryðju­verkum síðan að það hófst fyrir tveimur ára­tugum með því sem George W. Bush kall­aði „kross­ferð“ til Afganist­an. Ég hef á þessum árum séð hvað eftir annað með algjör­lega skýrum hætti hversu fært vestrið er um skelfi­legt ofbeldi og tak­marka­lausa grimmd. Ég hef séð hversu yfir­gengi­lega hræsni og geig­væn­legar lygar vest­ræn valda­stétt er fær um til að tryggja áfram­hald­andi kúgun á fólki neð­ar­lega í hinu alþjóð­lega stig­veldi. Ég hef séð að þar er femín­ism­inn not­aður sem mik­il­vægt vopn í vopna­búr­inu, af inn­blás­inni for­herð­ingu þeirra sem einskis svífast. 

Í þess­ari hræsni og for­herð­ingu er NATO einn aðal­leik­ar­inn. Þau okkar sem sann­ar­lega hafa fylgst með hörmu­legri atburða­rás und­an­far­inna tveggja ára­tuga hafa lesið ótal fréttir og skýrslur sem fjalla um ábyrgð NATO og Banda­ríkj­anna á hræði­legum voða­verk­um; aftökum án dóms og laga, m.a. á börn­um, loft­árásum þar sem konur og börn hafa iðu­lega verið sprengd í óþekkj­an­legar tætl­ur, pynt­ingum o.fl. 

NATO við­ur­kenndi meira að segja árið 2009 að vissu­lega bæru sam­tökin ábyrgð á allt of mörgum dauðs­föllum sak­lausra borg­ara en það væri hins vegar svo að þessi dauðs­föll væru afleið­ing hins mikla árang­urs sem NATO hefði náð í því að stöðva fram­göngu Tali­bana! 

Hin óum­deil­an­lega stað­reynd er sú að NATO og Banda­ríkin stunda hryðju­verk gagn­vart sak­lausu fólki og bera ábyrgð á þján­ingum sem aldrei verður hægt að bæta fyr­ir. Það sem kallað hefur verið „lýð­ræð­is­upp­bygg­ing“ í Afganistan af einni fyrrum íslenskri starfs­konu NATO í land­inu er þvert á móti risa­vaxin til­raun í heims­valda­stefnu, fram­kvæmd af grimmd og glæp­sam­legu áhuga­leysi um vel­ferð fólks­ins í Afganistan; kvenna, barna og karla. 

Vest­rænir „bjarg­vætt­ir“ með kven­frelsiskyndil­inn í annarri hendi og hríð­skota­byssu í hinni eru nú enn einu sinni afhjúpaðir fyrir augum heims­byggð­ar­innar sem útsend­arar rot­innar heims­valda­stefnu, þátt­tak­endur í einu sið­laus­asta verk­efni mann­kyns­sög­unn­ar.

Ég set fram þær kröfur …

Vegna alls þessa sem ég hef hér upp talið fæ ég því ekki orða bund­ist: 

Ég set hér með fram þá kröfu að Ísland taki á móti flótta­fólki af mann­úð, og með vin­semd og virð­ingu að leið­ar­ljósi. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland gangi úr hryðju­verka­sam­tök­unum NATO. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í glæp­sam­legum inn­rásum og stuðn­ingi við heims­valda­sinnað og rasískt ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna.  

Ég set fram þá kröfu að Ísland berj­ist á alþjóða­vett­vangi fyrir frið­sam­legum lausnum í alþjóða­málum og hætti að taka þátt í að kynda ófrið­ar­bál af for­hertri heimsku og yfir­borðs­mennsku.

Ég set fram þá kröfu að almennum borg­urum sem þolað hafa ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna í Afganistan verði greiddar miska­bæt­ur. 

Og ég set fram þá kröfu að við segjum skilið við þann hroka­fulla, heims­valda­sinn­aða og rasíska hvíta femín­isma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórn­ar­ráð­inu og við stefnu­mótun Íslands í utan­rík­is­mál­um. Slíkur femín­ismi á heima á rusla­haugum sög­unn­ar. Tími raun­veru­legrar sam­stöðu með alþýðu ver­ald­ar, kon­um, börnum og mönn­um, er runn­inn upp. 

Sú sam­staða er femín­ismi sem við getum öll stutt og barist fyr­ir.

Höf­undur er sós­íal­ískur femínisti og and-heims­valdasinni. Hún er í 4. sæti á lista Sós­í­alista í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar