Nokkur orð um heimsvaldastefnu NATO og hvítan femínisma

Sólveig Anna Jónsdóttir setur fram þá kröfu að Íslendingar segi skilið við „þann hrokafulla, heimsvaldasinnaða og rasíska hvíta femínisma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórnarráðinu og við stefnumótun Íslands í utanríkismálum“.

Auglýsing

Á Íslandi heyrum við ekki oft talað um „hvítan femín­is­ma“. Það er í raun und­ar­legt því að hvítur femín­ismi er algjör­lega mið­lægur í hug­mynda­heimi íslensku valda­stétt­ar­inn­ar. Hvítur femín­ismi er afkvæmi þeirrar hvítu yfir­burð­ar­hyggju sem mótað hefur hug­mynda­heim vest­rænnar valda­stéttar með hörmu­legum afleið­ingum fyrir sak­laust fólk. Hann, líkt og for­eldrið, er hel­tek­inn af „gild­um“ Vest­ur­landa og sér ekk­ert athuga­vert við að þessum „gild­um“ sé þröngvað upp á fólk, iðu­lega með ein­stak­lega ofbeld­is­fullum hætti.

NATO hvílir á hvítri yfir­burð­ar­hyggju

NATO (Atlands­hafs­banda­lag­ið) eru sam­tök sem hvíla á hvítri yfir­burða­hyggju og grimmi­legri heims­valda­stefnu. Þau byggja á gömlu og sjúku stig­veldi sem við­haldið er með inn­rásum, árásum, morðum og pynt­ing­um. Þau eru sek um algjört skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart hags­munum fólks í löndum sem hafa verið dæmd til að þola árás­ar­girni vest­urs­ins. Þau eru sek um yfir­gengi­leg­ustu hræsni sem hægt er að hugsa sér, eru í raun hræsni-heims­meist­arar sam­tím­ans; láta sem að morðin og lim­lest­ing­arnar sem sam­tökin og „sam­starfs­að­il­ar“ þeirra fram­kvæma séu í raun ekki morð, heldur göf­ugt svar við frels­is­þrá alls mann­kyns.



NATO er stór­kost­lega mik­il­vægur hluti af og þátt­tak­andi í útbreiðslu heims­valda­hyggju Banda­ríkj­anna en, eins og við öll hljótum að vera búin að átta okkur á, eru Banda­ríkin einn helsti smit­beri menn­ing­ar­sjúk­dóms­ins sem hvít yfir­burð­ar­hyggju sann­ar­lega er. Hún hefur verið og er ein helsta útflutn­ings­vara Banda­ríkj­anna. 

Banda­ríkin hafa frá árinu 1979 farið fram með sið­villtum hroka inn­blásnum af ras­isma gagn­vart fólk­inu í Mið-Aust­ur­lönd­um. Banda­ríkin hafa notað hvaða aðferðir sem er til að breiða út ófrið í þessum heims­hluta. Með því hafa þau grafið undan öllum mögu­leikum á því að vel­sæld fólks á þessu svæði geti raun­gerst. 

Auglýsing

For­rétt­inda­femínistar studdu inn­rás í Afganistan

Einn af stóru glæpum Banda­ríkj­anna er inn­rásin í Afganistan, en hana fyr­ir­skip­aði ras­ist­inn, auð­mað­ur­inn og kristni trú­ar­of­stæk­is­mað­ur­inn George W. Bush. Ein af árang­urs­rík­ustu áróð­ur­s-lygum hans og sið­vill­ing­anna sem störf­uðu með honum var að vestrið yrði að axla sið­ferði­lega ábyrgð á því að frelsa kon­ur. Undir þetta tóku hvítir for­rétt­inda­femínistar á Vest­ur­lönd­um. 

Þessar konur höfðu ekki áhuga á að skoða og við­ur­kenna sögu Banda­ríkj­anna; tryllt ofbeldið gagn­vart alþýðu fólks í Aust­ur- og Suð­austur Asíu, tryllt ofbeldið gagn­vart alþýðu fólks í Suð- og Mið-Am­er­íku né tryllt ofbeldið gagn­vart svörtum og brúnum íbúum Banda­ríkj­unum sjálfra. Þær spurðu ekki að því hvort lík­legt væri að land með við­líka sögu væri raun­veru­lega fært um að færa fólk­inu í Afganistan frelsi, ef svo ólík­lega vildi til að raun­veru­legur vilji væri til þess. Þess í stað veittu þær ofbeld­is-verk­efni Banda­ríkj­anna og NATO lög­mæti. Sam­sekt þeirra er raun­veru­leg og óum­deil­an­leg. En á því hefur engin við­ur­kenn­ing feng­ist, aðeins for­herð­ing hinnar óbæri­legu sjálfs­upp­hafn­ingar „góðu og göf­ugu“ vest­rænu bjarg­vætt­anna.   

Vegna þess að NATO hvílir á hvítri yfir­burð­ar­hyggju er ekki skrítið að þar eigi hvítur femín­ismi upp á pall­borð­ið. Með honum hefur auð­virði­leg til­raun verið gerð til að bleik-þvo heims­valda­stefnu og ras­isma NATO og Banda­ríkj­anna. Þetta er gert með því að útbúa verk­efni fyrir vest­rænar konur á vett­vangi NATO. Þar ljá þessar konur sam­tök­unum lið og taka þátt í útbreiðslu heims­valda­stefn­unnar í her­setnum lönd­um. Þær vinna á vett­vangi og undir stjórn inn­rás­arafl­anna, í for­rétt­inda­stöðu. Þær geta komið og farið eins og þeim sýnist, nokk­urs­konar ferða­menn úr yfir­stétt. 

Það sama á ekki við um alþýðu­fólkið sem þjá­ist vegna enda­lauss ófriðar og hern­að­ar­hyggju. Það býr í allt annarri ver­öld, ver­öld lok­aðra landamæra þar sem ras­ismi og andúð á múslimum ráða ríkj­um, andúð sem stendur í beinu sam­bandi við Stríðið gegn hryðju­verkum og múslima­hat­rið sem það hefur nært. 

Bjarg­vættir með kven­frelsiskyndil og hríð­skota­byssu

Ég hef fylgst með stríð­inu gegn hryðju­verkum síðan að það hófst fyrir tveimur ára­tugum með því sem George W. Bush kall­aði „kross­ferð“ til Afganist­an. Ég hef á þessum árum séð hvað eftir annað með algjör­lega skýrum hætti hversu fært vestrið er um skelfi­legt ofbeldi og tak­marka­lausa grimmd. Ég hef séð hversu yfir­gengi­lega hræsni og geig­væn­legar lygar vest­ræn valda­stétt er fær um til að tryggja áfram­hald­andi kúgun á fólki neð­ar­lega í hinu alþjóð­lega stig­veldi. Ég hef séð að þar er femín­ism­inn not­aður sem mik­il­vægt vopn í vopna­búr­inu, af inn­blás­inni for­herð­ingu þeirra sem einskis svífast. 

Í þess­ari hræsni og for­herð­ingu er NATO einn aðal­leik­ar­inn. Þau okkar sem sann­ar­lega hafa fylgst með hörmu­legri atburða­rás und­an­far­inna tveggja ára­tuga hafa lesið ótal fréttir og skýrslur sem fjalla um ábyrgð NATO og Banda­ríkj­anna á hræði­legum voða­verk­um; aftökum án dóms og laga, m.a. á börn­um, loft­árásum þar sem konur og börn hafa iðu­lega verið sprengd í óþekkj­an­legar tætl­ur, pynt­ingum o.fl. 

NATO við­ur­kenndi meira að segja árið 2009 að vissu­lega bæru sam­tökin ábyrgð á allt of mörgum dauðs­föllum sak­lausra borg­ara en það væri hins vegar svo að þessi dauðs­föll væru afleið­ing hins mikla árang­urs sem NATO hefði náð í því að stöðva fram­göngu Tali­bana! 

Hin óum­deil­an­lega stað­reynd er sú að NATO og Banda­ríkin stunda hryðju­verk gagn­vart sak­lausu fólki og bera ábyrgð á þján­ingum sem aldrei verður hægt að bæta fyr­ir. Það sem kallað hefur verið „lýð­ræð­is­upp­bygg­ing“ í Afganistan af einni fyrrum íslenskri starfs­konu NATO í land­inu er þvert á móti risa­vaxin til­raun í heims­valda­stefnu, fram­kvæmd af grimmd og glæp­sam­legu áhuga­leysi um vel­ferð fólks­ins í Afganistan; kvenna, barna og karla. 

Vest­rænir „bjarg­vætt­ir“ með kven­frelsiskyndil­inn í annarri hendi og hríð­skota­byssu í hinni eru nú enn einu sinni afhjúpaðir fyrir augum heims­byggð­ar­innar sem útsend­arar rot­innar heims­valda­stefnu, þátt­tak­endur í einu sið­laus­asta verk­efni mann­kyns­sög­unn­ar.

Ég set fram þær kröfur …

Vegna alls þessa sem ég hef hér upp talið fæ ég því ekki orða bund­ist: 

Ég set hér með fram þá kröfu að Ísland taki á móti flótta­fólki af mann­úð, og með vin­semd og virð­ingu að leið­ar­ljósi. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland gangi úr hryðju­verka­sam­tök­unum NATO. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í glæp­sam­legum inn­rásum og stuðn­ingi við heims­valda­sinnað og rasískt ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna.  

Ég set fram þá kröfu að Ísland berj­ist á alþjóða­vett­vangi fyrir frið­sam­legum lausnum í alþjóða­málum og hætti að taka þátt í að kynda ófrið­ar­bál af for­hertri heimsku og yfir­borðs­mennsku.

Ég set fram þá kröfu að almennum borg­urum sem þolað hafa ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna í Afganistan verði greiddar miska­bæt­ur. 

Og ég set fram þá kröfu að við segjum skilið við þann hroka­fulla, heims­valda­sinn­aða og rasíska hvíta femín­isma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórn­ar­ráð­inu og við stefnu­mótun Íslands í utan­rík­is­mál­um. Slíkur femín­ismi á heima á rusla­haugum sög­unn­ar. Tími raun­veru­legrar sam­stöðu með alþýðu ver­ald­ar, kon­um, börnum og mönn­um, er runn­inn upp. 

Sú sam­staða er femín­ismi sem við getum öll stutt og barist fyr­ir.

Höf­undur er sós­íal­ískur femínisti og and-heims­valdasinni. Hún er í 4. sæti á lista Sós­í­alista í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar