Nokkur orð um heimsvaldastefnu NATO og hvítan femínisma

Sólveig Anna Jónsdóttir setur fram þá kröfu að Íslendingar segi skilið við „þann hrokafulla, heimsvaldasinnaða og rasíska hvíta femínisma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórnarráðinu og við stefnumótun Íslands í utanríkismálum“.

Auglýsing

Á Íslandi heyrum við ekki oft talað um „hvítan femín­is­ma“. Það er í raun und­ar­legt því að hvítur femín­ismi er algjör­lega mið­lægur í hug­mynda­heimi íslensku valda­stétt­ar­inn­ar. Hvítur femín­ismi er afkvæmi þeirrar hvítu yfir­burð­ar­hyggju sem mótað hefur hug­mynda­heim vest­rænnar valda­stéttar með hörmu­legum afleið­ingum fyrir sak­laust fólk. Hann, líkt og for­eldrið, er hel­tek­inn af „gild­um“ Vest­ur­landa og sér ekk­ert athuga­vert við að þessum „gild­um“ sé þröngvað upp á fólk, iðu­lega með ein­stak­lega ofbeld­is­fullum hætti.

NATO hvílir á hvítri yfir­burð­ar­hyggju

NATO (Atlands­hafs­banda­lag­ið) eru sam­tök sem hvíla á hvítri yfir­burða­hyggju og grimmi­legri heims­valda­stefnu. Þau byggja á gömlu og sjúku stig­veldi sem við­haldið er með inn­rásum, árásum, morðum og pynt­ing­um. Þau eru sek um algjört skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart hags­munum fólks í löndum sem hafa verið dæmd til að þola árás­ar­girni vest­urs­ins. Þau eru sek um yfir­gengi­leg­ustu hræsni sem hægt er að hugsa sér, eru í raun hræsni-heims­meist­arar sam­tím­ans; láta sem að morðin og lim­lest­ing­arnar sem sam­tökin og „sam­starfs­að­il­ar“ þeirra fram­kvæma séu í raun ekki morð, heldur göf­ugt svar við frels­is­þrá alls mann­kyns.NATO er stór­kost­lega mik­il­vægur hluti af og þátt­tak­andi í útbreiðslu heims­valda­hyggju Banda­ríkj­anna en, eins og við öll hljótum að vera búin að átta okkur á, eru Banda­ríkin einn helsti smit­beri menn­ing­ar­sjúk­dóms­ins sem hvít yfir­burð­ar­hyggju sann­ar­lega er. Hún hefur verið og er ein helsta útflutn­ings­vara Banda­ríkj­anna. 

Banda­ríkin hafa frá árinu 1979 farið fram með sið­villtum hroka inn­blásnum af ras­isma gagn­vart fólk­inu í Mið-Aust­ur­lönd­um. Banda­ríkin hafa notað hvaða aðferðir sem er til að breiða út ófrið í þessum heims­hluta. Með því hafa þau grafið undan öllum mögu­leikum á því að vel­sæld fólks á þessu svæði geti raun­gerst. 

Auglýsing

For­rétt­inda­femínistar studdu inn­rás í Afganistan

Einn af stóru glæpum Banda­ríkj­anna er inn­rásin í Afganistan, en hana fyr­ir­skip­aði ras­ist­inn, auð­mað­ur­inn og kristni trú­ar­of­stæk­is­mað­ur­inn George W. Bush. Ein af árang­urs­rík­ustu áróð­ur­s-lygum hans og sið­vill­ing­anna sem störf­uðu með honum var að vestrið yrði að axla sið­ferði­lega ábyrgð á því að frelsa kon­ur. Undir þetta tóku hvítir for­rétt­inda­femínistar á Vest­ur­lönd­um. 

Þessar konur höfðu ekki áhuga á að skoða og við­ur­kenna sögu Banda­ríkj­anna; tryllt ofbeldið gagn­vart alþýðu fólks í Aust­ur- og Suð­austur Asíu, tryllt ofbeldið gagn­vart alþýðu fólks í Suð- og Mið-Am­er­íku né tryllt ofbeldið gagn­vart svörtum og brúnum íbúum Banda­ríkj­unum sjálfra. Þær spurðu ekki að því hvort lík­legt væri að land með við­líka sögu væri raun­veru­lega fært um að færa fólk­inu í Afganistan frelsi, ef svo ólík­lega vildi til að raun­veru­legur vilji væri til þess. Þess í stað veittu þær ofbeld­is-verk­efni Banda­ríkj­anna og NATO lög­mæti. Sam­sekt þeirra er raun­veru­leg og óum­deil­an­leg. En á því hefur engin við­ur­kenn­ing feng­ist, aðeins for­herð­ing hinnar óbæri­legu sjálfs­upp­hafn­ingar „góðu og göf­ugu“ vest­rænu bjarg­vætt­anna.   

Vegna þess að NATO hvílir á hvítri yfir­burð­ar­hyggju er ekki skrítið að þar eigi hvítur femín­ismi upp á pall­borð­ið. Með honum hefur auð­virði­leg til­raun verið gerð til að bleik-þvo heims­valda­stefnu og ras­isma NATO og Banda­ríkj­anna. Þetta er gert með því að útbúa verk­efni fyrir vest­rænar konur á vett­vangi NATO. Þar ljá þessar konur sam­tök­unum lið og taka þátt í útbreiðslu heims­valda­stefn­unnar í her­setnum lönd­um. Þær vinna á vett­vangi og undir stjórn inn­rás­arafl­anna, í for­rétt­inda­stöðu. Þær geta komið og farið eins og þeim sýnist, nokk­urs­konar ferða­menn úr yfir­stétt. 

Það sama á ekki við um alþýðu­fólkið sem þjá­ist vegna enda­lauss ófriðar og hern­að­ar­hyggju. Það býr í allt annarri ver­öld, ver­öld lok­aðra landamæra þar sem ras­ismi og andúð á múslimum ráða ríkj­um, andúð sem stendur í beinu sam­bandi við Stríðið gegn hryðju­verkum og múslima­hat­rið sem það hefur nært. 

Bjarg­vættir með kven­frelsiskyndil og hríð­skota­byssu

Ég hef fylgst með stríð­inu gegn hryðju­verkum síðan að það hófst fyrir tveimur ára­tugum með því sem George W. Bush kall­aði „kross­ferð“ til Afganist­an. Ég hef á þessum árum séð hvað eftir annað með algjör­lega skýrum hætti hversu fært vestrið er um skelfi­legt ofbeldi og tak­marka­lausa grimmd. Ég hef séð hversu yfir­gengi­lega hræsni og geig­væn­legar lygar vest­ræn valda­stétt er fær um til að tryggja áfram­hald­andi kúgun á fólki neð­ar­lega í hinu alþjóð­lega stig­veldi. Ég hef séð að þar er femín­ism­inn not­aður sem mik­il­vægt vopn í vopna­búr­inu, af inn­blás­inni for­herð­ingu þeirra sem einskis svífast. 

Í þess­ari hræsni og for­herð­ingu er NATO einn aðal­leik­ar­inn. Þau okkar sem sann­ar­lega hafa fylgst með hörmu­legri atburða­rás und­an­far­inna tveggja ára­tuga hafa lesið ótal fréttir og skýrslur sem fjalla um ábyrgð NATO og Banda­ríkj­anna á hræði­legum voða­verk­um; aftökum án dóms og laga, m.a. á börn­um, loft­árásum þar sem konur og börn hafa iðu­lega verið sprengd í óþekkj­an­legar tætl­ur, pynt­ingum o.fl. 

NATO við­ur­kenndi meira að segja árið 2009 að vissu­lega bæru sam­tökin ábyrgð á allt of mörgum dauðs­föllum sak­lausra borg­ara en það væri hins vegar svo að þessi dauðs­föll væru afleið­ing hins mikla árang­urs sem NATO hefði náð í því að stöðva fram­göngu Tali­bana! 

Hin óum­deil­an­lega stað­reynd er sú að NATO og Banda­ríkin stunda hryðju­verk gagn­vart sak­lausu fólki og bera ábyrgð á þján­ingum sem aldrei verður hægt að bæta fyr­ir. Það sem kallað hefur verið „lýð­ræð­is­upp­bygg­ing“ í Afganistan af einni fyrrum íslenskri starfs­konu NATO í land­inu er þvert á móti risa­vaxin til­raun í heims­valda­stefnu, fram­kvæmd af grimmd og glæp­sam­legu áhuga­leysi um vel­ferð fólks­ins í Afganistan; kvenna, barna og karla. 

Vest­rænir „bjarg­vætt­ir“ með kven­frelsiskyndil­inn í annarri hendi og hríð­skota­byssu í hinni eru nú enn einu sinni afhjúpaðir fyrir augum heims­byggð­ar­innar sem útsend­arar rot­innar heims­valda­stefnu, þátt­tak­endur í einu sið­laus­asta verk­efni mann­kyns­sög­unn­ar.

Ég set fram þær kröfur …

Vegna alls þessa sem ég hef hér upp talið fæ ég því ekki orða bund­ist: 

Ég set hér með fram þá kröfu að Ísland taki á móti flótta­fólki af mann­úð, og með vin­semd og virð­ingu að leið­ar­ljósi. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland gangi úr hryðju­verka­sam­tök­unum NATO. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í glæp­sam­legum inn­rásum og stuðn­ingi við heims­valda­sinnað og rasískt ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna.  

Ég set fram þá kröfu að Ísland berj­ist á alþjóða­vett­vangi fyrir frið­sam­legum lausnum í alþjóða­málum og hætti að taka þátt í að kynda ófrið­ar­bál af for­hertri heimsku og yfir­borðs­mennsku.

Ég set fram þá kröfu að almennum borg­urum sem þolað hafa ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna í Afganistan verði greiddar miska­bæt­ur. 

Og ég set fram þá kröfu að við segjum skilið við þann hroka­fulla, heims­valda­sinn­aða og rasíska hvíta femín­isma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórn­ar­ráð­inu og við stefnu­mótun Íslands í utan­rík­is­mál­um. Slíkur femín­ismi á heima á rusla­haugum sög­unn­ar. Tími raun­veru­legrar sam­stöðu með alþýðu ver­ald­ar, kon­um, börnum og mönn­um, er runn­inn upp. 

Sú sam­staða er femín­ismi sem við getum öll stutt og barist fyr­ir.

Höf­undur er sós­íal­ískur femínisti og and-heims­valdasinni. Hún er í 4. sæti á lista Sós­í­alista í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar