Hver er staðan í loftslagsmálum?

Björn Leví Gunnarsson segir að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum séu fálmkenndar. Almennt sé ekki vitað hversu mikið þær kosti, hver árangur þeirra verði, hvenær árangur muni sjást og hvort verið sé að velja hagkvæmustu kostina.

Auglýsing

Önnur löng grein, í þetta sinn um lofts­lags­mál. Það ætti að vera nóg að lesa þennan kafla en fyrir nákvæm­ari yfir­ferð þá mæli ég með því að lesa alla grein­ina.

Staða lofts­lags­mála er mjög óljós. Fjár­mögnun er óná­kvæm, áhrif aðgerða eru óljós og mark­miðin sjálf eru í ákveð­inni óvissu. Á þessu kjör­tíma­bili hafa stjórn­völd aðal­lega lagt fjár­magn í aðgerðir gegn lofts­lags­málum sem tengj­ast íviln­unum á vist­vænum bif­reiðum og upp­bygg­ingu fjöl­breytt­ari ferða­máta (strætó, borg­ar­línu og hjóland­i). Á meðan góður árangur í orku­skiptum í sam­göngum skiptir mjög miklu máli þá er vand­inn umfangs­meiri.

Nið­ur­staða þess­arar greinar er ein­fald­lega sú að enn eru of margar eyður í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda til þess að hægt sé að segja að hún muni ná til­ætl­uðum árangri. Of margar aðgerð­irnar eru enn í und­ir­bún­ingi og breyt­ing á mark­miði úr 40% sam­drátt á losun niður í 55% sam­drátt er alger­lega óút­fært.

Auglýsing

Í heild­ina á litið er afrakstur kjör­tíma­bils­ins óásætt­an­legur í þessum mála­flokki. Stjórn­völdum hefur ein­fald­lega mis­tek­ist að koma frá sér trú­verð­ugri áætlun um aðgerðir í dag og árangur til fram­tíð­ar. Þess vegna hafa Píratar sett sér metn­að­ar­fulla stefnu sem á að skila okkur öllum árangri í þessum mála­flokki.

Staðan í dag

Stærsta verk­efni fram­tíð­ar­innar eru þær áskor­anir sem við stöndum frammi fyrir vegna lofts­lags­breyt­inga. Til þess að bregð­ast við þeim fyr­ir­sjá­an­lega vanda þá þarf að byrja núna. Það hefði í raun­inni þurft að bregð­ast við fyrr, en betra er seint en aldrei.

Nýlega kom út ný skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Hún sýnir hvernig for­spár hafa reynst rétt­ar, hvernig aukn­ing á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum er af manna­völdum og hvernig hlýn­unin er þegar orðin 1,25°C. Mark­miðið um að halda hlýnun undir 1,5°C er því í hættu og að óbreyttu mun því við­miði vera náð snemma á næsta ára­tug. Þá er fyr­ir­sjá­an­leg 2°C hækkun á hita­stigi fyrir lok ald­ar­inn­ar.

Afleið­ing­arnar af þess­ari hlýnun eru lúm­skar, en gríð­ar­lega umfangs­miklar því vand­inn er hnatt­rænn. Það er því erfitt að segja nákvæm­lega hverjar afleið­ing­arnar verða, sér­stak­lega stað­bundnar afleið­ing­ar. Það er hins vegar auð­velt að segja almennt séð hvað ger­ist. Hækkun sjáv­ar, súrnun sjáv­ar, meiri öfgar í veðri og til­færsla vist­kerfa – til þess að nefna nokkur dæmi.

Staðan í dag er að bestu vís­indin sem við höfum vara við víð­tækum breyt­ingum á líf­ríki og vist­kerfi sem mun leiða til mik­illar aðlög­unar ef við ætlum að við­halda þeim lífs­kjörum sem við búum við í dag. Við höfum náð þeim lífs­kjörum á ósjálf­bæran hátt fyrir umhverf­ið, þannig að ef við viljum við­halda núver­andi gæðum þá þurfum við að breyta því algjör­lega hvernig við förum að því. Gullna reglan er að við skilum jörð­inni til næstu kyn­slóða í sama eða betra ástandi en við fengum hana í okkar hend­ur.

Þetta er ekk­ert vanda­mál!

Ég vil byrja þennan pistil á því að ávarpa efa­semd­ar­fólk um lofts­lags­mál. Þau sem segja að jörðin hafi farið í gegnum meiri sveiflur eða þetta sé bara eðli­legur og nátt­úru­legur breyti­leiki. Já, það er satt að jörðin hefur farið í gegnum meiri lofts­lags­breyt­ing­ar. Það hafði gríð­ar­leg áhrif á líf á jörð­inni. Það er ekki hægt að segja að þær breyt­ingar hafi verið jákvæðar eða nei­kvæðar því þær gerð­ust bara og lífið hélt áfram. Margar teg­undir líf­vera þurrk­uð­ust út á meðan aðrar fylltu upp í skarðið í stað­inn. Vand­inn snýst um nákvæm­lega þetta, að koma í veg fyrir þær óþörfu breyt­ingar sem fyr­ir­sjá­an­legt er að verði á lofts­lagi jarð­ar­innar með til­heyr­andi afleið­ing­um.

Það skiptir í raun­inni ekki máli hvort breyt­ing­arnar eru af nátt­úru­legum völdum eða manna­völd­um. Ef við vissum af loft­steini sem stefni á jörð­ina þá myndum við tví­mæla­laust reyna að gera eitt­hvað í því að lág­marka skað­ann. Annað væri ábyrgð­ar­laust. Sama á við um lofts­lags­mál­in, vand­inn er fyr­ir­sjá­an­legur hvað sem við tautum og raul­um. Að takast ekki á við þann vanda væri óábyrgt. Það þýðir að við þurfum að skoða hvaða áhrif við getum haft og grípa til aðgerða í sam­ræmi við það. Kannski getum við ekki sent Bruce Willis með kjarn­orku­sprengju á loft­stein­inn, en við getum rýmt þau svæði sem hann lendir á og gert aðrar var­úð­ar­ráð­staf­anir á öðrum stöðum því áhrifin verða ekki þau sömu alls staðar en allir þurfa að hjálp­ast að við að lág­marka skað­ann.

Breyt­ing­arnar eru hæg­fara miðað við líf okkar og sam­fé­lag, en þær eru gríð­ar­lega hraðar í jarð­sögu­legu sam­hengi. Fyrri sveiflur í lofts­lagi hafa tekið hund­ruð­ir, ef ekki þús­undir ára að ganga til baka. Það er að ein­hverju leyti jákvætt, þar sem við höfum þá tíma til þess að aðlag­ast – en það væri auð­vitað best að þurfa ekki að aðlag­ast neinu. Það væri best ef við gætum bara skipt yfir í sjálf­bær­ari aðferðir til þess að við­halda lífs­gæðum okkar og láta það nægja en núver­andi hlýnun mun þegar valda óaft­ur­kall­an­legum en ásætt­an­legum skaða (að minnsta kosti miðað við það sem þjóðir heims­ins hafa sætt sig við – hlýnun um 1,5°C). Öll hlýnun umfram það mun valda þeim mun meiri skaða.

Hér sé ég fyrir mér að efa­semda­menn séu búnir að afskrifa mig. Það verður bara að hafa það, ég vona að sagan sýni að milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna hafi rangt fyrir sér. Ef það verður raun­in, þá munum við samt búa í sjálf­bærum heimi. Þess vegna skiptir það mig ekki máli hver hefur rétt eða rangt fyrir sér í lofts­lags­mál­um, lausnin sem boðið er upp á er góð – sama hvað.

Lofts­lags­mál í opin­berum fjár­málum

Að loknum þessum langa inn­gangi getum við loks byrjað á því að skoða stöðu lofts­lags­mála hér á landi miðað við opin­ber fjár­mál. Hvernig hafa stjórn­völd ákveðið að glíma við þann vanda sem stjórn­völd bera ábyrgð á í fjár­lög­um?

Ábyrgð stjórn­valda

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á ábyrgð Íslands er skipt í fimm flokka, eftir því hvaðan losun kem­ur. Það eru orka, iðn­að­ar­ferlar og efna­notk­un, land­bún­að­ur, úrgangur og land­notk­un. Stjórn­völd bera ekki ábyrgð á sam­drætti í losun á öllum svið­um. Alþjóða­flug og sigl­ingar eru í sér kerfi, einnig land­notkun og sá hluti iðn­aðar sem til­heyrir svoköll­uðu ETS kerfi.

Þessi skipt­ing veldur oft ákveðnum mis­skiln­ingi, þar sem reynt er að draga land­notkun inn í jöfn­una og sagt að ef við myndum bara moka ofan í alla skurði þá myndum við ná lofts­lags­mark­miðum sam­kvæmt skuld­bind­ingum á nóinu. Á meðan það væri vissu­lega jákvætt fyrir losun almennt þá er einmitt gert ráð fyrir sam­drætti í losun frá land­notkun innan LULUCF.

Þessi skipt­ing gerir ráð fyrir því að hver þjóð út af fyrir sig getur ákveðið sjálf hvernig á að ná sam­drætti í losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Umhverf­is­stofnun heldur utan um losun Íslands og nýj­ustu tölur frá 2019 sýna 2% sam­drátt á milli áranna 2018 og 2019. Það þýðir 28% aukn­ing frá árinu 1990 og 8% sam­dráttur frá 2005, sem eru ákveðnar við­mið­un­ar­dag­setn­ingar í lofts­lags­mál­um. Kyoto-­bók­unin gerði ráð fyrir 20% sam­drætti á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda miðað við losun árið 1990. Losun á Íslandi jókst hins vegar um 26% frá 1990 til 2014 og náði Ísland þannig ekki að standa við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart Kyoto-­bók­un­inni. Í kjöl­farið á Kyoto-­bók­un­inni kom Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Þar voru ekki sett mark­mið um sam­drátt í losun heldur að halda hækkun hita innan við 1,5°C. Stjórn­völd eiga að útfæra lausnir sem ná þessu mark­miði innan þeirra flokka sem stjórn­völd bera ábyrgð á. Sem sagt, ekki lausnir fyrir losun iðn­aðar innan ETS-­kerf­is­ins, ekki fyrir land­notkun (enn sem komið er) og ekki innan alþjóða­sigl­inga og alþjóða­flugs. Það eru önnur kerfi sem búið er að koma upp sem sjá um sam­drátt á þeim vett­vangi.

Núver­andi ábyrgð stjórn­valda til 2030 er 40% sam­dráttur á los­un. Vegna samn­inga okkar við önnur lönd í Evr­ópu er okkar hlutur ein­ungis 29% sam­dráttur. Núver­andi aðgerða­á­ætlun gerir ráð fyrir því að ná 35% sam­drætti hins veg­ar. Þegar sú aðgerða­á­ætlun kom út þá var mark­miðið að draga saman losun um 40% og vantar því aðgerðir fyrir um 5% sam­drátt í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina. Þær aðgerðir eru einnig ófjár­magn­að­ar. Nýlega var hins vegar til­kynnt um nýtt mark­mið fyrir 2030, eða 55% sam­drátt á los­un. Það er því staðan núna, það er á ábyrgð stjórn­valda að ná 29% sam­drætti sam­kvæmt alþjóð­legum skuld­bind­ingum fyrir 2030 en mark­miðið er 55% sam­dráttur og svo hlut­leysi árið 2040.

Fjár­lög og fjár­mála­á­ætlun

Í fjár­mála­á­ætlun 2022 er umfjöllun um árangur stjórn­valda þetta kjör­tíma­bil. Þar er sagt að mesta aukn­ingin sé vegna lofts­lags­mála sem hafi átt­fald­ast á tíma­bil­inu. Þar sem upp­hæðin var ekk­ert svo há til að byrja með er það kannski dálítið gild­is­hlaðin fram­setn­ing. Hækk­unin er frá 227 millj­ónum árið 2017 í 1,9 millj­arða árið 2021. Aðgerðum stjórn­valda er skipt upp í fjóra útgjalda­flokka; bein fram­lög til lofts­lags­mála, skatta­legar íviln­an­ir, breyttar ferða­venjur og sér­staka við­bót fyrir árin 2022-2026.

Þessi síð­asti flokk­ur, sér­stök við­bót, heitir þessu und­ar­lega nafni af því að það er ekki búið að ákveða hvað á að gera við fjár­magn­ið, bara búið að taka það til hliðar á tákn­rænan hátt fyrir kosn­ingar en gera má ráð fyrir því að sá millj­arður eigi að fjár­magna óút­færðu aðgerð­irnar til þess að ná sam­drátt­ar­mark­mið­um. Það er óljóst hvort það er fjár­mögnun á þeim aðgerðum sem þarf til þess að ná bara 40% sam­drætti eða 55% sam­drætti í los­un.

Ef auka millj­arð­ur­inn á að fjár­magna óút­færðar aðgerðir þá er áhuga­vert að skoða þann kostnað í sam­hengi við aðrar aðgerð­ir. Aðgerðir til þess að ná 35% losun eru að kosta okkur um 12 millj­arða á ári (skatta­legar íviln­anir upp á 5,8 millj­arða, breyttar ferða­venjur 4,8 og bein fram­lög til lofts­lags­mála 1,6 millj­arð). Það væri hægt að segja að hver millj­arður skili okkur um 3% í sam­drætti á los­un. Þess vegna er mjög áhuga­vert að einn millj­arður til við­bótar við það eigi að ná annað hvort 5% árangri í sam­drætti eða 20% (miðað við 40% eða 55% sam­drátt­ar­mark­mið).

Þegar við veljum lausnir við vanda­málum þá viljum við velja skil­virk­ustu og ódýr­ustu lausn­irn­ar, ekki satt? Ef við göngum út frá því að við náum 5% árangri með þessum auka millj­arði, en ekki 3% árangri eins og núver­andi aðgerða­á­ætlun kostar, hvers vegna voru þessar aðgerðir ekki valdar fyrst? Þær eru greini­lega miklu hag­kvæm­ari – meiri árangur fyrir minna fé! Þetta sýnir það svart á hvítu að stjórn­völd hafa ekki hug­mynd um hvað þau eru að gera og giska bara á þann kostnað sem þarf til þess að tækla lofts­lags­vand­ann.

Nán­ari grein­ing

Ef við ein­beitum okkur bara að mál­efna­sviði umhverf­is­mála, og skoðum fjár­fram­lögin þar, þá getum við séð að 6,9 millj­örðum meira er varið í það mála­svið í lok þessa kjör­tíma­bils en 2017. Þar munar mestu um fjár­lög 2021 þar sem bætt var við 3,5 millj­örðum króna. Rúmur helm­ingur af því eru fram­lög í ofan­flóða­sjóð (sem ríkið skuld­ar). 800 millj­ónir fara í frá­veitu­fram­kvæmdir sveit­ar­fé­laga, tæpar 400 millj­ónir í styrk­ingu inn­viða vegna óveð­urs og um 450 millj­ónir í með­höndlun úrgangs (end­ur­vinnsla og úrvinnslu­sjóð­ur). Þetta eru 3,25 millj­arðar af auknum fjár­fram­lögum til umhverf­is­mála á árinu 2021. Þetta eru ekki bein fram­lög í aðgerða­á­ætlun vegna lofts­lags­mála. Árið 2020 fór mest­allt af auknum fjár­fram­lögum í með­höndlun úrgangs. Það var helst árið 2019 þegar 338 millj­ónir voru settar í sér­tækar aðgerðir að frum­kvæði stjórn­valda til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Afgangurinn það árið fór í með­höndlun úrgangs og fram­kvæmd inn­viða­á­ætl­unar um verndun nátt­úru og menn­inga­sögu­legra minja.

Að lokum er það 2018, fyrstu fjár­lög þess­arar rík­is­stjórn­ar. Þar eru upp­hæð­irnar sem telja í mála­flokk­unum ann­ars vegar með­höndlun úrgangs og svo inn­viða­á­ætlun um vernd nátt­úru og minja, tæp­lega 1,4 millj­arður þar.

Aðgerða­á­ætlun stjórn­valda vegna lofts­lags­mála til 2030 er ein­ungis árang­urs- og kostn­að­ar­metin að hluta til. Í henni er fjallað um að fjár­magn eyrna­merkt lofts­lags­málum séu 10 millj­arð­ar, skatta­styrkir 20 millj­arð­ar, breyttar ferða­venjur 62 millj­arð­ar. Breyttu ferða­venj­urnar eru sagðar vera strætó, borg­ar­lína og göngu- og hjól­reiða­stíg­ar.

Hvað þýðir þetta eig­in­lega?

Satt best að segja er mjög erfitt að meta hvað þetta þýðir allt sam­an. Eyð­urnar eru ein­fald­lega of stór­ar. Ef við trúum því mati sem liggur á bak við aðgerða­á­ætlun stjórn­valda, og við höfum svo sem enga ástæðu til þess að gera það ekki, þá mun hún skila okkur æski­legum lág­marks­ár­angri um sam­drátt í losun fyrir 2030. Hún mun samt ekki skila okkur þeim árangri sem er nauð­syn­legur miðað við sett mark­mið.

Það er einnig aug­ljóst að fjár­mögn­unin er mjög handa­hófs­kennd. Nær óger­legt er að nálg­ast kostn­að­ar­mat þannig að það er ómögu­legt fyrir þingið að taka upp­lýsta ákvörðun um hvort verið sé að velja hag­kvæm­ustu lausn­irnar til að koma til móts við vand­ann. Það lýsir sér best í þeim auka millj­arði sem var settur inn í nýj­ustu fjár­mála­á­ætl­un­ina, rétt fyrir kosn­ing­ar.

Til þess að vita hvort allt gengur sam­kvæmt áætlun þá þarf fram­vindu­á­ætl­un. Til þess að sjá að árangur sé að stand­ast vænt­ingar eða ekki. Það hefur áhrif þegar verið er að end­ur­meta hvert á að beina fjár­magni á rétta staði. Fram­vindu­á­ætl­unin virð­ist samt vera til, ann­ars væru sum línu­ritin um þróun los­unar ansi vand­ræða­leg.

Allt þetta þýðir þá í raun og veru að aðgerðir stjórn­valda eru ein­fald­lega fálm­kennd­ar. Það er almennt ekki vitað hversu mikið þær kosta, hver árangur þeirra verð­ur, hvenær árangur muni sjást og hvort sé verið að velja hag­kvæm­ustu kost­ina. Ef ég ætti að velja eitt­hvað lýs­ing­ar­orð fyrir núver­andi rík­is­stjórn, þá end­ur­spegl­ast það orð í við­brögðum stjórn­valda við lofts­lags­vand­anum – fálm­kennt.

Stefna Pírata

Píratar hafa sett sér metn­að­ar­fulla stefnu í lofts­lags­mál­um. Fyrir síð­ustu kosn­ingar var stefna Pírata metin sú besta af lofts­lag.is og þó það sé ekki hægt að vera betri en sá besti þá teljum við samt að stefnan okkar í dag sé bæði best og enn betri en hún var fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Píratar setja fram skýr mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi með grænni umbreyt­ingu og hringrás­ar­hag­kerfi fyrir alla. Við þurfum að tryggja vernd nátt­úru og hafs með áherslum á vel­sæld­ar- og heims­mark­mið. Þó Ísland sé lítil eyja lengst norður í Atl­ants­hafi þá erum við engin eyja þegar kemur að lofts­lags­mál­um. Þar verðum við að vera í liði með öllum öðrum á jörð­inni. Við viljum ná árangri með vald­efl­ingu almenn­ings og stjórn­völdum sem axla ábyrgð.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar