Hver eru rökin með dánaraðstoð?

Ingrid Kuhlman segir að siðmenntað samfélag eins og Ísland ætti að leyfa dánaraðstoð.

Auglýsing

Dán­ar­að­stoð hefur lengi verið umdeilt og til­finn­inga­þrungið umræðu­efni. Eftir að Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð, var stofnað fyrir fjórum árum hefur umræðan auk­ist jafnt og þétt og sífellt fleiri lönd og fylki landa bæst í hóp þeirra sem leyfa dán­ar­að­stoð. Hér fyrir neðan eru nefnd nokkur rök með dán­ar­að­stoð. 

Dán­ar­að­stoð felur í sér virð­ingu fyrir sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti ein­stak­lings

Við hjá Lífs­virð­ingu teljum að sjálf­ráða ein­stak­lingur eigi að hafa yfir­ráð yfir eigin lík­ama, lífi og dauða. Í sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti ein­stak­lings hlýtur að fel­ast réttur til að taka ákvarð­anir um það hvenær og hvernig hann kjósi að deyja. Ættum við ekki að hafa eitt­hvað að segja um eigin dauð­daga? 

Í þessu sam­hengi er vert að vitna í Desmond Tutu biskup og guð­fræð­ing, sem er fylgj­andi dán­ar­að­stoð, en hann sagði á 85 ára afmæli sínu: „Ég hef und­ir­búið and­lát mitt og gert það ljóst að ég vil ekki láta halda mér á lífi hvað sem það kost­ar. Ég vona að komið verði fram við mig af umhyggju og mér leyft að fara á næsta stig ferða­lags lífs­ins án þann hátt sem ég kýs.“

Dán­ar­að­stoð er mann­úð­legur val­mögu­leiki 

Lækn­is­fræð­inni hefur fleygt áfram síð­ustu ára­tugi og á hátækni­sjúkra­húsum nútím­ans er hægt að lengja líf manna umtals­vert með aðstoð lyfja og nútíma­tækni, þó það geti leitt til þess að auka þján­ing­ar. Því miður er ekki hægt að útrýma allri þján­ingu þótt hægt sé að stilla flesta lík­am­lega verki. Oft þjást ein­stak­lingar ekki síður til­vist­ar­lega og/eða and­lega vegna skertra og óásætt­an­legra lífs­gæða. Dán­ar­að­stoð kemur í veg fyrir van­sæmd þeirra og er mann­úð­legur val­mögu­leiki fyrir þá sem vilja halda reisn sinni.

Dán­ar­að­stoð styttir sorg og þján­ingu ást­vina

Dán­ar­að­stoð dregur úr var­an­legum nei­kvæðum áhrifum á upp­lifun og minn­ingar ást­vina. Rann­sóknir frá bæði Hollandi og Oregon hafa sýnt að ást­vinir krabba­meins­sjúkra sem fengu dán­ar­að­stoð upp­lifðu væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreitu. Það var þeim huggun í harmi að ást­vinur þeirra skuli hafa fengið að stjórna ferð­inni og deyja á þann hátt sem hann vildi. Þeir töldu mik­il­vægan þátt í sorg­ar­ferl­inu að hafa fengið tæki­færi til að vera við­staddir á dán­ar­stund og kveðja ást­vin sinn. Sumir töldu að það að hafa geta rætt á opin­skáan hátt um dauð­ann við ást­vin hefði auð­veldað þeim að horfast í augu við og sætt­ast við yfir­vof­andi and­lát hans. Aðrir nefndu þakk­læti fyrir að hafa fengið tæki­færi til að gera upp ágrein­ing eða rifja upp dýr­mætar minn­ing­ar. 

Dán­ar­að­stoð fjölgar val­kostum við lok lífs 

Það er mik­il­vægt að fjölga val­kostum við lok lífs. Lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar ætti ekki að vera íþyngj­andi fyrir neinn og lög þar að lút­andi myndu ekki hafa nein áhrif á þá sem eru and­vígir dán­ar­að­stoð, hvort sem það er af trú­ar­leg­um, sið­ferði­legum eða öðrum ástæð­um. Þeir sem eru and­vígir dán­ar­að­stoð geta verið það áfram í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi en verða að sætta sig við að öðrum standi þessi val­kostur við lok lífs til boða. Ekki er um að ræða ósk lít­ils minni­hluta­hóps hér­lendis því sam­kvæmt könnun sem Mask­ína fram­kvæmdi fyrir Lífs­virð­ingu síðla árs­ins 2019 voru 77,7% svar­enda fremur eða mjög hlynntir dán­ar­að­stoð á meðan aðeins 6,8% voru fremur eða mjög and­víg­ir. 

Auglýsing
Þess ber að geta að það eru í raun­inni ekki margir sem kjósa að fara þessa leið. Í Hollandi voru sem dæmi 4,3% af öllum and­látum vegna dán­ar­að­stoðar árið 2019 og í Belgíu var hlut­fallið 2,1% sama ár. Í Sviss, var dán­ar­að­stoð 1,8% af öllum and­látum fólks með skráð lög­heim­ili þar­lendis árið 2018. Ein­stak­lingar með lög­heim­ili utan Sviss sem fengu aðstoð við að deyja voru 0.5% af öllum and­látum en það eru sam­tökin Dign­itas og Lifecircle sem veita dán­ar­að­stoð. Til sam­an­burðar var hlut­fallið mun lægra í Oregon árið 2019 eða 0,5% en þar tóku lögin um aðstoð við að deyja gildi árið 1997.

Sífellt fleiri heil­brigð­is­starfs­menn styðja dán­ar­að­stoð

Und­an­farin ár hefur einnig orðið veru­leg breyt­ing á skoðun lækna og ann­arra heil­brigð­is­starfs­manna um allan heim. Í nýlegri könnun bresku lækna­sam­tak­anna sagð­ist helm­ingur lækna styðja dán­ar­að­stoð. Tölur frá Norð­ur­lönd­unum segja svip­aða sögu. Stuðn­ingur lækna jókst sem dæmi úr 15% árið 2009 í 30% árið 2019 í Nor­egi og úr 29% árið 2002 í 46% árið 2013 í Finn­landi. Árið 2013 studdu 33% lækna dán­ar­að­stoð í Sví­þjóð. Stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga í Nor­egi jókst úr 25% árið 2009 í 40% árið 2019 og Í Finn­landi var hann orð­inn 74% árið 2016. Því miður eru kann­anir frá Íslandi gamlar en sýna þó aukn­ingu stuðn­ings lækna við dán­ar­að­stoð eða úr 5% árið 1997 í 18% árið 2010 . Stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga fór einnig úr 9% í 20% á sama tíma­bili. Það er því fagn­að­ar­efni að fyrir Alþingi liggur þings­á­lykt­un­ar­til­laga um við­horfskönnun heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoð­ar. 

Ætla má að dán­ar­að­stoð sé nú þegar veitt hér­lendis

Ástæða er til að ætla að dán­ar­að­stoð sé nú þegar veitt á Íslandi þó að það sé sjaldan við­ur­kennt. Erlendar rann­sóknir sem gerðar hafa verið í löndum þar sem dán­ar­að­stoð er bönn­uð, líkt og hér á landi, sýna að læknar grípa stundum til þess ráðs að deyða sjúk­linga með of stórum lyfja­skömmtum í því skyni að lina þján­ingar þeirra þó þeir viti full­vel að lyfin muni draga sjúk­ling­inn til dauða. Um leið er annarri með­ferð sem miðar að því að lengja líf sjúk­lings oft hætt. Það er spurn­ing hvort ástandið hér heima sé eitt­hvað öðru­vísi.

Dán­ar­að­stoð minnkar líkur á mis­notkun 

Með því að leyfa dán­ar­að­stoð með skýrum, ströngum skil­yrðum er um leið dregið úr líkum á mis­notk­un. Þegar smíð­aður er góður lag­ara­mmi og starfs­um­gjörð um dán­ar­að­stoð er hægt að þróa skýra verk­ferla sem draga úr líkum á mis­notkun og að farið sé á ein­hvern hátt gegn vilja sjúk­lings. 

Leyfum dán­ar­að­stoð

Dán­ar­að­stoð felur í sér virð­ingu og umhyggju fyrir mann­eskj­unni, vel­ferð hennar og sjálf­ræði. Sið­menntað sam­fé­lag eins og Ísland ætti að leyfa dán­ar­að­stoð.

Grein­ar­höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar