Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð

Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Auglýsing

Norska leigu­fé­lagið Fredens­borg AS, í gegnum íslenskt dótt­ur­fé­lag, hefur keypt sam­tals 7,2 pró­sent hlut í íslenska leigu­fé­lag­inu Heima­völl­um, stærsta almenna leigu­fé­lagi lands­ins. Ef Fredens­borg greiddi mark­aðs­verð fyrir hlut­inn þá hefur félagið greitt tæp­lega 950 millj­ónir króna fyrir hann. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands er því flaggað að Klasi ehf. hafi selt norska félag­inu 3,8 pró­sent hlut í Heima­völlum en óljóst er hverjir aðrir selj­endur eru. 

Aðal­eig­endur Klasa er félagið Sigla með 93 pró­sent eign­ar­hlut, en það félag er til helm­inga í eigu félag­anna Gana ehf., í eigu Tómasar Krist­jáns­son­ar, og Snæ­bóls ehf., í eigu Finns Reys Stef­áns­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­ur. Þessir fjórir aðilar áttu fyrir söl­una í dag 21,43 pró­sent hlut í Heima­völlum en eiga eftir þau 17,6 pró­sent hlut. 

Eign­ar­hlutur þess­ara tengdu félaga er því kom­inn undir 20 pró­sent og því þurfti að flagga í kaup­höll. 

Hluta­bréfa­verð Heima­valla tók kipp við þessi við­skipti í morgun og hefur hækkað um 6,84 pró­sent í rúm­lega eins millj­arðs króna við­skipt­um. Þorri þeirra við­skipta eru þó kaup Fredens­borg á áður­nefndum hlut.

Reyndu að afskrá félagið

Lyk­il­hlut­hafar Heima­valla reyndu að afskrá félagið í fyrra eftir að illa gekk að fá stóra fag­fjár­­­festa á borð við líf­eyr­is­­sjóði til að fjár­­­festa í því og eftir að félag­inu mistókst að end­­ur­fjár­­­magna sig í takti við fyrri áætl­­­anir sem áttu að losa það undan arð­greiðslu­höml­u­m. 

Auglýsing
Kaup­höll Íslands hafn­aði þeim til­­raunum og þess í stað fóru helstu hlut­hafar Heima­valla í þá veg­­ferð að selja eignir með það mark­mið að skila arð­inum af þeim til hlut­hafa. Sam­hliða var haldið áfram, með umtals­verðum árangri, að leita að end­ur­fjár­mögnun fyrir lánin sem mein­uðu útgreiðslu á arði.

Marka­virði Heima­valla er í dag er rétt rúm­lega 13 millj­­­arðar króna. Eigið fé félags­­­ins, mun­­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 19,4 millj­­­arðar króna miðað við síð­­asta birta upp­­­gjör. 

Í októ­ber hófu Heima­vellir umfangs­mikla áætlun um end­ur­kaup á eigin bréf­um, en til stendur að kaupa alls 337,5 millj­ónir hluta fram að næsta aðal­fund­i. 

Við árs­lok 2019 áttu Heima­vellir 1.627 íbúðir en áætl­anir félags­ins gera ráð fyrir að ríf­lega 400 íbúðir yrðu seldar út úr eigna­safn­inu á árunum 2019 til 2021. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum
Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.
Kjarninn 6. apríl 2020
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson kominn á gjörgæsludeild
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild, en hann var lagður inn á spítala í gær með „þrálát einkenni“ sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.
Kjarninn 6. apríl 2020
Höfuðstöðvar EBA í París.
Allir bankar í Evrópu hvattir til að greiða ekki arð né kaupa eigin bréf
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin vill að allir bankar innan EES-svæðisins sleppi því að greiða arð og að kaupa eigin bréf. Það aukna svigrúm sem bankar fá til að bregðast við COVID-19 eigi að fjármagna fyrirtæki og heimili, ekki greiðast til hluthafa.
Kjarninn 6. apríl 2020
Sóley Tómasdóttir
Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið
Kjarninn 6. apríl 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Dramatík og rusl
Kjarninn 6. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Síðasta helgi æfing fyrir þá næstu – „Er þetta ekki bara komið gott?“
Yfirlögregluþjónn stingur upp á því að Íslendingar slaki á heima og taki páskana bara í rólegheitunum í gegnum fjarfundi með vinum og stórfjölskyldu.
Kjarninn 6. apríl 2020
Alma Möller landlæknir.
„Róðurinn mun þyngjast næstu vikurnar“
Landlæknir segir það vera alveg ljóst að róðurinn muni þyngjast næstu vikurnar og að fleiri muni veikjast og látast. Þessi faraldur muni taka sífellt meira á okkur, andlega og tilfinningalega.
Kjarninn 6. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Endurskoða reglur er varða komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum
Sóttvarnalæknir segir að verið sé að endurskoða reglur varðandi komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum hingað til lands.
Kjarninn 6. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent