Leigufélag ætlar að selja eignir fyrir milljarða og skila til hluthafa

Heimavellir, stærsta leigufélag landsins sem starfar á almennum markaði, ætlar að fækka íbúðum í sinni eigu verulega á næstu misserum með því að selja þær. Hagnaðinum af þeirri sölu verður skilað beint til hluthafa.

Á meðal verkefna Heimavalla sem eru í uppbyggingu eru 42 íbúðir á Hlíðarenda sem eiga að afhendast í ágúst og september 2019.
Á meðal verkefna Heimavalla sem eru í uppbyggingu eru 42 íbúðir á Hlíðarenda sem eiga að afhendast í ágúst og september 2019.
Auglýsing

Alls eru ríf­lega 400 íbúðir í eigu Heima­valla skil­greindar eða verða skil­greindar til sölu í nán­ustu fram­tíð. Bók­fært virði þeirra er um 14,5 millj­arðar króna og áætlað er að sala þeirra muni losa allt að fjóra millj­arða króna í umfram eigið fé. Því eigið fé verður skilað til hlut­hafa með end­ur­kaupum á hluta­bréfum í Heima­völlum eða með arð­greiðsl­u­m. 

Þetta kom fram í fjár­festa­kynn­ingu vegna hálfs árs upp­gjörs Heima­valla sem birt var á föstu­dag. Á hlut­hafa­fundi í Heima­völlum sem hald­inn var á föstu­dag var sam­þykkt að upp­færa end­ur­kaupa­heim­ild félags­ins þannig að því verði heim­ilt að kaupa allt að þrjú pró­sent í sjálfu sér af hlut­höfum á næstu átta mán­uð­u­m. 

Heima­vellir munu eiga alls um 1.700 íbúðir í lok þessa árs en þeim á að fækka með eigna­sölum í um 1.400 fyrir lok árs 2020. 

Reynt að afskrá eftir ár

Heima­vellir voru skráðir á markað vorið 2018. Ári síðar reyndu lyk­il­hlut­hafar að afskrá félag­ið, en Kaup­höll Íslands kom í veg fyrir það. Þær skýr­ingar voru gefnar fyrir þeirri veg­ferð að Heima­vellir hafi ekki fengið góðar mót­tökur hjá stærstu fjár­festum lands­ins, sér­stak­lega líf­eyr­is­sjóð­um, og að end­ur­fjár­mögn­un­ar­til­burðir Heima­valla hafi ekki staðið undir vænt­ing­um. 

Auglýsing
Ýmsir við­mæl­endur Kjarn­ans, meðal ann­ars á meðal hlut­hafa í Heima­völl­um, töldu hins vegar að önnur ástæða væri líka fyrir þeim til­raun­um. Ástæða sem byggði á verð­mati frá Arct­ica Fin­ance sem sagði að virði eigna Heima­valla sé um 14 millj­örðum krónum meira en mark­aðsvirð­ið. Því hafi verið til mik­ils að vinna að selja þær eignir og taka út mik­inn hagn­að. Það gekk þó ekki eft­ir.

Verð­mat sýndi mun hærra virði eigna

Marka­virði Heima­valla í dag er um 13,5 millj­arðar króna. Eigið fé félags­ins, mun­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 18,8 millj­arðar króna. 

Á blað­síðu þrjú í áður­nefndu verð­mati Arct­ica Fin­ance, sem hluti hlut­hafa Heima­valla höfðu aðgang að og er kyrfi­lega merkt trún­að­ar­mál, kom fram að Arct­ica Fin­ance meti eignir Heima­valla á mun hærra verði en gert sé í birtum reikn­ingum þess og að fyr­ir­tækið telji að eigið fé Heima­valla miðað við sitt mat hafi átt að vera 27 millj­arðar króna í vor. Því skeik­aði um 14 millj­örðum króna á mats­verði Heima­valla og mark­aðsvirði félags­ins á þeim tíma og eftir umtals­verðu að slægj­ast ef hægt yrði að afskrá félagið ódýrt en selja svo eignir þess jafnt og þétt.

Það tókst hins vegar ekki og nú ætlar félagið að selja eignir og hratt og greiða hlut­höfum sínum afrakstur þess. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent