Leigufélag ætlar að selja eignir fyrir milljarða og skila til hluthafa

Heimavellir, stærsta leigufélag landsins sem starfar á almennum markaði, ætlar að fækka íbúðum í sinni eigu verulega á næstu misserum með því að selja þær. Hagnaðinum af þeirri sölu verður skilað beint til hluthafa.

Á meðal verkefna Heimavalla sem eru í uppbyggingu eru 42 íbúðir á Hlíðarenda sem eiga að afhendast í ágúst og september 2019.
Á meðal verkefna Heimavalla sem eru í uppbyggingu eru 42 íbúðir á Hlíðarenda sem eiga að afhendast í ágúst og september 2019.
Auglýsing

Alls eru ríf­lega 400 íbúðir í eigu Heima­valla skil­greindar eða verða skil­greindar til sölu í nán­ustu fram­tíð. Bók­fært virði þeirra er um 14,5 millj­arðar króna og áætlað er að sala þeirra muni losa allt að fjóra millj­arða króna í umfram eigið fé. Því eigið fé verður skilað til hlut­hafa með end­ur­kaupum á hluta­bréfum í Heima­völlum eða með arð­greiðsl­u­m. 

Þetta kom fram í fjár­festa­kynn­ingu vegna hálfs árs upp­gjörs Heima­valla sem birt var á föstu­dag. Á hlut­hafa­fundi í Heima­völlum sem hald­inn var á föstu­dag var sam­þykkt að upp­færa end­ur­kaupa­heim­ild félags­ins þannig að því verði heim­ilt að kaupa allt að þrjú pró­sent í sjálfu sér af hlut­höfum á næstu átta mán­uð­u­m. 

Heima­vellir munu eiga alls um 1.700 íbúðir í lok þessa árs en þeim á að fækka með eigna­sölum í um 1.400 fyrir lok árs 2020. 

Reynt að afskrá eftir ár

Heima­vellir voru skráðir á markað vorið 2018. Ári síðar reyndu lyk­il­hlut­hafar að afskrá félag­ið, en Kaup­höll Íslands kom í veg fyrir það. Þær skýr­ingar voru gefnar fyrir þeirri veg­ferð að Heima­vellir hafi ekki fengið góðar mót­tökur hjá stærstu fjár­festum lands­ins, sér­stak­lega líf­eyr­is­sjóð­um, og að end­ur­fjár­mögn­un­ar­til­burðir Heima­valla hafi ekki staðið undir vænt­ing­um. 

Auglýsing
Ýmsir við­mæl­endur Kjarn­ans, meðal ann­ars á meðal hlut­hafa í Heima­völl­um, töldu hins vegar að önnur ástæða væri líka fyrir þeim til­raun­um. Ástæða sem byggði á verð­mati frá Arct­ica Fin­ance sem sagði að virði eigna Heima­valla sé um 14 millj­örðum krónum meira en mark­aðsvirð­ið. Því hafi verið til mik­ils að vinna að selja þær eignir og taka út mik­inn hagn­að. Það gekk þó ekki eft­ir.

Verð­mat sýndi mun hærra virði eigna

Marka­virði Heima­valla í dag er um 13,5 millj­arðar króna. Eigið fé félags­ins, mun­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 18,8 millj­arðar króna. 

Á blað­síðu þrjú í áður­nefndu verð­mati Arct­ica Fin­ance, sem hluti hlut­hafa Heima­valla höfðu aðgang að og er kyrfi­lega merkt trún­að­ar­mál, kom fram að Arct­ica Fin­ance meti eignir Heima­valla á mun hærra verði en gert sé í birtum reikn­ingum þess og að fyr­ir­tækið telji að eigið fé Heima­valla miðað við sitt mat hafi átt að vera 27 millj­arðar króna í vor. Því skeik­aði um 14 millj­örðum króna á mats­verði Heima­valla og mark­aðsvirði félags­ins á þeim tíma og eftir umtals­verðu að slægj­ast ef hægt yrði að afskrá félagið ódýrt en selja svo eignir þess jafnt og þétt.

Það tókst hins vegar ekki og nú ætlar félagið að selja eignir og hratt og greiða hlut­höfum sínum afrakstur þess. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent