Ekki unnið að sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

Skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins svaraði fyrirspurn sem beint var til ríkisstjórnarinnar, um hvort það væri unnið að sölu á Keflavíkurflugvelli.

Leifsstöð
Auglýsing

„Ekki er unnið að und­ir­bún­ingi á sölu Flug­stöðv­ar ­Leifs Eiríks­sonar og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hefja slík­an und­ir­bún­ing.“

Þetta segir Ágúst Geir Ágústs­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, í svari við fyr­ir­spurn sem Kjarn­inn beindi til rík­is­stjórn­ar­inn­ar, vegna frétta sem birt­ust í Morg­un­blað­inu um að sala á Leifs­stöð gæti „raun­ger­st“ á næstu mán­uð­u­m. 

Var þar meðal ann­ars vísað til þess að þreif­ingar hefðu átt sér stað við ríkið um sölu eða kaup fjár­festa, á flug­vell­in­um. „Það hafa átt sér stað þreif­ing­ar við ríkið und­an­far­in mis­s­eri þar sem þetta mál hef­ur verið til skoð­un­ar,“ seg­ir Ómar Örn Tryggva­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Inn­viða fjár­­­fest­inga slhf., í við­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Vís­aði hann í máli sínu til hugs­an­­legr­ar þátt­­töku líf­eyr­is­­sjóð­anna í fjár­­­mögn­un og eign­­ar­haldi á Flug­­­stöð Leifs Ei­­rík­s­­son­­ar, en hún er að fullu í eigu rík­is­ins í gegnum Isa­via. Í frétta Morg­un­blaðs­ins var meðal ann­ars vísað til þess að málið hefði verið á stefnu­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins, það er sala á flug­stöð­inni.

Eigið fé Isa­via, í lok árs í fyrra, nam rúm­lega 35 millj­örðum króna. Tekjur námu 41,7 millj­arði króna og hagn­aður var 4,2 millj­arð­ar.

Var í Morg­un­blað­inu vísað til þess að virði rekstr­ar­ins gæti legið á bil­inu 80 til 100 millj­arðar króna, og sagt að ríkið gæti losað um umtals­vert fjár­magn með sölu á flug­stöð­inni, í það minnsta að hluta. 

Hvorki eign­ar­hlutir í Isa­via, eða flug­völlum lands­ins, hafa verið aug­lýstir til sölu, og hefur engin ákvörðun verið tekin hjá stjórn félags­ins um að selja flug­velli sem félagið á og rek­ur.

Sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um, og lögum og reglum um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fyr­ir­tækj­um, þarf að fara eftir gagn­sæjum ferl­um. Upp­lýs­ingar hafa ekki feng­ist stað­festar um það í hverju þessar þreif­ingar um sölu á eign­ar­hlut í Leifs­stöð hafa falist, sem vitnað er til í frétt Morg­un­blaðs­ins og Ómar tjáir sig um, fyrir hönd Inn­viða fjár­fest­inga slhf.

Kjarn­inn er með fyr­ir­spurnir útistand­andi vegna þess­ara hluta, og mun birta svörin eftir því sem þau ber­ast.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent