Telur beitingu dagsekta í umgengnismálum oftast hafa skilað árangri

Fjórir einstaklingar hafa þurft að greiða dagsektir á grundvelli úrskurða sýslumanns vegna umgengnismála á árunum 2014 til 2018. 329 kröfur um beitingu dagsekta samkvæmt heimild í barnalögum til að þvinga fram umgengni hafa enn fremur verið settar fram.

23-april-2014_13983708445_o.jpg
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir dóms­mála­ráð­herra lítur því svo á að beit­ing dag­sekta í umgengn­is­málum skili þeim árangri í flestum til­vikum að umgengni sé komið á í sam­ræmi við úrskurð, dóm, dómsátt eða stað­festan samn­ing.

Þetta kemur fram í svari ráð­herr­ans við fyr­ir­spurn frá Höllu Gunn­ars­dótt­ur, vara­þing­manns Vinstri grænna, um dag­sektir í umgengn­is­mál­um.

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að fjórir ein­stak­lingar hafi þurft að greiða dag­sektir á grund­velli úrskurða sýslu­manns vegna umgengn­is­mála á árunum 2014 til 2018. Þá hafi 329 kröfur um beit­ingu dag­sekta sam­kvæmt heim­ild í barna­lögum til að þvinga fram umgengni verið settar fram á þessum fjórum árum.

Auglýsing

Dag­sektir að jafn­aði ekki greiddar

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru dag­sektir sem lagðar eru á með úrskurði að jafn­aði ekki greidd­ar. Sam­kvæmt emb­ætt­inu fer sýslu­maður ekki sjálf­krafa af stað með inn­heimtu dag­sekta þegar hann hefur kveðið upp úrskurð um álagn­ingu dag­sekta, en krafa um inn­heimtu þarf að koma fram frá þeim sem vill knýja fram umgengni.

Hjá sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa dag­sektir verið ákveðnar til 100 daga í senn. Í tveimur til­vik­um, fram til árs­ins 2019, hafa verið greiddar 1.000.000 krónur í dag­sekt­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­mann­inum á Suð­ur­landi var úrskurðað um að for­eldri bæri að greiða dag­sektir í 100 daga eða þar til látið hefði verið af tálm­un­um.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mynd: Bára Huld Beck

Dag­sektir að hámarki 30.000 krónur á dag

Í svar­inu kemur enn fremur fram að sam­kvæmt barna­lögum hafi sýslu­maður heim­ild til að úrskurða um dag­sektir að hámarki 30.000 krónur á dag þar til látið er af tálm­un­um, en að hámarki í 100 daga í senn. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­manns­emb­ættum sé í máls­með­ferð­inni kallað eftir gögnum sem veita upp­lýs­ingar um fjár­hag og félags­lega stöðu for­eldra og upp­hæð dag­sekta hagað í sam­ræmi við það að þær séu lík­legar til að við­kom­andi láti af tálm­un­um. Ákvæð­inu sé beitt af með­al­hófi, en forð­ast sé að hafa dag­sektir hærri en nauð­syn kref­ur.

Þá sé gagn­að­ila gef­inn kostur á að leggja fram gögn um fjár­hag sinn áður en upp­hæð dag­sekta sé ákveð­in. Litið sé til þess hversu ein­beittur vilji sé til þess að tálma umgengni og í því sam­bandi sé litið til þess hvort áður hafi verið lagðar dag­sektir á sama aðila. Áfallnar dag­sektir falli niður þegar sýslu­maður telji að látið hafi verið af tálm­un­um.

Fjórtán til­kynn­ingar til barna­vernd­ar­nefndar

Þá kemur fram hjá ráð­herra að sam­kvæmt sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi 13 tikynn­ingar verið sendar til barna­vernd­ar­nefndar á árunum 2016 til 2018. Sam­kvæmt sýslu­mann­inum á Suð­ur­landi var send til­kynn­ing til barna­vernd­ar­nefndar í því máli sem kveð­inn var upp úrskurður um dag­sekt­ir.

„Þau úrræði sem til staðar eru í barna­lögum þegar annað for­eldri kemur í veg fyrir umgengni for­eldris og barns eru í fyrsta lagi dag­sektir og í öðru lagi krafa um aðför. Í 48. gr. barna­laga, nr. 76/2003, kemur fram að umgengni við barn sam­kvæmt úrskurði, dómi, dómsátt for­eldra eða samn­ingi þeirra, stað­festum af sýslu­manni, verði þvinguð fram með dag­sektum tálmi sá sem hefur for­sjá barns hinu for­eldr­inu eða öðrum sem eiga umgengn­is­rétt við barnið að neyta hans. Sam­kvæmt 33. gr. a barna­laga er for­eldrum skylt að leita sátta áður en kraf­ist er úrskurðar um dag­sektir og höfðað er mál um aðför,“ segir í svar­inu.

Láti for­sjár­for­eldri af tálm­unum er til­gangi þving­un­ar­að­gerða náð

Þá fjallar ráð­herra um athuga­semd í grein­ar­gerð við 48. grein barna­laga í frum­varpi til núgild­andi barna­laga en þar kemur meðal ann­ars fram að mik­il­vægt sé að hafa í huga að mark­mið dag­sekta og ann­arra þving­un­ar­að­gerða sé að koma umgengni sam­kvæmt lög­mætri ákvörðun á, það er að knýja fram efndir á ákvörð­un­inni.

„Láti for­sjár­for­eldri af tálm­unum sé til­gangi þving­un­ar­að­gerða náð. Dag­sekt­ar­úr­skurður sé þá ekki lengur aðfar­ar­hæfur og dag­sekt­irnar falli nið­ur. Greiddar dag­sektir verða þó ekki end­ur­greiddar þótt látið sé af tálm­unum síð­ar.“

Þá segi í almennum athuga­semdum í grein­ar­gerð með frum­varpi til breyt­inga á barna­lögum er varðar umgengni­stálm­anir að leggja verði áherslu á að þegar svo háttar til að umgengn­is­úr­skurði sé ekki fram­fylgt af hálfu for­eldris sem barn býr hjá og grípa þurfi til aðgerða af hálfu yfir­valda til að koma á umgengni veg­ist á tvenns konar hags­mun­ir. Ann­ars vegar sé um að ræða hags­muni barns og for­eldris af því að njóta umgengn­innar og hins vegar hags­muni barns af því að fram­kvæmd umgengn­innar valdi því ekki of miklum erf­ið­leikum eða skaða.

Málin flókin og erfið

„Lög­fest­ing og fram­kvæmd þving­unar­úr­ræða verði að taka mið af þeirri hættu sem geti verið sam­fara því fyrir barn að þvinga fram umgengni með til­teknum ráð­um. Skil­yrði fyrir beit­ingu þving­unar sam­kvæmt ákvæðum lag­anna sé fyrst og fremst að úrskurð­ar­að­ili hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að for­eldri sem barn búi hjá tálmi umgengni. Þá kemur fram að mik­il­vægt sé að und­ir­strika að þau mál þar sem reyni á þvingun séu flókin og erf­ið.

Þar sé nær und­an­tekn­ing­ar­laust um að ræða djúp­stæðan eða langvar­andi ágrein­ing for­eldra sem geti átt sér ýmsar orsakir og reynst mjög erfitt að leysa. Ágrein­ingur af þessu tagi hafi alltaf áhrif á barnið sem eigi í hlut og barnið finni sig oft knúið til að taka afstöðu. Þá kemur jafn­framt fram að við­ur­lög séu nauð­syn­leg til þess að reyna að tryggja að barn fari ekki á mis við þá umgengni sem gagn­ast barn­inu best. Með við­ur­lögum sé einnig und­ir­strikað að tálmun sé brýnt brot á for­sjár­skyldum for­eldr­is. Hörð fram­ganga í þving­un­ar­málum eða refsi­kennd við­ur­lög geti hins vegar aukið deilu for­eldra til muna til skaða fyrir barn­ið. Þung við­ur­lög eða harka­legar afleið­ingar við umgengn­is­brotum geti einnig dregið úr líkum á því að for­eldri lýsi rétt­mætum áhyggjum af umgengni þegar það á við og að barn njóti nauð­syn­legrar vernd­ar,“ segir í svar­inu.

Telja að dag­sekt­ar­mál skili þeim árangri í umgengn­is­málum sem að er stefnt

Þá kemur fram að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ljúki miklum meiri hluta dag­sekt­ar­mála á annan hátt en með úrskurði sýslu­manns. Önnur mála­lok en úrskurður séu oft til marks um að umgengni hafi kom­ist á að nýju eða að minnsta kosti að þok­ast hafi í átt að sam­komu­lagi milli for­eldra, eftir atvikum með beit­ingu sátta­með­ferð­ar, eða öðrum úrræðum sem sýslu­maður getur beitt við með­ferð þess­ara mála. Dag­sekta­mál falli í sumum til­vikum niður sökum þess að máls­hefj­andi hættir að sinna þeim og megi ætla að í ein­hverjum þeirra til­vika hafi umgengni kom­ist á að nýju.

Í þeim til­vikum þar sem umgengni hefur kom­ist á að nýju, í kjöl­far þess að beiðni um dag­sektir hefur verið lögð fram, verði að mati emb­ætt­is­ins að ætla að beit­ing úrræð­is­ins hafi skilað árangri. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­mann­inum á Suð­ur­landi, með vísan til fyr­ir­liggj­andi töl­fræði hjá emb­ætt­inu, verður rekstur dag­sekt­ar­máls í yfir­gæf­andi fjölda til­fella til þess að umgengni kemst á, dag­sekt­ar­mál falla niður í kjöl­farið og ekki komi til úrskurðar nema í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

Þegar litið sé til þessa sé að mati emb­ætt­is­ins tví­mæla­laust hægt að draga þá ályktun að dag­sekt­ar­mál skili þeim árangri í umgengn­is­málum sem að sé stefnt. Hins vegar verði að líta til þess að í þeim und­an­tekn­ing­ar­til­fellum sem úrskurðað sé um dag­sektir í umgengn­is­málum virð­ist dag­sekt­irnar sjálfar ekki endi­lega skila til­ætl­uðum árangri. Hagur for­sjár­for­eldra geti jafn­framt skipt miklu máli, til dæmis ef for­sjár­for­eldri er eigna­laust eða efna­mik­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent