Fasteignum fjármálafyrirtækja fækkað verulega

Eftir hrun eignuðust fjármálafyrirtæki, þar á meðal bankar, sparisjóðir og eignasöfn, mikinn fjölda fasteigna. Eftir árið 2012 hafa fasteignir í eigu fyrirtækjanna farið hratt fækkandi og eru nú samanlagt rúmlega 1400.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Fyrstu árin eftir hrun eign­uð­ust fjár­mála­fyr­ir­tæki fjölda­margar fast­eignir hér á landi. Þegar mest lét, árið 2012, áttu fyr­ir­tækin sam­an­lagt 4.633 eign­ir. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar á síð­ustu sex árum og áttu fyr­ir­tækin sam­an­lagt 1.482 fast­eignir í lok árs í fyrra. 

Þetta kemur fram í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um fast­eignir í eigu fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki áttu rúm­lega 4500 eignir árið 2012

Í fyr­ir­spurn Ólafs eru talin upp 25 fjár­mála­fyr­ir­tæki, þar á meðal spari­sjóð­ir, bankar og eigna­fé­lög, og spurt er hversu margar fast­eignir hver aðili hafi átt á tíma­bil­inu 2008 til 2018. 

Auglýsing

Á fjórum árum fóru sam­an­lagðar fast­eignir þess­­ara 25 fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki úr 631 eignum árið 2008  í 4633 árið 2012, í kjöl­far fjár­­­mála­hruns­ins. Eftir 2012 fór fjöldi fast­eigna fækk­andi hjá meiri­hluta fyr­ir­tækj­anna og í lok árs 2018 voru sam­an­lagðir eignir fyr­ir­tækj­anna 1482. . 

Hilda ehf. átti mest 122 eignir

Eitt af þessum fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m er Hilda ehf., dótt­ur­fé­lag ESÍ, sem sá um um­sýslu ­fulln­ustu­eigna Seðla­bank­ans, ann­ars vegar fast­eignir og lóðir og hins vegar lánsafns sem inni­heldur kröfur á fyr­ir­tæki. Félagið var sett í slit árið 2017 og var síðan afskrifað í júní 2019.

Hilda var stofnað í lok árs en átti engar skráðar eignir fyrr en í lok árs 2011 sam­kvæmt svari ­dóms­mála­ráð­herra. Í lok árs 2011 átti Hilda 13 eign­ir, árið eftir átti félagið 122 eign­ir. Árin eftir fækk­aði eignum félags­ins jafnt og þétt í kjöl­far sölu. Skráðir eignir félags­ins voru 91 árið 2013, 79 árið 2014, 47 árið eft­ir, 10 árið 2017 og 4 í fyrra.  

Félagið Drómi hf., fyrrum eigna­safn ­SPRON og Frjálsa fast­eigna­bank­ans, átti mestar eignir árið 2012 sam­kvæmt svar­inu eða alls 126 eign­ir.  Árið 2009 átti félagið 64 eign­ir, 76 árið á eft­ir, 125 árið 2012. Árið 2013 átti Drómi 72.

Í lok árs 2013 var hluti eigna og skulda Dróma fært til Hildu þegar samn­ingar náð­ust á milli­ ESÍ, Dróma og ­Arion ­banka. Um var að ræða fyr­ir­tækja­lán og fulln­ust­u­­eignir Dróma, meðal ann­­ars það ­í­búð­ar­hús­næð­i ­sem félagið hafði gengið að á starfs­­tíma sín­­um. Sam­kvæmt svari dóms­mála­ráð­herra átti félagið eina eign árin 2014 og 2015. 

Íbúða­lána­sjóður eig­andi rúm­lega 2300 fast­eigna árið 2012

Jafn­framt má sjá í svari dóms­mála­ráð­herra að Íbúð­lána­sjóður átti í lok árs í fyrra 330 eign­ir. Fjöldi eigna í eigu sjóðs­ins náði hámarki árið 2012 eða alls 2318 fast­eign­ir. Þær hafa síðan verið seldar á síð­ustu árum og þeim því fækkað hratt á síð­ustu sex árum.

Eignum Íslands­banka hefur einnig fækkað til muna frá árinu þegar fjöldi skráðra fast­eigna hjá bank­anna 678. Í lok 2018 átti bank­inn 128 eign­ir, sam­kvæmt svari dóms­mála­ráð­herra.

List­ann yfir fjölda fast­eigna fjár­mála­fyr­ir­ækj­anna má sjá í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“
Kjarninn 28. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent