Fasteignum fjármálafyrirtækja fækkað verulega

Eftir hrun eignuðust fjármálafyrirtæki, þar á meðal bankar, sparisjóðir og eignasöfn, mikinn fjölda fasteigna. Eftir árið 2012 hafa fasteignir í eigu fyrirtækjanna farið hratt fækkandi og eru nú samanlagt rúmlega 1400.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Fyrstu árin eftir hrun eignuðust fjármálafyrirtæki fjöldamargar fasteignir hér á landi. Þegar mest lét, árið 2012, áttu fyrirtækin samanlagt 4.633 eignir. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar á síðustu sex árum og áttu fyrirtækin samanlagt 1.482 fasteignir í lok árs í fyrra. 

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, um fasteignir í eigu fjármálafyrirtækja.

Fjármálafyrirtæki áttu rúmlega 4500 eignir árið 2012

Í fyrirspurn Ólafs eru talin upp 25 fjármálafyrirtæki, þar á meðal sparisjóðir, bankar og eignafélög, og spurt er hversu margar fasteignir hver aðili hafi átt á tímabilinu 2008 til 2018. 

Auglýsing

Á fjórum árum fóru sam­an­lagðar fasteignir þess­ara 25 fjár­mála­fyr­ir­tæki úr 631 eignum árið 2008  í 4633 árið 2012, í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins. Eftir 2012 fór fjöldi fasteigna fækkandi hjá meirihluta fyr­ir­tækj­anna og í lok árs 2018 voru sam­an­lagðir eignir fyr­ir­tækj­anna 1482. . 

Hilda ehf. átti mest 122 eignir

Eitt af þessum fjármálafyrirtækjum er Hilda ehf., dótturfélag ESÍ, sem sá um umsýslu fullnustueigna Seðlabankans, annars vegar fasteignir og lóðir og hins vegar lánsafns sem inniheldur kröfur á fyrirtæki. Félagið var sett í slit árið 2017 og var síðan afskrifað í júní 2019.

Hilda var stofnað í lok árs en átti engar skráðar eignir fyrr en í lok árs 2011 samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Í lok árs 2011 átti Hilda 13 eignir, árið eftir átti félagið 122 eignir. Árin eftir fækkaði eignum félagsins jafnt og þétt í kjölfar sölu. Skráðir eignir félagsins voru 91 árið 2013, 79 árið 2014, 47 árið eftir, 10 árið 2017 og 4 í fyrra.  

Félagið Drómi hf., fyrrum eignasafn SPRON og Frjálsa fasteignabankans, átti mestar eignir árið 2012 samkvæmt svarinu eða alls 126 eignir.  Árið 2009 átti félagið 64 eignir, 76 árið á eftir, 125 árið 2012. Árið 2013 átti Drómi 72.

Í lok árs 2013 var hluti eigna og skulda Dróma fært til Hildu þegar samningar náðust á milli ESÍ, Dróma og Arion banka. Um var að ræða fyr­ir­tækja­lán og fulln­ustu­eignir Dróma, meðal ann­ars það íbúðarhúsnæði sem félagið hafði gengið að á starfs­tíma sín­um. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra átti félagið eina eign árin 2014 og 2015. 

Íbúðalánasjóður eigandi rúmlega 2300 fasteigna árið 2012

Jafnframt má sjá í svari dómsmálaráðherra að Íbúðlánasjóður átti í lok árs í fyrra 330 eignir. Fjöldi eigna í eigu sjóðsins náði hámarki árið 2012 eða alls 2318 fasteignir. Þær hafa síðan verið seldar á síðustu árum og þeim því fækkað hratt á síðustu sex árum.

Eignum Íslandsbanka hefur einnig fækkað til muna frá árinu þegar fjöldi skráðra fasteigna hjá bankanna 678. Í lok 2018 átti bankinn 128 eignir, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.

Listann yfir fjölda fasteigna fjármálafyrirækjanna má sjá í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent