Fasteignum fjármálafyrirtækja fækkað verulega

Eftir hrun eignuðust fjármálafyrirtæki, þar á meðal bankar, sparisjóðir og eignasöfn, mikinn fjölda fasteigna. Eftir árið 2012 hafa fasteignir í eigu fyrirtækjanna farið hratt fækkandi og eru nú samanlagt rúmlega 1400.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Fyrstu árin eftir hrun eign­uð­ust fjár­mála­fyr­ir­tæki fjölda­margar fast­eignir hér á landi. Þegar mest lét, árið 2012, áttu fyr­ir­tækin sam­an­lagt 4.633 eign­ir. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar á síð­ustu sex árum og áttu fyr­ir­tækin sam­an­lagt 1.482 fast­eignir í lok árs í fyrra. 

Þetta kemur fram í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um fast­eignir í eigu fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki áttu rúm­lega 4500 eignir árið 2012

Í fyr­ir­spurn Ólafs eru talin upp 25 fjár­mála­fyr­ir­tæki, þar á meðal spari­sjóð­ir, bankar og eigna­fé­lög, og spurt er hversu margar fast­eignir hver aðili hafi átt á tíma­bil­inu 2008 til 2018. 

Auglýsing

Á fjórum árum fóru sam­an­lagðar fast­eignir þess­­ara 25 fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki úr 631 eignum árið 2008  í 4633 árið 2012, í kjöl­far fjár­­­mála­hruns­ins. Eftir 2012 fór fjöldi fast­eigna fækk­andi hjá meiri­hluta fyr­ir­tækj­anna og í lok árs 2018 voru sam­an­lagðir eignir fyr­ir­tækj­anna 1482. . 

Hilda ehf. átti mest 122 eignir

Eitt af þessum fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m er Hilda ehf., dótt­ur­fé­lag ESÍ, sem sá um um­sýslu ­fulln­ustu­eigna Seðla­bank­ans, ann­ars vegar fast­eignir og lóðir og hins vegar lánsafns sem inni­heldur kröfur á fyr­ir­tæki. Félagið var sett í slit árið 2017 og var síðan afskrifað í júní 2019.

Hilda var stofnað í lok árs en átti engar skráðar eignir fyrr en í lok árs 2011 sam­kvæmt svari ­dóms­mála­ráð­herra. Í lok árs 2011 átti Hilda 13 eign­ir, árið eftir átti félagið 122 eign­ir. Árin eftir fækk­aði eignum félags­ins jafnt og þétt í kjöl­far sölu. Skráðir eignir félags­ins voru 91 árið 2013, 79 árið 2014, 47 árið eft­ir, 10 árið 2017 og 4 í fyrra.  

Félagið Drómi hf., fyrrum eigna­safn ­SPRON og Frjálsa fast­eigna­bank­ans, átti mestar eignir árið 2012 sam­kvæmt svar­inu eða alls 126 eign­ir.  Árið 2009 átti félagið 64 eign­ir, 76 árið á eft­ir, 125 árið 2012. Árið 2013 átti Drómi 72.

Í lok árs 2013 var hluti eigna og skulda Dróma fært til Hildu þegar samn­ingar náð­ust á milli­ ESÍ, Dróma og ­Arion ­banka. Um var að ræða fyr­ir­tækja­lán og fulln­ust­u­­eignir Dróma, meðal ann­­ars það ­í­búð­ar­hús­næð­i ­sem félagið hafði gengið að á starfs­­tíma sín­­um. Sam­kvæmt svari dóms­mála­ráð­herra átti félagið eina eign árin 2014 og 2015. 

Íbúða­lána­sjóður eig­andi rúm­lega 2300 fast­eigna árið 2012

Jafn­framt má sjá í svari dóms­mála­ráð­herra að Íbúð­lána­sjóður átti í lok árs í fyrra 330 eign­ir. Fjöldi eigna í eigu sjóðs­ins náði hámarki árið 2012 eða alls 2318 fast­eign­ir. Þær hafa síðan verið seldar á síð­ustu árum og þeim því fækkað hratt á síð­ustu sex árum.

Eignum Íslands­banka hefur einnig fækkað til muna frá árinu þegar fjöldi skráðra fast­eigna hjá bank­anna 678. Í lok 2018 átti bank­inn 128 eign­ir, sam­kvæmt svari dóms­mála­ráð­herra.

List­ann yfir fjölda fast­eigna fjár­mála­fyr­ir­ækj­anna má sjá í heild sinni hér.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent