111 flugmenn Icelandair í 50 prósent starf

Alls munu 111 flugmenn hjá Icelandair færast niður í 50 prósent starf og verða 30 flugstjórar færðir í starf flugmanns á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Í ljósi áfram­hald­andi óvissu og til að lág­marka áhrif kyrr­setn­ingar MAX vél­anna á rekstur Icelandair mun félagið grípa til frek­ari ráð­staf­ana sem fela í sér tíma­bundnar breyt­ingar hjá hópi flug­manna og flug­stjóra á fjög­urra mán­aða tíma­bili, frá 1. des­em­ber næst­kom­andi til 1. apríl 2020. Aðgerð­irnar fel­ast í því að 111 flug­menn fær­ast niður í 50 pró­sent starf og 30 flug­stjórar verða færðir tíma­bundið í starf flug­manns. Í dag starfa tæp­lega 550 flug­menn og flug­stjórar hjá félag­inu.

Frá þessu er greint í frétta­til­kyn­ingu frá félag­inu.

Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flug­vélar á ný inn í rekstur félags­ins fyrr en í byrjun næsta árs. Upp­haf­lega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Í til­kynn­ing­unni segir að kyrr­setn­ingin valdi jafn­framt óvissu varð­andi afhend­ingu fimm nýrra MAX véla sem áætl­aðar voru til afhend­ingar snemma á næsta ári. Um sé að ræða for­dæma­lausa stöðu sem hafi umtals­verð nei­kvæð áhrif á rekstur félags­ins sem og flug­á­ætlun í vet­ur. Óhjá­kvæmi­lega hafi þessi staða áhrif á áhafna­þörf félags­ins og þurfi félagið að bregð­ast við með því að aðlaga fjölda áhafna­með­lima að flug­flota félags­ins.

Auglýsing

„Icelandair og Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) hafa á þessu ári unnið saman að því að skapa tæki­færi til þess að takast á við sveiflur í áhafna­þörf félags­ins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast og nú þegar hafa störf tæp­lega 100 flug­manna tekið breyt­ingum yfir vet­ur­inn,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flug­véla, þá hefur yfir­grips­mikið ferli, sem er í höndum alþjóða­flug­mála­yf­ir­valda, staðið yfir síðan vél­arnar voru kyrr­settar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í sam­vinnu við Boeing og þau flug­fé­lög sem eru með MAX vélar í rekstri og sam­kvæmt Icelandair er það hags­muna- og for­gangs­mál allra hlut­að­eig­andi að tryggja öryggi vél­anna og koma þeim aftur í rekst­ur.

„Icelandair mun, hér eftir sem hingað til, leggja höf­uð­á­herslu á að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu. Félagið er þegar í við­ræðum við Boeing um að fá það fjár­hags­lega tjón sem hlot­ist hefur af kyrr­setn­ingu vél­anna bætt,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent