111 flugmenn Icelandair í 50 prósent starf

Alls munu 111 flugmenn hjá Icelandair færast niður í 50 prósent starf og verða 30 flugstjórar færðir í starf flugmanns á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Í ljósi áfram­hald­andi óvissu og til að lág­marka áhrif kyrr­setn­ingar MAX vél­anna á rekstur Icelandair mun félagið grípa til frek­ari ráð­staf­ana sem fela í sér tíma­bundnar breyt­ingar hjá hópi flug­manna og flug­stjóra á fjög­urra mán­aða tíma­bili, frá 1. des­em­ber næst­kom­andi til 1. apríl 2020. Aðgerð­irnar fel­ast í því að 111 flug­menn fær­ast niður í 50 pró­sent starf og 30 flug­stjórar verða færðir tíma­bundið í starf flug­manns. Í dag starfa tæp­lega 550 flug­menn og flug­stjórar hjá félag­inu.

Frá þessu er greint í frétta­til­kyn­ingu frá félag­inu.

Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flug­vélar á ný inn í rekstur félags­ins fyrr en í byrjun næsta árs. Upp­haf­lega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Í til­kynn­ing­unni segir að kyrr­setn­ingin valdi jafn­framt óvissu varð­andi afhend­ingu fimm nýrra MAX véla sem áætl­aðar voru til afhend­ingar snemma á næsta ári. Um sé að ræða for­dæma­lausa stöðu sem hafi umtals­verð nei­kvæð áhrif á rekstur félags­ins sem og flug­á­ætlun í vet­ur. Óhjá­kvæmi­lega hafi þessi staða áhrif á áhafna­þörf félags­ins og þurfi félagið að bregð­ast við með því að aðlaga fjölda áhafna­með­lima að flug­flota félags­ins.

Auglýsing

„Icelandair og Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) hafa á þessu ári unnið saman að því að skapa tæki­færi til þess að takast á við sveiflur í áhafna­þörf félags­ins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast og nú þegar hafa störf tæp­lega 100 flug­manna tekið breyt­ingum yfir vet­ur­inn,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flug­véla, þá hefur yfir­grips­mikið ferli, sem er í höndum alþjóða­flug­mála­yf­ir­valda, staðið yfir síðan vél­arnar voru kyrr­settar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í sam­vinnu við Boeing og þau flug­fé­lög sem eru með MAX vélar í rekstri og sam­kvæmt Icelandair er það hags­muna- og for­gangs­mál allra hlut­að­eig­andi að tryggja öryggi vél­anna og koma þeim aftur í rekst­ur.

„Icelandair mun, hér eftir sem hingað til, leggja höf­uð­á­herslu á að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu. Félagið er þegar í við­ræðum við Boeing um að fá það fjár­hags­lega tjón sem hlot­ist hefur af kyrr­setn­ingu vél­anna bætt,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent