111 flugmenn Icelandair í 50 prósent starf

Alls munu 111 flugmenn hjá Icelandair færast niður í 50 prósent starf og verða 30 flugstjórar færðir í starf flugmanns á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Í ljósi áfram­hald­andi óvissu og til að lág­marka áhrif kyrr­setn­ingar MAX vél­anna á rekstur Icelandair mun félagið grípa til frek­ari ráð­staf­ana sem fela í sér tíma­bundnar breyt­ingar hjá hópi flug­manna og flug­stjóra á fjög­urra mán­aða tíma­bili, frá 1. des­em­ber næst­kom­andi til 1. apríl 2020. Aðgerð­irnar fel­ast í því að 111 flug­menn fær­ast niður í 50 pró­sent starf og 30 flug­stjórar verða færðir tíma­bundið í starf flug­manns. Í dag starfa tæp­lega 550 flug­menn og flug­stjórar hjá félag­inu.

Frá þessu er greint í frétta­til­kyn­ingu frá félag­inu.

Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flug­vélar á ný inn í rekstur félags­ins fyrr en í byrjun næsta árs. Upp­haf­lega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Í til­kynn­ing­unni segir að kyrr­setn­ingin valdi jafn­framt óvissu varð­andi afhend­ingu fimm nýrra MAX véla sem áætl­aðar voru til afhend­ingar snemma á næsta ári. Um sé að ræða for­dæma­lausa stöðu sem hafi umtals­verð nei­kvæð áhrif á rekstur félags­ins sem og flug­á­ætlun í vet­ur. Óhjá­kvæmi­lega hafi þessi staða áhrif á áhafna­þörf félags­ins og þurfi félagið að bregð­ast við með því að aðlaga fjölda áhafna­með­lima að flug­flota félags­ins.

Auglýsing

„Icelandair og Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) hafa á þessu ári unnið saman að því að skapa tæki­færi til þess að takast á við sveiflur í áhafna­þörf félags­ins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast og nú þegar hafa störf tæp­lega 100 flug­manna tekið breyt­ingum yfir vet­ur­inn,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flug­véla, þá hefur yfir­grips­mikið ferli, sem er í höndum alþjóða­flug­mála­yf­ir­valda, staðið yfir síðan vél­arnar voru kyrr­settar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í sam­vinnu við Boeing og þau flug­fé­lög sem eru með MAX vélar í rekstri og sam­kvæmt Icelandair er það hags­muna- og for­gangs­mál allra hlut­að­eig­andi að tryggja öryggi vél­anna og koma þeim aftur í rekst­ur.

„Icelandair mun, hér eftir sem hingað til, leggja höf­uð­á­herslu á að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu. Félagið er þegar í við­ræðum við Boeing um að fá það fjár­hags­lega tjón sem hlot­ist hefur af kyrr­setn­ingu vél­anna bætt,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent