111 flugmenn Icelandair í 50 prósent starf

Alls munu 111 flugmenn hjá Icelandair færast niður í 50 prósent starf og verða 30 flugstjórar færðir í starf flugmanns á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Í ljósi áfram­hald­andi óvissu og til að lág­marka áhrif kyrr­setn­ingar MAX vél­anna á rekstur Icelandair mun félagið grípa til frek­ari ráð­staf­ana sem fela í sér tíma­bundnar breyt­ingar hjá hópi flug­manna og flug­stjóra á fjög­urra mán­aða tíma­bili, frá 1. des­em­ber næst­kom­andi til 1. apríl 2020. Aðgerð­irnar fel­ast í því að 111 flug­menn fær­ast niður í 50 pró­sent starf og 30 flug­stjórar verða færðir tíma­bundið í starf flug­manns. Í dag starfa tæp­lega 550 flug­menn og flug­stjórar hjá félag­inu.

Frá þessu er greint í frétta­til­kyn­ingu frá félag­inu.

Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flug­vélar á ný inn í rekstur félags­ins fyrr en í byrjun næsta árs. Upp­haf­lega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Í til­kynn­ing­unni segir að kyrr­setn­ingin valdi jafn­framt óvissu varð­andi afhend­ingu fimm nýrra MAX véla sem áætl­aðar voru til afhend­ingar snemma á næsta ári. Um sé að ræða for­dæma­lausa stöðu sem hafi umtals­verð nei­kvæð áhrif á rekstur félags­ins sem og flug­á­ætlun í vet­ur. Óhjá­kvæmi­lega hafi þessi staða áhrif á áhafna­þörf félags­ins og þurfi félagið að bregð­ast við með því að aðlaga fjölda áhafna­með­lima að flug­flota félags­ins.

Auglýsing

„Icelandair og Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) hafa á þessu ári unnið saman að því að skapa tæki­færi til þess að takast á við sveiflur í áhafna­þörf félags­ins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast og nú þegar hafa störf tæp­lega 100 flug­manna tekið breyt­ingum yfir vet­ur­inn,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flug­véla, þá hefur yfir­grips­mikið ferli, sem er í höndum alþjóða­flug­mála­yf­ir­valda, staðið yfir síðan vél­arnar voru kyrr­settar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í sam­vinnu við Boeing og þau flug­fé­lög sem eru með MAX vélar í rekstri og sam­kvæmt Icelandair er það hags­muna- og for­gangs­mál allra hlut­að­eig­andi að tryggja öryggi vél­anna og koma þeim aftur í rekst­ur.

„Icelandair mun, hér eftir sem hingað til, leggja höf­uð­á­herslu á að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu. Félagið er þegar í við­ræðum við Boeing um að fá það fjár­hags­lega tjón sem hlot­ist hefur af kyrr­setn­ingu vél­anna bætt,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent