Utanríkisráðherra hótað lífláti

Utanríkisráðuneytið hefur gripið til öryggisráðstafana í kjölfar líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í tengslum við þriðja orkupakkann.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur gripið til örygg­is­ráð­staf­ana í kjöl­far líf­láts­hót­ana í garð Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra í tengslum við þriðja orku­pakk­ann. Frá þessu greinir Frétta­blaðið í dag.

Utan­rík­is­ráð­herra segir í sam­tali við Frétta­blaðið að málið sé komið í far­veg hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. „Maður er ýmsu vanur en í þessu til­felli er aug­ljóst hver er ásetn­ing­ur­inn með þess­ari svoköll­uðu fjöl­miðlaum­fjöll­un,“ segir hann og vísar í frétt Frétta­tím­ans frá því í gær. „Hins vegar er okkur ráð­lagt að líf­láts­hót­anir beri að taka alvar­lega. Þær hót­anir sem mér hafa borist á sam­fé­lags­miðlum vegna þess­arar fréttar hafa þegar verið settar í far­veg hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra.“

Rætt var um þriðja orku­pakk­ann á Alþingi í gær og í fyrra­dag en um svo­kall­aðan þing­stubb var að ræða. Atkvæða­greiðsla vegna máls­ins mun fara fram næst­kom­andi mánu­dag.

Auglýsing

„Skylda okkar að hreinsa óværuna“

Vef­mið­ill­inn Frétta­tím­inn birti í gær frétt sem ber fyr­ir­sögn­ina „Skilar orku­pakki 3,625 millj­ónum í vasa utan­rík­is­ráð­herra?“ Í umræðum á sam­fé­lags­miðlum í tengslum við frétt­ina eru dæmi þar sem ráð­herra er hótað líf­láti, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Í Face­book-hópnum Orkan okk­ar: Bar­áttu­hópur er til að mynda skrif­að: „Kjöldrögum hann“, og „læka“ þrír við athuga­semd­ina.

Frétta­blaðið hefur einnig undir höndum skjá­skot af athuga­semd við færslu vegna frétt­ar­innar á Face­book en í henni seg­ir: „Hið óhjá­kvæmi­lega er að verði þessi svik fram­in, tökum við á þessu pakki með þeim öfl­ug­ustu aðferðum sem við höfum ... það er skylda okkar að hreinsa óværuna.“ Þar á eftir kemur listi: Ham­ar, nagl­ar, timb­ur, gæð­a­r­eipi og böð­ull. Mynd af heng­ing­ar­reipi fylgir með athuga­semd­inni.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent