Engar forsendur til að fullyrða að sæstrengsverkefni uppfylli kröfur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins um mögulegan sæstreng til Íslands. Almannatengill segir fréttina byggja á slúðurdálki.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið segir að engar for­sendur séu til þess að full­yrða að verk­efni Atl­antic Superconn­ect­ion um að leggja sæstreng frá Íslandi til Bret­lands muni upp­fylla íslenskar kröf­ur. Verk­efnið hafi ekki hlotið sam­þykki Alþingis sem verði skil­yrði fyrir lagn­ingu sæstrengs verði frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur um þriðja orku­pakk­ann sam­þykkt eftir helgi. Ráðu­neytið hafi ekki haft frum­kvæði að einum ein­asta fundi með full­trúum Atl­antic Superconn­ect­ion og það hefur ekki tekið afstöðu til verk­efn­is­ins.

Úti­lokað sé að meta hvort umrætt verk­efni sam­ræm­ist reglum sem hafi ekki verið sett­ar, enda sé íslenskt reglu­verk um sæstrengi mjög tak­mark­að. „Ástæða er til að árétta að þriðji orku­pakk­inn er því fjarri því að inni­halda full­nægj­andi reglu­verk til að sæstrengur geti orðið að veru­leika og hann tekur ekki ákvörð­un­ar­vald um lagn­ingu nýrra strengja af íslenskum stjórn­völd­um.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins vegna fréttar Morg­un­blaðs­ins í morgun um að sæl­strengs­verk­efni Atl­antic Superconn­ect­ion biði nú eftir grænu ljósi í Bret­landi. Sú frétt byggði á umfjöllun í Fin­ancial Times þar sem sagði að áformin hafi þegar upp­fyllt kröfur sam­kvæmt íslenskum lögum og að fjár­festar þrýsti nú á ráða­menn nýrrar rík­is­stjórnar Bret­lands að sam­þykkja verk­efn­ið. 

Auglýsing

Frið­jón R. Frið­jóns­son, einn eig­enda almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins KOM, birti stöðu­upp­færslu á Face­book um mál­ið, en KOM hefur starfað fyrir Atl­antic Superconn­ect­ion und­an­farin ár. Þar segir hann frétt Morg­un­blaðs­ins unna upp úr slúð­ur­dálki Fin­ancial Times. „Þetta er svona dálkur eins og Sand­korn DV og áreið­an­leik­inn eftir því,“ segir Frið­jón. Hann segir enn fremur að eng­inn form­legur stuðn­ingur liggi fyrir við verk­efn­ið, hvorki frá breskum né íslenskum stjórn­völd­um. 

Íslenskra stjórn­valda að ákveða

Kjarn­inn fjall­aði um Atl­antic Superconn­ect­ion verk­efnið í lok maí síð­ast­lið­ins og ræddi þar meðal ann­ars við Edmund Tru­ell, sem fer fyrir fyr­ir­tæk­inu. Sú umfjöllun birt­ist í kjöl­far fréttar breska dag­blaðs­ins The Times sem fjall­aði um, líkt og frétt Morg­un­blaðs­ins í morg­un, að Tru­ell vildi að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós á fram­kvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raf­orku til Íslands með lagn­ingu rúm­lega 1.000 kíló­metra sæstrengs. Í þeirri umfjöllun kom einnig fram að öll fjár­mögnun lægi fyrir og að ein­ungis vanti sam­þykki breskra stjórn­valda.

Í svari sínu við skrif­legri fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sagði Tru­ell að for­senda þess að fjár­mögnun klárist sé að bresk stjórn­völd veiti stað­fest sam­þykki fyrir því að Atl­antic Superconn­ect­ion vinni að þessu verk­efni fyrir þeirra hönd. „Ef sam­þykki fæst þaðan og íslensk stjórn­völd lýsa áhuga á kanna verk­efnið frekar þá er Atl­antic Superconn­ect­ion sann­fært um að fjár­mögnun náist enda hafi 25 bankar og fjár­festar lýst áhuga sínum á verk­efn­inu sem felur ekki ein­ungis í sér streng­inn heldur einnig umtals­verða fjár­fest­ingu í íslenska orku­kerf­inu til að tryggja afhend­ingar­ör­yggi og miðlun raf­orku um allt land.“

Aðspurður hvort Atl­antic Superconn­ect­ion telji sig geta lagt sæstreng án sam­þykkis íslenskra stjórn­valda sagði Tru­ell svo ekki vera. „Slíkt er  hvorki mögu­legt né æski­legt að okkar mati. Það er íslenskra stjórn­valda að ákveða hvort strengur verður lagður til Íslands.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent