Engar forsendur til að fullyrða að sæstrengsverkefni uppfylli kröfur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins um mögulegan sæstreng til Íslands. Almannatengill segir fréttina byggja á slúðurdálki.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið segir að engar for­sendur séu til þess að full­yrða að verk­efni Atl­antic Superconn­ect­ion um að leggja sæstreng frá Íslandi til Bret­lands muni upp­fylla íslenskar kröf­ur. Verk­efnið hafi ekki hlotið sam­þykki Alþingis sem verði skil­yrði fyrir lagn­ingu sæstrengs verði frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur um þriðja orku­pakk­ann sam­þykkt eftir helgi. Ráðu­neytið hafi ekki haft frum­kvæði að einum ein­asta fundi með full­trúum Atl­antic Superconn­ect­ion og það hefur ekki tekið afstöðu til verk­efn­is­ins.

Úti­lokað sé að meta hvort umrætt verk­efni sam­ræm­ist reglum sem hafi ekki verið sett­ar, enda sé íslenskt reglu­verk um sæstrengi mjög tak­mark­að. „Ástæða er til að árétta að þriðji orku­pakk­inn er því fjarri því að inni­halda full­nægj­andi reglu­verk til að sæstrengur geti orðið að veru­leika og hann tekur ekki ákvörð­un­ar­vald um lagn­ingu nýrra strengja af íslenskum stjórn­völd­um.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins vegna fréttar Morg­un­blaðs­ins í morgun um að sæl­strengs­verk­efni Atl­antic Superconn­ect­ion biði nú eftir grænu ljósi í Bret­landi. Sú frétt byggði á umfjöllun í Fin­ancial Times þar sem sagði að áformin hafi þegar upp­fyllt kröfur sam­kvæmt íslenskum lögum og að fjár­festar þrýsti nú á ráða­menn nýrrar rík­is­stjórnar Bret­lands að sam­þykkja verk­efn­ið. 

Auglýsing

Frið­jón R. Frið­jóns­son, einn eig­enda almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins KOM, birti stöðu­upp­færslu á Face­book um mál­ið, en KOM hefur starfað fyrir Atl­antic Superconn­ect­ion und­an­farin ár. Þar segir hann frétt Morg­un­blaðs­ins unna upp úr slúð­ur­dálki Fin­ancial Times. „Þetta er svona dálkur eins og Sand­korn DV og áreið­an­leik­inn eftir því,“ segir Frið­jón. Hann segir enn fremur að eng­inn form­legur stuðn­ingur liggi fyrir við verk­efn­ið, hvorki frá breskum né íslenskum stjórn­völd­um. 

Íslenskra stjórn­valda að ákveða

Kjarn­inn fjall­aði um Atl­antic Superconn­ect­ion verk­efnið í lok maí síð­ast­lið­ins og ræddi þar meðal ann­ars við Edmund Tru­ell, sem fer fyrir fyr­ir­tæk­inu. Sú umfjöllun birt­ist í kjöl­far fréttar breska dag­blaðs­ins The Times sem fjall­aði um, líkt og frétt Morg­un­blaðs­ins í morg­un, að Tru­ell vildi að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós á fram­kvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raf­orku til Íslands með lagn­ingu rúm­lega 1.000 kíló­metra sæstrengs. Í þeirri umfjöllun kom einnig fram að öll fjár­mögnun lægi fyrir og að ein­ungis vanti sam­þykki breskra stjórn­valda.

Í svari sínu við skrif­legri fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sagði Tru­ell að for­senda þess að fjár­mögnun klárist sé að bresk stjórn­völd veiti stað­fest sam­þykki fyrir því að Atl­antic Superconn­ect­ion vinni að þessu verk­efni fyrir þeirra hönd. „Ef sam­þykki fæst þaðan og íslensk stjórn­völd lýsa áhuga á kanna verk­efnið frekar þá er Atl­antic Superconn­ect­ion sann­fært um að fjár­mögnun náist enda hafi 25 bankar og fjár­festar lýst áhuga sínum á verk­efn­inu sem felur ekki ein­ungis í sér streng­inn heldur einnig umtals­verða fjár­fest­ingu í íslenska orku­kerf­inu til að tryggja afhend­ingar­ör­yggi og miðlun raf­orku um allt land.“

Aðspurður hvort Atl­antic Superconn­ect­ion telji sig geta lagt sæstreng án sam­þykkis íslenskra stjórn­valda sagði Tru­ell svo ekki vera. „Slíkt er  hvorki mögu­legt né æski­legt að okkar mati. Það er íslenskra stjórn­valda að ákveða hvort strengur verður lagður til Íslands.“

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent