Engar forsendur til að fullyrða að sæstrengsverkefni uppfylli kröfur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins um mögulegan sæstreng til Íslands. Almannatengill segir fréttina byggja á slúðurdálki.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið segir að engar for­sendur séu til þess að full­yrða að verk­efni Atl­antic Superconn­ect­ion um að leggja sæstreng frá Íslandi til Bret­lands muni upp­fylla íslenskar kröf­ur. Verk­efnið hafi ekki hlotið sam­þykki Alþingis sem verði skil­yrði fyrir lagn­ingu sæstrengs verði frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur um þriðja orku­pakk­ann sam­þykkt eftir helgi. Ráðu­neytið hafi ekki haft frum­kvæði að einum ein­asta fundi með full­trúum Atl­antic Superconn­ect­ion og það hefur ekki tekið afstöðu til verk­efn­is­ins.

Úti­lokað sé að meta hvort umrætt verk­efni sam­ræm­ist reglum sem hafi ekki verið sett­ar, enda sé íslenskt reglu­verk um sæstrengi mjög tak­mark­að. „Ástæða er til að árétta að þriðji orku­pakk­inn er því fjarri því að inni­halda full­nægj­andi reglu­verk til að sæstrengur geti orðið að veru­leika og hann tekur ekki ákvörð­un­ar­vald um lagn­ingu nýrra strengja af íslenskum stjórn­völd­um.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins vegna fréttar Morg­un­blaðs­ins í morgun um að sæl­strengs­verk­efni Atl­antic Superconn­ect­ion biði nú eftir grænu ljósi í Bret­landi. Sú frétt byggði á umfjöllun í Fin­ancial Times þar sem sagði að áformin hafi þegar upp­fyllt kröfur sam­kvæmt íslenskum lögum og að fjár­festar þrýsti nú á ráða­menn nýrrar rík­is­stjórnar Bret­lands að sam­þykkja verk­efn­ið. 

Auglýsing

Frið­jón R. Frið­jóns­son, einn eig­enda almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins KOM, birti stöðu­upp­færslu á Face­book um mál­ið, en KOM hefur starfað fyrir Atl­antic Superconn­ect­ion und­an­farin ár. Þar segir hann frétt Morg­un­blaðs­ins unna upp úr slúð­ur­dálki Fin­ancial Times. „Þetta er svona dálkur eins og Sand­korn DV og áreið­an­leik­inn eftir því,“ segir Frið­jón. Hann segir enn fremur að eng­inn form­legur stuðn­ingur liggi fyrir við verk­efn­ið, hvorki frá breskum né íslenskum stjórn­völd­um. 

Íslenskra stjórn­valda að ákveða

Kjarn­inn fjall­aði um Atl­antic Superconn­ect­ion verk­efnið í lok maí síð­ast­lið­ins og ræddi þar meðal ann­ars við Edmund Tru­ell, sem fer fyrir fyr­ir­tæk­inu. Sú umfjöllun birt­ist í kjöl­far fréttar breska dag­blaðs­ins The Times sem fjall­aði um, líkt og frétt Morg­un­blaðs­ins í morg­un, að Tru­ell vildi að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós á fram­kvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raf­orku til Íslands með lagn­ingu rúm­lega 1.000 kíló­metra sæstrengs. Í þeirri umfjöllun kom einnig fram að öll fjár­mögnun lægi fyrir og að ein­ungis vanti sam­þykki breskra stjórn­valda.

Í svari sínu við skrif­legri fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sagði Tru­ell að for­senda þess að fjár­mögnun klárist sé að bresk stjórn­völd veiti stað­fest sam­þykki fyrir því að Atl­antic Superconn­ect­ion vinni að þessu verk­efni fyrir þeirra hönd. „Ef sam­þykki fæst þaðan og íslensk stjórn­völd lýsa áhuga á kanna verk­efnið frekar þá er Atl­antic Superconn­ect­ion sann­fært um að fjár­mögnun náist enda hafi 25 bankar og fjár­festar lýst áhuga sínum á verk­efn­inu sem felur ekki ein­ungis í sér streng­inn heldur einnig umtals­verða fjár­fest­ingu í íslenska orku­kerf­inu til að tryggja afhend­ingar­ör­yggi og miðlun raf­orku um allt land.“

Aðspurður hvort Atl­antic Superconn­ect­ion telji sig geta lagt sæstreng án sam­þykkis íslenskra stjórn­valda sagði Tru­ell svo ekki vera. „Slíkt er  hvorki mögu­legt né æski­legt að okkar mati. Það er íslenskra stjórn­valda að ákveða hvort strengur verður lagður til Íslands.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent