„Innanlandsflugið á við djúpstæðan vanda að stríða“

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að að það verði alltaf snúið að halda gangandi greiðum samgöngum í svo stóru og strjálbýlu landi þar sem svo stór hluti þjóðarinnar býr á einu svæði en aðrir hafa dreifst víða um land.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fjallar um vandi inn­an­lands­flugs­ins í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Hann segir að það verði alltaf snúið að halda gang­andi greiðum sam­göngum í svo stóru og strjál­býlu landi þar sem svo stór hluti þjóð­ar­innar býr á einu svæði en aðrir hafa dreifst víða um land.

„­Fólkið í hinum dreifðu byggðum á sinn rétt á aðgangi að stjórn­sýslu og þjón­ustu, menn­ing­ar­stofn­unum í eigu þjóð­ar­innar og þar fram eftir göt­unum – þó að auð­vitað sé það svo að nú á nettengdum tímum sé bæði auð­veld­ara að sækja þjón­ustu og sinna þjón­ustu hvar á land­inu sem maður býr. Vinnu­stað­ur­inn er að miklum hluta í tölv­unni hjá stórum hluta lands­manna, hvort sem við störfum við bók­hald, bíla­við­gerð­ir, kennslu eða hjúkr­un,“ skrifar hann.

Hann telur þó að inn­an­lands­flugið eigi við djúp­stæðan vanda að stríða. „Það er of dýrt – eða kannski er of ódýrt að aka einn í bíl lands­hluta á milli? Það hlýt­ur, hvað sem öðru líð­ur, að vera umhugs­un­ar­efni, að við skulum vera að koma út úr mestu ferða­manna­ver­tíð Íslands­sög­unn­ar, þar sem pen­ingar hafa bein­línis hrúg­ast inn í land­ið, að ekki hafi tek­ist að nýta neitt að kalla af því fjár­magni til að byggja upp til dæmis alþjóða­flug­völl á Akur­eyri eða vega­kerfið að gagn­i.“

Auglýsing

Á varð­bergi gagn­vart stór­felldum nið­ur­greiðslum

Guð­mundur Andri bendir á að orku­skipti gegni mik­ils­verðu hlut­verki. Raf­væð­ing flugs­ins hljóti að vera vænt­an­leg innan skamms – Norð­menn séu þegar með plan um það – og þá breyt­ist allar for­sendur um það kolefn­is­spor sem flugið veldur og geri að verkum að sum­ir, þar á meðal hann, séu á varð­bergi gagn­vart stór­felldum nið­ur­greiðsl­um. „Það þarf að fjölga stór­kost­lega hleðslu­stöðvum um allt land og gera raf­bíl­inn að miklu væn­legri kosti en olíu­knúin far­ar­tæki.“

Hann veltir því jafn­framt fyrir sér hvort Íslend­ingar verði ekki að fara að temja sér annan hugs­un­ar­hátt gagn­vart öku­tæk­inu og almenn­ings­sam­göng­um. „Það er ekki minnkun að því að nýta sér þær heldur þvert á móti; fólk á að vera hreykið af því að nýta sér þær,“ skrifar hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent