„Innanlandsflugið á við djúpstæðan vanda að stríða“

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að að það verði alltaf snúið að halda gangandi greiðum samgöngum í svo stóru og strjálbýlu landi þar sem svo stór hluti þjóðarinnar býr á einu svæði en aðrir hafa dreifst víða um land.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fjallar um vandi inn­an­lands­flugs­ins í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Hann segir að það verði alltaf snúið að halda gang­andi greiðum sam­göngum í svo stóru og strjál­býlu landi þar sem svo stór hluti þjóð­ar­innar býr á einu svæði en aðrir hafa dreifst víða um land.

„­Fólkið í hinum dreifðu byggðum á sinn rétt á aðgangi að stjórn­sýslu og þjón­ustu, menn­ing­ar­stofn­unum í eigu þjóð­ar­innar og þar fram eftir göt­unum – þó að auð­vitað sé það svo að nú á nettengdum tímum sé bæði auð­veld­ara að sækja þjón­ustu og sinna þjón­ustu hvar á land­inu sem maður býr. Vinnu­stað­ur­inn er að miklum hluta í tölv­unni hjá stórum hluta lands­manna, hvort sem við störfum við bók­hald, bíla­við­gerð­ir, kennslu eða hjúkr­un,“ skrifar hann.

Hann telur þó að inn­an­lands­flugið eigi við djúp­stæðan vanda að stríða. „Það er of dýrt – eða kannski er of ódýrt að aka einn í bíl lands­hluta á milli? Það hlýt­ur, hvað sem öðru líð­ur, að vera umhugs­un­ar­efni, að við skulum vera að koma út úr mestu ferða­manna­ver­tíð Íslands­sög­unn­ar, þar sem pen­ingar hafa bein­línis hrúg­ast inn í land­ið, að ekki hafi tek­ist að nýta neitt að kalla af því fjár­magni til að byggja upp til dæmis alþjóða­flug­völl á Akur­eyri eða vega­kerfið að gagn­i.“

Auglýsing

Á varð­bergi gagn­vart stór­felldum nið­ur­greiðslum

Guð­mundur Andri bendir á að orku­skipti gegni mik­ils­verðu hlut­verki. Raf­væð­ing flugs­ins hljóti að vera vænt­an­leg innan skamms – Norð­menn séu þegar með plan um það – og þá breyt­ist allar for­sendur um það kolefn­is­spor sem flugið veldur og geri að verkum að sum­ir, þar á meðal hann, séu á varð­bergi gagn­vart stór­felldum nið­ur­greiðsl­um. „Það þarf að fjölga stór­kost­lega hleðslu­stöðvum um allt land og gera raf­bíl­inn að miklu væn­legri kosti en olíu­knúin far­ar­tæki.“

Hann veltir því jafn­framt fyrir sér hvort Íslend­ingar verði ekki að fara að temja sér annan hugs­un­ar­hátt gagn­vart öku­tæk­inu og almenn­ings­sam­göng­um. „Það er ekki minnkun að því að nýta sér þær heldur þvert á móti; fólk á að vera hreykið af því að nýta sér þær,“ skrifar hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent