„Innanlandsflugið á við djúpstæðan vanda að stríða“

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að að það verði alltaf snúið að halda gangandi greiðum samgöngum í svo stóru og strjálbýlu landi þar sem svo stór hluti þjóðarinnar býr á einu svæði en aðrir hafa dreifst víða um land.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fjallar um vandi inn­an­lands­flugs­ins í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Hann segir að það verði alltaf snúið að halda gang­andi greiðum sam­göngum í svo stóru og strjál­býlu landi þar sem svo stór hluti þjóð­ar­innar býr á einu svæði en aðrir hafa dreifst víða um land.

„­Fólkið í hinum dreifðu byggðum á sinn rétt á aðgangi að stjórn­sýslu og þjón­ustu, menn­ing­ar­stofn­unum í eigu þjóð­ar­innar og þar fram eftir göt­unum – þó að auð­vitað sé það svo að nú á nettengdum tímum sé bæði auð­veld­ara að sækja þjón­ustu og sinna þjón­ustu hvar á land­inu sem maður býr. Vinnu­stað­ur­inn er að miklum hluta í tölv­unni hjá stórum hluta lands­manna, hvort sem við störfum við bók­hald, bíla­við­gerð­ir, kennslu eða hjúkr­un,“ skrifar hann.

Hann telur þó að inn­an­lands­flugið eigi við djúp­stæðan vanda að stríða. „Það er of dýrt – eða kannski er of ódýrt að aka einn í bíl lands­hluta á milli? Það hlýt­ur, hvað sem öðru líð­ur, að vera umhugs­un­ar­efni, að við skulum vera að koma út úr mestu ferða­manna­ver­tíð Íslands­sög­unn­ar, þar sem pen­ingar hafa bein­línis hrúg­ast inn í land­ið, að ekki hafi tek­ist að nýta neitt að kalla af því fjár­magni til að byggja upp til dæmis alþjóða­flug­völl á Akur­eyri eða vega­kerfið að gagn­i.“

Auglýsing

Á varð­bergi gagn­vart stór­felldum nið­ur­greiðslum

Guð­mundur Andri bendir á að orku­skipti gegni mik­ils­verðu hlut­verki. Raf­væð­ing flugs­ins hljóti að vera vænt­an­leg innan skamms – Norð­menn séu þegar með plan um það – og þá breyt­ist allar for­sendur um það kolefn­is­spor sem flugið veldur og geri að verkum að sum­ir, þar á meðal hann, séu á varð­bergi gagn­vart stór­felldum nið­ur­greiðsl­um. „Það þarf að fjölga stór­kost­lega hleðslu­stöðvum um allt land og gera raf­bíl­inn að miklu væn­legri kosti en olíu­knúin far­ar­tæki.“

Hann veltir því jafn­framt fyrir sér hvort Íslend­ingar verði ekki að fara að temja sér annan hugs­un­ar­hátt gagn­vart öku­tæk­inu og almenn­ings­sam­göng­um. „Það er ekki minnkun að því að nýta sér þær heldur þvert á móti; fólk á að vera hreykið af því að nýta sér þær,“ skrifar hann.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent