Skyggnst ofan í ruslakistu Seðlabanka Íslands - Eignir minnkað um 290 milljarða

Eignasafn Seðlabanka Íslands hefur stundum verið nefnt ruslakista Seðlabankans. Þar hefur eignum, sem rekja má til falls fjármálakerfisins, verið safnað saman. Mikil endurskipulagning á eignasafninu hefur átt sér stað.

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) hefur á undanförnum árum minnkað efnahaginn umtalsvert með eignasölu, en sé miðað við stöðu mála hjá félaginu eins og hún var um mitt ár í fyrra, þá átti félagið 200,8 milljarða króna eignir. 

Síðan þá hefur eignasala haldið áfram og minnkun efnahagsins samhliða, að því er fram kemur í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurnum Kjarnans um stöðu ESÍ og eignasamsetningu þess. „Frá stofnun hefur eitt af meginhlutverkum ESÍ hefur verið að lýsa kröfum, fullnusta veð og ná utan um og viðhalda eignasafninu. Undanfarin ár hefur jafnframt markvisst verið unnið að því að draga saman efnahag ESÍ. Að stórum hluta hefur það gerst með sölu eigna en stærsta einstaka skrefið var sala á sértryggðum skuldabréfum í eigu ESÍ til ÍLS síðastliðið haust. Aðrar eignir sem seldar hafa verið á undanförnum árum voru eignarhlutir í FIH og Sjóvá. Aðrar eignasölur hafa verið mun minni, þar með talið skráð skuldabréf sem seld hafa verið á markaði og oftast nær í frekar litlum skömmtum til að hafa sem minnst áhrif á markaðinn. Frá stofnun félagsins í upphafi árs 2010 hefur efnahagur þess dregist saman um 290 milljarða króna að miðju ári 2015. Síðan þá hefur salan til ÍLS bæst við auk þess sem hluti fjármálafyrirtækja í slitameðferð sem ESÍ á kröfur á hafa lokið slitameðferð með nauðasamningum eða gjaldþroti, og byrjað að greiða út til kröfuhafa í kjölfarið,“ segir í svari Seðlabanka Íslands. 

Seðlabankinn vonast til þess ESÍ verði lagt niður á þessu ári, og má þá segja að lokapunktur verði settur við umfangsmikla eignaumsýslu Seðlabanka Íslands, sem rekja má til hruns fjármálakerfisins, og neyðarlagasetningar Alþingis, haustið 2008.

Auglýsing

Hætt við sölu

Hætt hefur verið við sölu á öllum eignum Hildu, dótturfélags Eignasafn Seðlabanka Íslands, þar sem ekkert ásættanlegt tilboð þótti berast í eignirnar, eins og fram kom á vef Kjarnans 27. janúar síðastliðinn.

Fjórir fjárfestahópar gengu til viðræðna um kaup á öllum eignum Hildu, dótturfélags Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ). Hóparnir fjórir voru settir saman af fjármálafyrirtækjunum Arctica Finance, Virðingu, Kviku fjárfestingarbanka (sameinaður banki Straums og MP banka) og ALM Verðbréfum, að því er greint var frá í DV 4. desember.

Miklar eignir komu til Seðlabankans eftir hrunið, og var ESÍ með þar innan sinna vébanda. Stóran hluta þeirra má rekja til svonefndar veðlána Seðlabanka Íslands.

Hilda er hluti af stóru eignasafni ESÍ, og á 364 fasteignir sem bókfærðar eru á 6,6 milljarða króna, 387 útlán (til 260 lántakenda) og önnur skuldabréf sem metin eru á 5,7 milljarða króna og handbært fé/kröfur upp á 2,9 milljarða króna. 

Hilda á alls sex dótturfélög og hjá félaginu starfa 13 manns, samkvæmt ársreikningi. Það hagnaðist um 1,5 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra og munaði þar langmestu um hreinar rekstrartekjur, sem eru sala eigna og lána á tímabilinu. Auk þess námu leigutekjur 139 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra.

Mest í skuldabréfum og langtímakröfum

Af um 200,8 milljarðaheildareignasafni, miðað við stöðu mála um mitt ár í fyrra, voru 106 milljarðar í skuldabréfum og langtímakröfum, eða ríflega helmingur af heildareignum. Kröfur á fjármálafyrirtæki voru metnar á 67,7 milljarða króna, innstæður námu 9,6 milljörðum og hlutabréfaeign var metin á 610 milljónir. Þá nam tekjuskattsinneign félagsins 1,4 milljarði, að því er fram kemur í svari Seðlabankans við fyrirspurn Kjarnans. 

Eignir ESÍ. Samantekt: Seðlabanki Íslands.

Sérstaklega er tekið fram að minnkun efnahagsins hafi ekki eingöngu farið fram með eignasölu, heldur hafi skuldir einnig verið greiddar upp. „
Efnahagur ESÍ hefur ekki eingöngu dregist saman vegna eignasölu. Hluti eigna félagsins hafa verið skuldabréf og langtímakröfur á starfandi fyrirtæki og af þeim hafa verið greiddar afborganir og einhverjum tilfellum verið greitt inn á þessar skuldir eða þær greiddar upp, ýmist með samkomulagi eða samkvæmt skilmálum,“ segir í svarinu.

Kjarninn óskaði eftir því í fyrirspurnum til Seðlabankans, að fá nákvæmlega útlistað hvaða eignir ESÍ ætti, væri með til sölu og hefði selt, þar á meðal nákvæma útlistun á fasteignasafni sínu og eftir atvikum öðrum eignum. Þá var einnig óskað eftir upplýsingum um hvaða aðilar hefðu keypt eignir félagsins þegar þær voru seldar. Upplýsingarnar sem hér fylgja, voru þær sem Seðlabankinn veitti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None